Fálkinn - 15.09.1950, Qupperneq 11
FÁLKINN
11
VITIÐ 'ÞÉR . . ?
v S>
«8 í sjóhestafjölskyldunni er það
karldýrið, sem ungar út eggjunum.
Kvendýrið verpir eggjunum i út-
ungunarpoka karldýrsins og þar
frjógvast þau. Og þegar unginn skrið-
ur úr egginu ojjnast pokinn og
ungarnir synda á burt. Sjóhest-
inum, sem telst til „nálafiskanna"
er lýst þannig, að hausinn sé eins
og á hesti, skottið eins og á apa,
kviðpokinn eins og á kengurú, roðið
eins og á grásleppu og augun eins
og á kameljóni. — Hér sést þessi
einkennilegi fiskur i þeim stelling-
um sem hann er venjulega í sjón-
uin.
að í U.S.A. er sérfræöingur í stjörnu-
hröpum?
Hann heitir Nininger og er sér-
staklega laginn á að finna loftsteina
og á orðið mikið safn af þeim. Sá
stærsti vegur 79 ensk pund. — Sjái
Nininger stjörnuhrap símar hann í
ailar áttir til að fá menn til að
fylgjast með livar loftsteinninn komi
niður. Siðan fer hann á staðinn og
leitar að steinunum með sérstöku
rafsegultæki. Líka kaupir hann gamla
loftsteina og borgar að jafnaði cinn
dollar fyrir pundið í þeim.
Hér á myndinni sést hann vera að
vega stein, sem liann liefir nýlega
komist yfir.
S YKRUN GSGRÍSINN.
Frh. af bls. 10.
til, að ég liefi sykurstangatöfrastaf-
inn minn með mér. Eg er nefni-
lega töframær. Eg skal koma Peter
í samt lag. Mér hefir enn ekki mis-
heppnast það, sem ég hefi lagt hönd
að.“
Foreldrar Peters urðu afarglöð,
er þau heyrðu þetta. Þau héldu þá
aftur til sódavatnslækjarins, og var
álfkonan lijálpfúsa, í fylgd með
þeim. Þau námu staðar hjá sykur-
klessunni, eða líkinu af Peter.
Álfkonan sveiflaði töfrastafnum
nokkrum sinnum yfir sykurkless-
unni. Og smám saman stækkaði kless
an. Það leið ekki á löngu þar til
hann Peter hafði fengið fulla stærð
og sömu lögun og hann hafði liaft.
Hann lifnaði við.
Þarna stóð Peter snarlifandi og
jafn digur og áður. Aðeins ein breyt-
ing hafði orðið á honum. Annar
framfótleggurinn var úr súkkulaði
en ekki ljósrauðum sykrungi eins
og áður liafði verið.
En súkkulaðifóturinn var eins
góður og hinir.
Foreldrar Peters sögðu að þessi
breyting væri heppileg. Súkkulaði-
fóturinn minnti hann alltaf á það,
að hann mætti aldrei vaða út í
sódavatnslæki, eða annað því likt.
Peter langaði til að lifa, og fór
gætilega að ráði sinu það sem eftir
var ævinnar.
Og það ættu allir að gera..
SUSSIE.
Frh. af bls. 9
kvöldsins og mæla hitann í Suss-
sie á ný.
Spilamennirnir fengu lampa á
borðið, og Almeida gerði sér til
gamans að erta Braganza, sem
tók allt svo nærri sér, ýmist með
því að tala óvirðulega um hann
eða segja að liann liefði rangt
við. Braganza stóð upp, mjög
móðgaður, og varði æru sína
með mjög liáfleygum orðum.
— Spilaðu nú út, rugludallur-
inn, sagði Almeida, og Braganza
leit ráðalaus kringum sig, sett-
ist aftur og taldi trompin sin
3nn einu sinni. Almeida hafði
gaman af honum, en hló ekki,
og spilið gekk sinn gang.
Bak við föður sinn lá Sussie
í strigastól og horfði á þá svört-
um sljóvum augum. Hún var
vakandi og hafði lifnáð við
aftur. Fölvinn var kominn í
kinnarnar aftur og augun lif-
andi. En fínu drættirnir höfðu
skýrst. Dularfullt merki þess að
hún hefði enn vaxið og væri
önnur en fyrir tveimur timum,
ríkari og meiri kona ....
Og allt í einu gerðist dálítið,
sem gaf lækninum nærri ofboðs-
legan grun um að hún hefði
alls ekki verið veik, en að lifið
hefði þvert á móti hleypt ólgu
í blóð liennar og það væri allur
„hitinn“.
- iTÍSKUMYNDm -
AUGLÝSING.
Þetta stóð í ensku blaði: „Hann
er kannske dauður núna. Ef ekki
þá vil ég benda mótorhjólaranum,
sem tróð sér milli bilsins mins og
strætisvagnsins, á það, að ekki er
það góðum óskum mínum að þakka,
af liann er lifandi enn.
Takið eftir baksvipnum. — Jac-
quet Fath hefir lekið upp á
því að hneppa lausum dúlr
aftan á treyjuna. Ermarnar eru
einnig sérkennilegar úr mörgum
lögum af rykktu silki. Við kjól-
inn skal nota hvíta háa hanska.
Sýnishorn frá Jacques Fath. —
Það er ekki einungis í sam-
kvæmum sem notaðir eru lilýra
lausir kjólar, heldur einnig á
heitum sumardögum eru þeir
hreinasta fyrirtak. Hann getur
t. d. eins og þessi verið tjós
meðdökkum dropum og dökkum
hnöppum. Og gott væri að hafa
við hann ermalausan frakka
eins og þann sem liér er sýnd-
ur cf ske kynni að drægi fyr-
ir sólina.
Ferðafrakkinn. —- Þessi fallegi
frakki frá Valmajor-Lavin sýn-
ir nýja sniðið með hringskorið
herðastykki og % langar, víðar
ermar. Öxlin er smásneidd og
löng. Bakið vitt og frakkinn
virðist ágætur til að hafa utan
yfir dragt.
Sýnishorn frá Dior. - Christian
Dior sýnir hér snotran sumar-
jakka. Takið eftir háum kraga,
láréttri fellingu eða broti fram-
an frá og undir hönd, stóru
víðu vösunum og lokafelling-
unni neðarlega á hliðarsaum-
unum.
Framhald á bls. 14.