Fálkinn


Fálkinn - 20.04.1951, Blaðsíða 9

Fálkinn - 20.04.1951, Blaðsíða 9
FÁLKINN 9 ina, og vasaklúturinn er allur blóðugur.“ Hvers vegna gat þetta ekki verið satt? Ókunnugur maður hafði beðið hana um að lofa sér að vera með frá Trevan til West Amber — það er allt og sumt. Hún minkaði hraðann niður í tuttugu mílur svo að liún gæti virt hann betur fyrir sér. Var þetta morðingjandlit? Það var ótrúlegt að hún gæti ekki séð framan í hann í glaða sólskin- inu, aðeins eitt eða tvö fet frá sér. Ekki var það hattinum að kenna; hattbarðið skýldi aðeins enninu. Og reykurinn sem sveif upp frá sígarettunni var of þunnur til þess að geta skýlt nokkru. En, samt sem áður, sá- ust þessir einbeitnislegu drættir andlitsins ekki nema í móðu. „Betra að hafa augun ekl$i af veginum, ungfrú Martin,“ muldr aði hann. „Svo að þér eruð dótt- ir Martin’s fógeta?“ „Þekkið þér hann?“ spurði hún, og svaraði þannig spurn- ingu lians með annarri spurn- ingu. „Hefi heyrt lians getið. Hann er ekki eins kaldur og af er lát- ið fyrst liann lætur morðingja sleppa svona frá sér.“ Hann hló kuldalega. „Dóttir fógetans, eh ?“ Hún stöðvaði bifreiðina með braki og brestum svo að höfuð hans hnykktist til. „Farið út!“ þrumaði hún. „Hvers vegna látið þér mig ekki vera eina?“ Hann hló lágt og rödd lians varð kuldaleg: „Svo að ég hefi ergt yður með því sem ég sagði um gamla manninn! Eg biðst afsökunar. Það getur vel verið að liann sé besti fógeti fylkisins.“ „Farið út!“ Hann andvarpaði. „Hvers vegna að vera að fara í illt, ung- frú Martin?“ Vegurinn Var auður. Jafnvel þótt hann væri bara venjulegur flækingur sem liefði meitt sig í hendinni, þá var henni ómögu legt að koma honum út úr bíln- um. Og ef bann væri það ekki Þá kom aftur að því sama. Engin úrræði. Hún varð að halda áfram. „Hyggin stúlka,“ tautaði hann og hallaði sér aftur á bak í sætify Mílu eftir mílu óku þau á- fram. Og allt í einu, í speglin- uni, sá hún mótorhjól fylkis- lögreglunnar nálgast óðfluga. Myndi það þjóta fram hjá? Hvernig átti hún að gefa lög- reglumanninum merki um að stansa án þess að maðurinn við lilið hennar tæki eftir því? Hann heyrði til mótorhjóls- ins. Hann rétti sig upp í sætinu og leit út um afturgluggann; því næst settist hann dýpra nið- ur í sæti sitt. George Alterby undirforingi var á mótorhjólinu. Hann veif- aði um leið og hann fór fram hjá bifreiðinni, og kallaði um leið: „Hæ, Nancy.“ Allt í einu dró hann úr liraðanum, vai’ð þeim samferða spottakorn, og skotraði augunum til mannsins sem sat lijá henni. „Stansið,“ kallaði hann. „Eg þarf að tala við yður.“ Hún lét bílinn halda áfram með sama liraða. Hugsanir hennar voru á reiki. Hvað myndi maðurinn gei’a ef hún lilýddi? „Haldið áfram,“ lieyrði hún að han nsagði lágt. Hún leit illilega til hans. Hægi’i liönd hans var komin upp úr vasanum. Hún var ekki í neinum umbúðum; í henni liélt maðurinn skaminbyssu föður hennar. Colt-skamm'byssunni bans pabba! Hlaupið var rétt við síðuna á henni. Þá var þetla ekki neinum efa undirorpið lengur. Og þegar liún stöðvaði bílinn úti á vegbrún- inni, hvíslaði hann: „Það er yð- ar að taka ákvöi’ðunina, vin- kona. Ef þér viljið ekki fá kúlu í gegnum yður, þá komið mér iT-am hjá.“ Hendur hennar klemmdust fast utan um stýrið meðan hún beið eftir því að Attex’by undir- foringi kæmi up að bílhliðinni. Hann gekk hægt en stórum skrefum lögreglumannsins, og hélt höndunum á byssubelti sínu. Hann heilsaði benni kunnug- lega. „Þér eruð töluvert langt frá heimili yðai’, Nancy,“ sagði hann. „Hafið þér hitt föður minn?“ „Eg mætti honum á leiðinni til West Amber, fyrir um klukkutíma. Hann svíður í kjálkanum, en það er allt og sumt.“ Hann leit fram lijá henni. „Höfum við sést áður, lierra minn?“ Maðurinn við hlið hennar var fullkomlega rólegur. Vinstri handleggur hans lá kæruleysis- lega yfir hægi’i höndinni á hon- unx, og huldi þaixnig skamm- byssuna. „Þér hafið kannske séð mig í Trevan,“ svaraði hann ósmeykur. „Eigið þér heima í Ti’evan?“ Maðurinn hnippti í Nancy svo að litið bar á. Hún sagði dauf- lega: „Þetta er Jim Dale. Hann var að bíða eftir áætlunarbil í’étt fyrir utan Ti’evan þegar ég tólc liann upp i.“ „Jim Dale?“ Attei’by tók hönd ina af byssubeltinu sínu. „Þér þekkið hann?“ „En sú spurning!“ svaraði hún. Það var auðvitað ekkert svar, en Atterby leit á það sem slikt. Hann kinkaði kolli. „Eg ætlaði mér ekki að verða yður til ó- þæginda, Nancy, en við verðum að rannsaka alla. Þessi Donald Keefe er óvættur. Hann hefir þegar myrt tvær manneskjur og hann mun lialda áfram að myrða til þess að reyna að sleppa úr dalnum. Hann er um- kringd rotta.“ Nancy gat varla komið upp orði. „Hvað gerði hann?“ „Hvað liann gerði?“ Atty skaut fram hökunni. „Kannist þér við liina laglegu Alice Strickland?“ „Eg liefi hitt liana einu sinni eða tvisvar. Hún var dansmey áður en Barton Strickland, sem er helmingi eldri en hún, giftist lienni og flutti hana til lieim- ilis síns i nágrenni West Am- ber.“ „Það er rétt,“ mæli Atterby. „Það lítur svo út sem Donald Keefe bafi duflað eitthvað við hana í New York áður en hún giftist Strickland. Honum lieppn aðist þó ekki að klófesta liana. í morgun kom hann lnngað með járnbrautarlest og lók sér leigubifreið heim til Strickland hjónanna. Það getur vel verið að hann liafi ætlað að reyna að fá frúna til þess að hlaupast á brott með sér, en hitt er eins víst að liann liafi komið í því þvi augnamiði að myrða hana. Hann hafði veiðisveðju fólgna á sér. Vinnukonan tjáði honum að frú Strickland væri að synda í heimalauginni sem hjónin höfðu látið byggja í útjaðri aldingarðsins sem er umhverfis liúsið. Keefe hitti liana þar eina, og stakk liana umsvifalaust til bana með sveðjunni. Barton Strickland og vinur þeirra hjóna, lögfræðingur að nafni Karlson, voru að tefla skák í runna einum í liinum enda garðsins. Þeir lieyrðu dauðakvein frúarinnar. Karlson liljóp þvert yfir garðinn. Keefe mætti honuni á leiðinni, og stakk hann samstundis til bana með sömu sveðjunni og liann hafi myrt frú Strickland með. Strickland fór skynsamlegar að; kannske ekki neitt hetjulega, en framkoma hans bjargaði hon- um frá því að verða þriðja fórnardýr Keefe’s. Hann liljóp undir eins að bílnum sínum sem stóð þar nálægt, og þreif skannnbyssu sem hann geymdi í vasa sem var á annarri fram- hurðinni, þeirri sem var nær ekilssætinu. Þegar liann kom aft- VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM Ritstjóri: Skúli Skúlason Framkv.stjóri. Svavar Hjaltested Skrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavik. Sími 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6 Blaðið kemur út hvern föstudag Allar áskriftir greiðist fyrirfram Prentað í Herbertspreníi ur inn í garðinn mætti liann Keefe er kom nú lilaupandi með veiðisveðjuna á lofti. Strick- land miðaði skammbyssunni á hann og fékk þannig stöðvað þrjólinn. Ilann kallaði því næst á vinnukonuna, er komin var út í garðinn vegna óhljóðanna sem hún hafði lieyrt, og skip- aði henni að síma til lögregl- unnar.“ „Voru fingraför á sveðjunni?“ spurði fárþegi Nancy kæruleys- islega. „Já alveg sérstaklega greini- leg á beinskafti sveðjunnar. Við höfum reyndar ekki enn borið þau saman við fingraför Keefes, sökum þess að lionum tókst að sleppa úr liöndum okk- ar áður en okkur vannst tími til að atliuga þau í fingrafara- safni fangelsisins. En þau munu áreiðanlega reynast þau sömu.“ „Sáuð þér Donald Keefe?“ spurði Nancy áköf. „Nei. Faðir yðar og fulltrúi hans, Charlie Larkin, komu og tóku Iveefe á braut með sér inn- an lítillar stundar. Keefe grenj- aði viðstöðulausl að liann væri saklaus, eins og allir glæpa- menn reyndar gera, en þeir liöfðu fullgildar sannanir fyr- ir sekt hans, sérstaklega eftir að þeir komust yfir þessi bréf. Þau fundust í herbergi frú Strickland og Keefe kannaðist við að bafa skrifað þau. Þetta voru eldheit bréf, þar sem liann þrábiður liana að koma til sín. Það er greinilegt að hún hefir ekkert viljað liafa með liann að gera, vegna þess að ef hún liefði ekki hafnað honum skilyrðis- laust, myndi hann ekki liafa verið jafn óþreytandi i þessum bréfaskriftum sínum til henn- ar. Sennilegt er að liann liafi ætlað sér að myrða Strickland líka, en Karlson liafi ldolið ör- lög sín af tilviljun. Nancy rcnndi augunum til mannsins er sat við hlið henn- ar. Ilinar mjóu nasir lians bif- Frli. á bls. 11.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.