Fálkinn


Fálkinn - 28.01.1949, Blaðsíða 8

Fálkinn - 28.01.1949, Blaðsíða 8
8 FÁLKINN Elizabeth Fowler: 34 karlmenn og ég Við yfirgáfum skipalesfina að kvöldlagi, nokkrum dögum eftir að við sigldum frá Sierra Leone. Eg sat uppi á þiljum með prjónana mína meðan myrkrið vafðist œ þéttar umhverfis okkur. Loftið var svalt og ekkert liljóð heyrðist ann- að en hin dimmhljómu slög vél- anna og skvamphijóð vatnsins, sem rann óséð aftur með hliðum skips- ins, sem plægðu sjóinn með jöfn- um liraða. Augu mín höfðu liiotið hvild i hinu glórulausa myrkri þegar ofsa- lega snöggt og sjónglepjandi leiftur iýsti alla hluti úmhverfis mig á ó- liugnaðarfullan liátt. Sprengingin drundi i eyrum minum um leið og ég féll flöt á þilfarið. Rödd skipstjórans smaug eins og hárbeittur hnífur inn í hálf ruglaða meðvitund mína: „Þar liittu þeir okkur." Og því næst: „Allir verða að yfir- gefa skipið.“ Eg renndi mér niður með járn- handriðinu, og þreifaði mig áfram til klefa míns. Öll ljós höfðu slokkn- að. Eg greip björgunarbeltið mitt, sem ég liafði hengt á hurðarhand- fangið. Eg þreifaði eftir töskunni minni, en ofan í hana liafði ég lát- ið allt það sem ég hafði álitið nauð- synlegast að hafa ef iila færi. Eg fann hana og regnkápuna mína, sem lá vandlega sainanb'rotin við hliðina á henni. Þetta gerðisl allt á vélrænan hátt: Út um dyrnar aft- ur. Til vinstri yfir lestarkarminn. Fram hjá lestinni. Beygði siðan til hægri. Fjórtán þrep upp stigann að fyrsta björgunarbáti. — En þar var enginn bátur! Þar sem báturinn átti að vera gein nú við autt og myrkt tóm. Einhverjar skuggaverur komu nú fram úr gufumekkinum og hinni daunillu svælu, sem fylgdi á eftir sprengingunni. „Hefir enginn vasaijós?" hrópaði einhver. „Jú, hérna!“ katlaði ég á móti og umturnaði flaumósa öllu í tösk- unni minni við að leita að því. „Prýðilegur kvenmaður!“ sagði einliver og hrifsaði luktina af mér. Við flýttum okkur yfir á bakborða VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM Ritstjóri: Skúli Skúlason Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested Skrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavik. Sími 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6 BlaðiO kemur út hvem föstudag Allar áskriftir greiOiat fyrirfram HERBERTSprent og beygðum okkur út yfir borð- stokkinn. Þar við skipshliðina var bátur, sem þegar var orðinn full- ur af mönnum, sem allir störðu upp á skipið. „Niður með yður!“ orgaði skip- andi rödd í eyrað á mér. Hálftóm taskan mín var rifin af mér og kastað fyrir borð. Eg herti mig upp og klifraði út fyrir borðstokkinn og fálmaði mig hikandi niður eft- ir netinu ofan í bátinn. Þegar við vorum komin ofan í bátinn skar annar stýrimaður á kaðlana og báturinn skreið liægt burtu frá skipinu yfir krappar öld- urnar. ,jÞað stendur einhver þarna uppi,“ hrópaði einhhver. Og i bjarma frá ljósi uppi á vöruflutningaskipinu sáum við mann sitja á hækjum sínum á borð- stokknum, „Það er skipstjórinn!“ hrópaði annar. Skipstjórinn stökk . Og innan stundar var liann kominn að lilið minni i bátnum, rennvotur en ann- ars vel á sig kominn „Þetta bjóst ég alls ekki við að mér nnindi tak- ast,“ sagði liann másandi. Svo kom það. — Annað tundur- skeytið. Skipið rifnaði i tvennt. Stefni og skutur risu sitt í hvoru lagi upp úr sjónum og stóðu þannig eins og par, i vandasömum dansi, en aðeins eitt augnablik. Síðan sukku bæði. Sjórinn vall og ólgaði, en ohan, sem flaut á sjónum logaði. Skipstjórinn tók manntal frá stað sinum í skut bátsins. Við kölluð- um nöfn okkar en stýrimaðurinn taldi. Þrjátíu og fimm manns var liér troðið saman i tæplega átta metra langan bát. Við sátum svo sem þéttast verður setið í yfirfyllt- um sporvagni, — 34 karlmenn og ég- Skipstjórinn ákvað að við skyld- um liggja um nóttina, — og bíða. Og það gerðum við. Báturinn kastaðist aftur og fram á öldunum eins og hnotskurn. Þrjátíu og tveir af þeim, sem í bátnum voru urðu sjóveikir. Eg stríddi á móti sjóveikinni af öll- um mætti, en um síðir varð ég að gefast upp og kastaði upp það sem eftir var nætur. Eg var í léreftskjól og berfætt. Litla rauða treyjan, sem sem ég hafði verið rétt búin að ljúka við að prjóna, var eina vörn mín gegn kuldanum. Eg sá mjög eftir regn- kápunni inni, sem hafði legið eftir á þilfarinu. Einhvers staðar liefi ég lesið að fjandinn sjálfur hafi teiknað björg- unarbátana. — Þessa nótt komst ég að raun um að það er allt of satt. Þófturnar eru svo liáar að ekki er hægt að sitja á þeim öðruvísi en að hengja fæturna. Og þessi bátur var svo breiður að ekki var hægt að finna fótunum stuðning með því að teygja þá til liliðar þó rúm hefði verið til þess. Mig sárverkjaði í lærin af áreynslunni við að klemma mig fasta niður á hina mjóu fjöl. Fyrsta grálýsing morgunsins leiddi í Ijós hvað skítug við vorum. Við vorum öll smurð þykku lagi af kókosoliu úr farmi skipsins. Græn- guiur liturinn vakti næstum þvi eins mikla velgju og lyktin. Fyrstu stund irnar eftir að bjart var orðið fannst okkui' tæplega sæmandi að líta hvort á annað. Við sátum og biðum. Bát- urinn hjó og slingraði fyrir rek- akkeri sínu. Stundum lijó hann á- fram og tók snögg viðbrögð eða rykkti i akkerið eins og hlekkja- hundur. Þegar sólin reis yfir sjóndeildar- hringinn kallaði einn af mönnun- um, sem sátu aftur i bátnum til mín og hélt á lofti flik, sem ég lcannaðist vel við. Það var einn af kjólunum mínum, — blá og livít- stykkjóttur bómullarkjóll, sem á einhvern yfirnáttúrlegan hátt hafði lent í bátnum þegar töskunni minni var varpað útbyrðis. „Frú Fowler, megum við fá hann lánaðan þennan?“ „Gjörið svo vel,“ kallaði ég a móti og skildi þó ekki livað gera ætti við kjólinn. En það kom nú í ljós að kokkurinn, sem var negri, liafði verið i steypibaði þegar tund- urskeytið hittí skipið, og hann hafði ekki eytt tima í það að klæða sig. Þegar lionum loks tókst að kom- ast í kjólinn minn vakti það kátínu meðal bátverja, þó innan tóm væri. Hann var mjög hávaxinn og sver svo hinir digru og feitu handleggir hans virtust tútna út þegar þeir komu fram úr litlu ermunum mín- um, og svarti sveri svírinn hans gnæfði eins og súla upp úr flegnu liálsmálinu. Hann leit í mesta máta skringilega út i þessum skrúða. Um síðir gaf skipstjórinn skipun um að seglbúa bátinn. Vindurinn fyllti seglinn og báturinn tók skrið- inn. Klukkan tiu árdegis og klukkan firnm siðdegis fengum við agnar- smátt stykki af súkkulaði, tæplega tvo rúmsentimetra að stærð, tvær kexkökur, — og það dásamlegasta af öllum góðum gjöfum vatnsskammt inn okkar, hálfan pela, sem okkur var borinn í mælibikar. Þótt ég væri sárþyrst, veittist mér erfitt að drekka úr þessu skítuga íláti, sem var beyglað og marið á börmunum og ógirnilegt af að drekka. Hið staðna hálfvolga vatn olli mér miklum vonbrigðum. Eg reyndi svo sem ég gat að gleyma þvi að kusk og hár flutu ofan á vatninu. En hvernig sem annars var á- statt um alla hluti urðum við þó að kasta af okkur vatni. í fyrsta skipti, sem fatan kom til mín á hringferð sinni, beit ég tönnunum saman og sagði við sjálfan mig að nú mætti ég ekki haga mér heimsku- lega. En að lieyra 34 karlmenn nota fötuna livern á eftir öðrum, var næstum því meira en ég gat þolað. „Eg er neydd til að nota þessa fötu!“ — Nei, það er óhugsandi. slíkt er blátt áfram ekki hægt að gera. Eg vísaði bæði hugsuninni um það og þörfinni á bug. Og tim- inn leið. Næsta skipti þegar fatan gekk manna á milli, reyndi ég að telja um fyrir mér með góðu, — ég sagði sjálfri mér hvað hættulegt væri að halda þvaginu of lengi. En allt kom fyrir ekki. Þannig leið timinn þangað til þörfin var svo sterk, að mér stóð á sama um alt annað. Þegar raun- inni var lokið sagði ég við sjálfa mig að þetta liefði ekki verið nærri því eins erfitt og ég hafði búist við. En í næsta skipti varð ég að heyja sömu baráttuna upp aftur. Og mörgum sinnum var ég nær dauða af blygðun og vesaldómi af þessum sökum. Þegar við höfðum verið nærri fjóra sólarhringa í björgunarbátn- um kom flugvél í ljós. Skipstjórinn skipaði að draga upp merkjaflagg- ið, það var stór bómullarveifa skærgul á )it. Sá litur hefir reynst sjást betur en allir aðrir úti á haf- inu. En flaggið var orðið fúið. Að- eins smáriflingar blöktu letilega í golunni. Vonsvikin störðum við á eftir flugvélinni, sem þeyttist drunandi um himinhvolfið og hvarf við sjón- deildarhringinn. Fram í stefninu i bátnum gerðist ófriðlegt. Rifrildi og linippingar gerð t ust víða í bátnum. Skipstjórinn, sem hafði stjórn bátsins og sat í skutn- um var svo langt lrá að um aga í hinum þéttsetna báti var nærri hlægilegt að tala. Mér var ljóst að ég liafði valdið afbrýði meðal karlmannanna í bátn- um. Slíkt var hlægileg tilhugsun. Eg sem var smurð þykku lagi af olíu með hárið úfið og hangandi ofan i augun, rennvot af sjó. Eg strauk yfir hár mitt. Það var stift af oliu og salti, og ég reyndi að gleyma því að einhver hafði spúð á það fyrstu nótt okkar í bátnum. Breið sorgarrönd af svartri olíu var undir nöglunum á öllum mínum tíu fingrum og fæturnir á mér voru nærri því eins illa til reika, en tæplega þó, vegna þess að austurinn í bótnum skolaði stöð- ugt um þá. En nú voru þeir teknir mjög að þrútna af vosinu. En þrátt fyrir allt þetta hafði einn maðurinn kysst mig nóttina áður. Eg var alveg fjúkandi vond þegar ég hugsaði til þess. En ég gat ekkert sagt og ekkert gert. Eg óttaðist allt of mikið að verða or- sök til nýs rifrildis. Hinir löngu dagar, sem engan enda virtust ætla að taka, snígluð- ust áfram. Öðru hvoru féllum við í dvalarkennt ástand, sem orsakað- ist af þreytu og þorsta. Úr þvi vöknuðum við stund og stund til þess að sjá livað gerðist i bátnum og til þess að taka á móti matar- og vatnsskammti okkar. Kvöld nokkurt í ljósaskiptunum störðum við lengi, án þess þó að hafa nokkurn áhuga fyrir þvi, sem við sáum, á mjóa og föla ljósrönd, sem kom og livarf með jöfnu millibili fjarst út við sjóndeildarhringir.n. Við skildum ekkert liverju slikt sætti. Og þó gátum við ekki haft augun af þessu. Enginn dirfðist að geta neins um það hvað þessi reglu- bundna koma og hvarf ljósrákar- innar gætu þýtt. Þegar náttmyrkr- ið var fallið á breyttist hin daufa Ijósrák í skarpt gulhvítt strik, sem miskunnarlaust þrengdi sér inn i

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.