Fálkinn - 28.01.1949, Blaðsíða 5
FÁLKINN
5
bárust óteljandi fréttir um ó-
tæmandi gullnámur, — um fólk
sem á nokkrum dögum hafði
grafið upp stórfé — og gullæð-
ið fór hraðvaxandi. Á einu ein-
asta ári flæddu nærri því hundr
að þús. manneskjur þarna inn
i óbyggðirnar í Sacramentodal
þó að leiðin þangað væri bæði
löng, erfið og dýrt að ferðast.
Menn komu alla leið frá aust-
urfylkjunum í Bandaríkjunum
og frá Evrópu, og fóru ýmist
með skipum alla leið suður fyr-
ir Suður-Amerilcu um Maghell-
anssund og norður með vestur-
ströndinni til San Francisco, en
sú ferð tók 130 daga, eða með
skipi til Panama og gangandi
yfir Panama-eiðið til Kyrrahafs
og þaðan áfram með skipi. Þá
var liægt að komast leiðar sinn-
ar á rúmum 60 dögum. Þriðja
leiðin og sú erfiðasta var land-
leiðin vestur yfir Bandaríkin,
en hún varð eigi farin á
skennnri tima en fimm mánuð-
um. Margir þeirra, sem völdu
þessa leiðina komust aldrei á
ákvörðunarstaðinn. Þeir urðu
úti vestur á sléttunum miklu.
Einn af þessum 100.000, sem
freistuðu gæfunnar í Kaliforníu
var enski lierlæknirinn J. Tyr-
witt Brookx. í dagbók sinni,
(sem ágrip kom út af í bókinni
„Frásögn af Kaliforníu og gull-
ið þar,“ sein kom út 1819) hefir
iiann gefið fróðlega skýrslu um
margt sem gerðist þessa gullæð-
isdaga. Sýnir frásögn lians að
veruleikinn fer stundum langt
fram úr því, því, sem nokkurt
skáld getur látið sér detta i liug.
Brooks kom frá Evrópu lífs-
leiður og vonsvikinn og fór til
Kaliforníu til þess að njóta
kyrrðar eftir margra ára flakk
í lierlæknisstarfi sínu. Hann
kom til San Francisco ásamt
fleiri innflytjendum 28. apríl
1848. Hvorki hann né félagar
háns höfðu hugmynd um gull-
fundinn fyrr en þeir voru komn
ir til Kaliforniu. Þeir höfðu ein-
göngu hug á að kynnast veðr-
áttunni og ræktunarmöguleik-
um, og liöfðu verið átta daga í
landinu er þeir fréttu um gullið.
En þegar þeir heyrðu um
það vörpuðu þeir búskapará-
formunum fyrir borð og af-
réðu að freista gæfunnar í
Sacramentodalnum eins og allir
aðrir. Þeir bjuggu ferð sína í
skyndi. Þeir urðu að útvega sér
mat, tjald og verkfæri — og
það var hægar ort en gjört í
hálfmannlausri borginni. Söðla-
smiðurinn, sem átti að gera við
reiðtygin þeirra var alveg mann
laus, svo að öllu miðaði hægt
hjá honum. Og einn morguninn
var kominn miði á dyrnar hans:
„Farinn í gullið!“ Það horfði
báglega en þó komust þeir
Brooks loksins af stað og 29.
naí komust þeir til New Hel-
vetia. Nokkrum dögum síðar
voru þeir komnir til Mormon
Díggings, sem hafði fengið
nafn af mormónunum, sem
grófu þar gull fyrstu dagana
lijá Suter og Marshall. Meðfram
ánni var risin upp stór tjald-
borg og sólbrunnir menn með
uppbrettar ermar stóðu þarna
í hópum og þvoðu gull úr ár-
sandinum, sumir með höndun-
um einum, en aðrir með „vögg-
ur“ — stór sáld sem ruggað
var, og voru fjórir menn um
hvert.
Þetta liafði mikil áhrif á gest-
ina. „Okkur fannst sem hinar
dularfullu fjárhirslur i „1001
nótt“ hefðu allt í einu opnast
fyrir okkur,“ segir Brooks í
dagbók sinni i áðurnefndri bók.
Vinnulagið var svo frumstætt
sem frekast er bægt að hugsa
sér: Þeir hálffylltu blikkfötur
með gullsandi, sem þeir mok-
uðu með múrskeið og sökktu
svo fölunni í ána og létu hana
fyllast af vatni. Ilrærðu svo í
með hendinni svo að sandkorn-
in flytu burt nieð vatninu, en
gullkornin, sem voru þyngst,
settust á botninn. Gullduftinu
var svo hellt i þéttar körfur og
þurrkað í sólinni. Brooks og fé-
lagar lians voru liins vegar svo
veiðibráðir að þeir vildu ekki
biða til næsta morguns eftir
sólskini en þurrkuðu duftið yf-
ir varðeldinum. Þegar sandur-
inn var orðinn þurr, settust þeir
við körfuna og blésu honum
burt. Og þá urðu eftir smáhrúg-
ur af glitrandi gullkornum.
Þarna í gullgrafarahópnum
voru allra þjóða kvikindi —
negrar, Indíánar, Ameríkumenn
og glysgjarnir Spánverjar og
aðrir hvítir menn af allslconar
stéttum og þjóðernum. Hér í
þessu frumstæða þjóðfélagi
fjarri siðmenningunni var fyrsta
kastið allt með friði og spekt
eins og í París, þó að engin
væru þar yfirvöld eða réttarfar.
Allir hugsuðu bara um eitt: að
finna sér góðan gullþvottarstað,
en af gullinu var nóg handa
öllum. Þjófnaður eða aðrir
glæpir þekktist ekki. Á k'völdin
komu gullgrafararnir saman í
tjöldum Spánverjanna til að
sjá stúlkurnar dansa fandango
i litskrúðugum klæðum sínum.
Við þá sýn gleymdi margur
gullgrafarinn bakverknum, eft-
ir að hafa staðið kengboginn
yfir sáldi eða fötu allan daginn.
En fólkið hélt áfram að
streyma til Mormon Diggins,
og Brooks og félagar hans
fluttu um set til að finna sér
stað, sem ekki var eins mann-
margt á. Á leiðinni komu þeir
að skurðinum, þar sem fyrsta
gullið fannst. Þarna höfðu þeir
Suter og Marshall nú mörg
hundruð Indíána í vinnu. Þeir
fengu ekki gull í kaup heldur
matvæli, viski og Pisco-brenni-
vín, sem þeir drukku feiknin
öll af. Nálægt New Helvetia
fundu þeir Brooks og félagar
lians gullsand, sem var ríkari
en sandurinn í Mormon Digg-
ins„ en það var erfiðara að
vinna úr honum. í brennandi
sólarliita báru þeir sandinn
niður að ánni, en brátt sáu
þeir að auðveldara væri að nota
hesta til þessara flutninga. Ólm
ir af ákafa og von um meira
gull héldu þeir áfram norður
með Ameriean River. Allsstaðar
voru tjaldbúðir og margir að
starfi í brennandi sólinni.
Vegna einhæfs mataræðis, lé-
legrar aðbúðar og erfiðrar
vinnu fór nú að bera á ýmsum
krankleika, einkum blóðkreppu
sótt. Og svo fór öfundin að
gera vart við sig. Einingarand-
inn hvarf og gullgrafararnir
urðu að gæta vel að gullpok-
unum sínum, svo að þjófnaður
og morð urðu brátt daglegir
viðburðir.
Brooks og félagar hans voru
á nálum um að gulli þeirra
yrði stolið, og einn úr hópnum,
Bradley nokkur, var sendur til
Monterey til að lcoma gullinu í
geymslu þar. Fregnir af nýjum
íundarstöðum lokkuðu, og 26.
júlí tóku þeir sig upp á ný og
fóru nú í svonefndan Bjóradal,
sem var mannlaus, og fundu
þar innan skamms mikið gull,
bæði i sandinum og í kletta-
skorum. Þeir byggðu sér lítið
hús með strauragirðingu í kring,
sér til varnar og til þess að hafa
hestana í, Skiptu þeir sér í
þrennt. Einn liópurinn hélt
vörð við húsið, annar var send-
ur til að afla matar, en þriðji
hópurinn gróf gull. Einn dag-
inn réðst Indíánahópur á gull-
grafarana, en þeir gátu hrund-
ið þeim af sér. En friðurinn
var rofinn og upp frá þessum
degi voru gullgrafararnir sí-
hræddir um sig.
Matarbirgðirnar þraut og alls-
konar sjúkdómar fóru að gera
vart við sig. Kom Brooks nú
í góðar þarfir að hann vgr
læknir og hafði ýmisskonar með-
ul við hendina, en þau entust
eklci lengi. Var nú afráðið að
senda gullið, sem safnast liafði
fyrir, til Monterey — en það
var löng leið, til þess að eiga
ekki á hættu að Indiánar réð-
ust á þá og rændu því. Því að
Indíánar liöfðu nú fengið nasa-
sjón af því, að gylltu kornin
voru verðmæt. Var gerður út
þriggja manna leiðangur und-
ir forustu Bradleys. En nú datt
Brooks allt í einu í hug að eng-
inn hefði séð kvittunina fyrir
gullinu, sem Bradley fór með
í fyrra skiptið, er hann koni
gulli í geymslu í Monterey.
Bradley sagðist liafa brennt
blaðinu í hugsunarleysi ineð
öðrum blöðum. Brooks fór að
gruna margt og fékk annan úr
hópnum, Malcolm, til þess að
reiða mestan lilutann af gull-
inu á sinum iiesti. En ræningj-
ar, sem nú voru orðnir land-
plága í Sacramentodalnum, réð-
ust á sendimennina, og náðu
öllu gullinu. Nú liöfðu þeir leið-
angursmenn misst arðinn af
margra mánaða striti og afréðu
að slíta félagsskapnum og skiþta
á milli sín því, sem eftir var
af gullinu. En við skiptin urðu
þeir ósáttir en þó fóru skiptin
fram að lokum og fékk liver
þeirra 700 dollara.
Örlög Brooks urðu svipuð ör-
lögum margra annarra, sem
freistuðu gæfunnar í Kaliforn-
íu. Hann segir í bréfi: „Það er
auðvelt að safna gulli hérna,
en erfitt að láta sér haldast á
því. Þetta er hættulegt liapp-
drætti og þeir einir fá vinning,
sem tekst að komast á burt með
fjársjóði sína, annaðhvort til
Bandarikjanna eða til Evrópu.
En þeir eru ekki nema fáir!“
Gullgrafararnir gátu gert sér
von um 50—200 dollara ágóða
á dag, og' dollarinn var þá
miklu verðmeiri en nú. Frá 1.
Frh. á bls. H.