Fálkinn


Fálkinn - 11.01.1952, Qupperneq 4

Fálkinn - 11.01.1952, Qupperneq 4
4 FÁLKINN Gallaður herstjóri Í7ÁNADISKI lögfræðingurinn og liðsforinginn Milton Shulman, sem var falið að safna heimildum til skýrslu um þátttöku Kanada i ófriðnum liefir haft aðgang að öll- um tþeim skjölum, sem bandamenn komust yfir í Þýskalandi, og hefir átt tal við fjölda marga þýska for- ingja, æðri og lægri. Meðal þeirra kunnustu af þeim eru von Rund- stedt lierhöfðingi og SS-hershöfð- inginn Sepp Dietricli. Aðrir hinir æðri herforingjar, sem Shulman átti tal við, voru sammála um, að Þjóðverjar hefðu tapað stríð- inu vegna skyssa, sem þeir sjálfir gerðu. En þegar farið er að spyrja um, hverjar þær skyssur liafi verið, þá eru þeir ekki sammála lengur. Einn telur það höfuðsynd, að Bret- ar skyldu vera látnir sleppa frá Dunkerque, annar taldi sjálfsagt að innrás hefði verið gerð í England 1940, þriðji segir að Þjóðverjar hefðu aldrei átt að ráðast á Rússland og sá fjórði að Rommcl hefði átt að fá meiri liðsstyrk svo að hann hefði komist alta leið til Suez. Það var samkvæmt álitinu á stjórn málahorfunum sem Hitler ákvað að gera ekki innrás i England sumarið 1940. Hann taldi það víst, að Bret- ar mundu vilja semja um frið. 1 skip un frá Keitel marskálki, undirrit- aðri 21. okt. 1940, segir berum orð- um að undirbúningurinn undir inn- rás í England hafi aldrei verið ann- að en hernaðar- og stjórnmálaleg ógnun. Herfræðingar Þjóðverja voru á báðum áttum, livort innrásin væri framkvæmanleg, og þótti gott, að ekki varð úr henni. Rundstedt fannst hún óliugsandi vegna þess, að Þjóðverja vantaði algerlega innrásar- skip og möguleika til að sjá innrás- arhernum fyrir vistum og hergögn- um. Og skoðun lians á málinu var studd af áætlunum upplýsingaþjón- ustunnar uin væntanlegan herafla Breta. Haustið 1939 var hann áætl- aður 39 herdeildir 116—120 þús- und manns) i Suður-Englandi, en af hinum bersöglu ummælum Churc- hill vita menn nú hvernig þessar „herdeldir“ litu út. Það er líka kunnugt að Canaris, formaður hern- aðarupplýsingadeildar Þjóðverja, reyndi að hindra innrás í Endland með því að gefa villandi upplýs- ingár. EN það voru ekki hermálaráðunaut- ar Hitlers, sem réðu skoðun hans á málinu. Hann var enn þeirrar skoð- unar, að breska heimsveldið væri eitt ag því, sem ætti að vera til á- fram eins og kaþólska kirkjan. Hann vildi láta þriðja heimsveldið, Þýska- land, styðja Bretland. í áheyrn hátt- settra herforingja sagði hann, að hann væri fús til að bjóða Bretum mjög hagkvænia friðarskilmála. Hann var meina að segja fús til að senda tíu þýskar herdeildir til Breta, til þess að hjálpa þeim, ef á þá yrði Eftir dr. Thede Palm. ráðist! Hugmyndin er táknræn og sýnir, hve Hitler var gersneyddur allri þckkingu á ensku skapferli. Shulman bendir á, að þarna sé skýr- ingin á flótta Rudolf Hess til Eng- lands. Haldi maður sér við hinar hern- aðarlegu orsakir ósigursins, þá bind- ur Shulmann þær í þremur orðum: Hitler, agi og fáviska. Þessi orð ein gefa þó enga skýringu. Agi er nauð- synlegur í hverjum her. Ameríski herinn liefir stundum verið talinn agalaus, en þvi fer fjarri. Herskóla- nemendur ýmissa landa mundu blikna, ef þeir sæju agann í amer- íska lierskólanum i West Point. En aganum verður að beita í formi, sem tekur tillit til manngildis liins und- irgefna. Þegar Patton hershöfðingi kjaftshöggaði dátann á Sikiley forð- um, vakti þetta svo mikla gremju í öllum stríðsgauraganginum að nærri lá að Patton missti embættið. Og hann dró sig í hlé um stund. Þýskir foringjar leyfðu sér að- ferðir, sem voru niðurlægjandi fyrir dátana og óskiljanlegar, þeg- ar á það er litið, að aginn á að vera til þess að auka hæfni hvers ein- staks í hernum. Þeir fóru með her- mennina eins og skepnur. í bók Giseviusar og þó enn betur i dag- bók Ulrich von Hassels (liann var um skeið sendiherra Þjóðverja fyrir ísland), sést hve mikla örðugleika glöggir lierstjórar áttu við að etja, er þeir þurftu að losa sig úr viðj- um agans. Fyrirliðar, sem neyddust til þess að taka ákvarðanir sjálfir, þegar allt var að fara i hundana i stríðslokin, reyndu alltaf að láta líta svo út sem þeir væru að fram- kvæma skipanir annarra. Foringja- reglan, sem Hitler prédikiar í „Mein Kampf“ og var notuð í flokknum og Þýskalandi, á rætur sínar í liern- um frá fornu fari. FÁVISKAN var að vissu leyti óað- skiljanleg frá hinu þýska formi fyrir heraga. í kerfi, þar sem það var regla að líta niður á undirmenn sína var það ekki samrýmanlegt að fræða þá nema það allra minnsta. Þetta var gildandi regla alla leið ofan frá toppinum sjálfum, Hitler. Þvi að Hitler hafði þá móðursjúku trú, að hann mætti engum treysta nema sjálfum sér. Þess vegna voru hátt- settir menn í hernum látnir ganga duldir þess, hvernig ástandið var í raun og veru. Samkvæmt skipun fékk enginn að vita— og var bann að að grennslast eftir — nema það sem talin var óhjákvæmileg nauðsyn til þess að* geta framkvæmt það, sem hverjum var falið í það skiptið. Jafnvel hershöfðingjar fengu aldrei að vita, hvað í vændum var, fyrr en á síðustu stundu. Student hers- liöfðingi sem réð fyrir her i fylk- ingararmi í siðustu sókn Þjóðverja i Ardennafjöllum, vissi ekkert um þessa sókn fyrr en viku eftir að hún var hafin! í söniu sókn voru fall- hlífarhermenn sendir til að taka Eupen, en ekkert vissu þeir hvað átti að gera fyrr en tveimur timum áður en þeir fóru inn i flugvélarn- ar. Margir þeirra höfðu ekki einu sinni séð uppdrátt af svæðinu, sem þeir áttu að berjast á, og er það ægi- legt, þvi að fallhlífarhermenn þurfa að nauðþekkja landið til þess að geta sameinast fljótlega eftir að þeir eru komnir niður. Kesselring marskálkur í Ítalíu var aldrei látinn vita hve mikið varalið von Rundstcrt hafði, og Rundstedt fékk engar upplýsingar um aðstöð- una á austurvígstöðvunum. Það er því ekki ótrúlegt, sem margir hers- höfðingjarni rhafa sagt; að þeir hafi orðið að sækja upplýsingar sínar í fréttatilkynnngarnar frá dr. Goeb- bels! Það hefir vcrið kunnugt, að þýska þjóðin vissi lítið.um hernaðar ástandið. En það er nýtt að frétta, að hershöfðingjarnir hafi ckki vitað um það heldur. ÞAÐ er augljóst að i lýðfrjálsu landi verður að vera trúnaður milli æðri og lægri yfirmanna og milli þeirra og óbreyttra hermanna. í Þýskalandi Hillers var þetta allt öðruvisi. Undir eins í byrjun hafði Hitler veitst erfitt að fá stjórn landvarn- ariðsins til fylgis við hugsjónir nas- ista. Á stríðsárunum varð bilið mílli hersins og SS-liðsins, sem hafði ýms forréttindi, enn meira en áður. Það er ómótmælanlegt, að SS-menn voru afbragðs hermenn. Þeir voru valdir úr* eftir likamsþroska og trúðu blint á Hitler. En þeir neituðu að hlýða skipunum herstjórnarninar, gegndu aðeins beinum skipunum frá Hiller eða Himmler. SS-liðið var her í hern Iim. Slíkur vanskapnaður innan hers- ins verður aðeins skýrður ineð því að Hitler hafði svo milda ótrú á hers- höfðingjunum. „Hugboð" Hitlers reyndust rétt, meðan þýski herinn var óþvældur og andstaðan tiltölulega veik. En þegar mótstaðan óx og þýska hervél- in fór að slitna, var það ekki hern- aðarlegt hugboð, heldur hernaðar- kunnátta, sem þurfti til að verjast óförunum. Hershöfðingjarnir á vig- stöðvunum lengu sökina á mótlæt- inu og Hitler fór meira og meira að skipta sér af tæknilegum ákvörð- unum lierstjóranna. Hcrforingjaráð- ið, sem liefði getað liindrað, að Hitler fengi völdin og sem ef til vill hefði bjargað Þýskalandi eða hlift Þjóðverjum og öðrum þjóðum við miklum hörmungum, varð marklaus stofnun. Hinn 21. janúar 1945 varð von Rundstedt að láta þá skipun ganga áfram, að allir yfirforingjar yrðu að láta Hitler vita góðuin tima fyrir- fram um sérhvert áformað undan- hald eða sókn, ef um aðrar lireyf- ingar væri að ræða en njósnarsveita. í orrustunni um Normandi var á- kveðið í Berlín, livaða vegi hver hersveit ætti að fara. Herstjórnin hiafði verið rekin úr leik. Það er að minnsta lcosti nokkur skýring á hinurn óhjákvæmilega ósigri þar. En hvernig svo sem ósigurinn at- vikaðist jiá er jiað staðreynd, sem hefir gilt fyrir framtíðina, að þýska hervélin var sigruð á vígvellinum. Pg þegar öllu er á botninn hvolft, yar þýska hervélin öll þýska þjóðin. Úr „Svensk Tidsskrift." Þehkir þð^þetta fólk! Fálkinn birtir í þessu og nokkr- um næstu blöðum, samkvæmt áskor- un fjölda lesenda skrá yfir á ann- að hundrað kvikmyndaleikara, sem frægð hafa náð um viða veröld. Nöfnin birtast í stafrófsröð og fylgja upplýsingár um afmælisdag og helstu afrek í listinni. Lola Albright, fædd 25. júli 1925 í Akron, Ohio. Útvarpssöngmær en lék i fyrstu mynd sinni, „The Pir- ate“ 1947. Hefir leikið stór hlutverk í „Eg dansa við þig,“ „Ungfrú í baðfötum“, „Svart gull“ og „Cliamp- ion“. Petro Armendariz, f. 9. maí 1912 i Mcxico City. Lærði vélfræði í U.S.A. en hætti og réð sig áð leik- luisi í Mexico. Byrjaði að leika i kvikmyndum jiar og fór svo til U.S.A. Aðalhlutverkið í Maria Candelaria", „Flóttamaðurinn", „Fort Aiiaclie" og „Svart gull“. Jean Pierre Aumont, f. 5. jan. 1911 í París, giftur Maríu Montez. Fyrsta hlutverk í „Sumar við Frauensee". Ennfremur leikið í „Svört augu“, „Fágrir dagar“, „Hotel du Nord“ og „Ilans sjómaður“. Lew Ayres, f. 28. des. 1908 í Minneapolis. Var fyrst liljóðfæra- leikari en fyrsta myndin sem liann lék Iilutverk í var Garbo-myndin „Kossinn“. Lék siðan við mikinn orðstir í „Tiðindarlaust af vesturvig- stöðvunum“, „Dr. Kildare“ og „Johnny Beelinda“. Jean-Louis Barrault, f. 8. sept. í Párís. Lék fyrst í myndinni „Fagrir dagar“ 1935, síðan „Beethoven“, „Perlur krúnunnar“, „Symphonie- fantastique", „Börn Parisar“. Phyllis Colvert, f. 18. febr. 1917 í London, gift Peter Murray Hill. Fyrsti leikur í „Silkisokkamorðing- inn“ 1939. Síðar í „Kipps“, „Grá klæddi maðurinn“, „2000 konur“, og „Ljóð drauinanna“. Ennfremur í „Undirrót alls ills“ og „William Pitt yngri‘h Peggy Cummins, f. 18. des. 1925 í Prestatyn, Wales. Ballettdansmær. Hefir leikið síðan 1942 m. a. í „Enginn er sem Gilbey", „Hættuleg- ur aldur", og „Flótti“. Eva Dahlbeck, f. 18. mars 1920 í Stokkhólmi. Lék i leikhúsum áður en hún fór í kvikmyndir. Hefir m. a. leikið i „Þeystu jiegar i nótt“, „Britta hjá stórkaupmanninum“, „Nætursamfundir" og i Ameríku- •sótt“. Rarbara Bel Geddes, f. 31. okt. 1922 í New York og heitir réttu nafni Barbara Geddes Schreuer. Lék i leik húsum 6 ár áður en hún lék í fyrstu kvikmynd sinni, „Nóttinni löngu“ 1946. Önnur hlutverk í „Við getum treyst mömmu“, „Blóð á tunglinu", „Gripinn" og „Uppþot á götunni". William Bendix, f. 14. jan. 1906 i New York. Ætlaði að verða „base- ball“-kappi en varð búðarloka. Lék á leikhúsum 1929—’40, en í fyrstu myndinni, „Kona ársins“ 1941. Lék í „Connecticut-yankee við hirð Arthur konungs“. Turhan Bcy, fæddur 30. mars 1919 í Wien. Fyrsta kvikmynd 1941, „Fóta tak i myrkri“. Kunnastur úr ævin- týramyndum. Önnur hlutverk i „Nótt í París“, „Arabiskar nætur“, „Þrír i Iyftunni“. Leikur einkum austur- landapersónur.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.