Fálkinn


Fálkinn - 20.04.1951, Blaðsíða 6

Fálkinn - 20.04.1951, Blaðsíða 6
6 FÁLKINN JANET TAMAN Framhaldssaga eftir Jennifer Ames. 3 greiðslumanninum og sínu eigin er- indi. — Eg vildi gjarnan panta farmiöa til Jamaica með næstu ferð, sagði hún. — Þvi miður er engin tök á að fá miða á næstunni. En ég get að sjálfsögðu skrifað nafn yðar niður á biðlistann. Það var greinilegt að hann taldi það veika von. — Æ, hvað það var leiðinlegt. Hún varð mjög vonsvikin, en varla hefir það getað verið orsökin til þess, að lienni lá við aðsvifum. Hún varð að styðja sig upp við afgreiðslu- borðið, en allt synti fyrir augum henni. -r- Þér eruð víst ekki veikar? heyrði hún að einliver sagði við hlið hennar. Hann var mjög stór og mjög grannur. Hann var líka langleitur og grannleitur í framan. Spékoppa hafði hann i kinnum og skarð í höku. Brosfellingar voru í kringum augun, sem voru grá eins og dags- hirtan úti — en ekki döpur og líf- laus. Þau cvoru vingjarnleg og bros- andi. — Mér iíður ágætlega. Eg varð aðeins dálítið undarleg eitt augna- blik áðan. En hún hugsaði: Benny hefir rétt fyrir sér. Eg þarfnast hvíldar. Og það er gremjulegt, að ég skuli ekki geta komist með skipi. Hin vingjarnlegu augu littu hlý- lega á hana. Og lienni fannst cins og maðurinn væri sérfræð- ingur í að horfa þannig á fólk. Það var eins og þessi greindarlegu, gráu augu gætu lesið ýmislegt úr andlit- um fólks, sem það vildi ekki segja. — Yður líður alls ekki vel. Svona fljótt á litið þá virðist þér vera yfir yður komin af breytu. Hefir Iæknirinn yðar ráðlagt yður að tak- ast á hendur sjóferð? —< Já, vinur minn, — sem er læknir. •— Gott hann rétti úr sér og aft- ur undraðist hún, hve hár liann var. Þér skuluð koma inn fyrir með Afarspennandi ástarsaga, við burðarík og dularfull. Clrdráltur. Janet Taman Wood hefir fengiö til- boð um að gerast meðeigandi tísku- verslunai• Madame Ceciles i London gegn Í000 punda framlagi. Hún hefir misst báða, foreldra sína, og er elcki vel efnum búin. Húseign hafði hún erft eftir föður sinn á Jamaica og vill nú selja hana til þess að geta gerst meðeigandi i versluninni. En lögfræðingurinn sem annast húseignina„ segir það ekki svo auðvelt. Janet ætlar því sjálf að taka sér ferð á hendur titl Jamaica og selja húsið eins og vinur hennar, Benng, hefir ráðlagt henni. mér og heilsa upp á Mansfield — einn af forstjórunum. Hann er einn af húsbændum minum og getur ef til vill gert eitthvað fyrir yður. ÞEGAR hún kom aftur út frá herra Mansfield, hafði hún fengið loforð um far eftir tíu daga. Hún skimaði eftir unga manninum, en sá hann hvergi, heldur aðeins draugalegan afgreiðslumanninn. Henni þótti það mjög miður — svo að ekki sé meira sagt. — Eg vildi hafa getað þakkað honum fyrir, hugsaði hún með sér, er hún gekk aftur út í dumbunginn. — Og ég veit ekki einu sinni hvað hann heitir. 2. KAFLI. Hún skalf ennþá dálítið, þegar liún gekk upp landgöngubrúna á E/S Carribean. Þessi undarlega til- finning, sem hún hafði fengið, þeg- ar hún gekk fram á bryggjuna, hel- tók hana nú alveg, Það var ekki að- eins þokudumbungurinn, sem var óhugnanlegur, heldur einnig liljóðið í eimpípu skipsins, sem henni fannst garga: Haltu þig í burtu! Haltu þig i burtu! Hið sama las hún i svip skoðunarmannsins, þegar hann kom til að lita á farmiða hennar og skjöl. Og augnaráð brytans virtist gefa það sama til kynna, þegar liann visaði henni til klefans. Hún reyndi að hleypa i sig illsku og sagði við sjálfa sig: Þú mátt ekki láta taugaæsinginn svipta þig allri sjálfstjórn. Það er vist veðrið, sem gerir alla ómögulega eins og mig. Klefinn var lítill, en ekki þæg- indalaus. Hann var við útþiljur og með kýrauga og vaski. Svo var sal- erni rétt við klefadyrnar. Það var búið að koma farangri hennar nið- ur og á borðinu var blómvöndur með áskrifuðu korti: Eg óska þér góðrar ferðaj- og góðs árangurs. Skemmtu þér vel, en glegmdu ekki að koma aflur. Þinn Benng. Hún fann heitan straum reka burt liinn iskalda hroll, sem hafði heltekið lijarta hennar. Hún sá eft- ir að hafa ekki látið hann fylgja sér til skips. Þá hefði hún losnað alveg við þennan ótta. Þá hefðu þau hent gaman að óhreinindunum á skipinu og sagt, að það væri fyrsta flokks, þó að það þyrfti að mála það. Það var einkennilegt, að hugsa til þess, að hún yrði í næstu tiu daga innilokuð á þessu skipskrili með ellefu ókunnugum manneskjum auk áhafnarinnar. En á tíu dögum má læra heilmikið um fólk. Hún hafði oft lært margt um konur á þeim tíma, sem það tók þær að velja sér hatt. Hún komst jafnan að því hvort þær væru glaðlyndar að eðlisfari og livort þær voru vissar um, að eiginmaðurinn kynni að meta hattinn, sem þær keyptu. Hún komst líka alltaf að þvi, hvort hatturinn var til þess keyptur að endurnýja dvinaðan áhuga elskhugans eða af eigin hégómagirnd — eða þá blátt áfram til þess að reyna að dylja sjálfa sig þeirri staðreynd, að eng- inn karlmaður myndi lita oftar en einu sinni á andlitið, sem hattur- inn átti að prýða. Brytinn barði að dyrum og færði henni nokkur simskeyti súr á svip- inn. Hún leit fljótt yfir þau i leit að símskeyti frá Jamaica, sem hún átti von á. Hún hafði gert Jeberson orð um að liún mundi koma; en han nhafði ekki svarað henni enn- þá. Og þegar liún fór að hugsa út í það, þá var ekki aðeins þessu sim- skeyti ósvarað, heldur einnig síð- asta bréfi hennar. En það gat ver- ið póstferðunum að kenna. En símskeytin voru öll frá vinum i London, eitt frá Madame Cecile og annað frá félögunum i versluninni. Skömmu siðar réð Janet það af köllunum og dynkjunum i vélinni fyrir neðan, að skipið væri að leggja frá. Hún ákvað að fara upp og kveðjá landið, en þegar hún kom upp á þilfar, var þokan svo dimm, að byggingarnar á hafnarbakkanum sáust ekki. Hiin lilakkaði til þess að komast út á hafið frá þessari þoku, þvi að það var áreiðanlega þokan, sem hafði hin illu áhrif á liana. Þilfarið var ekki stórt, en það var samt nóg rúm til þess að ganga fram og aftur og láta svalt og hress- andi sjávarloftið leika um kinnarn- ar. Hún spókaði sig á þilfarinu stundarkorn en staðnæmdist að lok- um úti við borðstokkinn. Skipið valt dálitið, en þó var varla orð á því gerandi. — Ef það verður ekki verra en þetta, þá þarf ég ekkert að ótt- ast, hugsaði Janet með sjálfri sér. Það var orðið dimmt. Hún leit til himins og sá að máninn óð i hraðfara skýjum, en þokuna hafði grisjað. Hér og þar glitti í stjörn- urnar i skýjaglufunum. Hún hugs- aði með sér, hvernig þessi sami máni mundi lita út eftir tiu daga. Hún hafði lesið svo mikið um mána- skin í liitabeltislöndunum. Það var hið fullkomna umhverfi róman- tikurinnar. Örlitill, hverfull bros- kirpringur leið um varir hennar, — að hálfu leyti angurvær og að hálfu Ieyti kaldhæðinn. Mundi hún finna rómantíkina handan við hafið? — En þetta er aðeins rétt og slétt kaupsýsluferð fyrir mig, hugsaði hún með sjálfri sér. Eg hefi engan tíma afíögu til rómantískra hugleið- inga, og óska heldur ekki eftir neinu ástabralli. Já, ég fæ vist á- reiðanlcga nóg að hugsa um. Mín framtið táknast af Taman-höttum. Og svo, á sama augnabliki, eins og örlagadísin hefði allt i einu kom- ið auga á hana, sagði karlmanns- rödd: — Getið þér gert yður grein fyrir því, að eftir tíu daga verðið þér komnar á stað, þar sem sólin skín allan daginn óg máninn varpar silf- urgliti um lágnættisskeið? Hún þekkti þessa rödd. Hún hafði aðcins lieyrt liana einu sinni áður En hún vissi líka að hún hafði óm- að fyrir eyrum hennar æ síðan, og hún beið eftir þvi að lieyra hana aftur. Já, liún beið eftir að heyra röddina, að sjá hinn mjög hávaxna og granna mann með hinn yndislega aðlaðandi svip, beina nef, skarðið í hökuni og gráu augun, sem virt- ust vita svo mikið — já, ■ næstum því allt um mann — án þess að spyrja. ■— Nei mér finnst það næstum þvi ótrúlegt, svaraði hún alvarlega. Hann lagðist fram á olnbogana við hliðina á henni. Hún átti miklu auðveldara með að tala við hann, þeg ar liann beygði sig svoleiðis niður. Samt sem áður gat hún ekki annað en furðað sig á hæð hans. Sjálf var hún allhávaxin, og það var henni þægileg tilfinning að vera með manni sem gnæfði upp yfir hana. —■ En það ó nú samt eftir að ræt- ast, sagði hann með gáskafullri röddu. — Og það verður heitt. Þér munuð baða yður i sjó, sem er svo heitur, að þér getið buslað i hon- um allan daginn, svo saltur, að þér getið ekki sokkið, jafnvel þó að þér reynduð það, og svo hreinn og tær, að þér getið auðveldlega talið á yður tærnar. Þér munuð ekki gera annað en synda og liggja i sólbaði. Þér munuð áreiðanlega fó þá hress- ingu, sem læknirinn hefir ætlast til, Hann hélt að hún væri að fara til að skemmta sér og hún sá enga ástæðu til að láta annað uppi að svo stöddu. Hana langaði ekkert til að ræða um kaupsýslumál á augna- blikinu — hana, sem ekki hafði gert annað en að vinna og hugsa um vinnu sina. — Það var fallega gert af yður að kynna mig fyrir húsbónda yðar, sagði hún og bætti við: — Þegar ég kom aftur út frá honum, leitaði ég að yður til að þakka yður fyrir. — Það cr engin ástæða til að þakka mér, sagði liann, og það fór ofurlítill kipringur um varir hans. — Eg gerði mér sjálfum grciða. — Gerðuð þér sjálfum yður greiða? — Úr þvi að ég ætlaði sjálfur með skipinu, fannst mér það fyrirtaks hugmynd að velja sjálfur eitthvað af sainferðafélögunum — að minnsta kosti einn. Ef ég veldi einn, þá fannst mér óhætt að láta skeika sköpuðu með hina, þar sem ég hefði þá að minnsta kosti einn, sem ég mundi kunna við. •— Og voruð þér viss um, að þér munduð kunna við mig? spurði hún dálítið glettnislega. — Og hvernig getið þér vitað, að ég muni kunna við yður? Hann hló dálítið sjálfbyrgingslega. Seinna fannst henni hann hafa hleg- ið alltof sjálfbyrgingslega, eins og hann væri ekki aðeins grobbinn,

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.