Fálkinn


Fálkinn - 13.06.1952, Síða 11

Fálkinn - 13.06.1952, Síða 11
FÁLKINN 11 (ZS& — Eg hefi alltaf haft gaman af að saga úr krossviði. ii i Sendiferðabifreið gleraugnaverslun- arinnar. — Eg held áreiðanlega að það hafi verið hérna, sem við töluðum um að hittast. — Þessi maður var svo kurteis að fylgja mér heim, Arnalía! //Cfnrðuvínn okkttv", Verjið kdlíð Jjrir bdlmaðkínum Kálflugan líkist venjulegri stofu- flugu að útliti. Hún verpir hvítum, aflöngum eggjum (sem likjast víum fiskiflugunnar) efst í moldina inn við rótarhálsinn á káljurtum og rófum. Byrjar varpið oft um miðjan júní, en talsvert fer það samt eftir tíðarfari. Úr eggjunum koma kálmaðkarnir, sem síðan naga kál og rófur til stór- skemmda, eins og kunnugt er. Mest eyðileggja þeir af blómkáli, en drepa einnig oft hvitkál og naga rófurnar alveg fram á haust. Varnir: Oft gagnar að flytja kál- reitinn, einkum ef hægt er að færa liann alllangt írá maðkasvæðunum. Lyktarmikill búfjáráburður 'hænir flug urnar að. Góð ræktun óg ör vöxtur er auðvitað til bóta. Rótarháls hvítkáls- ins trénar þegar það er orðið allstórt, svo að maðkarnir vinna þá siður á því. Lyf eru mikið notuð til varnar. Gamalreyndu lyfin sumblimat (1 gr. uppleyst i lítra af vatni) og ovicide (2,5 gr. í litra af vatni) eru notuð til þess að eyða eggjum kálflugunnar. Er vökvað með öðruhvoru þeirra kring- um káljurtirna-r, þegar egg kálflug- unnar sjást. Moldin á að blotna alveg inn að stöngli og rótum, en ekki má vökvinn koma á blöðin. 1 lítri nægir á Nú stendur yfir langmesti anna- tíminn við alla garðræktun. Öllum undirbúningi fyrir gróðursetningu þarf að vera lokið næstu daga. Reynsla undanfarinna ára hefir sannað að besti útplöntunartíminn fyrir sumar- blómin er fyrsta vika júnimánaðar. I>á eru að öllum jafnaði verstu vor- kuldarnir um garð gengnir og von á hlýrra og betra tiðarfari. Það hefir sýnt sig að það er mikil áhætta að gróðursetja sumarblóm í garða i maímánuði hér sunnanlands, eða strax um miðjan maí eins og sumir liafa gert. Iíomi kulda- og liret- viðrakast eins og oft vill verða um það leyti, kemur það mikill kyrking- ur í plönturnar þótt þær lifi það af, að þær ná sér ekki aftur og fara ekki að vaxa fyrr en um eða eftir mitt sumar, hefir þá mánuður af þeirra vaxtartima farið til einskis. Þetta er i langsamlega flestum tilfellum hægt að fyrirbyggja með því að miða gróð- ursetningartíma sumarblómjurtanna aðallega við fyrstu viku júnimánað- ar, þótt hitt kunni að lánast ef vor- ið er sérstaklega gott. Þetta atriði vil ég að allir leggi ríkt á minnið bæði seljendur og kaupendur. Að vísu geta stjúpmæður og bellisar er stað- ið hafa i opnum reitum þolað það að vera snemma gróðursettar í skjól- góða garða en allur er þó varinn góður að vera ejiki of bráður að gróð- ursetja út í kuldann. Um leið og gengið er frá beðunum fyrir gróðursetningu og allur búpen- ingsáburður hefir verið pældur nið- ur, eru allir graskantar skornir til, fram með öllum beðum og gangstíg- um, verkið er framkvæmt eftir snúru, skerinn er með beinu skafti og boga- dreginn fyrir eggina. Nauðsynlegt er 12—15 jurtir. Vökva þarf tvisvar eða þrisvar með viku millibili. Súblímat má ekki vera á málmíláti og er mjög eitrað, svo að varlega þarf að fara með það. Ovicide er tjöruolíublanda. Nýlegu lyfin D. D. T. og Gammexan dreifa með liendinni eða duftdælu, en vinna ekki á eggjunum. Þess vegna þarf að byrja á notkun þeirra áður en flugan verpir, (10. til 14. júní í meðal- árferði, cða strax þegar búið er að gróðursetja kálið í garðinn). Þessum lyfjum má dreifa þurrum meðfram kálröðunum eða hræra þau saman við vatn og vökva með þeim. Hægt er að dreifa með hendinni eða duftdælu, svo að aðeins sjáist grána. Eftir 10—14 daga þanf að dreifa á ný og helst í þriðja sinn á blómkál og rófur. Gamm- exan má aðeins nota i fyrstu umferð, því að ella geta a. m. k. rófur fengið óbragð af því. Siðan má nota DDT (Gasarol) eða eingöngu DDT. Sum lyktarmikil efni t. d. tjara og naftalín fæla flugurnar frá og er nokkur vörn að þeim, ef þau eru oft endurnýjuð. En örugg eru þau ekki. Lengst þarf að halda áfram að nota varnarlyfin við rófur, en grænkál er harðgerðara. Ingólfur Davíðsson. að kantskerinn sé vel beittur. Trú- legt er að i framtíðinni verði notað- ir vélknúnir kantskerar, eða kant- skerar sem 'hægt er að festa. við vél- knúin tæki til dæmis sláttuvél. Öll- um grasræmum sem skornar liafa verið af er sjálfsagt að safna saman í sérstakan haug og láta þær rotna, verður úr því með tímanum ágæt mold, ef haugurinn er stunginn um öðru hvoru. Eftir að búið er að kantskera með fram beðunum og búið er að stinga þau upp, er tilbúna áburðinum dreift yfir og hann rakaður niður um leið og jafnað er til i beðunum fyrir gróð- ursetningu. Uppstunga í trjá- og blómabeðum er verk sem þarf að framkvæma af mik- illi vandvirkni svo að ræturnar skadd- ist sem minnst, er þá grunnt stungið upp, rétt losað yfirborð moldarinnar, en þó það mikið að hægt sé að hylja búpeningsáburðinn sem borinn hefir verið í beðin um leið. Hirðing blómjurta yfirleitt er fyrst og fremst fólgin i því að lialda beð- unum hreinum við allt illgresi, að binda upp þær jurtir sem þess þarfn- ast og vökva i þurrkum. Visnar og afblómstraðar greinar eru klipptar burtu jafnóðum, og hjá mörgum tegundum mun sú hirða hafa i för með sér að hliðarsprotar þrosk- ast betur og jurtin heldur áfram að blómstra. Til þess að blómgunartimi liverrar jurtar geti orðið sem lengstur er enn fremur nauðsynlegt að klippa burtu alla afblómstraða knúppa þvi að fræ- myndun tefur fyrir að nýjar greinar blómstri. Munið að garðurinn ber liúsbóndanum vitni. Sigurður Sveinsson. TISKUMYNDIR í kjól og hvítt. Marenblá sumardragt frá Raphael, opinn jakki og hvítt pique vesti með háum flibba og slaufu, má einnig hneppast með einum hnapp á brjóstinu. Pilsið er eins og nú tíðk- ast mjög þröngt um hnén. Reglulega fínn taftkjóll. Treyjan nær á mjaðmir og ermarnar eru með pok- um á öxlunum. Tvöfaldur kragi og rykkingar á belti. Pilsið brúsar út af rykkingum og að aftan er slaufa. — Allar eru þær karlakærar. Doktor Ethel Duke er læknifræði- legur ráðunautur fyrir nýgift fólk, og hlýtur því að vera treystandi til að vita hvað hún segir um kvenfólk gagnvart karlmönnum. í ræðu sem hún hélt í Bedford nýlega sagði hún, „Við vitum allar, að við eigum að biða þangað til einhver kemur og bið- ur okkar — en það er skylda okkar að koma manninum til. Við verðum að sitja um karlmennina, brosa til þeirra og gefa þeim undir fótinn. Ef stúlka gerir það ekki þá sýnir það ekki annað en að liún er ekki heil- brigð.“ Mesti annatíminn

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.