Fálkinn


Fálkinn - 15.04.1949, Qupperneq 3

Fálkinn - 15.04.1949, Qupperneq 3
FÁLKINN 3 Bornavínafélagid SamargjoJ 25 dro í þessum mánuði eru 25 ór liðin frá stofnun Barnavinafélagsins Sum- argjöf, og minnist félagið afmæl- isins með útgáfu myndarlegs rits um sögu félagsins og starf. Gils Guð- mundsson, rithöfundur liefir ann- ast samningu ritsins og leysir það starf itijög vel af hendi. skóla- og vistgjöldum þeirra, sem notið hafa starfsemi Sumargjafar. Það yrði langt mál, ef farið væri ítarlega út í hina fjölþættu starf- semi Sumargjafar á liðnum 25 ár- um. Hér verður aðeins drepið á ör- fá atriði, en fróðleiksfúsum mönn- um skal bent á rit Gils Guðmunds- j Steingrimur Arason, formaður Sum- argjafar 15 fyrstu árin. ísak Jónsson, formaður Sumargjafar 10 síðustu árin. Barnavinafélagið Sumargjöf var stofnað 11. apríl 1924, en formlega var gengið frá lögum þess 22. apríl. Stofnendur voru 30. Tilgangurinn með félagsstofnuninni er skv. félags- lögum sá, „að stuðla að andlegri og líkamlegri lieilbrigði og þroska barna í Reykjavík og vernda þau fyrir óhollum áhrifum.“ Til þess að treysta þennan tilgang félagsins hefir Sumargjöf m. a. komið á fót dagheimilum, leikskólum, vöggustof- um og vistarheimilum fyrir börn, gert ráðstafanir til þess að ritað væri um uppeldismál og aðbúnað barna og beitt áhrifum sínum gagn- vart löggjöf landsins á sem heilla- ríkastan hátt fyrir börnin. Fjár til starfsemi sinnhr hefir Sumargjöf aflað með skemmtunum og blaða- og merkjasölu ó sumardaginn fyrsta, en auk þess hefir ríkis- og baijar- sjóður styrkt starfsemina mjög vel siðustu árin. Ekki má svo glcyma sonar til þess að fá frekari innsýn i starf félagsins og sögu. Fyrsta dagheimilið var rekið í Kennaraskólanum sumarið 1924— 1927, og barnafjöldinn var 35—50. Síðan lá rekstur dagheimilisins niðri fram til ársins 1931 vegna húsnæð- isskorts. En þá var hafist lianda um byggingu Grænuborgar, sem fékk lóð i oddanum milli Laufásvegar og Hringbrautar. Fram til ársins 1936 var Grænaborg eina dagheimilið og barnafjöldinn orðinn 134 það ár. Síðan bættust fleiri dagheimili við. Vesturborg 1937, en árið áður hafði dagheimili verið rekið í Stýrimanna- skólan'um. Á fyrstu stríðsárunum var um stundarsakir rekið dag- heimili á Amtmannsstíg 1 og einnig í Málleysingjaskólanum. Síðan komu dagheimilin í Tjarnarborg (1941) og Suðurborg (1943), og voru hin þá Frh. á bls. U. Börnin skoða myndablöð. Suðurborg. Grænaborg. Vesturborg. Tjarnarborg.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.