Fálkinn


Fálkinn - 28.01.1949, Blaðsíða 10

Fálkinn - 28.01.1949, Blaðsíða 10
10 FÁLKINN VNCt/Vtf U/KNbURNIR Leiksýningar í dýragarði Fyrir 22 árum fékk fólk sem kom í dýragarðinn í St. Louis að sjá stór- an orangútan lijóla í búrinu sínu og drekka úr flösku. Fóikið scm sá þetta hló, en engum datt í hug að þarna væri byrjunin að einkenni- legustu sirkussýningum veraldar- innar. í dag eru sýningar tvisvar á dag í þessum dýragarði og eng- inn inngangseyrir tekinn, þvi að borgin á garðinn og kostar hann. Hver sýning stendur hálftíma og að jafnaði eru áhorfendurnir um 10.000. Er hún i þremur deildum. í fyrsta þætti koma fram 13 ljón, tvö tígrisdýr og tveir skógarbirnir. í öðrum þætti 10 sjimpansar, sjö Shetlandshestar og einn liundur frá Sikiley. Og í þriðja þætti fimm stórir fílar. Sýningin byrjar og ijónatemjar- inn kemur inn. Ilann lineigir sig og og segir: „Nú fáið þið að sjá kon- ung dýranna, droltningar og prins- essur. Eg ætla að sýna ykkur live gáfuð dýr geta verið.“ Svo opnar liann ljónaklefann og fyrsta ljón- ið kemur inn og tígrisdýrið og birnirnir á eftir. Birnirnir setjast upp á rugguhest, tígrisdýrin velta sér og ljónin ganga á afturfótunum og „á liöndunum“ á víxl. Ljónin standa á pöllum með keðju á milli sin, sem þau halda á i kjöft- unum og temjarinn rólar sér á keðj- unni. Leo, fjögra ára gamalt Ijón skríður undir skjaldbökuskjöld og leikur skjaldböku. Og svo segir temjarinn frá hvernig hann hafi farið að venja dýrin. Það er oft erfiðast að kenna dýr- unum j>að sem lítur einfaldast út. Birnirnir Tosca og Senorita, sem eru svo meinleysislegir, eru miklu hættulegri en Ijónin og hafa þó verið undir mahna höndum síðan þeir voru ungar. Ljónin urra og öskra, en það lieyrir til í leiknum. Temjarinn liefir alltaf skammbyssu á sér en notar liana aldrei. „Ef ég skýt oft þá venjast dýrin því og hætta að taka mark á þvi, svo að það er gagnslaust ef á reynir. Ef Ijón liorfir á mann og fylgist með hreyfingum manns er engin hætta á ferðum, en ef það hniprar sig og liggur grafkyrrt er best að forða sér út úr búrinu. Það getur kostað mörg ár að kenna Ijóni eina litla list.“ í apaþættinum spila aparnir t. d. í hljómsveit: pianó, litla trumbu og stóra trumbu, básúnu og xylofón. Það er ekki beinlínis falleg tónlist, en svo mikið er víst að aparnir skemmta sér. Filatemjarinn segir að ekkert sé jafn erfitt og að kenna fílnum að leggjast á hliðina, og það er skilj- anlegt. Þegar fillinn er í lTumskóg- unum óttast hann ekkert þegar hann stendur, en hann er nokkuð lengi að standa upp ef hann hefir lagst á iiliðina. Filarnir eru mjög vitrir. Þegar nýr maður kemur í námunda við þá, dangla þeir í hann með öðru eyranu. Ef maðurinn scgir ekk- ert við því þá dangla þeir i hann með rananum i næsta skipti sem hann fer fram hjá. Og ef maðurinn lætur það líka eins og vind um eyr- un þjóta þá er hætt við að þeir stígi ofan á liann og drepi hann í næsta skipti. Filarnir raka hver annan með sápu og hníf, þeir syngja og dansa og spila á hljóðfæri. / fyrsta — annað — og þriðja sinn! Skrítlur — Maðurinn, sent ekki niátti nota beitu veyna þess, að konan hans vildi ekki láta maðkana kveljast á önglinum. — — Svona lœtur litli engillinn hennar mömmu, jjegar hann ekki vill sofa á næturnar. — Mér finnst þú svo einkennileg- ur í göngulagi. — Já ég hefi vatn i hnjánum, og nú hefir það frosið. Krossgáta. — Nú getur þú fundir láréttu orð- in, meðan ég finn þau lóðréttu! — — En það land. Það dimmir aldrei! — Ungur maður fór til spákonu til að vita um fortíð sína. —- Eg sé að þér verðið bláfátækur þangað til þér eruð orðinn þrítug- ur, sagði hún. — En hvað svo spurði ungi maðurinn forvitinn. — Svo farið þér að venjast þvL

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.