Fálkinn


Fálkinn - 11.07.1952, Blaðsíða 3

Fálkinn - 11.07.1952, Blaðsíða 3
FÁLKINN 3 Samband íslenskra samvinnufélaga 50 ðra Skrifstofubygging Sambands islenslcra samvinnufélaga við Sölvhólsgötu í Reykjavík. Um þessar mundir er haldið hér á landi þing Alþjóðasambands sam- vinnumanna (International Cooper- ative Alliance), og liafa í tilefni þess komið hingað fulltrúar frá mörgum löndum. Hafa þeir rómað injög við- tökur þær, sem þeir hafa hlotið hér, og alla skipulagningu. Um leið hefir verið minnst 50 ára afmælis Samands islenskra samvinnufélaga og 70 ára afmælis Kaupfélags Þingeyinga, elsta kaupfélag landsins. Vagga samvinnuhreyfingarinnar er talin hafa staðið í Englandi, og er Ro- bert Owen, hinn kunni, breski hug- sjónamaður, oft talinn faðir sam- vinnustefnunnar. Fyrsta samvinnu- félagið var stofnað af nokkrum vef- urum í bænum Rochdate árið 1844. Fyrsta kaupfélagið hér á landi var stofnað árið 1882, og var það Kaupfé- lag Þingeyinga á Húsavik. Áður en það félag var stofnað, voru til ýmis félagssamtök á sviði verslunar og annars atvinnureksturs, sem hafa ver- ið taiin nokkurs konar fyrirrennarar samvinnufélaganna, en fæst þeirra urðu langlíf. Elst þessara inn’lendu verslunarsamtaka var verslunarfélag Háls- og Ljósavatnshrepps, en það var stofnað aðeins mánuði síðar en fél'ag vefaranna í Rochdale. Félög þessi voru stofnuð vegna andstöðu við selstöðuverslunina dönsku, og upp frá því vex þáttur innlendra að- ila i versluninni. í byrjun 20. aldarinnar var uvn liálfur annar tugur kaupfélaga starf- andi hér á landi. Nú'eru þau 55 með rúnilega 31.000 félagsmönnum. Um 98.000 manns eru taldir i fjölskyld- um samvinnumanna. Árið 1902 stofnuðu 3 kaupfélög í Þingeyjarsýslu til sambands með sér. Er aldur Sambands íslenskra sam- vinnufélaga við það myðaður, þó að sambandinu hafi í öndverðu verið gefið nafnið Sambandskaupfélag Þingeyinga. 1907 var þvi breytt i Sambandskaupfélag íslands og 1910 i núverandi nafn. Stofnfundurinn 1902 yar haldinn að Ystafelli í Köldu- UllarverksmiÖjan Gefjun á Akureyri, stœrsta iönaöarfyrirtæki Sambands íslenskra samvinnufélaga. Aö neöan: Iiúsavík, þar sem fyrsta lcaupfélagiö liér á landi var stofnaö áriö 1882. Stórhýsi Kaupfélags Þingeyinga sést til vinstri á myndinni. — Til hægri: Framkvœmdastjórn S.l.S. ftaliö frá vinstrij: Helgi Þorsteinsson, Villijálmur Þór (formaöur) og Helgi Pétursson. kinn. Fundarstjóri var Steingrímur Jónsson, og er hann nú einn á lífi af stofnendunum. Hefir hann verið heiðraður sérstaklega í tilefni 50 ára afmælis Sambandsins. Framkvæmda- sljóri var ráðinn Pétur Jónsson frá Gautlöndum. Á þeim 50 árum, sem S.I.S. hefir starfað, hafa margir merkir menn komið við sögu, og er eigi gjörlegt að telja þá alla upp hér. Árið 1917 fékk sambandið aðalbækistöðvar í Reykjavik. Hefir þvi vaxið mjög fisk- ur um hrygg síðan. Forstjórar á þessu timabili hafa verið þeir bræðurnir Hallgrímur og Sigurður Kristinssyn- ir (1915—1923 og 1923—1940) og Vil- hjálmiír Þór (siðan 1940). Samvinnuhreyfingin hefir náð til ýmissa greina atvinnulífsins, þó að dýpst spor hafi liún vafalaust mark- að i verslunarlífinu. Iðnaður, útgerð og siglingar, byggingastarfsemi, trygg- ingar, lánastarfsemi og ýmiss konar félagsmál og fleira befir verið tekið upp á arma samvinnustefnunnar. í dag eru helstu deildir S.f.S. þessar: Útflutningsdeild, Innflutningsdeild, Véladeild, Iðnaðardeild og Skipa- deild. Auk þess eru ýmsar smærri deildir og stofnanir, sem reknar eru á vegum Sambandsins, t. d. Samvinnu- skólinn og Bréfaskólinn, Norðri, Samvinnan o. fl. Velta S.Í.S. árið 1951 var 390 mill- jónir króna eða 12460 kr. á félags- mann og 2048 kr. á hvern íbúa lands- ins. Spegilslaust í kvennabaðinu. Yfirvöldin i Tubingen hafa lengi hrotið heilann um hvernig þau eigi að afgreiða fleiri í kvennadeild bað- liússins i bænum. Þar komust færri að en vildu, vegna þess að kvenfólk- ið var svo lengi að dóta sig. Loks datt einum sniðugum bæjarfulltrúa í hug, að reyna að taka alla stóru spegl- ana úr fataklefa baðliússins. Þetta hreif. Nú er kvenfólkið ekki nema 5—0 minútur að klæða sig, en var áður 15—20 mínútur.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.