Fálkinn


Fálkinn - 12.01.1951, Blaðsíða 12

Fálkinn - 12.01.1951, Blaðsíða 12
12 FÁLKINN % I Nr. 16. Örlagaríkt hjónaband _________ Spennandi framhaldssaga. _ THE SOUTHERN COUNTIES BANK, LTD., Culhampton, Dorset. Frú J. H. C. Aysgarth, Dellfield, Upcottery. Heiðraða frú! Vér sendum yður hér með hjálagða ávísun, sem var framvísað hér til inn- lausnar í gær af herra J. H. C. Aysgarth, og biðjum yður að gjöra svo vel að athuga undirslcriftina, sem oss virðist vera frábrugðin venjulegri undirskrift yðar. Vér viljum einnig vekja athygli yðar á þeirri staðreynd, að núverandi inn- stæða á reikningi yðar er ekki nægi- lega mikil til þess að vér getum inn- leyst ávísunina. Virðingarfyllst, The Southern Counties Bank, Ltd. Ávísunin hljóðaði upp á 500 pund. Johnnie hafði gripið til fjársvika. 5. kap. Lina sá hann ekki allan þann dag. Hún gerði sér ljóst, að Johnnie myndi hafa skilist að bankinn myndi ná sam- bandi við hana, og hann liefði orðið hrædd- ur við að láta hana sjá sig. Hann hefði sennilega reynt að klófesta bréfið hjá póstinum, en ekki búist við því að bank- inn myndi senda það með sérstökum sendi- manni. Þegar hann liafði ekki orðið var við neitt bréf hlyti hann að hafa ályktað að bankinn myndi hringja hana upp. Hann hafði lagt á flótta. - Bankinn hafði sent sérstakan sendimann og það þýddi það, að bankinn vissi hvern- ig i öllu lá. Bankinn vissi að Johnnie var fjársvikari. Lina liafði gert sitt besta. Hún hafði skrifað bankanum og tjáð honum að und- irskriftin væri ófölsuð, en væri dálitið öðru vísi heldur en hennar venjulega undirskrift sö'kum þess að hún hefði meitt sig i þum- alfingrinum og þar sem innistæða hennar væri ekki nægileg, myndi hún eyðilegga ávísunina. Allan daginn endurtók hún við sjálfa sig: „Fyrir þetta skal hann fara niður í tvö hundruð pund á ári.“ Hann gæti hætt veiðiferðunum, hann væri ekki hæfur til þess að vera í hrepps- nefndinni, hún kærði sig ekkert um bílinn. Henni fannst hún raunverulega ekki kæra sig um neitt lengur. En Johnnie skyldi fá að kenna á þessu. Eyðslueyrir Johnnies slcyldi verða skorinn niður um fjögur hundruð pund á ári. Það var ákveðið mál. Hún eyddi deginum í grát og reiðiköst. Johnnie kom ekki heim aftur fyrr en eftir að hún var háttuð. Allan daginn, á meðan hún liafði liug- leitt refsingu þá, sem Johnnie skyldi hljóta, hafði hún séð endurfundi þeirra fyr- ir hugskotssjónum sínum. 1 þetta skiptið ætlaði hún ekki að láta bjóða sér neina fásinnu eða liégóma. í þetta skipti ætlaði liún að vera algerlega ósveigjanleg. Ekki reið: Það þýddi bókstaflega ekki neitt að vera reið við Johnnie: það var nákvæmlega jafn þýðingarlaust að vera reið við Johnnie, og að kasta vatni á gæs. En gæsir þarf að venja, og Johnnie þurfti lilca að venja. Og eins hvolpa. Þegar livolpar stækka og eru orðnir að stálpuðum liundum, sem gelta og glefsa, þá verður að refsa þeim. Það er þeim sjálfum fyrir bestu. Lina, er tárfelldi yfir því að Johnnie skyldi ennþá vera ótaminn, gerði sér ljóst, að einasta vonin var fólgin í strangleika hennar sjálfrar. Hún ætlaði eklci að vera grimm við hann. Hún ætlaði að reyna af öllum mætti, að vera full samúðar og skilnings. Hún ætlaði ekki að láta bera á gremju sinni. En það varð að kenna Johnnie, að ráðvendnin borgar sig einfaldlega ekki. Linu fannst það vera súrt í brotið að hún, ein allra veraldarinnar barna, skyldi þurfa að innprenta Jolmnie jafn auðskiljanlega staðreynd. Hún hafði ræður sínar yfir þangað til hún kunni þær utan bókar. Hún ákvað þau svipbrigði sem hún ætlaði að sýna honum, hún sá svip Johnnies ljóslifandi fyrir sér. Johnnie mundi ekki segja margt. Hann mundi reynast iðrunarfullur eins og fyrri daginn, og sennilega reyna að slá henni gullhamra. Hún heyrði gullhamr- ana í anda, með lians eigin orðum. En hún ætlaði ekik að gefast upp fyrir smjaðri. Vin gjarnlega, en mjög ákveðið, ætlaði hún að koma honum í skilning um það, að hon- um yrði að refsa. Og að hún ætlaði að skera eyðslueyri hans niður um fögur hundruð^ pund á ári. 1 Iiuga sér fór hún æ ofan í æ yfir það, sem hún ætlaði að segja. Þegar liún loksins heyrði Johnnie fara inn i búningsherbergið sitt, þá varð liún veik af taugaæsingi. Hún lá kyrr, með óþolandi hjartslátt, og lieyrði hann ganga fram og aftur. Hann virtist hvorki vera hikandi né flóttalegur, bara alveg eins og hann átti að sér að vera. Því næst kom hann inn í svefnherbergið, á náttfötunum. IJann brosti hrekkvíslega til hennar, al- veg laus við iðrun. „Jæja, kisumunnur? Heyrt fréttirnar ó- hugnanlegu?“ % Hún settist upp i rúminu, horfði augna- blik á liann, varirnar skulfu og titruðu, og síðan brutust tárin fram. „0, Jolinnie!“ Johnnie tók liana i faðm sér og hún hjúfraði sig að honum. Hann kyssti hana í sífellu. „Veslingurinn litli. Eg er úrhrak, er það ekki? Það er mikil ógæfa fyrir þig, kisu- munnur. En ég komst þó sannarlega í krappan dans.“ „0, Johnnie, livernig gastu fengið þetta af þér ?“ Lina vissi að liún myndi aldrei láta neitt úl úr sér fara af liinum vandvirltnislega undirbúnu ræðum sínum, aldrei skera eyðslueyri Johnnies niður um fjögur hundr- uð jiund á ári, aldrei refsa honum yfirleitt. 6. kap. Johnnie var i kröppum dansi. Lina lét hann Iiafa fjögur af þeim fimm hundruð pundum sem liann vantaði. Johnnie gaf óumbeðinn hátíðlegt loforð um að komast aldrei i krappan dans framar. VIII. KAPlTULI. Lina hafði verið ákaflega leið yfir því, að þau Johnnie áttu engin börn. Hún hafði i liaft brennandi löngun til þess að eignast barn. Nú fór hún að velta því fyrir sér, að það væri raunar lán í óláni, að þau áttu eklcert barn. Það hefði verið hræði- legt, ef börn Jolinnies hefðu orðið eins og hann. McLaidlaw hershöfðingi hafði liaft alveg rétt fyrir sér. Aysgarth-fólkið var spillt og úrkynjað. Og það var raunalegt að forlög- in skyldu liaga þvi þannig til, að úrkynj- un þess, að svo miklu leyti sem Johnnie áhrærði, skyldi ekki koma niður á hon- um líkamlega, í stað þess að gera hann úr garði með spillta sál i gjörvilegum líkama. Johnnie hafði vitanlega hægt um sig næstu viku eða hálfan mánuðinn eftir at- vikið með ávísunina. Hann var þakklátur fyrir fjögur hundruð pundin og sqrlega nærgætinn við Linu. Svo tók hann smátt og smátt (Lina fylgdist vel með hugar- farsbreytingunni) að líta á ofrausn hennar sem rétt sinn, en ekki sem gustukarverk af hennar hálfu, og Johnnie gleymdist afar fljótlega að hann hafð igert tilraun til fjársvika. Lina braut lieilann um það í skelfingu sinni, hvort hún hefði eyðilagt hann til fullnustu, þegar hún hefði getað betrumbælt hann, eða hvort veikleiki hennar og ístöðuleysi, var í raun og veru viska í dulargervi. Það var barnaskapurinn við afbrot Johnnies, sem henni virtist vera brjóstum- kennanlegur. Ef afbrot hans hefðu ekki verið svona viðvaningsleg, myndi hún liafa haft styrk- leika til þess að vera strangari við hann. 1 glöggskyggnum augum bankagjaldker-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.