Fálkinn


Fálkinn - 24.03.1950, Blaðsíða 6

Fálkinn - 24.03.1950, Blaðsíða 6
6 FÁLKINN Litla sagan: Gerðu eins og ég segi, Elsaí HÚN gróf smettið niður í sófasvæf- ilinn og grét og grét. Grannar axl- irnar hristust af ekka. Vinkonan sat og beið um stund. En loksins sagði hún: „Hætlu nú, Elsa. •— Segðu mér livað að þér er. Eg get ekki hugg- að þig þegar ég veit ekki livað að þér gengur. — Heyrðu ....“ hún beygði sig og snerti við öxlinni á henni. „Elsa •— er það eitthvað út af karlmanni . .. . ? Elsa iyfti höfðinu og leit á hana grátnum augum. „Já,“ hvíslaði hún. „Það er út af karlmanni. En það er svo ótrúlegt, Liv, alveg óskiljan- legt!“ Svo grcét hún aftur. „Eg elska hann! kjökraði hún. „Jæja, þá er það á því hreina,“ sagði vinstúlkan. „Þú elskar hann — og hann elskar þig líklega ekki. Það er leiðinlegt, en ofur algeng saga, Elsa.“ Unga stúkan leit upp aftur og strauk af sér tárin með handarbak- inu. „Jú, það er einmitt það sem hann gerir,“ sagði hún áköf. „Það er það, sem er svo hræðilegt. Hann elskar mig og ég elska liann. Hann biður mig daglega að fara burt með sér. Hann vill endilega giftast mér.“ „Já, en hvað er það þá svona hræðilegt?“ „Það liræðilega er að það er ekki hægt. Hann er giftur." „Ne-ei, er hann giftur?“ sagði vin- stúlkan. „Segðu mér hvernig þetta er, allt saman.“ „Það er ekkert um það að segja,“ sagði Elsa annars hugar. „Bara þetta að ég elska hann og hann elskar mig. Eg gæti farið með honum Jive- nær sem vera skal. En ég get það ekki - ég verð að hugsa um kon- una hans, sem sæti ein eftir.“ „Stundum verður maður nú að hugsa meira um sjálfa sig en aðra,“ sagði vinkonan. Elsa saiig upp í nefið. „Hvað á ég að gera?“ „Farðu burt með elskunni þinni.“ sagði Liv. „Maður verður stundum að sýna öðrum ónærgætni til þess að verða hamingjusamur. Þegar ég var gift fyrri manninum minum bitti ég annan, sem ég varð ástfangin af. Við sáum bæði að við vorum sköpuð hvort fyrir annað, og við vildum ná saman þó það kostaði að gera ann- an ógæfusaman, nefnilega manninn, sem ég var gift.“ „Það fór eins og við vissum: Mað- urin minn varð yfirkominn af sorg þegar ég vihli skilja, og eiginlega þótti mér leitt að baka honum þessa sorg. En tíminn læknar öll sár. Sið- ar skildi hann allt, og fyrirgaf mér. Þess vegna skaltu ekki víla fyrir þér núna, Elsa. Ef þú sérð að þú hefir fundið þann rétta þá sláðu til. Það verður að vísu þungbært „Kofi Tómasar frænda Hin heimsfræga skáldsaga eftir Beecher-Stowe ii 27. Uppboðshaldarinn sló nú í borðið með hamrinum og boðin tóku að liljóma. Haley keypti þrjá þræla, m. a. drenginn. Móðurina kærði hann sig kollótta um. Það var á- takanlegt að sjá sorg hennar yfir því að vera skilin frá syni sínum. Annar bjóðandi keypii hana af hjartagæsku fyrir slikk. 28. Hnakkakertur flutti Haley þræla sína um borð í bát á Ohio- fljóti. Allir voru ramlega handjárn- aðir. Báturinn hafði viðkomu i mörg um bæjum niður með fljótinu, þar sem þrælakaupendur áttu að af- henda Haley þræla. Á einum stað fékk hánn unga negrastúlku, sem hafði verið seld á plantekru þá, sem maður hennar starfaði við. Björt á brá og létt í lund kom liún um borð með son sinn. 29. Einn farþeganna kom auga á þarnið og gerði Haley kauptilboð i iiann. Það var útkljáð að drengur- inn skyldi fluttur á brott i svefni, meðan móðir hans væri á gangi um þilfarið. — Maðurinn hvarf í land með feng sinn á næsta við- komustað. 30. Það var áliðið kvölds, þegar negrastúlkan komst að raun um sannleikann. Án þess að hika eitt augnablik stökk hún fyrir borð og hvarf í kjölfar bátsins. — Hlekkj- aðir þrælarnir gátu ekki brugðið við lil bjargar. — Haley varð óður af bræði, þegar Tómas sagði bon- um næsta morgun, að ennþá hefði hann misst dýrmætan þræl. fyrir konuna hans, en hún nær sér eftir það. Huggaðu þig við það. Og nú varðar það þig og þina ham- ingju. Það er skylda þín að grípa tækifærið. Það kemur kannske aldrei aftur. Ekkert að súta það! Símaðu til hans og aftalaðu við hann að þið farið strax í kvöld — það er hægt að gera út um skilnaðinn síðar. Það er allt léttara undir eins og maður hefir stigið fyrsta skrefið •—“ „Eg veit ekki •—sagði Elsa og kreisti vasaklútinn sinn. „Eg veit ekki — ég get ekki annað en hugs- að um konuna hans.“ Vinkonan stóð upp, drap í sígar- ettunni í öskubakkanum. „Ekkert bull, Elsa. Gerðu eins og ég segi og flýðu með elskhuganum þínum. Ekki að vera að víla fyrir sér úr því að þið elskið livort annað.“ Elsa horfði hugsandi á liana. „Get ég treyst því að þú ráðir mér heilt, Liv. Mundir þú gera þetta í mínum sporum “ „Eg gerði einmitt þetta sama, góða, —• þegar ég skildi við manninn minn. Gerðu það bara — og til liam- ingju!‘“ „Þó geri ég það,“ sagði Elsa á- kveðin. „Samkvæmt þinu ráði. En gerðu það fyrir mig að minnast ekki á það við neinn.“ ,Vitanlega ekki,“ sagði Liv. „Eg segi eklti nokkurt orð.“ Svo fór hún burt og til vinkonu þeirra beggja til þess að segja henni tíðindin -— að Elsa ætlaði að strjúka með giftum manni. Hún gekk á röð- ina og sagði fréttirnar. Þegar hún kom lieim um kvöldið var svo undarlega tómt í húsinu. Hún fann það undir eins og hún kom inn úr dyrunum og varð ó- róleg þegar liún sá að báðir frakk- ar mannsins hennar voru horfnir. Og hattarnir líka, af hillunni í gang- inum. Hún fór inn í stofuna og þar fann hún bréf: „Kæra Liv: — 'Við Elsu elskum hvort annað og höfum ákveðið að strjúka í kvöld. Þú heyrir nánar frá mér viðvíkjandi skilnaðinum. Fyr- irgefðu mér ef þú getur — — Þinn Halli. VEÐSETTl MANNINN SINN. Kona ein í Albany veðsetti nýlega manninn sinn fyrir 45 dollurum. Hún þurfti að borga síðasta tillagið sitt í ellistyrktarsjóðinn áður en hún fengi fyrstu ávísunina sem tryggði hana í ellinni. Veðlánarinn gekk að því að láta hana fá pen- ingana, ef maðurinn hennar yrði i sínum vörslum meðan hún færi á ellistyrktarstofiina og borgaði ið- gjaldið og fengi styrkinn. Konan borgaði svo tillagið og síðan fékk hún styrkinn, borgaði út karlinn sinn og gerði sér dagamun með „pantinum“ sínum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.