Fálkinn


Fálkinn - 24.03.1950, Blaðsíða 12

Fálkinn - 24.03.1950, Blaðsíða 12
12 FÁLKINN FRAMHALDSSAGA IH ri &)&)&)&'&)&)& )£ ÞEGAR ATLANTIS SÖKK 15. EFTIR FRANK HELLER ~'>[>i)&)&'&)&&)&)&)& an, syo að munnurinn varð eíns og þráð- arspotti. — Ilm! sagði bankastjórinn. — Hm! — Hm! — — Það er ekki of mikið sagt, sagði Ebb. — Þér viðurkennið að þér teljið málið — látum okkur segja — einkennilegt! — Eg viðurkenni ekkert fyrr en ég hefi séð vettvanginn. Svo framarlega sem far- þegarnir liafa ekki allir rápað yfir liann eins og sauðahópur. Ebb sýndi lykilinn sem hann liafði tek- ið við. — Læknirinn liefir séð til þess að við fáum að starfa í næði. Þó að ekki verði sagt að við höfum starfað saman liingað til. Hann flýtti sér upp stigann að efsta þil- fari. Bumbubjallan var að gefa merki urn eð hádegisverðurinn væri framreiddur og matlystugt fólk brunaði niður stigana, í gagnstæða átt við þá. En Ebb og Trepka lokuðu eyrunum fyrir slíkum ginnitónum. Þegar þeir opnuðu dyrnar lagði alls kon- a)• ilm á móti þeim. Alls staðar blöstu við blóm með hinum dásamlegustu litum og fegursta formi. Skálinn var eins og lit- skrúðsmynd eftir hálfvitlausan málara. En í stað fuglakvaks heyrðist einhæfur niður í loftsnerlunum. -— Merkilegt að fólk skuli eklci sækja liingað, tautaði Trepka. — Þetta er í fyrsta sinn sem ég kem hér inn. En þér? — Eg segi sama, sagði Ebb. — Hambeck málkunningi okkar var — ég meina — er víst eini maðurinn, sem kunni að meta þennan stað. Hann kom hingað á hverjum degi á sömu stundu og sat meira að segja alltaf í sama stólnum, er mér sagt. Full- orðnir menn vilja það helst — bæði á kaffihúsum og annars staðar. Baltzar Gundelach mun hafa haft rétt fyrir sér þegar hann kallaði hann nagla, tautaði Trepka. — Hefir Gundelach gert það? — Já ég heyrði hann gera það i lestinni til Gautaborgar. Annars fullyrti hann að hann hefði kallað bæði héraðshöfðingjann og Hambeck þessu sama virðingarnafni einu sinni fyrir mörgum árum, og það væri þess vegna, sem þeim væri heldur í nöp hvor við annan ....... — Við þurfum ekki eð leita að staðnum sem þetta gerðist á, sagði Ebb og nam stað- staðar við einn stólinn. — Ef nokkuð liefir þá gerst, sagði hanka- sljórinn. — Það er það sem við eigum að dæma um. Stóllinn var venjulegur hvítmálaður garð- slóll. Hann stóð í einu horninu og um gluggann var útsýn yfir hafið. Stóllinn hafði oltið á hliðina og á annarri stólbríkinni voru i argar rauðar slettur. — Hm, sagði bankastjórinn og ræskti sig um leið. Hm — hml Ebb rak upp hljóð og fleygði sér á gólfið. Ilann teygði annan langa handlegginn inn á milli tveggja stórra potta með blómstr- andi pelargóníum eftir einliverju, sem hann grillti í þar og virtist vera úr málmi. Ilann dró það varlega til sín fram í dagsljósið. — Vegglampi úr hronsi, eins og Ijósa- stjaki í laginu, sagði hann. — Það var allt og sumt. Og ég sem ...... — Þér hélduð að þér hefðuð fundið morð- vopnið undir eins, sagði bankastjórinn hlæjandi. -— Eg gat hugsað mér það. Ebb leit af lampanum og upp á þilið. — Og kannske hefi ég gert það, sagði Iiann og röddin titraði. — Ef þér viljið lita á þilið beint fyrir ofan stólinn sjáið þér fjögur skrúfugöt og ef þér lítið á þennan lampa getið þér séð tilsvarandi göt á fæt- inum á honum. Þetta er i fullu samræmi, en finnst yður eðlilegt að skrúfurnar hefðu dottið út af sjálfu sér? Þungir bronslampar á vönduðu skipi eru ekki vanir að „ganga með lausar skrúfur“, égi skal ábyrgjast það. Og viljið þér ekki líta á rafmagnsleiðsluna? Ilún nær frá lampanum og að tengsli nið- ur við gólf. En ekki beina leið, eins og þér sjáið. Einliver liroðvirkur rafvirki hefir brugðið leiðslunni um einn fótinn á stóln- um. Er það vcnjulegt að þess lconar hroð- virkt liandverksfólk sé látið gegna störfum á fyrsta flokks lúxusskipi? Eg leyfi mér að hafa mínar eigin skoðanir á þvi. Að minnsta kosti er eitt víst: ef einhver sem situr i þessum hvíta stól kijipir honum snögglega til þá eru líkurnar tíu á móti ein- um fyrir því, að þráðurinn kippi lampan- mn af veggnum og að liann detti í hausinn á þeim, sem í stólnum situr. Og þessi lampi er þungur — að minnsta kosti 6 kíló, geri ég ráð fyrir. Ilvað segið þér um það? Hafið þér einhver andmæli gegn þessu? Trepka leit af lampanum og á skrúfu- götin á veggnum og svo á leiðsluna. Tung- unni i honum var tamt að bera fram mót- mæli, cn í þetta skipti komu þau engin. Hann þagði. Mátti sjá að hann kunni þvi illa að vera yfirbugaður, en hann þagði samt. •— Jæja? endurtók Ebb með lianakamb- inn upp i loftið. Loks fékk Trepka málið. — Gætið þér vel að lampanum. -— Það liljóta að vera fingraför á honum. II. Þeir hrukku við er þeir heyrðu fótatak. Dósentinn var kominn þarna inn. Hann var mjög alvarlegur og ábúðarmikill. —- Hvað í ósköpunum er þetta? spurði liann formálalaust. — Læknirinn sagði að þið væruð liérna. En hvað hefir gerst? Ebb sagði honum það í sem styðstu máli. Liitjens kinkaði kolli hvað eftir annað og þerraði af gleraugunum sínum, en það var liann alltaf vanur að gera þegar hann hugs- aði xljúpt. — Hvað segið þér uiii þetla? sagði Ebh loksins. ■— Sama sagan og seinast. Sár eftir högg, meðvitundarleysi. Fer þetta ekki að taka á taugarnar? — Jú það fer alvarlega i taugarnar á mér. Eitt svona tilfelli var nóg til þess að luófla við efunarmanninum Trepka, Vini okkar. En tvö — ég segi ekki meira. En ef þér haldið því fram að þetta tilfelli sé al- veg eins og það fyrra þá get ég ekki verið yður sammála. Ilambeck fannsl inni í stof- unni en ekki á þröskuldinum. — Eg skil ekki muninn. Eg segi ekki heldur að þessi munur hafi nokkra útslitaþýðingu. Eg vildi aðeins sýna fram á, að hér er um mun að ræða. Hann þagnaði augnablik og leit á blóð- sletturnar á stólnum, lampann og rafleiðsl- u na. — Eg kem eins og riðandi lögreglumað- ur, sagði liann. — Þið hafið þegar fundið þræðina. Og að því er mér skilst er ekki hægt að koma með mótbárur gegn þessu þögla vitni. Nú kom fjörkippur í hankastjórann. Getið þér ekki að minnsta kosti fundið vott af lykt af pelargóníum eins og seinast? spurði Iiann neyðarlega. — Það væri að minnsta kosti nokkurs virði. Jú, Treplca sæll, ég finn svolitla pel- aigóníulykt. En af því að við erum í eins konar gróðurhúsi getur það ekki talist grun- samlegt. Sérstaklega þegar tveir pelargóníu- pottar standa við stólinn, sem slysið gerð- ist í — bíðið þið hægir — Hvað er nú þetta? Hann laut niður og fór að athuga blómst- urpottana nánar. Ebb liorfði á Iiann með a(h)rgli en Trepka glottandi. Þeir sáu ekki arinað en tvær leirkrukkur nreð mold og tveimur gildunr plöntum, sem nærðust á Jiessari mold. Liitjens virtist sjá eitthvað, sem fór fyrir ofan garð og neðan hjá þeim. Hann þreif vasabókina sína, reif úr lrenni blað og fór að tína eittlivað sanran á hlað- ið, með mestu varúð. Þegar lrann rétti lir sér lrló Trepka dátt. Á blaðinu var ekki annað en örsmá glerbrot — það var allt og sunrt. — Hvernig er ráðningin á myndagátunni yðar? sagði Trepka. -— Þér verðið að segja mér það, því að ég sé það ekki. — Þér eruð alltaf svo bráðlátur, kæri vin- ur. Eg er ekki að koma með ráðningar heldur dálítið, sem ég liefi fundið. Já, það er stórmerkilegt sem þér liafið fundið. Glerbrot er víst í allri mold, sem tekin er nálægt stórbæjum. Og lildega er moldin í blómapottunum þarna frá Gauta- borg. — Eg skal ekki neita því, og ég staðliæfi ekki heldur að þessi glerbrot skipti nokkru máli. En það er bara þelta, að ég fann glerbrot í klefa Baltzar Gundelaclis líka. — Sem voru úr glasi með arabisku ilm- vatni, sem keypt var í Casablanca. Eru þessi þaðan lika? — Það held ég ekki. Glerið er talsvert

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.