Fálkinn


Fálkinn - 24.03.1950, Blaðsíða 15

Fálkinn - 24.03.1950, Blaðsíða 15
FÁLKINN 15 Bókarfregn: Vinirnir Remarquc — og þú veit að þetta er héillandi bók. Remarque og hinn undarlegi niður tragedíunnar fer að hljóma i eyrum þér. Hin stríðsherj- aða jörð 1918, blandin blóði, bund- in lífi liinna hraustu sonu aldarinn- ar, lnin bar undarlegan ávöxt. Tónn lífsins varð annar, viðlag daganna nýtt. Remarque er eitt gleggsta dæm- ið um þá uppskeru. Verk lians er þrungið þeim djúpa niði, sem vér ei getum lokað eyrunum fyrir. Von- leysi, lifstregi, uppgjöf, og þó eitt- hvað, sem knýr til átaka, eitthvað sem hrópar, það má ekki koma fyr- ir aftur. Enda var hann ekki talinn heppilegur í uppeldisstofnunum und- ir hið siðara stríð. Svo jákvæður var tónn hans þrátt fyrir vonleysi, að dauðapostular Hitlers brenna verk hans. Hann skírskotar til hins mannlega, sýnir okkur ágæti hins venjulega manns, og svo þau öfl, sem lífi hans ráða. Andstæður álf- unnar, fólkið og lífið. Forlag Pálma H. Jóssonar sendi okkur Vinina fyrir jólin, og við tókum að iifa með þeim, áhyggjur þeirra urðu okkar, gleði þeirra liin sama. Sigrar kappakstursbíllinn, Kalli, Kalli? Á þvi riður hamingjan. Því meiri matur og þá má gera sér glaðan dag, og þá má takast að koma Pat á hressingarhæli. Vinirn- ir byggja tilveru sína á bílum, ónýt- um bílum og álíka valtur er grund- völlur þessara ára. En þó vér í sög- unni séum handgengnastir viðgerðar- verkstæðinu Kosler og Co. vinum Ottó og Lens og Lokkamp, þ e. segjanda sögunnar og stúlkunni hans hinni töfrandi Pat, sem þó ber dauðann í hjarta, þá getur Remarque með fáum orðum sýnt okkur inn í veraldir fjölda annarra skyndi- mynda, er segir allt. Götustúlkan, sem fórnar sér fyrir litlu stúlkuna sína. Veitingakonan frá Zaleweski, skrifstofumaðurinn, sein af hættu við við atvinnumissi, fórnaði öllu og fremur sjálfsmorð daginn, sem liann fékk bætt kjör og hækkaði í íign, o. fl. En allt er á niðurleið, það verður erfiðara og erfiðara að fá bil til viðgerðar. Pat nálgast dauð- ann, Lens fellur i götuuppþoti. Há- marki nær tragedían þegar Kalla, stolti vinanna og tilverugrunni, er Jórnað í vonlausri tilraun að bjarga Pat. Vinirnir éru dásamleg bók.—- Þökk sé þýðanda, Oddnýju Guð- mundsdóttur og útgefanda að gefa okkur kost á að lifa með Vinum. TILKYNNING Vér viljum liérmeð vekja athygli heiðraðra viðskipta- vina vorra á því, að vörur, sem lig'gja í vörugeymslu- húsum vorum eru ekki vátryggðar af oss gegn eldsvoða, og her vörueigendum sjálfum að brunatryggja vörur sínar, sem þar liggja. H.F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS SKIPAÚTGERÐ RÍIÍISINS SKIPAAFGREIÐSLA JES ZIMSEN ERLENDUR PÉTURSSON Sýning norrænna atvinnul jósmyndara liefir verið opnuð í Listamannaskálanum. Á sýningunni eru yfir 400 ljósmyndir eftir ýmsa af þekktustu ljósmyndurum Norðurlandanna fimm. Sýningin er opin daglega frá kl. 10 f. h. til kl. 23. Ljósmyndarafélag Islands Gils GúðmimdsSon. ( ni flagfiiin ogr vcgiiin Eftir Jón Sigurðsson frá Ystafelli. Undanfarandi hefir Jón Sigurðsson, bóndi á Ystafelli, flutt nokkur erindi í Ríkisútvarpið. Hann kallar erindin „Um daginn og veginn“. Þau vöktu óskipta athygli, en þóttu á hæstu stöðum full sannorð og berorð um stjórn- arfar og óstjórn á mörgu hér á landi. í bókinni, sem komin er út í bóka- verslanir eru sex erindi, og segir höfundur: Fjögur hin fyrstu af erindum Þessum voru flutt í útvarpið óbreytt, eins og þau eru prentuð hér. Hið fimmta var flutt með nokkur úrfellingum, en hinu sjötta var hafnað. Bókin kostar aðeins 10 krónur. Bókaverslun ísafoldar. Frá nesjuiin, 5. Iicftii Vinsældir þessa sagnasafns vaxa með hverju hefti. Veigamesta ritgerðin í þessu nýja hefti er „Frá Ögurbændum“, eftir Kristján Jónsson frá Garðsstöðum. — Kristján er landskunnur fræðimaður og skrifar skemmtilega. — Af öðru efni má nefna: , Bændur í Önundarfirði 1801“, eftir Ólaf Þ. Kristjánsson. „Vættur í Holts- seli“, skrásett af Magnúsi Hj. Magnússyni. „Friðbert í Hraunkoti“, „Sæbólsbræður“, „Faðir þilskipaútgerðarinnar á íslandi“, „Reimleiki á Úlfsá“, „Rúnahellan á Þing- mannaheiði“, „Skriðan mikla á Hestdal“ og „Grettisstillur“. Bókin kostar aðeins 15 krónur. m Tvær nýjar bækur frá Ísafoldarprentsmidju

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.