Fálkinn


Fálkinn - 24.03.1950, Blaðsíða 2

Fálkinn - 24.03.1950, Blaðsíða 2
2 FÁLKINN Ljósm.: K. W. fíullers, Stokkhólmi. jÞJóöleíkhiisiö verður vígt á sumardaginn fyrsta Þjóðleikhúsið. Guðíaugur Ilósinkranz, þjóðleik- liússtjóri, hefir skýrt blaðamönn- um frá því, að Þjóðleikhúsið verði vigt á sumardaginn fyrsta, 20. apríl næstkomandi. Þá verður sýnd Ný- ársnóttin eftir fndriða Einarsson. Næsta dag verður Fjalla-Eyvindur Jóhanns Sigurjónssonar sýndur og þriðja daginn íslandsklukkan eft- ir Halldór Kiljan Laxness. Til vígslu Þjóðleikliússins hefir verið boðið 5—600 manns, m. a. þjóðleikhússtjórum allra Norður- landanna, fulltrúum ýmissa stétta og forgöngumönnum á sviði leikmála um allt land. Alls eru 661 sæti í Þjóðleikhúsinu fyrir utan stúkur. Verð aðgöngumiða hefir verið á- kveðið 30, 25, 20, 15, og 12 kr. Á fyrsíu tvær sýningarnar verður gjald- ið 50% hærra, og verða að nokkru leyti fastir gestir á þeim sýningum. Ætlunin er að liafa sérstakar sýn- ingar fyrir fólk utan af landi um helgar og sýna þá tvö eða þrjú leik- rit svo að hægt sé að velja um. Sýning norrænna atvinnuljósmyndara Miðvikudaginn 22. mars var opnuð í Listamannaskálanum sýning nor- rænna atvinnuljósmyndara. Sýning þéssi var fyrst opnuð i Ivaupmannahöfn 5. apríl 1949, en þann dag var danska ljósmynd- arafélagið 70 ára. Síðan var hún flutt til Helsingfors, þá til Stokk- hólms og Odense. Þegar sýningunni er lokið liér i Reykjavik, verður hún flutt til Bergen og opnuð þar i mai. Að sýningunni standa Ijósmyndara féögin á Norðurlöndum, en þau eru ]>essi: Dansk Fotografisk Forening, Suomen Valokuvaajain Liitto r. y. Ljósmyndarafélag íslands, Norges Fotógrafforbund og Svenska Foto- grafernas Förbund. Fjöldi myndanna á sýningunni skiptist þannig eftir löndum: Dan- mörk 100, Finnland 75, ísland 50, Noregur 75 og Svíþjóð 100. Nokkr- um aukamyndum hefir þó verið skotið inn i upphaflegu töluna, bæði frá Danmörku og íslandi. Tilgangur sýningarinnar er tví- þættur: í fyrsta lagi að veita sýning- argestum tækifæri íil þess að kynn- ast því, á hvaða stigi atvinnuljós- myndararnir standa á Norðurlönd- um. í öðru lagi að skapa grundvöll gagnkvæmrar kynningar i vinnu- brögðum milli Ijósmyndaranna sjálfra. : j Sýningin verður opin vil 31. mars. The strong man. Ljósm.: Olaf Lyst /, Noregi, ÓKEYPIS GLERAUGU í ENGLANDI. Á liðandi þremur árum vérður út- býtt ókeypis 20 milljón gleraugum i Englandi, eða sem næst handa ann- arri hveri manneskju. Enginn borgar neitt fyrir gleraugun, því að sam- kvæmt nýju heilbrigðismálalöggjöf- inni bresku teljast þau til lyfja og öll lyf eru ókeypis. Árið 1948 var út- býtt 4.400.000 gleraugum, 1949, 6.900. 000 og fyrir haustið verður útbýtt um 9 milljónum, segir Bevan heil- brigðismálaráðherra. — Fulltrúi frá gleraugnagerðarsambandinu áætlar að 20.000.000 gleraugu kosti landið 65. 500.000 sterlingspund, og er þá reikn- að með því að hver gleraugu kosti að meðaltali £ 3-5-6. LOFTVEIKI í FLUGVÉLINNI. Fyrir nokkru flaug vél með farm af leikföngum frá London til Amsterdam, og fékk vont veður á leiðinni. Allt í einu heyrði flugmáðurinn kvein og vein, og furðaði sig á þessu, því að hann vissi ekki til að nokknr farþegi væri i vélinni. En veinin heldu afram og hættu ekki fyrr en vélin var lent. En þegar þeim var ekið inn í borg- ina af flugvellinum byrjuðu hljóðtn aftur. Ráðning gátunnar t'ékkst oxi i fyrr cn einn kassinn var opnaður. í honmn voru 500 brúðtir, som skræktu „mamma“ þegar þær vorii lagðar á bakið.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.