Fálkinn - 12.01.1951, Blaðsíða 9
FÁLKINN
9
Sitt 0f hverju iim koffilÉ
biðu hennar á morgun, alla
komandi daga, heilt ár fram,
alla ævina, þangað til dauðinn
hirti hana ....
— Ilvað þetta er liræðilegt,
hvíslaði hún að sjálfri sér. -—
Drottinn minn, hvað þetta er
ömurlegt!
En samt var liún á „Café Ren-
aissance“ kvöldið eftir og dans-
aði þar. Hún var með rauðan
hatt, afarstóran, í nýtísku jakka
og með eirrauða skó. Það var
ungur kaupamaður frá Ivasan
sem horgaði kvöldverðinn.
FTÓRBURARNIR BJÖRGUÐU.
Diana Fletcher, 38 ára gömul,
frammistöðustúlka slapp úr fangelsi,
af pvi hún sagðist eiga von á fjór-
bur.um eftir mánuð. Hún fékk dóm
i nóvember fyrir að hafa linuplað
yínsu frá veitingaliúsinu sem hún
vann á. Eftir að dómarinn hafði
kynnt sér skýrslu lækisins sleppti
hann fjórburamóðurinni til reynslu
í tvö ár.
ALSTRÍPAÐUR Á
LANDAMÆRUNUM.
Ritstjóri hollenska blaðsins
„Nieuwe Courant“ í Rotterdam, hef-
ir nýlega sagt frá óþægilegu ævin-
týri sem iiann lenti í. Hann brá sér
til Belgíu, meðaðl annars til þess
að kaupa sér ný föt, og af því að
bannað er að flytja með sér föt úr
.Belgíu fór liann i ferðina í gömlum
fötum, sem hann ætlaði að fleygja
þegar liann hafði fengið þau nýju.
Þegar lestin kom i bakaleið til landa-
mærastöðvarinnar Rosendal fór hann
inn i þarfahúsið, fór úr gömlu föt-
unum og fleygði þeim út um glugg-
ann. En honum brá illilega i brún
þegar hann opnaði fataöskjuna og
sá að í henni var — kvenkjóll. Hann
íafði fengið skakka öskju í versl-
minni. Hann náði í eftirlitsmann,
sem léði lionum ullarteppi til að
vefja utan um sig, og þannig kom
liann heim til sín aftur.
4* <9* 4*
DÝR VEISLA.
Á síðasta þingi UNO hélt Gustav
Rasmussen utanrikisráðherra, for-
maður dönsku nefndarinnar veislu
fyrir 80 kunna stjórnmálamenn, og
hefir hann fengið orð að heyra fyr-
ir þetta síðan, þvi að veislan þótti
dýr. Það var ekki fyrr en Rasmus-
sen var kominn heim og spurður í
útvarpinu hvað veislan hefði kost-
að, að almenningur fékk að vita
það. „Hún kostaði 2455.67 dollara
með öllu saman,“ segir Rasmussen,
„og ég held að þeim peningum hafi
verið vel varið. Við fengum þjóð-
lega danska súpu, fisk, steik og tertu.
Þetta er í fyrsta sinn sem Danir
hafa haft tækifæri til að bjóða í
svona veislu og mér þótti vænt um
að hafa svo marga fræga gesti. Eg
ætla að vona að enginn þeirra hlusti
á mig í útvarpinu núna, þvi að
])að er ckki venja að segja gestun-
um hvað maturinn ofan í þá liafi
kostað.“
Útlendingur hafði fcngið góða mál-
tið á vcitingahúsi i Paris. Nokkrum
dögum siðar kom hann aftur, en nú
kom hann í leigubíl. Hann borðaði
nákvæmlega sömu máltið og í fyrra
skiptið en nú var reikningurinn
20% liærri. Brytinn trúði lionum
fyrir því, að ferns konar verðlag
væri þarna: 1. fyrir fólk sem kæmi
gangandi, 2. fyrir fólk sem kæmi í
leigubíl, 3. fyrir fólk sem kæmi i
gömlum einkabil og 4. fyrir þá sem
kæmu í nýjustu bílgerð. Dyravörð-
urinn var látinn gefa þjóninum
merki um hvers konar farartæki
hvcr gestur notaði.
Það var i stjórnarbyltingunni
miklu sem kaffihúsin urðu verulega
vinsæl í París. Þá urðu brytar rík-
ismanna atvinnulausir þvi aðals-
mennirnir flýðu eða fóru i tugthús-
ið, en brytarnir urðu að leita sér
annarrar atvinnu. Þeir stofnuðu þá
kaffi- og matsöluliús og margir
græddu stórfé á því.
Fyrsta matsöluhúsið kvað hafa
verið stofnað af Boulanger í París
1765, en franskur höfundur segir að
maður að nafni Champ d’Oiseau
hafi verið á undan lionum. Það var
Boulanger sem fyrstur notaði heitið
„restaurant".
Veitingahús fyrir jurtafæðumenn
í París birtir matseðilinn sinn á
dyrunum, cn ekki aðeins réttina og
verðið, heldur er líka tiltekið hvaða
áhrif hver réttur liafi á sálina. T.
d. er skapbráðum mönnum ráðlagt
að eta gulrætur, baunir hindra
dagdrauma, og grænar baunir eru
hollar þeim sem vinna störf sem
hafa í för með sér mikla andlega
áreynslu.
í ameriska bænum St. Louis hefir
verið tekin upp aðferð til að auka
hreinlætið á veitingaliúsum. Iieil-
brigðisnefndin gefur veitingastöðun-
um hreinlætisvottorð og samkvæmt
því skiptast þeir i þrjá flokka, A.
B. C. Skylt er að hengja vottorðið
upp á áberandi stað, svo að gestirn-
if geti séð hvort hreinlætið er full-
komið (A), hvort fullnægt er lielstu
hreinlætisreglum (B) eða hvort
staðnum verður lokað ef ekki verð-
ur bætt um hreinlætið.
Veitingastaður i Iowa City fagnaði
afnámi ketskömmtunarinnar með
því að halda samkeppni i buff-áti.
Stúdent einn sigraði og fékk fyrstu
verðlaun. Itann át 10 buffstykki.
.Tapanskir veitingastaðir liafa töflu
fyrir utan dyrnar og þar cr listi með
nöfnum allra þeirra, sem eru -inni
að borða þá stundina. Forvitið fólk,
sem vill vita hvort nokkrir kunn-
ir menn eru inni, þurfa ekki annað
en líta á listann.
„Skeiðarnar eru ekki lyf, sem taka
má eftir matinn!“ stendur á veggn-
um á veitingastað einum i London.
Veitingastaðasambandið i USA minn-
ir á það mcð einni línu á matseðl-
inum, að skeiðar, hnífar og gafflar
sé ekki innifalið í matarverðinu.
Var þetta gert eftir að 144.720 skeið-
ar, 36.168 gafflar og 25.548 hnífar
höfðu horfið á þessum veitngahús-
um á einu ári. „Lindy“ i New York,
sem Damon Runyon gerði frægan,
telur sig liafa 9 þúsund dollara taj)
á hverju ári vegna brotinna glasa
og hnífa og skeiða sem stolið er.
í Wien er það algengur siður fólks
að hanga klukkutimunum saman yf-
ir einum kaffibolla. Þess vegna hefir
einn gestgjafinn tekið upp á þvi að
taka timaborgun fyrir sætið. Matur-
inn er ódýr, fólk fær að dansa ó-
keypis, en það kostar nálægt tveim-
ur krónum að sitja í klukkutíma.
Kaffihúsin voru fyrirrennarar veit
ingastaðanna í Englandi. Fólk sem
fór þangað hafði með sér mat en
keypti aðeins kaffi og einab rauð-
sneið. En um miðja 19. öld fóru
kaffihúsin að selja mat.
Þjónarnir i veitingasölum UNO i
Lake Success segja að frönsku full-
trúarnir séu ósparastir á þjórfé. Þar
næst koma Bandaríkjamenn en svo
Danir. Þjónarnir hafa ákveðin borð,
með tilliti til þess hvaða mál þeir
kunna að tala. Rússneskumælandi
þjónninn hefir minnst að gera þvi
að rússnesku fulltrúarnir borða að
jafnaði annars staðar.
Einu sinni þegar hertoginn af
Windsor (sem þá var prins af Wales)
kom á 'lroðfullan gildaskála í Paris,
notuðu þjónarnir tækifærið til að
gera skyndiverkfall. Þeir heimtuðu
30% launaviðbót. Brytinn varð i
vandræðum og bað um sjálfboða-
liða til þess að bera á borð fyrir
prinsinn. Tuttugu gáfu sig fram
undir eins og einn þeirra var —
prinsinn af Wales.
Morgun einn 1817 bað 85 ára gam-
all gestur um reikninginn, eftir að
hafa etið hádegisverð á hinum fræga
stað Café de Valois i París. Hann
fékk reikning fyrir 8590 morgun-
verðum á 2 franka og borgaði um-
svifalaust. Gesturinn, Chevalier de
Lantrer, sem hafði misst eftirlaun
sin eftir fall Napoleons hafði fengið
að borða þarna tuttugu og sex ár
án þess að borga. En nú hafði hann
fengið peninga.
Alexander Dumas, sem var mesti
sælkeri, hafði það fyrir sið þegar
hann kom á veitingastað og fékk
mat sem honum likaði vel, að fara
fram í eldhús til þess að fá upp-
skriftina af matnum lijá kokknum.
Hann var eini gesturinn á Café de
Paris, sem naut þeirra friðinda að
fá að koma i eldhúsið livenær sem
hann vildi. Sjálfur gaf hann út mat-
reiðsluhók og var miklu montnari
af henni en öllum þeim frægu sög-
um, sem hann skrifaði.
í Kansas U.S.A. varðar það við
lög ef þjónn ber stærri diskahlaða
en 8 diska, hvern ofan á öðrum.
VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM
Ritstjóri: Skúli Skúlason
Framkv.stjóri. Svavar Hjaltested
Skrifstofa:
Bankastr. 3, Reykjavik. Sirai 2210
Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6
Blaðið kemur út hvern föstudag
Allar áskriftir greiðist fyrirfram
Prentað í Herbertsprenti
Fyrir siðustu heimsstyrjöld var
vcitingastaður einn á Montmartre,
sem naut mikilla vinsælda og út-
lendingar sóttu mikið. Þar sátu
gestirnir i líkkistum og höfðu leg-
stein við bakið, og notuðu lmifa með
skeftum úr mannsbeinum. Súputar-
ínurnar voru svartar og líkar haus-
kúpum i laginu. Illjóðfæraslátturinn
var í slíl við þetta og ljósafyrir-
komulagið þannig, að skuggar liðu
i sífellu um veggi og loft og tóku
á sig kynjamyndir. Þjónarnir voru
með svartar liettur og hanska og
mæltu aldrei orð.
Maður sem rak veitingahús i Ber-
lín rétt fyrir fyrri heimsstyrjöldina,
hafðl marga listamenn sem stað-
gesti. Tók eigandin oft málverk sem
borgun fyrir greiðann. Listaverka-
sali einn ráðlagði honum að selja
þessi málverk. Gestgjafinn græddi
svo mikið á þvi, að hann lokaði
knæpunni en setti upp málverka-
verslun í staðinn.
Ýmsir veitingastaðir í Hollywood,
en þar er um að gera að auglýsa,
hafa spjöld á borðunum þar sem
þetta stendur: „Lofað .... og svo
nafnið á einhverjum frægum kvik-
myndaleikara. Sænskur veitingastað-
ur á Hollywood Boulevard lætur
enn miða með nafni Gretu Garbo
standa á einu borðinu, þó að liún
sé farin frá Hollywood fyrir mörg-
um árum.
Milli bardaganna. — Hermenn-
irnir verða að lialda byssunum
sinum hreinum, lwort heldur
þeir eru í stríði eða við æfingar.
Hér sjást tveir breskir hermenn
á Kóreuvígstöðvunum vera að
fáiga byssurnar sínar í hléi milli
bardaganna.
^ffí^