Fálkinn


Fálkinn - 24.03.1950, Blaðsíða 3

Fálkinn - 24.03.1950, Blaðsíða 3
FÁLKINN 3 Enn hegoir Ægir sknri í íslensko sjómonnastétt M.b. Jón Magnússon ferst með allri dhöín Halldór Magnússon, skipstjóri. Um aðra lielgi marsmánaðar varð enn eitt hörmulegt sjóslys hér við land í viðbót við liin mörgu, sem þegar hafa orðið á árinu. Föstu- daginn 8. mars fór m.b. Jón Magn- ússon frá Hafnarfirði í róður, en kom ei aftur úr þeirri ferð. Með honum fórust 6 vaskir sjómenn. Þjóðin harmar fráfall þeirra og ást- vinir syrgja þá. Þeir sem fórust með Jóni Magn- ússyni voru þesir: Halldór Magnússon, skipstjóri, Norðurbraut 11 Hafnarfirði. Hann var fæddur 19. apríl 1898 og lætur eftir sig tvö uppkomin börn. Sigurður Guðjónsson, stýrimaður, Hellisgötu 7 Hafnarfirði. Fæddur 20. nóv. 1912. Lætur eftir sig konu og 9 ára barn. Guðlaugur H. Magnússon, vélstjóri, Vesturbraut 13 Hafnarfirði. Hann var fæddur 4. apríl 1930. Ilafliði Sveinbjörnsson, matsveinn, frá Bolungarvik. Fæddur 2. apríll899. Hann á aldraða móður og tvö full- vaxta börn á lífi. Jónas Ágúst Tómasson, háseti, Skúlaskeiði 20 Hafnarfirði. Fæddur 21. ágúst 1927 og lætur eftir sig foreldra. Sigurður Páll Jónsson, háseti Hnifs dalsvegi 6, ísafirði. Hann var fæddur 1. ágúst 1933. Eigandi m.b. Jóns Magnússonar var h.f. Framtíðin i Hafnarfirði. Sigurður Guðjónsson, stýrimaður. Hafliði Sveinsbjörnsson, matsveinn. Guðlaugur H. Magnússon, vélstjóri. 'Sigurður Páll Jónson, háseti. Jónas Ágúst Tómasson, háseti. Ilúsfrú Rósa Samúelsdóttir, Ryggð- arenda, Grindavík, verðnr 75 ára 25. þ. m. Nýja ríkisstjórnin Mynd þessi er tek- in af hinni nýju ríkisstjórn á rík- isráðsfnndi 14. mars s.l. Stjórnin er þannig skipuð: Steingrimur Stein þórsson, forsætis- ráðherra; Bjarni Benediktsson, nt- anrikis- og dóms- rriálaráðherra; Björn Ólafson, við skiptamálaráðh.og m’pnntamálaráð- herra; Eysteinn Jónsson, fjármála ráðherra; Her- mann Jónasson, landbúnaðarmála- ráðherra; Ólafur Thors sjávarút- vegsmálaráðherra. — Eystein Jóns- son vantar á myndina.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.