Fálkinn - 12.01.1951, Blaðsíða 7
FÁLKINN
7
Níræð fær loftskírn. — Frú
Peissia Erichmovitsj, sem er 92
ára og hefir átt heima hjá dótt-
ur sinni í París síðustu tuttugu
árin, fór nýlega í fyrstu flug-
ferð sína. — Hérna sést gamla
konan er hún er að leggja upp
upp í ferðina, og hjá henni stend
ur flugfreyjan.
Hattur eða gríma? — Frú John
Orndroff frá Chicago, sem í
heimkynnum sínum hefir orðið
fræg fyrir fáránlega hatta og
klæðnaði, sem hún teiknar sjálf,
var nýlega á ferð í París. En
það gekk alveg fram af París-
arabúum þegar hún sýndi þeim
síðasta uppátækið sitt: „grímu-
hattinn". Hér sést hún með
þessa gersemi.
Japanar í London. -— Sendinefnd
71 Japana hefir verið í kynnis-
för í Englandi í sumar. Meðal
þessara manna eru borgarstjór-
ar tveggja þeirra borga, sem
urðu fyrir atómsprengjunum
1945, Hiroshima og Nagasaki,
og sjást þeir hér á gangi í Lond-
on ásamt japanskri konu.
Nobelsverðlaunamaðurinn. - Dr.
Ralph Bunche er fyrsti svert-
inginn sem fengið hefir Nobels-
verðlaun. Hann starfar sem
ráðunautur — einkum í málum
sem varða sambúð Gyðinga og
Araba í Gyðingalandi. Hér sést
forseti UNO-þingsins, Persinn
Nasrollah Entezam, óska hon-
um til hamingju með heiðurinn.
Skotaköflóttur í samkvæmi. —
Fransld tiskukóngurinn Jacques
Fath lét bæði húsbændum og
gestum bregða ónotalega við er
hann kom í samkvæmi á rauð-
köflóttum smóking, m&ð sama
sniði og Georg Bretakonungur
hefir látið sauma sér. Hér er
monsjör Fath í allri sinni dýrð'.
CRURCHILL ER MAÐURINN.
VikublaSiS „Time“ hefir kjörið
Winston Churchill „mann síðustu
50 ára.“ „Líf Churchills er saga
siðustu liálfrar aldar,“ segir blaðið.
Til hægri:
Kópurinn fær morgunverð. —
Dýragarðurinn í Miinchen hef-
ir nýlega eignast fjögra mán-
aða gamlan selkóp, sem ennþá
lifir mestmegnis á mjólk. Það
er ekkert smáræði, sem kópur-
inn þarf, því að það tekur fóð-
urmeistarann stífan klukkutíma
að gefa honum hverja máltíð.
Bjuggu í peningaskápnum. —
Mynd þessi, sem er frá Frank-
furt ber með sér að eigi sé enn
lát á húsnæðisvandræðunum i
Þýskalandi. Ung hjón hafa tek-
ið sér aðsetur í eldtryggðri
hvelfingu, sem þau fundu í rúst-
um banka eins, er hrundi í
sprengjuárás. Þar bjó að vísu
einn maður fyrir, en nú búa þau
þar öll þrjú. Á myndini sést
konan sjtja í dyrunum, en ann-
ar maðurinn er að sjóða mat-
inn í ofni fyrir utan.
Stúdentar í byggingavinnu. —
Þrjátíu stúdentar frá ýmsum
löndum eru um þessar mundir
að grafa upp kjallarann í kirkj-
unni í Dentford, sem er ein elsta
fríkirkjan í Englandi. Á að
breyta kirkjunni í líknarstofn-
un. Hafa stúdentar tekið að sér
að ná upp úr kjallaranum um
100 smálestum af grjóti og mold
sem safnast hefir þar fyrir í
síðastliðin 200 ár. Hér sést
stúdent frá Chicago með hak-
ann sinn að losa grjót.
AUGLÝSING.
Á flöskunum frá mjólkurbúi einu
i Boston standa þessi orð: „Kýrnar
okkar eru aldrei ánægðar með sjálf-
ar sig. Þær eru alltaf að reyna að
framlciða betri mjólk.“
Til vinstri:
Indversk list. — Indverskur lista
maður, C. Kar, hefir í sumar
haft sýningu á verkum sínum
— málverkum og höggmyndum
— í Galeri des Cartes í París.
Hér sést listamaðurinn vera að
sýna einum gestinum mynd
sem hann hefir gert af Mahatma
Gandhi.
Lifandi gosbrunnur. — Einn
morguninn í haust fengu árris-
ulir Parísarbúa að sjá óvenju-
lega sjón. í skálinni á gosbrunn-
inum á Concordetorginu voru
fjölmargar ungar stúlkur að
gösla í vatninu. Ráðningin á
þessu var sú, að verið var að
taka atriði úr kvikmynd.