Fálkinn - 11.07.1952, Side 11
F ÁLKINN
11
Hér sést frönsk lögregla fyrir utan aðalstöðvar kommúnista í París, eftir
að hún hefir gert húsrannsókn þar og hirt fjöldann allan af skjölum. Hefir
lögreglan gert húsrannsókn víða og segist hafa sannanir í höndunum
fyrir því að þeir hafi ætlað að gera uppreisn, og að þeir hafi njósnað fyrir
Itússa og látið þeim í té ýmiss konar mikilsverðar hernaðarupplýsingar.
Síðan Adenauer kanslari undirritaði sáttasamningana við Vesturveldin,
hefir verið ókyrrt í ríki hans. Það eru ekki aðeins kommúnistar, sem Ad-
enauer á í höggi við, heldur aðallega jafnaðarmenn undir forustu Kurt Schu-
machers, sem er svarinn andstæðingur allra samninga við Vesturveldin,
og í þriðja lagi eru það hálfir og heilir hazisiar, sem ekki vilja sætlast við
hina fornu andstæðinga sína og hafa ekki gleymt óförunum í stríðinu. Hér
sést hluti af kröfugöngufylkingu í Miinchen. — Hjálmurinn með dollara-
merkinu og „US-Adenauer“ skýrir sig sjálft.
Nauðsynlegur snjómokstur.
GRSUSE-fó
23.
UÓS og SKUGGAR
Framhaldssaga eftir Adelaide Rowlands.
„Kæri herra Panister,“ svaraði
greifaynjan blátt áfram og eðlilega,
eins og henni var lagið. „Eg hefi vafa-
laust gert niargt rangt um ævina, svo
að ég verðskuhla ýrnsar ádrepur, en
í ]æssu máli gerið þér niér rangt til.
Eg hefi reynt að sýna Elísabetu vin-
arhót, en hún hefir tekið þvi kulda-
lega. Hún sló ösku af vindliiignum og
horfði beint í augu Michaels. „Eg
]>ekkti föður hennar mjög vel. Og ég
hélt, að ég- mundi finna einhvern af
hinum góðu eiginleikum hans hjá
henni. Eg vil ógjarna særa yður, Mich-
ael en ég verð að játa, að Elísabet
hefir valdið mér vonbrigðum.“
Þegar hann spratt á fætur og ýtti
stólnum allharkalega aftur á bak, bætti
hún við: „Eg sé, að ég hefi sært yður.
Mér þykir það mjög leitt.“
Michael fleygði vindlingnum frá sér
og svaraði með reiðiblandinni röddu:
„Fyrirgefið, greifafrú Ninetti, en þér
megið ekki tala svona við mig um
Elísabetu. Gleymið því ekki, að ég
elska liana — lnin hefir lofað að gift-
ast mér.“
Greifafrúin bældi niður andvarp.
„Eg veit það allt saman,“ sagði hún.
, En það ætla ég að segja yður, þó að
það kunni að kosta reiði yðar, að
Elísabet rífur það heit ekki síður en
lnin rífur blaðsnepil, ef henni henlar.
Á þann veg dæmi ég skapgerð hennar.“
IUóðið rann fram í kinnar Michaels
og hann sneri sér reiðilega að henni:
„Hvers vegna ættuð þér yfirleitt að
dæma Elisabetu?“ spurði hann lculda-
lega. Þér þekkið liana aðeins litils
háttar. Þér hafið nýlega komist inn i
líf hennar og hafið ef til vill haft
andúð á henni vegna persónulegra á-
stæðna. Eg veit, að henni hefir fund-
ist, að svo mundi vera, allt frá þvi, að
þér komuð i þetta hús.“
Greifafrúin sneri sér góðlátlegd að
Micliael, sem henni þótti mjög vænt
um og sagði alvarlega:
„Eg ætla að segja yður nokkuð, sem
mun koina yður á óvænt. Eg ætla að
segja yður sannleikann. Eg hefi enga
persónulega andúð á Elisabetu. Eg
vildi nieira að segja gera henni allt
það gott, sem ég gæti, af því — —
af þvi að ég er móðir hennar."
Þetta kvöld fór Michael Panister,
gegn venju sinni, á nýtísku nætur-
klúbb. Fyrst borðaði liann kvöldverð
á óbreyttu veitingahúsi. KI. 10 fór
hann svo áleiðis í klúbbinn, sem hann
var meðlimur i.
Elisabet dansaði þar við laglegan,
ungan mann, sem minnti á Spánverja.
Hún hafði greinilega borðað kvöld-
verð við borð, þar sem Gerald Briggs
sat. Hann sat þar og svolgraði kampa-
vin og hló einfeldnislega öðru hverju.
Gestir hans voru sýnilega af mislitu
sauðahúsi eins og venjulega.
Þcgar Gerald kailaði á hann, settist
hann og lét fara vel um sig, eftir því
sem föng voru á. Flestir voru nú farn-
ir að dansa, en Michael reyndi að
hefja samræður við Gerald Briggs til
málamynda. Raunverulega var hugur
hans bundinn við Elísabetu og Benito
Querita. Það var fallegt par. Hann
dansaði eins og Suðurlandabúar einir
geta.
Michael Panister fannst hann nú
sjá alveg nýja Elísabetu. Hún var
ennþá fegurri en hún var vön að vera.
Hún var svo lífleg og ljómandi. Micha-
el fannst hún vera yngri og glaðlegri
en nokkru sinni fyrr. Hún hló og
skrafaði, meðan hún dansaði, og
Querita virtist vera mjög hrifinn af
henni.
„Þau eiga vel saman, er það ekki?
En Ben skal nú ekki ræna Elisabetu
frá mér allt kvöldið — það skal ég
gera honum skiljanlegt. Hann verður
lika að dansa við aðrar og láta Elísa-
betu mér eftir.“
Rödd Geralds Briggs var gróf og
ruddafengin. Michael varð reiður og
afbrýðisanmr. Hann veitti því athygli,
að allir þeir, sem ekki dönsuðu, horfðu
á Elísabetu og herrann, sem hún
dansaði við. Hann fann í senn til
sársauka og hjálparleysis, en lang-
aði jafnframt til þess að ganga fram
fyrir alLa og taka stúlkuna undir sína
vernd.
Einn þeirra, sem sat við næsta borð,
fór háðulegum orðum um-EIísabetu
og dansherra hennar.
„Hún er vel vaxin, jiað verða menn
að játa, en hún er eins og slikt kven-
fólk er jafnan — skeytingarlaus um
allt nema að krækja sér í karlmann!
Strákurinn kann svo sem lika að
dansa! En ég þori að veðja, að það
er ekki heilbrigð skynsemi til í koll-
inum á honum!“.
Orð þessi voru sögð við feitan, mið-
aldra mann, sem reykti stóran vindil.
„Það er ótrúlegt, en satt, að fal-
legasta kvenfólkið lendir alltaf í
klónum á slíkum piltum og verður
óhamingjusamt.
„Eg held, að það sé engin hætla
á því, að þessi verði óhamingjusöm,“
sagði liinn maðurinn og hló. „Hún
þekkir ekki næmar tilfinningar. Höfuð
ið er hart sem tinna og hjartað kalt
sem is. Ungfrú Charlbury cr stúlka
fyrir sinn hatt.“
„Ætli yður skjátlist ekki þar. Gætið
þér að andlitssvipnum, jiegar hún fer
liérna framhjá aftur.“
Michael svall reiðin i brjósti, er
hann þurfti að hlusta á þessa palla-
dóma um Elísabetu. Hann varð að
koma henni á burt þaðan. Hann vor-
kenndi Elísabetu að vissu leyti, því
að greifaynjan — móðir hennar —
hafði sagt honum frá fortíð sinni og
Elísabetar. Hún hafði ekki reynt að
bera blak af sjálfri sér. Nei, hún hafði
viljað skella skuldinni af brestum
EHsabetar á sig, þar sem hún hefði
vanrækt skyldur móðurinnar við upp-
eldi hennar.
Þegar lagið var búið og Elisabet
og dansherra liennar komu aftur að
borðinu, var Gerald Briggs i slæmu
skapi.
„Heyrðu, Ben, þú ættir að ráða þig
sem dansara við klúbbinn. Það gæti
orðið eins arðvænlegt fyrir þig og
að leika í kvikmyndum."