Fálkinn


Fálkinn - 21.01.1949, Qupperneq 10

Fálkinn - 21.01.1949, Qupperneq 10
10 FÁLKINN YNO/fU laE^BNMNMIR F j arlægðarmælir. Sá sem notar Ijósmyndavél, sem liægt er að stilla á fjarlægðir, þarf helst að eiga áhald líka til þess að mæla fjariægðina því að ef slump- að er á, þá er hætt við að mynd- in verði ekki skörp. En fjariægðar- mælinn geturðu búið þér til sjálfur. Þú þarft ckki annað efni í hann en krossviðarplötu, 20x20 sentimetra stóra, blikkræmu og mjóa pípu (t. d. strá) þriggja mm. breiða i þver- mál. Dragðu línurnar V og L einn sentimetra frá brúnunum á kross- viðarfjölinni og þar sem þær sker- ast er miðdepill fyrir fjórðung úr sirkilboða, sem þið teiknið eins og myndin sýnir. — Blikkræman mjókk ar í odd í annan endann, en á breið- ari endann borið þið gat og festið svo þennan blikkvísi með skrúfu í skurðarpunkt iinanna V og L. Vís- irinn þarf að vera iiðugur í skrúfu- hausnum. Pípan er límd á brúnina á fjölinni og pappaskífa með gati límd á endann á henni, svo að hæg- ara sé að horfa gegnum hana. Þið búið ykkur til beina línu með þvi að stinga upp sköftum með eins metra millibili frá 1 til 8. Svo mið- ið þið á fyrsta skaftið úr eins metra fjarlægð með því að kíkja gegn- um pipuna, en visirinn liangir beint niður. Þar sem þið bendið á fjöl- ina setjið þið merkið 1, og miðið svo á 2. metra fjarlægð og setjið merkið tvo, og svo framvegis, þangað til þið hafið fengið eins margar tölur og vill. A minnstu fjarlægð- unum er best að merkja líka fyrir hálfum metra. Þið miðið á sköftin niður við jörð. Þegar þér notið áhaldið er ekki annar vandinn en að miða neðst á hlutinn, sem þið takið mynd af, og þá segir visirinn til um hve langt hann er í burtu. VAFASAMT HRÓS. Þegar Elísabeth Englandsprinsessa var í Frakklandi í vor, skrifaði franskt blað um hana, að hún talaði „fullkomna frönsku, miklu betur en Churchill.“ Blað citt i London gerir þetta að umtalsefni og telur saman- burðinn við Churchill seinheppileg- an, þvi að hann er alkunnur fyrir að tala herfilega frönsku. Hann veit það vel sjálfur, og þegar hann talaði í vor á fundinum i Iiaag, byrjaði hann svona: „Nú ætla ég að búa ykkur undir dáiítið, sem er mjög alvarlegt: Eg ætla að tala á frönsku!“ HJÁLP I VIÐLÓGUM Niðurlag. 17. Nú var sumarfríið að enda. Og nú var hörundið hvorki rautt né lirelstrað heldur orðið brúnt á litinn af sólinni, eins og það á að vera, en það var ekki fengið með siljandi sældinni. Þegar sólin er of mikil, fær maður í raun og veru hruna. Hörundið verður rautt, og stundum hleypur það upp og koma blöðrur. Það er litið gagn í þvi að smyrja á það feiti, því að hún gerir ekki annað en safna ryki og skit. Betra er að sáldra talkúmi eða kart- öfluméli á brunablettina. ** 0* *+* 18. Tjaldið var nú tekið ofan og tjaldhælarnir taldir, svo að dreng- irnir væru vissir um að þeir týndu engum. Svo var troðið í bakpokana og loks voru strákarnir ferðbúnir. Óli settist og fór i þykka ullarsokka, eftir að hafa núið tólgarmola á tærnar og hælana. „Hættu nú þess- um bjánaskap," sagði Níls. „Þú ætt- ir heldur að gera eins og ég, því að annars getur farið svo að þú kom- ir heim með dreyrblöðrur á löppun- um, en mér er borgið núna,“ sagði Óli. Níls varð hræddur við dreyr- blöðrurnar og bar á sig tólg líka. Og það ættu allir göngumenn að gera. Endir. Copyright P. I B Bo* 6 Copenhogen 50 Tundurþráðurinn var of langur. Skrítlur — Viltu regna að hypja þig burt, strákhnokkinn þinn! — Uss, það er hægast að brúka kjaft þegar maður er vopnaður! — Það er kalt á kvöldin núna. — Já, og á morgnana — að mað- ur ekki minnist á næturnar — og cnda á daginn líka, þegar því er að skipta. Andrés á Bakka hafði farið til kirkju og konan lians fór að spyrja hann frétta þcgar hann kom heim. Hvernig var ræðan? — Ræðan var góð. En þessi nýi meðhjápari byrjaði svo hátt söng- inn, að áður en lauk voru allir farnir að blistra. — Eg hefi boðið forsetanum og utanríkisráðherranum i miðdegis- verð á morgun. — Jæja, etskan min. — Hann Óskar litli beit hundinn nágrannans i töppina. — Einmitt það, væna min. — Iiinn daginn œtla ég i bíó með forsætisráðherranum. — Nú—ú? — Líttu snöggvast á mig — þá skal ég standa á höndunnm. — Já, gullið mitt. — Viltu gefa mér liundrað krón- ur fyrir nýjum hatti? — Nei, væna mín — þú veist að við verðum að spara. — Það er afmœlisdagurinn henn- ar Yrpu i dag.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.