Fálkinn - 12.01.1951, Blaðsíða 6
6
FÁLKINN
Spennandi framhaldssaga. 1.
AMOK
Eftir Stefan Zweig.
——- „—*— ——— ———á
Það var í marsmánuði árið 1912.
Á höfninni í Neapel var verið að
afferma stórt þýskt póstskip. Þá
skeði atburður, sem fréttablöðin
ræddu mjög miki ðsíðar, en frásagn-
ir þeirra voru bæði ónákvæmar og
villandi. Eg var sjálfur ekki við-
staddur, þegar þetta skeði. Þetta var
að kvöldi dags, og flestir farþeg-
anna, þar á meðal ég, höfðu gripið
tækifærið til að skoða okkur um i
borginni og losna við hávaðann um
borð í skipinu. Það vill nú samt
þannig til að hvorttveggja er, að
ég veit, livað raunverulega skeði,
og hverjar voru orsakir atburðar-
ins. Nú eru liðin svo mög ár frá
þvi að þau atvik gerðust, sem urðu
tildrög þessa atburðar, að ég hætti
á að rjúfa þá djúpu þögn, sem ég
fram að þessu liefi enst til að hafa
uin vitneskju mina.
Eg liafði verið á ferðalagi um
hin fjarlægu Malaylönd, þegar mér
skyndilega barst simskeyti að heim-
an. í þvi voru tíðindi, sem gerðu
mér nauðsynegt að liraða mér vegna
aðkallandi einkamála. Eg tók mér
far með „Wotan“ i Singapore. Að-
búnaðurinn í skipinu var afleitur.
Klefinn minn var smáhola, ferstrend
kytra inniklemmd i afkima rétt við
vélarúmið, þröngur, heitur og rakur.
Mygglað, innibyrgt andrúmsloftið
lyktaði sterkt af oliu og feiti. Þar
var að visu ofurlitil rafmagsloft-
dæla. En væri liún i gangi, fékk ég
i staðinn daunillan loftstraum, sem
auk þess kom í hviðum og minnti
óþægilega á flöktandi vængjatak
leðurblöku í vígahug. Neðan frá
barst látlaust og tilbreytingalaust
skrölt og niður vélarinnar, rétt eins
og burðarkarl með kolapoka á bak-
inu þrammaði þar upp endalausan
járnstiga, og að ofan engu síður
reglubundið fótatak farþeganna á
skemmtigöngu um þilfarið.
Skipið var yfirfullt af farþegum,
og það var svo sem engin kyrrð á
þilfarinu lieldur. Þangað þyrptust
farþegarnir. Þvingandi iðjuleysið og
óhjákvæmileg þrengslin gerðu þá
órólega og taugaóstyrka. Þeir reik-
uðu skvaldrandi fram og aftur. Létt-
ur hlátur kvetnfólksins, sem liallaði
sér aftur á bak i þilfarsstólunum,
rápið og vafstrið i þeim, sem gengu
þarna fram og aftur sér til afþrey-
ingar, ysinn, þysinn og liávaðinn,
allt þetta bar þessum sama óstyrk
vott. Eg var nýkominn frá mér áð-
ur alveg óþekkum heimi, Malaya-
löndunum, Síam og Burma. Hugur-
inn þrunginn nýjum áhrifum, nýj-
um tilfinningum og hugmyndum,
sem þyrptust saman i einn graut
fyrir liugskotssjónum mínum. Eg
óskaði einskis frekar en að fá að
íhuga i næði það, sem fyrir augu
mín og eyru hafði borið, flokka
það, raða þvi niður og samlagast
I
þvi. í þessu hávaðasama umhverfi,
iðandi af gagnólíku lifi, var hvergi
nauðsynlega livíld að fá til slíks.
Eg reyndi að lesa, en linurnar runnu
saman fyrir þreyttum sjónum mín-
um, þegar skuggar þeirra, sem fram
hjá gengu, flögruðu yfir hvítar blað-
síðurnar. Hér var þess engin kostur
að vera nokkurn tíma einn um sjálf-
an sig og hugsanir sínar.
I þrjá daga gerði ég mitt itrasta
til þess að útiloka mig frá umhverf-
inu og samferðafólkinu. Eg einblíndi
á liafið. Sjórinn var stöðugt sjálfum
sér líkur, blár, livergi líf að sjá,
nema uin stutta stund í rökkrinu.
Þá ljómaði hann í margbreyttum,
skínandi litum. Að þessum tíma liðn-
um var ég orðinn hundleiður á and-
litum samferðafólksins. Eg þekkti
orðið iivern einasta þeirra, hvern
drátt í andlitsfallinu, hvert einkenni,
stórt o gsmátt. Búinn að fá óbeit á
þeim öllum og þá ekki siður á
flissinu í kvenþjóðinni og yfirborðs-
kenndum röksemdafærslum nokk-
urra hollenskra liðsforingja, sem
voru á heimleið i orlof. Eg leitaði
hælis i borðsalnum, en var fljótlega
flæmdur þaðan. Hópur enskra skóla-
telpna frá Shanghai glamraði þar
danslög á slagliörpu máltiðanna
milli. Klefinn minn var, þegar allt
kom til alls, eini hvildarstaðurinn.
Að liádegisverði loknum fór ég þang
að inn, eftir að hafa sporðrennt
nokkrum bjórflöskum, staðráðinn í
að taka ekki þátt i kvöldverðinum
og því síður í dansleiknum, sem
halda átti að honum loknum. Þann-
ig vonaði ég að geta eytt meiri hluta
sólarhringsins, sofið dægrið út eða
meira í gleymsku og dái.
Eg svaf lengi og þegar ég vaknaði,
var kolniðamyrkur. Loftið hafði al-
drei verið verra í klefakytrunni
minni. Eg hafði tekið loftdæluna úr
sambandi áður en ég fór að sofa
og svitinn draup af mér. Eg var
svefnþrunginn og nokkur stund leið
þar til ég hafði áttað mig til fulls
hvar ég var. Það lilaut að vera kom-
ið fram yfir miðnætti, því það
Iieyrðist enginn hljóðfærasláttur,
heldur ekkert fótatak á þilfarinu
uppi yfir mér, ekkert nema niður-
inn i vélinni, hvæsandi og skrölt-
andi hjartaslátttur liins mikla skips,
sem geystist áfram i myrkrinu.
Eg fálmaði mig áfram upp á þil-
farið. Þar var ekki nokkra lifandi
sál að sjá né heyra. Mér varð litið
á spúandi reykháfinn og draugaleg-
ar siglurnar, síðan hærra upp og ég
sá, að himinninn var heiður, dimm-
ur, flauelslitaður með glampandi
stjörnum. Það var því líkt, sem tjald
hefði verið dregið yfir sjálfa upp-
sprettu dagsljóssins. Stjörnurnar
væru rifur á tjaldinu og gegnum
þær stafaði þessu ósegjanlega
fagra gliti og sindri. Aldrei liafði
ég augum litið slíkan himin.
Það var hressandi svalt eins og
reyndar oft er jafnvel undir mið-
baug á skipi, sein er á siglingu á
þessum tíma sólarhringsins. Eg and-
aði að mér angandi loftinu, þrungnu
af ilmi fjarlægra eyja. í fyrsta skipti
siðan ég steig á þetta skip var ég
gripinn löngun til að láta mig
dreyma. Saman við þá þrá bland-
aðist önnur, skilvitlegri, — já máske
kvenlegri — að gefa mig allan í
faðm hinnar mjúku, mildu nætur.
Eg þráði að halla mér einhvers stað-
ar út af og stara á liið skinandi
helgiletur stjörnugeimsins. En stól-
arnir höfðu allir verið teknir burt
af þilfarinu, til þeirra var ekki hægt
að grípa. Gjörautt þilfarið bauð
dreyminni sál ckki einn einasta
hvílustað.
Eg lagði af stað fram á skipið,
hrasandi um kaðla og víra, fram
hjá akkerisvindunum og alveg fram
á bóg. Eg liallaði mér fram á liand-
riðið og horfði á stafn skipsins
liefjast og linigna á reglubundinn
liátt um leið og það klauf öldurnar.
Stóð ég þar í klukkutíma eða kann-
ske nokkrar mínútur? Enginn getur
sagt um það. Eg fann ekki til neins
nema ljúfsárrar, næstum sælukenndr
ar þreytu. Eg vildi sofa, dreyma.
Hryggur i bragði hugðist ég yfir-
gefa þennan undraheim og hverfa
til klefakytrunnar minnar undir þilj-
um. Eg hafði gengið eitt eða tvö
skref, þegar ég rak fótinn í upp-
hringaðan kaðal. Eg settist niður á
kaðalinn, lokaði augunum og gaf
mig á vald svæfandi ásóknar nætur-
kyrrðarinnar. Vitund mín sljóvgað-
ist, mér var ekki lengur ljóst hvort
hljóðið, sem ég skynjaði, var eiginn
andardráttur eða hjartaslög hafskips
ins. Uppgjöf mín gagnvart hinum
gagntakandi töfrum miðnæturfriðar-
ins var meira og meira sjálfráð og
cð lokum algjör.
Eg hrökk til meðvitundar á ný
vð að skynja þurran hósta rétt hjá
mér. Augu mín höfðu nú aðlagast
myrkrinu. Rétt við hlið mina sá ég
móta fyrir gleraugum, nokkrum
þumlungum neðar brá fyrir roða
eða glampa af breytilegum styrk-
leika, auðsjáanlega frá eldi í reykj-
arpípu. Þegar ég settist, hafði hug-
urinn allur verið við stjörnurnar og
sjóinn. Mér hafði þess vegna sést
yfir þennan nágranna, sem allan
tímann hlýtur að hafa setið þarna.
Jafnvel áður en ég áttaði mig á,
hvar ég var staddur, fann ég til þess
að ég væri á einhvern liátt óvel-
kóminn gestur og ég tautaði: „Af-
sakið mig“ á móðurmáli rnínu,
þýsku. Það stóð ekki á svarinu:
„Ekkert að afsaka!“ á sömu tungu,
með svo greinilegum, þýskum hreim
að ekki varð um villst.
Það var bæði kynleg og óhugn-
anleg tilfinning að sitja þarna rétt
við hliðina á ókunnum og ósýnileg-
um manni í kolsvörtu næturmyrkr-
inu. Undirmeðvitund mín tjáði mér,
að hann væri að stara í áttina til
mín með jafn lítilfjörlegum árangri
og ég í áttina til hans. Hvorugur
okkar gat greint annað en óljósa,
dökka skuggamynd. Eg heyrði and-
ardrátt lians og dauft snark í píp-
unni.
Þögnin varð óþolandi. Eg hefði
helst af öllu viljað standa upp og
ganga þegjandi burt, cn ég gerði það
ekki vegna þess, að mér var ljóst að
slíkt væri ófyrirgefanleg ókurteisi.
í fáti tók ég upp vindling og kveikti
á eldspýtu. Við snöggan loga brenni-
steinsins gátum við séð hvor ann-
an örstutt augnablik. Eg sá ókunnan
mann. Þetta andlit hafði ég hvorlci
séð i borðsalnum né á þilfarinu
Kannske afskræmdi flöktandi ljós-
glampinn andlitsdrættina, en skelfi-
leg'a óhugnanlegt og tröllslegt sýnd-
ist mér andlit þessa manns. Ljósið
dö út áður en ég gat skoðað það til
nokkurrar hlítar. Myrkrið umlukti
okkur á ný. Nú sást ekkert nema
missterkur glampinn af glóð reykj-
arpípunnar og einstaka sinnum
glitti í gleraugun. Ilvorugur okkar
sagði orð. Þögnin var þjakandi eins
og kæfandi mölluhiti hitabeltisland-
anna.
Mér var lireint ekki vært lengur
Eg stóð upp og sagði kurteislega:
„Góða nótt.“
„Góða nótt,“ var svarað liásri,
óþýðri röddu.
Þegar ég var að staulast yfir alls
konar farartálma aftur eftir þilfar-
inu, heyrði ég að mér var veitt
eftirför, hröðum, reikulum skrefum.
Náunginn var á liælunum á mér.
Hann kom þó ekki alveg að mér.
Gegnum myrkrið skynjaði ég liræðslu
hans og óróleika.
Hann talaði hratt:
„Afsakið að ég bið yður bónar.
Eg .... ég Hann hikaði
„Eg vil af sérstökum, alveg sérstök-
um einkaástæðum vera einn út af
fyrir mig hér á skipinu .... í sorg
.... Það er þess vegna að ég hefi
ekki umgengist neina á leiðinni.
Þér haldið auðvitað .... Eg vil ....
Eg á við að ég mundi vera yður
mjög þakklátur ef þér vilduð gera
svo vel að forðast að segja frá því
að þér hefðuð liitt mig liér. Það eru,
eins og ég sagði, alveg sérstakar,
persónulegar ástæður, sem hindra
mig í að gera vart við mig hér um <
borð, og það myndi baka mér skelfi-
leg óþægindi ef þér létuð falla orð
að þvi að ég vcnji komur minar
liingað á framþilfarið á nóttinni,
aleinn. Eg ....“
Hann þagnaði. Eg flýtti mér að
fullvissa hann um, að ég myndi í
einu og öllu fara að óskum hans. Eg
væri venjulegur ferðalangur, og ætti
enga vini um borð. Við tókumst í
liendur. Eg hélt til klefa mins til
þess að sofa af nóttina. En ég svaf
óvært. Eg hafði þunga drauma.
Eg hélt loforð mitt. Stóðst freist-
inguna að segja frá því, livað fyrir
mig hafði borið. Var sú freisting þó
talsvert sterk. Á langri sjóferð verð-
ur lítilfjörlegt atvik að stórviðburði.
Segl við sjóndeildarhringinn, hnýsu-
torfa, svolítið daður, smáhrekkur.
Eg fékk auk þess strax talsverðan
áhuga á þessum kynlega samfcrða-
manni. Eg leitaði vandlega í farþega
skránni að nafni, sem átt gæti við
hann. Skyldi þessi eða hinn farþeg-
inn þekkja nokkuð til hans? Eg
þjáðist allan daginn af magnaðri
óþolinmæði og beið eftir nóttinni.
Þá bjóst ég við að hitta hann á ný.
Dularfullur persónuleiki liefir æv-
inlega töfrað og heillað mig. Rekist
ég á slíka persónu, verð ég gagntek-
inn af löngun til að afhjúpa hið
dularfulla. Slík liugsun sækir á mig
af engu minni ákafa en þrá eftir kven
manni. Dagurinn virtist aldrei ætla
að taka enda. Eg fór snemman í
rúmið, sannfærður um að einhver
innri hvöt myndi vekja mig eftir
miðnættið.
Það brást heldur elcki. Eg vakn-
I