Fálkinn


Fálkinn - 15.09.1950, Side 8

Fálkinn - 15.09.1950, Side 8
8 FÁLKINN SUSSIE er lasin í dag, ekki neitt alvarlegt en hún hefir dálít- inn liita, sagði frú Almeida er hún tók á móti van Leer lækni við dyrnar á garðyrkjuhúsinu. Það var eins og hún hefði farið á móti honum til að geta sagt þetta án þess að nokkur annar í liúsinu heyrði það. Hann tók eftir að hún dró andann hratt og var óróleg, en það mundi víst hverfa ef hann talaði stillilega og rólega við hana. — Það er ekki neitt alvarlegt hélt frú Almeida áfram og það hirti yfir andlitinu. Brúnin hækkaði á van Leer líka, og þegar frú Almeida hrosti, brosti hann á móti. Nú liafði auðvitað verið gert hoð eftir honum alveg að óþörfu. Frú Almeida hélt áfram að masa, liðugt og létt meðan þau gengu um í gróðrarstöðinni. Þar voru alls staðar undarlegar hita beltisjurtir. Yfir öllum garðin- um Iivíldi livít gróðrarmóða sem var þung eins og hún legðist á gróðurinn og næmi staðar við ræturnar á runnunum, og lygnt vermihúsaloftið undir þokuhvít- um himninum var mettað sæt- um eim, jurtailmur, sem var svo þéttur að hann lagðist eins og slæða að andlitinu. Það var eins og annarlegur kliður færi um garðinn, fínn, nærri óheyr- anlegur samkór veikra óma. Það voru stönglarnir sem voru að spretta og teygja úr sér, blóm sem opnuðust, það var frjósemin sem var að hvísla um heilt leyndarmál milli rakr- ar moldarinnar annars vegar og sólarbrunans í liádegisstað hins vegar. Frú Almeida sýndi van Leer orkideurnar sínar, sem sprung- ið höfðu út síðast, og svo héldu þau áfram til að skoða skepn- urnar. Því að Almeidahjónin höfðu ekki aðeins gróðrarstöð, heldur höfðu þau Iíka mikla verslun með alls konar dýr við dýragarðana í Evrópu. Apa, nasabirni, nöðrur, krókódila og önnur óféi, og frúin sýndi lækn- inum þetta og birti um leið konueinikenni sín með því að reka upp smákvein eða klappa skepnunum. Hús Almeida var opinn bunga- lowmeð stórum svölum og glugga hlífum úr reyr. Skrifpúlt var eina húsgagnið í opnu stofunni á neðri hæð, og bókari Almeida, Braganza að nafni stóð speri’t- ur við púltið. Braganza var hálf blóðs, en klæddur sem fullblóðs stertimenni. Yerulega finn herra með skil i svörtu negraliárinu og silfurhring á fingrinum. I hvert skipti sem hann áti að festa tölu á pappírinn sveiflaði i SUSSIE hann fyrst pennanum liátt, eins og virkilegur skrifstofumaður. Enginn gat séð á honum að hann fengi stundunr leiðinda- kast og stryki til Sumatra. Og í hvert skipti þyrmdi frú Al- meida honum, tók við honum sem strípuðum, þunglyndum, innfædum manni og klæddi hann upp á ný. Frú Almeida og van Leer gengu steinþrepin upp svalirnar. En á leiðinni kom hræðslan yfir hana, svo að liún stansaði. — Hún Sussie er virkilega með hita . . Svo skalf hún frá toppi til táar og magri kropp- urinn engdist í stífa, hvíta kjóln- um eins og einhver væri að hrista hana. Munnurinn var op- inn, og augnaráðið stíft og star- andi. En þetta var ekki nema augnablik, svo hélt hún áfram. Hún brosti svo að sá í eina tönn, langa, gula tönn í neðri góm, og svo lét hún dæluna ganga aftur. — Komið þér nú inn og bjóð- ið góðan daginn, læknir. Sussie hefir legið í allan dag, og hún hefir spurt hvað eftir annað hvers vegna góði Hollendingur- inn komi ekki. ÆÐSTA ósk frú Almeida var sú að Sussie giftist lækninum, en þetta var svo stór ósk og fjarlæg, að hún þorði ekki að trúa að hún rættist nokkurn tíma, þó að hún minntist oft á þetta í gamni, angurblíð og djörf í senn. Barnið vqr nefni- lega hálfblóðs, og engum var það Ijósara en móðurinni sjálfri að Sussie var útilokuð frá góða mannfélaginu. Já, það voru þau vitanlega öll, því að Almeida var Evrasíumaður, fram komin við margra kynslóða blöndun margra mislitra manntegunda. En frú Almeida sjálf var livít og átti alla fordóma síns státna kyns. Hún var frá London, my dear, og hafði verið gift Al- meida í meira en þrjátíu ár, síðan litli „töfrandi suðurlanda- húinn“, sem var að læra garð- yrkju og kom hringli á allar ungu stúlkurnar, nema liana á burt úr blómabúðinni í London, þar sem hún afgreiddi. — Eg er dama, var hún vön að segja, um leið og hún barði sér á brjóst og horfði í vígahug á manninn sinn, eins og hún vildi minna hann á að hún stæði honum miklu ofar. Van Leer var ástfanginn af Sussie í laumi, en vildi eklci kannast við það, og hélt sjálfur að hann væri aðeins að kanna sálarástand barnsins. Þessi ein- mana Hollendingur var kominn af léttasta skeiði. Það höfðu verið evrópísku liugmyndirnar um hinar dýrðlegu Suðurhafs- eyjar sem ráku hann austur þangað. Ef til vill var hann ruddi, ef til vill draumlyndur. Hvað Sussie snerti þá minntist hann alltaf ákveðinnar tóbalcs- J tegundar, þegar lionum varð litið til hennar. Hann reykti allar tegundir Austurlanda og liafði jafnan margar tegundir vindla í veskinu sínu. Þegar hann var nærri Sussie eða var að liugsa um hana, reykti hann alltaf litla, græna vindlinga, sem voru undnir af indverskum paríum í Singapore. Þeir fengust aðeins í launsölu. Sussie var einkabarn lijón- anna, sú eina sem eftir var af sjö harna hóp. Hin sex liöfðu dáið í bernsku. Það virt- ist vera- eittlivað i kynblöndun foreldranna, sem olli því að hörnin þoldu loftslagið svona illa. Og þó að Sussie væri bráð- þroska og dafnaði vel var liún eitthvað veikbyggð. Hún var þrettán ára, hættuleg tala, og móðirin var sífellt lirædd um að telpan, sem nú var í fullum blóma mundi visna milli hand- anna á lienni. Sussie var þegar stór og full- þroska og fyrir löngu vaxin upp úr barnaserknum, sem til þessa hafði verið eina fataplaggið -4 4

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.