Fálkinn - 28.01.1949, Blaðsíða 4
Gullæðið í
Kaliforníu
SÓLFAGRAN janúarmorgun
árið 1848 kom dálítið fyrir
ameríska skógarhöggsmanninn
James Marshall. Hann var að
grafa skurð í bakka American
River skammt norðar þar, sem
nú stendur bærinn Sacramento
i Norður-Kaliförníu, og kom þá
auga á gylll smákorn, sem glitr-
uðu í morgunsólinni. Marshall
kallaði á félaga sinn fyrverandi
kaptein í svissneska liernum,
Johan Aug.usi Suter, sem hafði
keypt sér stórt landsvæði þarna
í óbyggðu skógunum í Norður-
Kaliforníu, af mexíkönsku
stjórninni og byggt þar virk'i,
sem liann kallaði New-JIelvetia
til heiðurs hinni gömlu ættjörð
sinni. Suter kapteinn vildi ekki
flana að neinu. Hann lét Mar-
shall tína saman mildð af gylltu
kornunum og berja þau saman
i einn mola. Svo fletti hann
upp í alfræðaorðabókinni sinni
á bókstafnum g og las allt, sem
þar stóð um gull. Svo gerði
liann ýmsar tilraunir á gyllta
molanum. Loks tók hann af
sér gleraugun, þurrkaði svit-
ann af enninu, leit á Marshall
félaga sinn og sagði eitt orð:
GULLl
Þeir höfðu fundið gull —
tákn auðæfa og afl þeirra hluta,
sem gera skal, eftirsóttasta
inálm, sem mannkynið þekkti.
Og þessi fundur þeirra gaf til-
efni til mesta gullæðis í mann-
kynssögunni.
Það var fyrir löngu kunnugt
að Kalifornía átti margskonar
málma i skauti sínu. Francis
Drake hinn frægi sægarpur og
landkönnuður, sem kom á Kali-
forníustrendur um miðja 16.
öld, lét svo um mælt, að i
„hverri lmefafylli af sandi er
silfirr og gull“. En hið frjósama
land og auðæfi Kaliforníu svaf
Þyrnirósusvefninum áfram
þangað til á 19. öld.
Það var leiðangur sent Fern-
ando Cortez gerði út árið 1535,
sem fann landið, og næstu þrjú
hundruð ár var það eign Spán-
ar, seiíi hirti lítt um það, því
að það var svo langt undan. í
lok 17. aldar fengu Jesúítar
sérleyfi á mestum hluta Kali-
forníu, en síðar var því skipt
milli Dominikana og Francisc-
us-munka. Hinir síðarnefndu
tóku að sér að kristna villi-
mennina í Norður-Kaliforníu og
reyndu að fá spönsku stjórnina
til að leggja rækt við landið,
og sögðu að þar væri besta
höfnin á vesturströnd Norður-
Ameríku (San Francisco-fló-
inn). En þeir höfðu annað að
hugsa liáu Iierrarnir í Madríd.
Kalifornía fékk að vera í friði
þangað til fyrir liundrað árum;
þangað komu ekki aðrir en trú-
boðar og fáeinir landnemar.
En svo breyttist þetta skyndi-
lega árið 1848, er gullið fannst.
Þegar Mexico braust undan oki
Spánverja árið 1820, tók það
Kaliforníu undir sína umsjá.
En Bandaríkin höfðu líka á-
girnd á þessu landi, ekki síst
til að afstýra því að Rússar
næðu fótfestu þar. Eftir tveggja
ára stríð milli Mexico og Banda
ríkjanna var friður saminn 11.
mars 1848 og með honum fengu
Bandaríkin yfirráð yfir Kali-
forníu. Friðársamningurinn er
eiginlega verslunarsamningur
— Mexico fékk 15 milljón doll-
ara fyrir að afsala sér réttinum
til Kaliforníu. Hvorugur aðilinn
vissi þá, að i landinu voru
fundnar gullnámur, sem áttu
eftir að gefa af sér hundrað-
falda þessa uppliæð á einu ein-
asta ári!
— — — Þeir Johan Suter
og James Marshall grófu gull
fyir mörg hundruð dollara
næstu daga þarna í New Hel-
vetia. Þeir fengu menn til að
hjálpa sér — aðallega mor-
móna — og þeir sögðu kunn-
ingjunum tíðindin, svo að þau
bárust eins og eldur í sinu. Á
ótrúlega stuttum tíma barst
fréttin til Monterey, sem þá var
höfuðstaður Kaliforniu, og í
nýju borgina San Francisco, sem
þá var verið að byggja, og í
þorp og byggðarlög og út fyrir
landamærin. Fólk hljóp upp til
handa og fóta, tryllt af tilliugs-
uninni um öll auðæfin, sem
þarna væri hægt að ná, og fór
þúsundum saman upp í skógana
í Sacramentodalnum til þess
að grafa upp auðæfin með ber-
um liöndum. Það voru ekki ein-
göngu venjulegir ævintýramenn
og umrenningar, sem skunduðu
þangað. Bændur tóku sig upp
frá búum sínum, smiðirnir í
San Francisco fleygðu frá sér
heflinum og múrskeiðinni og
hurfu frá hálfsmiðuðum Iiús-
unum. Hermenn og liðsfoi’ingj-
ar í setuliðinu gleymdu skyld-
um sínum og öllum heraga og
struku úr þjónustunni, liásetar
á skipunum sem lágu í San
Francisco og Montrey laumuð-
ust í land þrátt fyrir alla varð-
gæslu, og svo mikið kvað að
þessu að skipin komust ekki úr
liöfn vegna mannleysis en urðu
að liggja þar sem þau voru kom
in. Kaupmenn og handverks-
menn lokuðu verslunum sínum
og smíðastofum. Embætlismenn
og sýslunarmenn urðu gullfar-
aldrinum að bráð, ekki síður en
aðrir. Ameríski herforinginn í
Kaliforníu, Mason ofursti, liót-
aði að taka gullleitarsvæðið her-
skildi, ef ekki yrði séð um þá,
sem eftir voru í bæjunum, fyrst
og fremst konur og börn, gam-
almenni og sjúklinga.
Hann sendi stjórninni í Wash-
ington ömurlegar skýrslur um
ástandið og jafnframt varð
hann að elda ofan í sjálfan sig,
því að jafnvel vinnufólkið hjá
honum liafði strokið upp í
Sacramentodal.
Úr þessari fjárhirslu jarðar