Fálkinn - 11.07.1952, Page 5
FÁLKINN
5
Fagurt land.
Kringum borgirnar og iðju-
verin er landslag sem hefir
óvenjulega mikla og fjölbreytta
fegurð að bjóða, og loftslag sem
vart á sinn líka i heiminum.
Loftslagið er milt, sól og regn
skiptast á, ofsahitar eða mikil
frost koma nær aldrei. Landslag-
ið er síbreytilegt, langir dalir með
ávaxtagörðum og tóbaksekrum,
hæðir og ásar, með beit fyrir fén-
aðinn, víðlendir akrar, ár og fljót,
stöðuvötn, skógar, firðir, hverir
og laugar og há fjöll. Og fyrir
veiðimenn er gott að vera í Nýja
Sjálandi, hvort heldur það er byss-
an eða stöngin, sem hann hefir
handa á milli.
Fjallgarður mikill gengur eftir
endilangri suður- og norðureyj-
unni og skiptir undirlendinu í
tvennt. Þessi fjallgarður dregur
til sín meirihlutann af úrkomunni
austanfjalls og þar eru stærstu
sauðbú og mest kornyrkjan. En
vestan fjalla er landið frjórra. Þar
eru feikna skógaflæmi og þar er
kúabúskapurinn mestur og „drýp-
ur smjör af hverju strái.“
Nýja Sjáland er aðallega tvær
eyjar, Norðurey og Suðurey, en
auk þeirra teljast til landsins tveir
byggðir eyjakiassar, Stewarteyjar
og Chathameyjar og fjögur ó-
byggð eyjahverfi. Norðurey er
ofurlítið stærri en Island en Suður
ey á stærð við hálft annað Island.
Alls eru eyjarnar 268,600 ferkm.
Hæsta fjall á Suðurey er Mount
Cook, 3764 m. en á Norðurey
Ruapehu, 2706 metrar. Það fjall
er á gossvæði og leggur heitar
gufur upp af fjallinu að staðaldri
og skammt frá eru tvö önnur
fræg eldf jöll, Ngauruhoe og Tong-
eriro. Fjöldi er þarna af goshver-
um og heit stöðuvötn i gígum gam
alla eldfjalla.
Kol hafa landsbúar næg til eig-
in þarfa en eigi til útflutnings.
Gullgröftur lagðst niður, en ýmsir
aðrir málmar eru unnir úr jörðu,
og á Nýja Sjálandi er stærsta gull-
hreinsunarstöð í heimi, er hreins-
ar aðflutt gull. Olía er lítil í jörðu.
En Ný-Sjálendingar hafa næga
orku þar sem fossarnir eru. Eru
þeir komnir mjög vel áleiðis með
vatnsvirkjanir og rafmagnið er
aðallega notað sem rekstursafl
alls iðnaðar. Þar er mjólkað
með rafmagnsmjaltavélum. Og raf
magnið er ódýrt, því að virkjun-
arkostnaður er lágur, og stafar
það einkum af þvi að litlu þarf
að kosta til vatnsmiðlunar þvi að
úrkoman er svo jöfn allt árið.
Þó að yfirgnæfandi hluti þjóð-
arinar sé af breskum uppruna
hefir fjarlægðin frá heimaland-
inu og umhverfið skapað þjóðinni
talsvert annað svipmót en er á
Bretum, og síst lakara. Ný-Sjálend
ingar þykja einhverjir allra mynd-
Flautusláttur
fíflsins
Eftir W. Hope Hodgson.
FJÓIIÐA SAGA CARNACKIS.
væri blásið beint framan í mig, —
og aftur flýðum við eins og bala-
klipptir hundar. Eg veit ekki, hvernig
á að skýra þetta. En mér fannst ein-
hvern veginn á mér, að við, værum
báðir i dauðahættu. Og síðan iiöfum
við ckki sleppt skammbyssunum úr
höndum okkar, ef svo mætti segja.
Daginn eftir rannsökuðum við höllina
hátt og lágt, og þó einkum þetta
draugaherbergi. En við skildum ekki
einu sinni útihúsin eftir og um trjá-
garðinn fórum við, þveran og endi-
langan. En allt var þetta árangurs-
laust.“
„Hafið þér gert nokkrar atliuganir
síðan?“ spurði ég.
„Já, við höfum haft varðhunda liér
við höllina á iiverri nóttu, og enn-
arlegustu menn í heimi. Landið
er í enska samveldinu en hefir
fullkomna sjálfsstjórn, líka í utan-
ríkismálum. Á þinginu sitja 80
menn og flokkarnir eru aðeins
tveir, borgara- eða þjóðernisflokk-
urinn, er hefir 47 þingsæti og
verkamannaflokkurinn með 33
þingsæti. Borgaraflokkurinn hef-
ir verið í meirihluta síðan 1949.
Bretar hafa fengið marga stór-
merka menn frá Nýja Sálandi,
svo sem efnafræðinginn Ruther-
ford, skáldkonuna Katherine
Mansfield, flugkonuna Jean Batt-
en, málarann Frances Hodkins og
hina frægu skurðlækna sir Har-
old Gillies, sem ferðaðist hér um
landið fyrir nokkrum árum, og
sir Archibald Mclndoe.
Þjóðsögur Maoria sega, að þeir
séu ekki frumbyggjar landsins,
heldur hafi þeir flutst þangað á
14. öld og hafi þá búið þar þjóð,
sem hét Marioríar, og nú er
hvergi til nema á Chathameyjum.
En Maoríar telja sig afkomendur
fólks, sem fluttist til Nýja Sjá-
lands á sex eintrjáningsbátum á
14. öld. Um það leyti sem hvítir
menn fóru að byggja landið munu
Maoríar hafa verið um 250.000,
en um 1840 eru þeir taldir rúm
100.000. Árið 1874 hafði þeim
fækkað niður í 45.500. Þá höfðu
þeir átt i blóðugum erjum við
Englendinga um hríð, en þó olli
það ekki fyrst og fremst fækkun-
inni heldur drápu mislingar miklu
fleira fólk en blóðsúthellingarnar
gerðu. En á þessari öld hefir Mao-
ríum ekki fækkað heldur fjölgað
lítið eitt. Þeir eiga fjóra fulltrúa
á þingi og þykja Maoríar afar
slyngir stjórnmálamenn. Ýmsir
þeirra ganga menntaveginn og
hafa einkum orðið lögfræðingar
og læknar.
ACiPW'ÍLH
NVJ AaAÍf
AjnYAnní
I X A/.
ZOFC R’
&&3RAY
fremur höfum við gert ítrekaðar rann-
sóknir í herbergiíiu, — liamrað veggi
þess og loft, og yfirleitt athugað það
svo gaumgæfilega, sem við liöfum vit
á. en allt hefir rcynst árangurslaust.
Og nú er þetta farið að verka á tauga-
kerfi okkar og þess vegna gerðum við
yður orð.“
Miðdegisverðinum var nú lokið, og
þegar við vorum að standa upp frá
borðum, tók Tassoc viðbragð og livísl-
aði: „Hlustið nú á! Nú er þetta að
byrja, og svei mér þá, ef orðið e.r al-
dimnit ennþá. Takið þið kertin, piltar,
og við skulum koma fram og líta á
það.“
Við tókum liver sinn kertisstjaka og
stóðum um stund kyrrir í ganginum
og hlustuðum. Þá heyrði ég þetta hijóð
í fyrsta skipti, skerandi, tryllingslegt
og villimennskulegt „flautuspil,“ með
undirniði sársauka og kvala, en þó
gagnsýrt háði og illsku. Tassoc gekk
á undan okkur í gegnum nokkrar
stofur og inn i myndasalinn. Þar lauk
hann upp þungri, járnsleginni eikar-
lnirð. Komum við þá inn i langan gang,
með hvolfþaki og stcingólfi. Og það
var eins og að endanna á milli og frá
þaki til lofts bergmálaði þessi salur af
liinni óhugnanlegu miisík, eða hvað
ég nú á að kalla það. Við hlupum inn
eftir ganginum og Tassoc sneri lykli i
skráargatinu á hurðinni að drauga-
herberginu og reif hana upp. Já, —
og nú veit ég ekki hvernig ég á að
lýsa tilfinningum mínum. Það var kol-
dimmt þarna inni, en það var eins og
herbergið væri kvikt af einliverju.
Það var eins og það væri þrungið ein-
hverju ólmu og iðandi óféti, sem leit-
aði út til okkar, og hreyfðist í hljóð-
falli við þetta djöfullega, skerandi
flautuspil, og — það var einhver lif-
andi vera, sem flautaði. Mér fannst ég
heyra það strax, að einhver persónu-
leiki væri á bak við þennan flautuleik,
og jafnframt ]>að, að-þessi „persóna“
hafði gætur á okkur. Og mér fannst
ég líka lieyra eða skynja strax, mein-
inguna í því, sem leikið var. Það var
eitthvað á þessa leið: „Ertu loksins
kominn! Eg er búin að biða iengi!
Og nú ertu mín!“
Stundum fannst mér þessi persóna
vera fast við okkur, rétt innan við
þröskuldinn, og vera að virða okkur
fyrir sér. Ilitt kastið færði hún sig
fjær og varð hljóðið þá mildara og
mýkra.
Eg tók i mig kjark og steig eitt skref
inn fyrir þröskuldinn og hinir komu á
eftir mér og héldu ljósunum yfir höfð-
um sér, eins og ég. Við iituðumst um
í herberginu og dró nú enn meira úr
hljóðinu. En svo fannst mér, scm ein-
hver undirrödd með sjálfum mér,
hvísla: „Farðu! Farðu! Farðu, ef þú
vilt ekki eiga á hættu eilífa glötun.“
Eg hlýddi, — eins og ég er alltaf
vanur að hlýða slíkum aðvörunum.
Stundum eru það aðeins taugarnar,
sem eru úr lagi gengnar. En eins og
þið vitið, þá kemur það stundum fyr-
ir, að það er eins og annarleg öfl gripi
inn i tilveru vora, og aldrei liefi ég
þurft að iðrast þess, að lilýða þessum
röddum. Eg sneri við, ýtti hinum
miinnunum fram á ganginn og kallaði:
„Við skulum flýta okkur héðan i herr-
ans nafni!“
Um leið og við vorum aftur komnir
fram á ganginh, óx hljóðið að styrk-
leika og varð að ægilegum hvin, sem
endaði með dýrslegum hávaða, ekki
ósvipuðum ])vi, þegar óargadýr grenj-
ar, sem misst hefir af bráð sinni. Síð-
an varð alger þögn. Eg skellti hurðinni
að stöfum, aflæsti henni og sneri mér
að hinum mönnunum. Þeir voru báðir
náfölir af skelfingu.
,.Við skulum liafa okkur héðan sem
fyrst, og fá okkur viský,“ sagði Tassoc
og reyndi árangurslaust að stilia sjáll-
an sig. Við genguin niður og fengum
okkur vænan sjúss.
„Þetta er dálaglegt húsdýr," sagði
Tassoc, „eða liitt þó heldur. Hvernig
datt yður í liug, að henda okkur ut,
svona alveg á réttu augnabliki?"
„Eg hlýddi innri rödd minni,“ svar-
aði ég lireinskilnislega, „og yður er
velkomið að kalla það hlægilega hjá-
trú. Að sjálfsögðu er það mögulegt, að
það séu meðbiðlar yðar, sem standa
fyrir þessu óféti. En með sjálfum mér
er ég þá sannfærður um, að eitthvað
er annað hér á bak við, eitthvað ó-
rkiljanlegt og ógurlegt."
Eg sagði þeim nú frá ýmsu því, sem
fyrir mig hefir borið, og var auðséð,
að þeini fannst mikið til um sumt af
því. Síðan stakk Tassoc upp á því, að
við skemmtum okkur um stund með
billiard-leik. Við gerðum það að vísu,
en vorum þó víst allir að hlusta eftir
því á meðan, hvort ekki lieyrðist flautu
leikurinn. En nú heyrðist ekkert fram-
ar þetta kvöld. Þcgar við buðum liver
öðrum góða nótt, bundum við það
fastmælum, að rannsaka herbergið enn
rækilega daginn eftir.
Herbergið mitt var næst mynda-
salnum, og þegar ég kom inn til min,
fór ég strax að taka upp úr tösku
minni hin ýmsu áhöld og verkfæri,
sem ég hafði með mér liaft, því að ég
ælaði þá strax um nóttina að gera
nokkrar undirbúningsathuganir. Þar
eð allt var orðið hljótt í höllinni, lædd-
ist ég út, opnaði hina þungu eikar-
hurð og fór fram í steinlagða ganginn.
Eg iæddist liljóðlega að draugaher-
berginu, mcð vasaljós og skammbyssu
á reiðum liöndum.
Dyrnar opnaði ég varlega og lýsti
ínn i herbergið með vasaljósinu og
gekk síðan inn, en varð, einhvern
veginn ónotaiega við strax, þvi að mér
fannst kyrrðin, sem þar ríkti, vera svo
annarleg og ógnandi. Herbergið var
algerlega autt og i þvi engin húsgögn
af ncinu tagi. En ég fann, að öHum
hreyfingum mínum voru gefnar gætur.
Eg þóttist kannast við þessa cinkenni-
iegu, lifandi þögn frá öðrum stað og
og fann að hún boðaði eitthvað illt.
Eg var viss um, að mér var veitt at-
hygli, og ég var líka viss um það, að
ég var á valdi þess, sem það gerði. Eg
stóð andartak kyrr, án þess að hafast
nokkuð að og ég fann, hvernig myrkr-
ið og kyrrðin þéttist utan um mig og
hinir sýnilegu vökvar voru að sam-
lagast og taka á sig gervingar. Senni-
lega var ég þarna að komast í færi
við hið ægilegasta fyrirbrigði hins ó-
sýnilega heims. Saiitii-líkamsgerving-
una.
Eg tók nú til starfs og var svo liand-
fljótur, sem mér var unnt. Fyrst
strengdi ég granna spotta úr manns-
hári þvert fyrir gluggana tvo og festi
þá með innsigli við umgerðirnar. Sið-
an gekk ég að arninum. Hann var
Framhald á bls. 14.