Fálkinn


Fálkinn - 03.06.1949, Blaðsíða 8

Fálkinn - 03.06.1949, Blaðsíða 8
8 FÁLKINN r Eg er annars manns kona, og hann, sem fékk hjarta mitt, var bundinn enn sterkari og heilagri böndum en ég.“ Sigge Stark: Skriftir frú Cordulu ÚTI skín sól yfir skóg og engi, yfir gráa grjótveggi hallarinnar og glitrandi vatnið í ánni. Fugl- arnir kvaka og skríkja, og íkornaungarnir í eikinni við múrinn þjóta upp og ofan hnúsk óttan trjábolinn. En inni í svefnstofu frú Cor- dulu loga vaxkerti í háum stjökum, þykk tjöld byrgja sól- ina úti, og þungur reykelsisilm- ur mettar loftið í herberginu. Tvær fölar, alvarlegar nunnur handleika rósinkransana sína, en raddir þeirra þylja bæn eft- ir bæn, sönglandi og hljóðbreyt- ingalaust. Við liöfðalagið á rúminu situr pater Anselmus með greiparnar spenntar um krossmarkið og í innslæðum augunum er eitthvað undarlega þjáningarfullt. Við lilið hans stendur skál með vígðu vatni, kaleikur og hrauðið. Frú Cordula er að skilja við. Hin stolta, réltláta húsmóðir liallarinnar, ekkja Jóhanns Bogs, sem liefir stjórnað óðals- setrinu i tuttugu ár án þess að liafa mann til að hjálpa sér í öllum sínum vandræðum út af sköttum og skuldum, orðið vin- sæl og skapað sér virðingu, — hún á nú ekki að gefa neinar skipanir framvegis, ekki taka við neinum játningum ann- arra eða Iagfæra það, sem farið hefir aflögum. Höfuðið með gráa liárið liggur þreytt á koddan- um, hún hefir lagst til hvildar og ris aldrei úr rekkju framar, andlit liennar er gult eins og' vax og beinabert og greindar- legu augun svo deyfðarleg og laus við allan gljáa. Við höfðalagið Iijá lienni sit- ur maðurinn með ljáinn og liaggast ekki. Skuggi Iians hefir lagst yfir Iireina, reglulega and- litsdrættina. Nunnurnar tvær líta feinmis- lega á hina deyjandi konu. Hún virðist svo lokuð, svo ónálgan- leg, jafn dularfull eins og hún hefir alltaf verið. Mater Barbara, sem er jafn silfurhvít á liárið og frú Cord- ula, hefir séð þessa konu alla tíð síðan hún var lítil, hlæjandi stúlka, er varð brúður herra Jóhanns. Hún man hinn þel- dökka höfðinglega herra Jó- hann, með leiftrandi augun og munúðlegu varirnar, herra Jó- hann, sem vann ástir jómfrú Cordulu og eyddi þeim á minna en ári, •— sem drap brosið á vörum hennar og breytti henni í hina alvarlegu og þöglu frú Cordulu, sem nú liggur á bana- beðinu, svo l’öl og hljóð í blaktandi skini vaxkertanna. „Guð gefi henni frið, hvíslar mater Barbara að systur Dóru. „Ilún hefir átt erfiða ævi, en hún hefir sigrað í stríðinu. Ó- lastanlega liefir hún íifað, mælti það líka auðnast henni að deyja í friði, hljótt og rólega.“ Hin deyjandi kona hreyfir sig litið eilt og patar Ansehnus lýtur niður að henni. IJann þekkir hvern drátt í þessu andliti, sem hann hefir séð brosandi og unglegt, alvar- legt og biturt, einheitt og ákveð- ið, millt og friðsælt, miðaldra og gamalt. En svipinn, sem hægt og hægl breiðist yfir það er augu þeirra mætast, þennan svip sem er fullur af umhyggju, þekkir hann ekki •— liefir al- drei séð hann fyrr. Frú Cordula bærir varirnar ofurlítið, hann beygir sig enn meira til að heyra hvað hún segir — kannske síðustu orðin hennar. Svo litur liann upp og gefur nunnunum merki. Þær standa upp liljóðlega og líða eins og vofur fram gólfið og eikarhurðin þiinga lokast var- lega að balci þeim. „Jæja,“ segir frú Coi'dula með skýrari rödd en búast hefði mátt við, „nú ætla ég að skrifta i síðasta sinn. Kannske hefðuð það ekki átt að vera þér, pater Ansehnus, sem takið við þeim skriftum, en .......“ Augu hennar dauf og slokkn- andi leita upp í flöktandi Ijós- ið, og það stöðvar augnatillit hennar, eins og það geti ekki koniist lengra. „Þér vitið mest af þessu, pater Anselmus,“ seg- ir hún, „því að fyrir yður hefi ég skriftað fljótfærnislega ást lil óverðugs manns, vonbrigði mín, hlygðun mína og særðar tilfinningar, áhyggjur mínar, biturleik og trúna sem ég end- urheimti smám saman á hið göfuga og góða, gleði mína og baráttu mína. Allt þetta hefi ég skriftað fyrir }ður en eill vitið þér ekki .... eitt. Það sem mestu varðar. Þér vitið ekki hvað það er, sem hefir borið mig áfram á þyrnibrautinni.“ „Það er trú yðar, frú Cor- dula,“ segir presturinn fast- mæltur. Ofurlítið, óráðanlegt bros leik- ur um varir Cordulu. „Já,“ segir hún, „trú min líka.“ „Líka?“ tekur presturinn eft- ir henni og liorfir spvrjandi augum á hana. „Já — og ást mín, pater An- selmus, syndug ást, getur ver- ið, en ef til vill kann ég ekki skil á hvað er hrein ást og hvað er syndug ást.“ „Vafalaust hefir það verið hrein ást, frú Gordula,“ segir pater Anselmus með áherslu, en þjáningarsvipur — eða ef til vill vonhrigða -— gerir andlitið á honum enn mjórra. Brosið deyr á vaxgulu andliti frú Cor- dulu, en svo færist svipur lif- andi lifs yfir j)að aftur, svo að það — þrátt fyrir fölvann, sem aldrei hverfur af því aftur verður líkara því, sem pater An- selmus og allir aðrir hafa séð það á undanförnum árum. „Látum guð um að dæma um það,“ segir liún, „við getum það elcki, pater Anselmus, livorki ég — eða þér.“ Það mátti heyra að röddin fór að þreytast, og hún talaði hraðar er hún liélt áfram: „Eg hélt að ég elskaði Jó- liann Bog ástum eiginkonunn- ar, en það þurfti eklci nema nokkra stutta mánuði til að kenna mér, að þetta var mis- skilningur. Já, þér vitið það, pater Anselmus .... En þér vitið (ekki að naumast hafði þessi snöggi ástarblossi fengið ráðrúm til að slokkna, fyrr en annar nýr tendraðist í mínu unga, ástþrungna hjarta. Eg var kona annars manns, og hann, sem að sjálfum sér óafvitandi fékk lijarta mitt, — liann var bundinn enn sterkari og Iieil- agri böndum en ég.“ „Prestur .......“ muldraði paterinn. „Já, prestur, pater Ansehnus, — ungur hróðir með dökk augu og hreint andlitsfall og vilja og trú, sem hefði getað flutt fjöll,

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.