Fálkinn


Fálkinn - 09.01.1953, Síða 6

Fálkinn - 09.01.1953, Síða 6
6 FÁLKINN BRESKAR ATÓMSPRENGJUTILRAUNIR. Mynd þ essi er tekin um borð í HMS Campania af aðmírál Arthur David Torlesse (t. h.), sem stjórnar atómsprengjutilraununum við Monte Bello eyjaiaar við norðurströnd Ástral- íu, og Coles skipstjóri á HMS Campania, sem var flaggskip tilraunanna. Vísindalega umsjón með tilraununum hafði dr. W. G. Penney frá breska birgðamálaráðuneytinu. — FRAMHALDSSAGAN: FJÓRAR En hún gekk ekki í gildruna þó að liann seg'ði þetta svona blátt áfram. Hún skildi að það var einmitt þetta, sem hann vildi tala um. — Eg hélt að þér vissuð ekki um síms'keytið, sagði hún. Ethne hafði beðið hana að minnast aldrei á það, daginn sem hann kom til Englands. — Jú, víst vissi ég um það, sagði hann og gekk út á svalirnar. Frú Adair hugsaði ekki frekar um símskeytið. Hún hugsaði meira um liitt, að Etline hafði verið í iystihús- húsinu án þess að svara Durrance þegar hann kallaði. Gat það verið Feversham? Hún varð að fá svar við þessu og flýtti sér út í garðinn. Hún kom niður í fjöruna i sömu svifum og Willougliby var að leysa bátinn. — Eg sá ykkur úr stofuglugg- anum, sagði hún. — Gerðirðu það? sagði Ethne. En frú Adair fór ekki og nú varð leiðin- ieg þögn. Loks varð Ethne að láta undan. — Eg hefi verið að tala við Will- oughb|y liöfuðsmann sagði liún og sneri sér að honum. — Þér liafið víst ekki hitt frú Adair áður? — Nei, svaraði liann og heilsaði. — En ég kannast við nafnið. Og ég þekki ýmsa vini yðar, frú Adair — til dæmis Durrance, vitanlega .... Ethne leit til hans og hann þagn- aði. Frú Adair var ekki í vafa um að Willoughby liafði ætlað að segja eit-t- hvað meira, þegar Ethne þaggaði niður i honum. — Þér eruð kannske i herdeikl Durrance ofursta? spurði hún. — Nei, ég er í Surrey-sveitinni. — Gömlu sveitinni hans Fevers- ham! sagði frú Adair brosandi. Hana iangaði til að tala meira við Will- oughby því að hún þóttist vita að hann befði frá mörgu að segja. — Við Willoughby liöfuðsmaður 15. FJAÐRIR höfum verið að tala um Harry Fev- ersham, sagði Ethne rólega og liorfði í augun á vinkonu sinni. Svo rétti hún höfuðsmanninum höndina. — Verið þér sælir, sagði hún. En frú Adair vildi ekki gefast upp. — Durrance ofursti er farinn heim, en hann kemur í kvöld, sagði hún. — Eg kom hingað til að segja þér það. Mér þykir svo vænt um að ég kom, því að nú fæ ég tækifæri til að bjóða vini þinum að borða, ef þú vilt. Willoughby var kominn með ann- an fótinn niður í bátinn en var fljót- ur að stíga í land. — Það var mjög vel boðið, frú Adair, byrjaði hann. — Víst er það, sagði Ethne, — en Wilioughby höfuðsmaður var einmitt að segja mér að hann hefði stutt lcyfi, svo að við megum ekki tefja liann. Verið þér sælir. Það lá við að Willoughby væri biðjandi er liann leit á Ethne. Hann hafði ferðast frá London um nóttina og fengið lélegan morgunverð í Kingsbridge svo að tilhugsunin um mat var freistandi. En hún leit fast og einbeitt á hann. Hann hneigði sig, fór út í bátinn og ýtti frá. — Þetta er nú kannske dálítið ó- réttlátt gagnvart mér, ungfrú Eustace, sagði hann. En Ethne hló og gekk upp í garðinn með frú Adair. Nokkrum sinnum opnaði hún lófann og sýndi henni litla hv-íta fjöður og liló um leið. En hún gaf enga skýringu á erindi Willoughbys höfuðsmanns. Og hefði hún verið i frú Adairs sporum j)á hefði hún heldur ekki búist við lienni. Þetta var mál sem kom henni einni við. XVI. Melusinu-forleikurinn. Frú Adair spurði einskis. En undir fölu og rólegu ytra borðinu var hún klækjaki-nd. Hún hafði gaman af að gægjast gegnum skráargatið jafnvel þó að liún gæti gengið beint inn gegn- um dyrnar, og ef hún gat aflað sér upplýsinga með klókindum þá hafði hún miklu meira gaman af því en að spyrja beinlínis. Hún liugsaði mikið um þessa litlu hvítu fjöður, sem virtist Ethne svo mikils virði, hún hugleiddi livaða gleðifréttir Willoughby liefði getað fært hen-ni af Harry Feversham, og hún liafði mikið fyrir að brjóta lieil- ann um hvað skeð befði á þessu dans- leikskvöldi fyrir mörgum árum. Yfir bádegisverðinum lét hún aldrei skína í það sem hún var að hugsa um, en talaði við vinstúlku sína um alla heima og geima. — Svei mér ef ég held að þú haf- ir tekið eftir einu einasta orði sem ég hefi sagt, sagði hún að lokum. Ethne hló og vissi upp á sig skönmi- ina. Þegar þær höfðu etið fór hún upp í herbergi sitt, því að henni fa-nnst hún mega til að fá dálítið næði. Hún settist við gluggann og seiddi fram í huganum hvert einasta orð, sem Willougby hafði sagt. Það hryggði hana ekkert að hann skyldi ekki -hafa komið heim og sagt henni l>etta allt fyrir einu ári, þegar hún var laus og liðug. Hún var ósegjan- lega glöð. Hjarta hennar barðist Iiratt við tilliugsunina um hann, og unaðartilfinning fór um hana alla. Hún opnaði skrifmöppuna sína með lýkli og tók fram ljósmyndina, ’ sem var það eina sem hún átti til minja um hann. Hvað það var gaman að hún skyldi hafa geymt myndina! Það var mynd af manni, sem álti að vera dauður í meðvitund hennar — það gerði hún sér fyllilega Ijóst, því að henni datt ekki í hug að bregðast Durrance — en það var góður vinur. Það kom gleðisvipur á hana og hún varð að minnast þess á ný að Harry Feversliam hafði ekki þurft neina örvun frá henni til að berjast til sig- urs þessj erfiðu ár. Þegar hún lagði myndina í möppuna aftur, setti hún hvítu fjöðrina hjá henni. Hún sat þarna þangað til undir sólsetur. Skuggarnir voru orðnir langir. Um kvöldið var hún svo gáskafull að þau urðu hissa. Frú Adair varð að játa að augu hennar hefðu aldrei Ijómað jafn mikið, og aldrei liafði hún haft svona fallegan roða í kinn- unum. Hún þóttist viss um að Willoughby hlyti að hafa fært henni mikilsverðar fréttir, og það var ergi- legt að vita ekki hvers efnis þær voru. En þrátt fyrir þessi leiðindi var hún hin skrafhreyfnasta, og aldrei hafði verið jafn fjörugt í stofunni siðan Durrance kom heim til Guessens. Það var líka svo að sjá scm þungri byrði hefði verið létl af honum, liann var í sama glaðværa skapinu og Ethne, skrafaði og hló og gleymdi alveg að hlera eftir þvi, sem hann átti ekki að heyra. — Eg vona að þú takir upp fiðl- una í kvöld, sagði hann og brosti, þegar þau stóðu upp frá borðinu. — Já, ég skal spila betur en ég liefi gert nokkurn timal svaraði hún. Síðustu tvo mánuðina hafði fiðlan verið undir lás í kassanum. Durr- ance fannst hún vera eins konar loft- vog. Þegar Ethne var glöð og létt i lund var hún fús á að leika, en ef illa lá á henni ]>agði fiðlan, til þess að hún skyldi ekki koma of miklu upp um hana. Elline vissi sjálf að fiðl an gat eklki þagað yfir leyndarmál- um, en í kvöld varð hún að spila, hvernig sem færi um þau. Frú Adair þagði þangað til Ethne var komin út. — Hafið þér tekið eftir hve ólík hún var sjálfri sér í kvöld? spurði hún. — Já, auðvitað, svaraði Durrance. — Eg hefi beðið eftir þessari breyt- ingu, vonast eftir henni, þráð hana. Hann kastaði höfðinu aftur. — Er það furða þó að ég sé glaður? Nær- gætin og góð og ósérhlífin hefir hún alltaf verið, en í kvöld lætur hún loksins innri tilfinningar sínar í ljós. Naguib er nú orðinn einvaldur í Egyptalandi og farinn að moka, fjósið eftir Farúk. Hérna sést hann á miðri myndinni og andlitið í skugga af húfuderinu — innan um börn liðsforingja og hermanna á hátíð einni. —

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.