Fálkinn - 12.01.1951, Blaðsíða 8
8
FÁLKINN
Anton Tsjekov:
KUNNINGI
HENNAR
FALLEGA Wanda, eða Nastania
Kanovtina, eins og hún hét á
vegahréfinu sínu, var að koma
af spítalanum og nú voru kring-
umstæður hennar öðru vísi en
verið höfð nokkurn tíma áður
á ævinni; hún átti hvergi húsa-
slcjól og ekki rauðan eyri né
grænan túskilding. Hvað átti
hún til hragðs að taka?
Það fyrsta sem hún gerði
var að fara til „Frænda“ og veð-
setja hring með turkissteini, —
það eina verðmæti sem hún átti
eis og sakir stóðu. Hún fékk
eina rúblu út á hringinn, en
hvað fær maður keypt fyrir eina
rúhlu? fyrir eina rúblu fær
maður hvorki nýtísku útijakka,
ennþá síður fallegan hatt og
eirrauða skó, en án þessara fata
fannst Wöndu hún vera alls-
nakin. Henni fannst að ekki að-
eins mennirnir heldur lika hund-
arnir og hestarnir góndu á eft-
ir lienni og kímdu. í augnablik-
inu voru það aðeins fötin, sem
liún hugsaði um; en hitt flögr-
aði ekki að lienni hvar liún ætti
að fá sér matarbita eða liúsa-
skjól.
Bara að ég gæti hitt einhvern
karlmann sem ég þekki, hugs-
aði hún með sér. Þá fengi ég
áreiðanlega nokkrar rúblur.
Enginn mundi neita mér.
En hún hitti engan karlmann
sem hún þekkti Það var auð-
velt að liitta þá í „Café Renais-
sance“ á kvöldin, en hún sagði
við sjálfa sig að í svona kjól
garmi og með þessa liattkollu
á hausnum væri ekki viðlit að
henni yrði hleypt þar inn. Hvað
átti hún þá að gera? Eftir að
liún hafði angrað sinn eigin liug
með þessari spurningu lengi vel
og var orðin þreytt á röltinu
um göturnar, setunum á bekkj-
unum og heilabrotunum, afréð
liún að reyna síðasta úrræðið:
fara heim til einhvers karl-
manns sem hún þekkti, og biðja
hann um nokkrar rúblur.
En hvern átti hún að heim-
sækja? Michael? Nei, það var
engin leið .... hann er giftur.
Hún rifjaði upp í huga sér fleiri
kunningja sína af karlkyninu,
en komst að raun um að hún
þekkti þá eklci svo vel að hún
gæti beðið þá um peninga.
En loks datt henni allt í einu
Finkel tannlæknir i liug, — það
var Gyðingur, sem hafði fyrir
þremur mánuðum gefið henni
armband og sem hún liafði hellt
úr ölglasi yfir hausinn á, í hófi
í þýska klúhhnum. Hún varð
öll eitt bros þegar hún fór að
hugsa um Finkel. Hann gefur
mér áreiðanlega eitthvað ef ég
hara hitti liann, hugsaði liún
með sér og hélt af stað rakleitt
heim til hans, hvöt í spori. —
Sé liann svo ósvífinn að liann
reki mig út þá skal ég mölva
alla lampana í lækningastof-
unni ......
Þegar hún hom að húsdyrum
læknisins hafði hún gert ná-
kvæma áætlun um atlöguna:
hún ætlaði að lilaupa hlæjandi
upp tröppurnar, strunsa heina
leið inn á skrifstofu tannlækn-
isins og segja og brosa um leið:
— Æ, góði, gefðu mér tuttugu
og finnn rúblur .... En þegar
hún ætlaði að fara að hringja
bjöllunni var eins og þessi á-
ætlun væri fokin úr liöfðinu á
lienni. Hún fylltist allt í einu
angist og eins konar æsingi, sem
hún liafði aldrei fundið lil áð-
ur. Frek og áleitin liafði hún
aldrei verið nema í sumhli, en
nú var hún fátækleg til fara og
kom fram sem venjulegt betli-
kvendi, sem ástæða var til að
neita um að lileypa inn, og þess
vegna var hún hrædd og ófram-
færin. Það var beygur í henni
og hún skammaðist sín.
Kannske hefir hann gleymt
mér, hugsaði hún með sér, og
var í vafa hvort hún ætti að
styðja á bjölluhnappinn. Get
ég farið inn til hans í þessum
snjáðu görmum? Eg er alveg
eins og betlari!
Hikandi hringdi hún samt.
Hún heyrði fólatak innan við
dyrnar. Það var húsvörðurinn.
— Er tannlæknirinn heima?
spurði liún.
I þessu augnabliki hefði
henni verið ljúfara að húsvörð-
urinn hefði svarað „Nei“, en í
stað þess að svara benti liann
lienni inn fyiár og tók við liatt-
myndinni liennar. Henni fannst
stiginn upp á efri hæðina vera
svo íburðarmikill og skrautleg-
ur, en í allri þessari dýrð varð
henni lilið i slóran spegil, og
þar gaf lienni að lila gráa, ó-
túllega kvenpersónu, sem livorki
hafði tísku-hatt, göngujakka né
eirrauða skó. Henni fannst það
dálítið einkennilegt, að liún
skyldi fyrirverða sig fyrir sjálfa
sig, en núna var hún lélega til
fara, eins og fátæk saumakona,
og dró úr henni allan kjark og
áræði. Hún var ekki hin glæsi-
lega Wanda en aðeins liin ó-
framfærna Nastania Kanovkina.
— Gerið þér svo vel, komið
þér inn! sagði aðstoðarstúlkan
sem fylgdi henni inn í stofuna.
— Tannlæknirinn kemur að
vörmu spori .... gerið svo vel
að fá yður sæti.
Wanda settist i mjúkan liæg-
indastól.
-— Hvað á ég að segja við:
hann? Æ, góði, viltu gera svo
vel að lána mér nokkrar rúhl-
ur, — það lilýt ég að geta sagt.
Þetta er gamall kunningi minn.
Bara að þessi stelpuskratti vildi
nú fara úl! Af hverju þarf hún
að standa þarna og góna?
Fimm mínútum síðar opnuð-
ust dyr og Finkel kom inn: hár
maður vexti en gyðingalegur og
dökkur á brún og brá, kinnamik-
ill og með útstæð augu. Kinnarn-
ar, augun, lcringlótt ístran, hreið
ar mjaðmirnar — allt var þetta
klunnalegt, ófagurt og viðbjóðs-
legt fannst henni. I „Café
Renaissance“ og i þýska klúbbn
um bar að jafnaði talsvert á
honum, var ör á veitingar lianda
kvenfólkinu og móðgaðist al-
drei þó að einhver leyfði sér
grátt gaman (eins og til dæmis
er Wanda hellti úr ölglasinu yfir
hausinn á honum — þá liafði
liann bara brosað góðlátlega og
ógnaði lienni með vísifingrinum)
En nú virtist hann vera úrillur
og syfjaður, svipurinn var
durgslegur og með yfirlæti eins
og á háttsettum embættismanni
og liann var að jótra á ein-
liverju.
— Hvað get ég gert fyrir yð-
ur? sagði hann án þess að lita á
Wöndu.
Wanda horfði á alvarlegt
andlitið á aðstoðarstúlkunni og
á feitan svírann á Finkel. Það
var svo að sjá sem liann þekkti
liana ekki. Hún fann að blóðið
kom fram í kinnarnar.
— Hvað er erindið? spurði
tannlæknirinn. Hreimurinn var
iivassari og óvingjarnlegri.
— Eg .... ég .... hefi tann-
pínu, stamaði Wanda.
— Hvaða tönn er það? Hvar
er hún?
Nú mundi hún eftir að hún
var með hola tönn.
— Hérna .... að neðanverðu
■— hægra megin, henti hún.
— Opnið þér þá munninn!
Nú setti Finkel upp alvar-
legri svip, liélt niðri í sér and-
anum og fór að athuga skemmdu
tönnina.
— Er það sárt, spurði liann
meðan hann var að krjála við
tönnina.
•—Ja-á .... æ .... æ ....
skelfing sárt, sagði Wanda ljúg-
andi. Bara ég gæti glöggvað i
honum minnið, liugsaði hún
með sér. Þá mundi liann áreið-
anlega þekkja mig. En . . þetta
stelpuflón! Hversvegna stcndur
hún þarna og gónir!
Nú andaði Finkel allt í einu
heint inn í munninn á henni
eins og blístra á eimreið og sagði.
— Eg vil ekki ráða yður til að
fylla þessa tönn.
Eftir að hann hafði rjálað við
tönnina og þuklaði á tannhldi
og vörum Wöndu með skitnum
tóhaksfingrunum hélt hann niðri
í sér andanum sem snöggvast
og rak svo eitthvað kalt inn í
munninn á henni .... Wöndu
kenndi ógurlega mikið til, liún
hljóðaði liátt og þreif í hand-
legginn á Finkel.
•— Þetta er ekki hættulegt . .
ekkert hættulegt, taulaði hann.
Þér skuluð ekki vera hrædd!
Það var ekkert annað að gera
við þessa tönn.
Milli blóðugra tóhaksfingr-
anna liélt hann tönninni upp að
augunum á Wöndu, en stúlkan
rétti lienni vatnsglas.
— Þér skuluð skola munninn
í köldu vatni þegar þér komið
lieim, sagði Finkel. — Þá hætt-
ir að blæða.
Hann stóð þarna andspænis
henni og svipurinn var hér um
hil eins og hann vildi sagt hafa:
—Nú ætla ég að vona að þér
snautið lieim og látið mig í
friði!
Wanda stóð upp úr stólnum.
— Verið 'þér sælir! sagði hún
og sneri sér til dyra.
— Hm . . . og hver á að borga
læknishjálpina? sagði Finkel.
— Æ, það var satt, sagði
Wanda og leit við. Hún kaf-
roðnaði og rétti Finkel rúbluna
sem „Frændi“ liafði látið hana
fá út á hringinn.
Þegar hún kom út á götuna
fann hún enn ákafar til blygð-
unarinnar en áður. En það var
ekki fátæktin sem liún skamm-
aðist sín fyrir. Nú hafði hún
alveg gleymt að hugsa um ný-
tísku hatt, eða nýjan yfirjakka.
Hún gekk fram götuna og
hrækti 'blóði og í hvert skipti
sem hún sá blóðslettuna á göt-
unni fékk hún áminningu um
sitl auma, slæma líferni ....
allar lítilsvirðingarnar, sem hún
liafði orðið að þola og sem