Fálkinn


Fálkinn - 15.09.1950, Page 4

Fálkinn - 15.09.1950, Page 4
4 FÁLKINN LUTHER BURBANK og jurtakynbætur hans RÉTT fyrir norðan Hollywood er dálítið hverfi, sem heitir Bur- bank. Það sem mest ber á í þessu þorpi eru hinir tröllauknu kvik- myndaskálar Warner Brothers — First National. En nafnið Bur- bank er kvikmyndunum allsendis óviðkomandi. Hverfið er heitið í höfuðið á Luther Burbank, Ameríkumann- inum, sem tvímælalaust er fremsti garðyrkjumaður veraldarinnar. I Hollywood eru miklir og skrautlegir aldingarðar, og þar má sjá ýmislegt af því, sem galdramanninum Luther Burbank tókst að rækta á einum stuttum mannsaldri. I stuttri grein er ekki hægt að gera grein fyrir því til neinnar hlítar. En hann hefir ræktað fleiri plöntutegundir en nokkur annar maður í veröldinni, framleitt nýj- ar jurtir, og þeim má skipta í tvo aðalflokka. Nýju tegundimar hafa átt sinn þátt í því, að skapa meiri tilbreyt- ingu í viðurværi mannanna. Til dæmis tókst Burbank að fram- leiða nýjar tegundir af hnetum, ávöxtum og grænmeti. Og hann hefir aukið á fegurð jurtaríkis- ins með því að framleiða skraut- blóm, sem áður voru ekki til. — Sk'al nú talið dálítið af þeim nýju tegundum, sem Burbank tókst að láta vaxa: Þyrnilausan kaktus, sem nota má bæði til manneldis og gripa- fóðurs. Valhnetur með svo þunnri skum, að fuglar geta unnið á þeim, og valhnetur með hýðis- laustri möndlu í skurninni. Kjama Kaktus með þyrnum og án þyrna. lausar appelsínur, steinl. plóm- ur (sveskjur) og nýja sveskju- tegund. I því sambandi má geta þess, að einu sinni þegar Burbank var spurður um, hver munurinn væri á plómum og sveskjum, þá svaraði hann: „Plóma, sem svo mikill sykur er í, að hún þolir að þorna í sól- inni án þess að rotna, er sveskja." Ennfremur ber að nefna ýmsa þyrnilausa berjarunna og kart- öflur með miklu meira mjölefni en eldri tegundir. Með kynblönd- un kartöflu og tómata gat hann framleitt nýja kartöflutegund, sem óx á stöngli ofanjarðar, og með svipaðri kynblöndun fram- leiddi hann nýjan ávöxt, sem hann nefndi pomato. Kastaníutré með ætilegum ávexti þurftu að verða 25 ára til þess að bera hnetur. Burbank ræktaði nýja kastaníutegund, sem bar ávöxt eftir hálft annað ár. Með því að blanda kyni útvaldra enskra og amerískra valhnotuviðartegunda tókst honum að framleiða nýjan hnotvið, sem óx sex sinnum hrað- ar en gamla valhnotutréð, og var þessi nýi viður harðari en sá gamli og fallegri í sárið. Tré, sem stóð fyrir utan húsið hans í Santa Rosa var eftir fimmtán ár orðið 20 metra hátt og stofninn nær meter í þvermál, í axlarhæð frá jörðu. Laufkrónan var um 15 metrar milli greinaenda. Burbank segir um trén, að toppurinn á þeim sé ekki síður áríðandi en rótin. Blöðin eru munnur trésins, magi og lungu og þess vegna verður að hlúa vel að þeim. Burbank tókst, með kvist- græðslu, að láta 500 tegundir og afbrigði af ávöxtum, þroskast á sama trénu og engar tvær teg- undir voru eins. Hann framleiddi til dæmis 20 þúsund afbrigði af plómum, og með því að æxla saman ákveðna tegund af plómum og apríkósum tókst honum að framleiða alveg nýja ávaxtategund, sérstaklega bragðgóða. Þennan ávöxt nefndi hann plumcoat. I blómaríkinu tókst honum líka að gera alls konar galdra. Það voru sérstaklega liljur og rósir, sem hann haf ði gaman af að glíma við. Eitt árið varð hann sér úti um 50 tegundir af liljum víðsvegar úr veröldinni. Eftir margra ára til- raunir tókst honum eitt vorið að sýna dálítið, sem allur heimur- inn furðaði sig á. Á Sebastopol — en svo nefndi hann gróðrar- stöð sína, sem vafalaust var sú stærsta í heimi — sprungu út 100 þúsund liljur með ótrúlegustu lit- um og alls konar afbrigði. Lilju- akur Burbanks náði yfir heilan hektar. Með því að æxla saman þessar 50 liljutegundir, sitt á hvað hafði Burbank tekist að framleiða nýj- ar tegundir, miklu þröttmeiri og gerðarlegri en þær eldri, og með litum, sem aldrei áður höfðu á liljum sést. Villt Kaliforníu-lilja, sem hann kynræktaði bar hjá honum 20—40 blóm á hverjum legg, en áður höf ðu þau ekki verið nema 2—3. Ein liljutegundin var með algrænum blómum. — Ný tegund af dvergliljum bar 28 blóm hjá honum, en önnur, stór og með átta leggjum bar tvö hundruð blóm. Blaðamaður, sem reyndi að lýsa liljuakri Burbanks lauk máli sínu þannig: Ilmandi ský breiddist upp af akrinum. Það er ómögulegt að segja þetta öðruvísi! Vel á minnst: ilmurinn! Það var einkum með ilmvötnin í huga sem Burbank var að framleiða afbrigði sín af liljum og rósum. Hann leitaðist meðal annars við að framleiða afbrigði, sem gæfu betri og sterkari ilm en gömlu tegundirnar. Honum tókst það, enda urðu viðskipti hans mikil við ilmvatnagerðimar. Burbank var lítill kaupsýslu- maður. Hefði hann verið það, þá mundi hann hafa getað orðið stórauðugur. Menn buðu honum of fjár fyrir hina og þessa upp- götvun. En hann var fyrst og fremst 'hugsjónamaður og vís- indamaður og hirti lítt um pen- inga. En honum varð það að happi, að hugsjónir hans vora svo ná- tengdar hinu hagnýta. Hann var alls ekki sólginn í að framleiða einhver „furðuverk náttúrunnar“, en hann langaði til þess að sam- eina það fagra hinu nytsama og verða á þann hátt mannkyninu að gagni. Eins og hann sjálfur sagði við einn aðstoðarmann sinn, sem stakk upp á því að framleiða bláar rósir: „Það gæti maður gert. En það mundi taka tíma. Og auk þess held ég að það kæmi hvorki rósinni né mannkyninu að gagni. Væri ekki betra að snúa sér að einhverju nytsamara?" Þrátt fyrir þau stórvirki, sem Lather Burbank. eftir Luther Burbank liggja, er það vafalaust að hann hefði get- að komið miklu meira í fram- kvæmd ef fjárhagsörðugleikar hefðu ekki bundið honum fjötur um fót. Tilraunir hans margar kostuðu of fjár. Hann fór aldrei troðnar götur í starfi sínu. Allur heimurinn var verksvið hans. — Hann hafði trúnaðarmenn úti um allan heim, sem sendu honum fræ til þess að gera tilraunir með. Stundum gróðursetti hann 100 þúsund ávaxtatré í Sebastopol, þegar hann var að fást við að 'ramleiða nýtt afbrigði. Af þessum 100 þús. trjám notaði hann svo þegar til kom aðeins eitt, sem honum þótti nógu efnilegt til að halda áfram tilraunum með. Hin voru rifin upp og brennd og lóðin notuð til nýrra tilrauna. Burbank neitaði ávallt að gera viðskiptasamning við nokkurn mann. Hann vildi vera laus og liðugur og óháður öllum, og þegar hann hefði framleitt eitt- hvað, sem hann væri ánægður með, þá skyldi öllum heimilt að nota það. Ávaxtaframleiðendur í Kalifomíu hafa grætt milljónir á milljónir ofan á starfi Burbanks, en sjálfur hafði hann jafnan úr litlu að spila. Árið 1905 var hann orðinn víð- frægur og á heimili hans í Santa Rosa, búgarði hans og gróðrar- stöð var sífelldur straumur ferða- manna víðsvegar að. Hann neydd- ist til þess að banna öllum aðgang að búgarðinum og heimilinu. Og ef einhver óskaði að tala við hann mátti viðtalið ekki vera nema 5 mínútur. Hann var allur í starfi sínu, byrjaði fyrir allar aldir á morgn- ana og vann til klukkan níu á kvöldin. Þá var hann stundum steinuppgefinn.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.