Fálkinn


Fálkinn - 23.03.1951, Síða 9

Fálkinn - 23.03.1951, Síða 9
FÁLKINN 9 r Okeypis leikhúsferð Sörensen lieildsali raulaði fyrir munni sér, er hann stalck lyklinum i skrána og opnaði dyrnar að húsi sínu. Hann liengdi upp liatt sinn og staf í anddyrinu og tók upp nokkur bréf, sem sett liöfðu verið gegn um bréfarifuna. Inni í stofunni setlist hann í eftirlætisliægindastól sinn. Hann andvarpaði ánægjulega og beit endann af vindli. Hvílíkur frið- ur og ró! Hann hlakkaði til að eiga rólegt kvöld heima og ljúka við æsandi glæpasögu, sem liann var byrjaður á, og meðan liann kveikti í vindlinum, teygði hann sig eftir bókinni. Er hann hafði náð henni, iiugsaði hann sig um og lét liana liggja kyrra. r?að væri hest fyrir liann að lesa hréfin fyrst. Hið fyrsta var frá konu hans, sem var í heimsókn hjá systur sinni uppi í sveit. I því var ekki annað en þetta venjulega, að lienni liði vel og að liún óskaði honum liins sama, að viðbættri lieilli romsu af áminningum um að muna eftir að vökva blóm- in og læsa dyrunum á eftir sér. Iíær kveðja og þúsund kossar. I næsta bréfi var einhver söfnunarauglýsing, og það fór beina leið í bréfakörfuna. En hið þriðja var á einlivern hátt sérstætt. Umslagið var ílangt, ljósblátt að lit, og utanáskriftin var skrifuð með snoturri kven- mannsrithönd. Það var líka þægileg ilmvatnslykt af því. Sören heildsali skoðaði hréfið í krók og kring, áður en hann opnaði umslagið — með hníf, gagnstætt hinum bréfunum, sem liann hafði aðeins rifið upp. I Ibréfinu var einungis að- göngu'miði í leikhús og Ijóshlá, ilmandi pappírsörk, sem á stóð: „Enn þá vitið þér ekki, liver sendi þennan aðgöngumiða, ef þér takið boðinu, komist þér að raun um það í kvöld.“ Sörensen skoðaði hréfið aft- ur, en þar eð hann varð lítils vísari við það, tók liann að- göngumiðann. Hann var að nýj- um gamanleik, sem fengið Mykjufræði eftir Svanberg og Algengustu húsdýrasjúkdóma, og þú munt varla hafa hug á neinni þeirra. Já, liann var mikill sérvitr- ingur, friður sé með honum Kveðjur. hafði ágæta hlaðadóma. Þar að auki var liann á ágætum stað í liúsinu. Hann leit á úrið sitt. Það voru tvær stundir, þar til leik- urinn hæfist. Hann gat þá senni lega farið. En hver gæti hafa sent aðgöngumiðann? Enginn vafi lék á því, að það var kona. En var það einhver sem liann þekkti? Og' livers vegna hefði þessi ókunna kpna einmitt sent honum aðgöngumiða? Skyldi það vera til þess að fá tækifæri til að liitta hann? Þótt hann þekkti liana ekki hlaut liún að þekkja liann og vita, að kona hans var ekki heima. Hann kitlaði við tilhugsunina um það, að liann ætti dálítið ævintýri í vændum. Hann rélti ósjálfrátt úr sér og reyndi að gera minna úr ístrunni. Þegar á allt var litið, var hann ekki nema fimmt ugur og leit ekki heldur sem verst út þótt liann segði sjálf- ur frá. Auðvitað gat þetta allt verið spaug eitt, til þess gert að gabha hann svolítið. Hvernig var það aftur. Voru kunningjarnir ekki eitthvað að stinga saman nefj- um, þegar hann kom inn í veit- ingaliúsið til morgunverðar? Það var svo sem eftir þeim að finna upp á einhverju þess liáttar til þess að lienda gainan að honum fyrir morgundaginn. Hann ákvað að vera kyrr heinia og lesa skáldsöguna, en hann átti erfitt með að beita Imganum að lienni, og skömmu seinna kastaði liann bókinni óþolinmóðlega fra sér. Hvað var eiginlega að honum í kvöld? Hann tók aftur aðgöngumið- ann og athugaði liann gaum- gæfilega eins og liann ætlaði að læra það utan að sem á honum slóð. Nú, það var svo sem eng- in ástæða til að láta liann fara forgörðum. Hann gat vel liugs- að sér að sjá þennan gaman- leik, og hann liafði ekki annað að gera^. Ef þetta var spaug, gat liann þá alllaf skemmt sér yfir því, að liann hefði komist ókeypis í leikhúsið. Hann hafði fataskiptti og skoð aði sig vandlega í stóra spegl- inuni. Það gat verið gaman að fara í leildiúsið aftur.----- í leikhúsgöngunum leit hann forvitnislega í lcring um sig til að ganga úr skugga um, livort einhver af vinum hans væri þar ekki, en hann sá engan og sett- ist því niður og huggaði sig við það, að ekki væru það þó þeir sem væru að leika á sig. Hann gaf sig því á tal við verslunar- félaga einn, sem stóð og beið eftir konu sinni. Loks var hringt öðru sinni, og síðustu leikhúsgestirnir gengu til sæta sinna. Sörensen heildsali horfði athugulum aug- um kringum sig, ef verða mætti, að hann kæmi auga á hinn dul- arfulla bréfritara. En sætin báðum megin við hann vru auð. Nú—jæja, kvenfólkið var sjald- an svo stundvísl. Leikritið var ágætt, nærri þvi eins gott og blöðin liöfðu sagt, og þá fyrst, er tjaldið féll eftir fyrsta þátt, tók hann eftir því, að sætin tvö voru ennþá auð. Er hann hafði fengið sér hressingu í hléinu, gekk hann afur til sætis síns og varð undr- andi er han nsá að sætin voru ennþá auð. Hann var nú orðinn alveg viss um, að verið væri að leika á sig, en huggaði sig við það að það væri fremur dýrt gaman fyrir þá, er að því stóðu. Ekki hafði liann lagt neitt af mörkum til þess. Á heimleiðinni féll liann fyr- ir freistingunni og fór inn á litið veitingahús, fékk sér tvær hrauðsneiðar og hlustaði á tón- listina. Þetta hafði í rauninni verið jmdislegt kvöld, en þó gat liann ekki varist því að hugsa um hréfið, er hann gekk heimleiðis. Jæja, sennilega fengi hann aldrei neina skýringu á því, og hann ákvað að hætta að hugsa um það. En hið fyrsta, sem han kom auga á, er hann opnaði dyrnar, var bréf á gólfinu í aiiddyrinu, nákvæmlega eins og það, sem aðgöngumiðinn hafði verið í: ilangt umslag, ljósblátt, ilmandi og skrifað með kvenmannsrit- hönd. Hann tók það upp og opnaði það taugaóstyrkur. I bréfinu voru aðeins tvær línur: „Afsakið að ég skyldi þurfa að hregðast yður aftur, en rétt bráðum munuð þér vita hvers vegna.“ Engin undirskrift var lield- ur á þessu bréfi. Hann skoðaði það í krók og kring, en á því stóð ekkert annað. Hann hristi liöfuðið alveg ringlaður. Þetta var undarlegt. Hann hengdi upp yfirhöfn sína og gekk inn i stofuna. En í dyrunum nam hann staðar, orðlaus af undrun og skelfingu. Þegar hann fór að heiman, hafði allt verið í mestu röð og reglu í stofunni, en nú líktist hún einna mest ruslakompu. Óttalegri hugsun laust niður í huga lians, og hann dró út skúffuna, sem silfurmunirnir YIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM Ritstjóri: Skúli Skúlason Framkv.stjóri. Svavar Hjaltested Skrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavik. Simi 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6 Blaðið kemur ut hvern föstudag Allar áskriftir greiðist fyrirfram Prentað í Herbertsprenfi voru geymdir í. Hún var tóm, að undanskildum nokkrum plettskeiðum. Hann gekk að skrifborðinu. Allir peningarnir voru horfnir! Nú skildi hann þegar, liver ætlunin var með bréfinu og aðgöngumiðanum, — að koma honum út úr lnisinu, svo að þjófarnir gætu fengið vinnufrið. Jú, svo sannarlega hafði hann farið ókeypis í leikhúsið, — — alveg ókeypis. í stórri verksmiðju stöðvuðust allar vélar skyndilega og enginn gat komið þeim af stað. Loks var Vesturlundur liinn vélkæni kvadd- ur til. Hann bað um hamar, og er hann hafði barið hér og þar á afi- vélina nokkrar mínútur fóru allar vélar að snúast aftur. Reikningur- inn sem hann gaf var svo liljóðandi: „Fyrir að herja vél með hamri: 1 dollar. — Fyrir að vita hvar ég átti að berja: 49 dollarar. — Alls 50 dollarar.“ Framför í gervilimagerð. Ameríkumenn hafa þurft að annast marga örkumlamenn eftir stríðið og gera þá sem færasta til að stunda einhverja vinnu. Einn liðurinn í því starfi er sá, að búa til betri gervilimi en áður voru til. — Til vinstri á mgndinni sést nýr gervihand- leggur og iil hægri eldri gerð. Nýi handleggurinn og höndin eru svo næm, að maðurinn get- ur vel tekið á eggi með hon- um án þess að brjóta það.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.