Fálkinn


Fálkinn - 09.01.1953, Síða 9

Fálkinn - 09.01.1953, Síða 9
FÁLKINN 9 Hann veit undir eins hver þaö er. En svo man hann. Nú sést ljósrákin ekki lengur, og Juanita er dóttir don Luis, manns sem hann og faðir hans liata. Verða að hata, heilaga Santa Ana, verða að liata! Samkvæmt erfð frá föður til sonar og sonarsonar og son- arsonarsonar. Eitt augnablik lá hon- um við að óska, að sú erfð hefði aldrei orðið til. Vagnarnir þrír skrönglast áfram. Þeir eru komnir að liúsi Mendoza, og þar nema þeir staðar, eins og einhver hefði kippt i þá. Ungi riddarinn í far- arbroddi hoppar af hestinum, ljós- keri sést bregða fyrir og skuggar af mönnum til og fró í myrkrinu. Einn þeirra hlýtur að vera Mendoza, Fcrn- andez þekkir hann auðvitað vel. Fyrsta kerran er tæmd í snatri og nú sér Fernandez í liuganum orð, eins og það væri letrað með eldstöfum: Smyglarar! Það eru smyglararnir hættulegu, sem þarna eru á ferð. Nú fyrst skilur hann það. Að ungur maður, sem ekki hefir annað vopn en lítinn linif, vaði fram og hrópi skipanir til stórhóps af hálf- gerðum villimönnum, er vitanlega ekki beinlínis skynsamlegt. En Fernandez er nú svona gerður. Hann hefir erft lieita blóðið hans föður síns og geðofsa hennar móður sinnar. Æskudirfskan skipar honum fyrir verkum. Þar sem hann sér eitthvað rangt tekur hann i taumana, og hann hugsar sig aldrei nema finnn mínútur um — á eftir. í þetta skipti hefir farið þannig fyr- ir honum að hann liggur ósjálfbjarga, hundinn á liöndum og fótum með þvöttasnúru, og með tvær talsvert stór- ar kúlur á höfðinu, í liorni á skúrn- um, sem Mendoza geymir einhverjar búvélar í. Hann liggnr á hörðu en kærir sig ekkert um að iiggja mjúkt. Hausinn á honum er eins og sjóðandi pottur, hann ræður sér ekki fyrir reiði. Helst vill liann ekkert muna um viðureignina, er sex menn yfirbuga hann, en það er eitt augnablik, sem hann getur ekki gleymt: Þegar sextán ára strókhvolpur horfði á hann svört- um augum sigurvegarans, og hann heyrir rödd, sem ekki einu sinni var komin úr múturn, segja: „Verið þér rólegur, senor. í fyrra- málið er þessu verki okkar lokið og öll spor afmáð. Þá eruð þér aftur frjáls maður, senor!“ Frjóls maður aftur. Var það ætlun- in að hann ætti að liggja hérna eins og drusla i sjö til átta tima? Meðan smyglararnir væru að koma herfangi sínu norður yfir — með aðstoð Men- doza? Ef þeir kæmust hálftima leið norður fyrir E1 Paz þá væru þeir sloppnir! Þar gleyptu fjöllin þá. Og siðan mundi don Luis Felipe Gonzales hrósa happi og dóttir hans mundi snúa upp á trýnið og verða stærri upp á sig en nokkurn tíma áður. Honum fannst augljóst að don Luis væri við smyglunina riðinn. Vitanlega var það óskiljanlegt að ríkur óðalseigandi teldi sig ekki of góðan til þess að hjálpa smyglurum. En við liverju mátti búast af Gonzales-kyninu? Og af dótt- ur Gonzales — jafnvel þótt lnin væri þúsund sinnum fallegri en ljós dags- ins. Allt þetta var aðeins lítið brot af því sem Fernandez hugsaði fyrstu mínúlurnar i fjötrunum. Hann fór að bylta sér, leguplássið var hart. Og hann sárverkjaði i höfuðið, svo að honum lá við yfirliði. Þó heyrði hann þrusk fyrir utan. Fernanden ungi getur ekki staðið upp, og kannske hefði hann ekki held- ur viljað gera það af þráa, þrátt fyrir tilfinningar hans í garð konunnar, sem laut niður að honum. Því að það var engin önnur en Juánita. Hann sér gljáann á dökkum augunum og fölv- ann á andliti hennar i myrkrinu og hann heyrir hana hvísla: „Fernandez, Fernandez! Iivað hafa þeir gert við yður? Þér eruð vonandi ekki .... dauður?" Siðustu orðin eru svo þrungin af angist, að hann verð- ur að einbeita sér til þess að vikna ekki. „Nei,“ svarar hann kudalega. ,,Nei, senorita, ég er ekki dauður. Þjónar föður yðar sýndu mér þó nærgælni, að drepa mig ekki.“ „Þjónar föður míns? hvíslar hún og skilur ekki i neinu. „Þjónar föður yðar og elskhuga yð- ar,“ svarar hann fyrirlitlega. „Hann er vist þarna úti enn og biður eftir yður. Hann er furðu ungur, elskhug- inn yðar, yngri en þér sjálf, liugsa ég. Eg verð að sýna yður þó sanngirni að segja, að hann lítur skrambi vel út. En livað lcemur elskhuginn yðar mér við?“ Hann byltir sér og kemur öðr- um olnboganum undir sig og nú ligg- ur við að hann hrópi: „Hann biður eftir yður — farið þér út til hans!“ Unga stúlkan liorfir forviða á hann, hún skilur minna og minna. Eitt augnablik virðist liún glöð — það er þegar hann lirópar „elskhuginn yðar“. En svo nær reiðin valdi á henni og þrátt fyrir myrkrið sér hann leiftrið í augunum. „Eg hafði hugsað mér að skera af yður böndin,“ segir hún og reynir að hafa taumhalid á röddinni. „En nú gelið þér legið þar, sem þér eruð kom- inn. Þér eruð ekki særður — ekki í neinni hættu! Eg fer og vek föður minn og heimilisfólkið .... Þér hefðuð kannske átt að skilja, senor, að Gon- zalcs liefir ekki neitt saman við smygl- ara að sælda.“ Síðustu orðin sagði hún með svo miklum innileik, að þau smugu gegn- um hjarta hans eins og örvar. En nú er luin horfin. Hugsanir hans sljóvgast smátt og smátt — sársaukinn í liöfðinu ágerðist. „Gonzales — það var stolt í orðinu l)egar liún nefndi það! Alevg eins og þegar hann nefndi orðið Bolivar. — Voru augu hennar ekki það falleg- asta sem hann liafði nokkurn tíma séð? Einhverns staðar úti i myrkrinu heyrði hann að kassar voru teknir af kerrum og látnir upp á múlasna, allt gekk i flýti og ákaflega hljóðlega. Nú var hann víst alveg að missa með- vitundina. Var þetta annars nokkuð nema draumur .......? Þegar Fernandez fékk meðvitund- ina aftur og strauk vota lokkana frá enninu fann hann að liann var ekki bundinn. Þvottasnúrurnar lágu hjá honum. Hann teygði úr sér. Var hann lifandi? Já, hann var lifandi. Hann var bráðlifandi. Hvað hafði eiginlega gerst? Smygl- arar, tvö högg í höfuðið. Misst með- vitundina. Nei, það var eitthvað áður en hann missti meðvitundina, Juanita! Juanita! — Svoleiðis var það. Dökk, dreymandi augu, ljósrák út á votan veg, mjúk hönd sem hafði víst snert hann og augu, sem leiftruðu af reiði, Juanita! Hann reis upp á olnbogann. Heyrði hann ekki tiðan andardrátt í myrkr- inu kriiijgum sig, heyrði liann ekki hjartslátt? Hann hlustaði. Hann heyrði greinilega að eitthvað andaði og lifði í myrkrinu, og ilmur barst að vitum hans, yndislegur ilmur .... En þá .... loksins .... heyrði liann lika hljóð út úr myrkrinu mikla. Það byrjaði eins og endalaus þögn, svo heyrðust þungir kassar vera dregn ir og siðan varð þögn. Svo kom óp, tryllingslegt óp. Fernandez skildi að það gat ekki komið frá öðrum en strákhvolpinum með svörtu augun og fjaðrahattinn. Svo lieyrðist eitt skot og síðan mörg. Fernandez stóð upp. Hann riðaði á fótunum en samt hljóp hann út. Það var siðasti smyglaravagninn, sem náðist i er hann fór hjá. Tveir hnarreistir menn stóðu andspænis smyklurunum og Fernandez varð for- viða er hann sá að annar maðurinn var don Luis Felipe Gonzales og hitt var — faðir hans! F'aðir hans stóð með skammbyssu sem rauk úr og var svo að sjá á honum sem liann hefði ekki gert annað alla sína ævi en að berjast við bófa. Mendoza hljóp fram og aftur, æpandi af liræðslu og ör- væntingu. Síðasti bófinn hvarf inn á milli runnanna, en tveir menn lágu á vígvellinum til vitnis um að þetta hafði verið skæð viðureign. Siðasti bófinn .... Nei, þarna stóð einn í viðbót. F'ernandez rak upp ösk- ur og réðst á hann, tók fyrir kverk- ar honum og liristi hann. Hann svipti frá honum jakkanum og ætlaði að reka hnífinn i lijartað á honum. En allt í einu hörfaði hann undan og fölnaði. „Þetta er stúlka!“ hvíslaði hann stamandi. „Hún .... hann .... liún er stúlka!“ „Er það stúlka?“ heyrði hann að faðir hans sagði. „Jæja, þá látum við hana vera, við höfum ekki tíma til að berjast við kvenfólk. Komdu hérna, Luis góður, og hjálpaðu mér til að binda þennan. Það er bústjór- inn þinn, svo að þér stendur næst að gera það.“ „Eg skal koma með snæri, Juan góður, og ég skal hafa það svo sterkt að hægt sé að hengja hann i þvi líka. „Luis góður — Juan góður.“ F’ernandez átti bágt með að botna i þessu. Var hann að dreyma? Eða var hann orðinn ruglaður? Hvað mundi koma næst á þessari undranótt? Örlögin eiga fleira í bakliendinni handa Fernandez. Ung stúlka kemur fram úr myrkrinu, hann sér liana vel núna, það er byrjað að rofa til i austrinu. Hann sér dökk augu, yndis- leg dökk augu. „Svo að elskhugi minn er þá stúlka,“ Framhald á bls. 11. Nýlega var Margaret Englandsprins 'ssa miðdepillinn á dansleik sem haldinn var í velgerðarskyni í London. Hér sést prinsessan koma á hátíðina. Ungu stúlkurnar á dansleiknum hneigja sig djúpt, en virðuleikinn er fljótur að hverfa, þegar hún cr farin framhjá. Þá er hvert augnablik notað til að drekka í sig hvert smá- atriði við kjól hennar hátignar.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.