Fálkinn


Fálkinn - 11.01.1952, Side 2

Fálkinn - 11.01.1952, Side 2
FÁLKINN ') CnbóriH Halldðrsdóttír dttræð Giinnþórunn Halldórsdóttir. Hinn 9. jan. átti hin vinsæla leik- kona, Gunnþórunn Halldórsdóttir áttræðisafmæli. í tilefni afmælisins efndi ÞjóðleikhúsiS til sýningar á „Gnllna hliðinu“ eftir Davíð Stefáns- son og vihli með því lieiðra hina áttræðu merkiskonu, en hún fer með hlutverk Vilborgar grasakonu í því. Gunnþórunn hefir i meira en hálfa öld verið í hópi fremstu og þekkt- ustu leikara Reykjavíkurbæjar. Hún kom fyrst fram á sviði 6. jan. 1895 i Breiðfjörðsleikhúsi og lék ])á tvö hlutverk, Sigríði frá Stuðlabergi í „Systkinin i Fremstadal“ eftir Tnd- riða Einarsson og Helgu í „Hjá höfninni“ eftir Einar Benediktsson. Þegar leikfélagið, sem stóð að leikjunum i Brciðfjörðsleikhúsinu, leystist upp, gekk Gunnþórunn, ásamt ýmsum fleiri, sem í leikfé- laginu höfðu verið, í félagsskap við leikara úr góðtemplarareglunni og stofnuðu Leikfélag Reykjavíkur ár- ið 1897. Hjá því félagi hefir Gunn- þórunn lpyst af hcndi geysimikið Gunnþórunn í hlutverki Vilborgar i „Gnllna hliðinu“. o. Gunnþórunn í hlutverki Grímu í „Jósujat“. starf, og skal ekki farið út í það hér að telja upp allan þann lilut- verkafjölda, sem hún hefir farið með. A 50 ára afmæli félagsins 1947 var hún gerð að heiðursfélaga þess ásamt Friðfinni Guðjónssyni. Voru þau hin einu, sem ennþá voru starf- andi af stofnfélögum Leikfélags Reykjavíkur. Um aldarfjórðungsskeið starfaði Gunnþórunn þó ekki hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Skal ekki farið út i það hér að rekja þá sögu, sem bak við það liggur, en þá (á árúnum 1920—’30) lék Gunnþórunn við mikinn orðstír og almennar vin- sældir í revyum Reykjavíkurannáls h.f. Yfirleitt fór mikið orð af henni í gamanleikjum og þeir eru margir, sem eiga góðar minningar um marga skemmtunina í Góðtemplarahúsinu, þar sem Gunnþórunn söng og lék ‘gamanhlutverk inn í hjörtu fólksins. GANDHI-DÝRIÍUN í INDLANDI. Sænski trúbragðasöguprófessorinn dr. Sunlder, ,sem nýlcga hefi-r verið við rannsóknir í Indlandi, segir að Gandhi-dýrkun fari þar mjög í vöxt. Við dyr fjölda mustera standa líkneski af Gandhi, og þess verður varla langt að bíða að þau verði flutt inn í musterin, segir prófes- sorinn. AMERÍSKT! Keðjubréfafáraldur með dálítið einkennilegu sniði geysar í Dallas í Bandaríkjunum um þessar mundir. Fólk fær bréf sem hljóðar svo: „Sendið sem fyrst sex vinum yðar eitt cintak hverjum af þessu bréfi, og jafnframt einar nærbuxur þeim, sem efstur stendur á nafnalistanum. Þegar nafn yðar stendur efst á lista muðuð þér fá sendar 36 nærbuxur.“ BORÐSIÐIR. Hollenskur mannfræðingur hefir reynt að gera áætlun um hvernig mannkynið matist, og kemst að ]>eirri niðurstöðu að 37% allra íbúa jarðarinnar noti fingurna eina til að koma í sig fæðunni. 20% nota prjóna (Kínverjar o. fl.) en aðeins 16% hníf, skeið og gaffal. Og 21% nota þessar þrjár aðferðir i sam- ciningu. IIAGUR EFTIRKOMENDUNUM. Yfir 108 milljón skógarplöntur voru gróðursettar i Englandi og Skotlandi á árinu sem leið, á 220 hektara svæði. Er þetta mesta gróð- ursetning siðan 1918. Breska skóg- málanefndin hefir tryggt. sér 6.700 hektara land til skógræktar siðan 1919. r HAppdrœtti Háskóím Tslonrfs Hlutum í happdrættinu hefur verið fjölgað. Nú eru ^OOOO númer — 10000 víoningnr á nri I 'v 'v 70% af söluverði happdrættismiðanna er úthlutað í vinninga. Þriðja hvert númer hlýtur vinning á árinu. Vinníngar eru skattfrjálsir (tekjuskattur og útsvar). UMBOÐSMENN í REYKJAVÍK: Arndís Þorvaldsdóttir, kaupk., Vesturgötu 10. Sími 6360. Bókaverslun Guðmundar Gamalíelssonar, Lækjargötu 6 A. Sími 3263. Bækur & ritföng, Austurstræti 1. Sími 1336. (Áöur Austurstr. 14, Carl D. Tulinius & Co.). Elís Jónsson, kaupm., Kirkjuteig 5. Sími 4790. Helgi Sívertsen, Austurstræti 10. Sími 3582. Kristján Jónsson, kaupm. (Bækur & ritföng). Laugavegi 39. Sími 2946. Maren Pétursdóttir, frú, Versl. Happó, Laugavegi 66. Sími 4010. Pálína Ármann, frú, Várðarhúsinu. Sími 3244. Verðið er óbreytt: 1/1 hlutir 20 kr., /2 hlutir 10 kr., '/ 5 kr. á mánuði . Viðskiptamenn hafa forgangsrétt að númerum sínum til 10. jan. Eftir þann tíma er heimilt að selja þá öðrum. — Sleppið ekki númerum yðar!

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.