Fálkinn


Fálkinn - 09.01.1953, Qupperneq 10

Fálkinn - 09.01.1953, Qupperneq 10
10 FÁLKINN FERÐIR ODYSSEIFS — Gætum við ekki komið okkur saman um — til þess að ekki verði of oft truflanir í fyrirlestri mínum — að við hóstum öll í einu? — Ef þér bíðið ofurlítið hugsa ég að þér getið fengið þennan hest. — Æ, er honum svona kalt á trýn- inu? FRAMHALDSMYND ASAGAN: 37. Nú gladdist Odysseifur í hjarta sínu. Hann tók ör, og án þess að standa upp af stólnum miSaði hann og skaut, svo að örin flaug gegnum fyrsta axar- augað og út í gegnum öll hin. „Tele- makos!" kallaði Odysseifur, „enn hefi ég krafta í kögglum, nú er mál til kom- ið að við komum öllum þessum biðlum fyrir kattarnef.“ Telemakos fleygði sverðinu og greip spjót og fór til föður síns. Odysseifur bretti upp ermarnar á úlpunni sinni, hljóp upp á þröskuld- inn og hellti örvunum úr mælinum. „Veðmálinu er lokið,“ sagði hann, „nú ætla ég að skjóta á önnur mörk!“ Og svo skaut hann á fynsta biðilinn, sem hafði borið bikar upp að vörum sér. Hann hneig dauður niður. 38. Allir biðlarnir hlupu upp til handa og fóta og ætluðu að grípa til vopna, en Odysseifur og Telemakos höfðu tekið bæði spjót þeirra og skildi burt kvöldið áður. Sverðin voru einu vopnin sem þeir höfðu. „Hvað gengur að þér, ókunni maður — dirfist þú að skjóta á fólk?“ hrópuðu þeir. „Þú hefir drepið mesta efnismanninn i allri íþöku.“ Odysseifur leit heiftarlega til þeirra. „Hundar!“ hrópaði hann. „Þið hafið vonað að ég kæmi aldrei aftur, þið haf- ið sólundað eignuin mínum og beðið konu minnar að mér lifandi. Nú skul- uðþið deyja, liver og einn.“ Nú skelfd- ust biðlarnir, margir ætluðu að flýja, en dyrnar voru læstar. Þeir urðu að berjast. Orrustan varð áköf, og mun- aði litlu að illa færi fyrir Odysseifi. Maður einn hafði laumast inn í vopna- búrið og náð i hjákna, skyldi og spjót handa félögum sínum. FALLINN RISI. — Stærsta tré norð- anfjalls í Noregi, grenitréð í Singas- aas féll í ofsaroki 1. desember í vetur. Grenitré þetta, sem var orðið mjög gamalt og var friðað, var 36 metra hátt og viðurinn i því 8,36 rúmmetrar. Þvermál þess var 92 cm. 1 meters hæð frá jörðu. 39. Þegar bardaginn stóð sem hæst birtist Pallas Aþena í salnum. Hún lyfti skildi isínuin og biðlarnir urðu agndofa af hræðslu. Þeir liættu að berjast og hlupu á burt til að kom- ast í felustað, en dyrnar voru læstar og jieir voru allir brytjaðir niður. Odysseifur lét Telemakos kalla á gamla konu. Hún hrópaði af fögnuði þegar hún kom inn og sá Odysseif standa innan um biðlabúkana. En Odysseifur sagði: „Það er ljótt að fagna yfir dauðra manna val. Það er dórnur guðanna og jieirra eigin vonska, sem hefir orðið þeim að falli.“ Svo var salurinn ruddur og líkin bor- in út og Odyisseifur brenndi steininn til að hreinsa loftið. Og nú fyrst var gömlu konunni sagt að sækja Penelopu, sem var söfandi. Jitterbug fyrir rétti. Trölladansinn jitterbug hefir nú hlotið þá sæmd að vera sýndur fyrir hæstaréttinum í Michigan. Tilefnið var það að jiangað var skotið máli, sem áður hafði verið dæmt fyrir ó- æðra rétti í Detroit að snerist um skaðabætur. — Þannig stóð á að 55 ára gömul frú í Detroit, sem vill fylgj- ast ineð timanum, fór á dansskóla til að læra þennan hættulega dans. Hún handleggsbrotnaði á fyrstu æfingunni og stefndi skólanum og heimtaði skaðabætur. Undirrétturinn taldi að skólinn væri ekki skaðabótaskyldur og sýknaði liann af kröfunni. En þeg- ar hæstaréttardómárarnir i Michigan höfðu látið sýna sér dansinn sem ítar- legast, kom þeim saman um að dans- inn væri jafnvel enn hættulegri íþrótt cn Imefaleikar og japönsk glíma til samans, 'svo að ábyrgðarhluti væri að taka að sér kennslu í honum. Og dæmdi skólann til að greiða hinni handleggsbrotnu frú Teresu Schnepf 3.645 dollara i sára- oig skaðabætur. SKEGGVÖXTUR í FRIÐRIKSSUNDI. Margir af karlmönnunum í danska bænum Frederikssund eru hættir að raka sig en safna alskeggi. Ástæðan er sú að bærinn ætlar að halda af- mæli og einn þátturinn i fagnaðin- um er sá, að skrúðganga í fornum stíl verður farin, og er það Skjöldur konungur, sem fer í fararbroddi vík- inga sinna. En vitanlega mega vík- ingarnir ekki vera rakaðir. Þess vegna eru flestir að safna skeggi, til þess að verða tækir í skrúðgönguna. En — rakararnir bölva í sand og ösku. 6,7 MILLJÓNIR I TOKÍÓ. — íbúatala Tokíó hefir tvöfaldast síðan á stríðs- árunum og er nú 6.748,000, en var 3.480,00 við fyrsta manntal eftir stríð- ið, 1. nvóember 1945. — Vitið þér...? að til eru bæði hvítir, grænir og svartir hafísjakar? Stór ísjaki getur verið þúsund ár að myndast í jöklinum og liturinn á ísnum veltur þá á því hvers konar efni blandast í hann meðan hann er að frjósa. að síðustu þrjá mánuði hafa 32.000 manns flutt búferlum frá Evrópu í aðrar heimsálfur? Samkvæmt skýrslum útflutnings- nefndarinnar PIGMME voru útflytj- endurnir 31.952. Flestir fóru til Banda- ríkjanna og voru flóttamenn frá Austur-Þýskalandi. Alls fóru 24.073 til Bandaríkjanna á vegum þessarar nefndar, 1855 til Kanada og 1286 til Brasilíu. Af útflytjendunum voru 21.095 frá Þýskalandi, 6,742 frá Aust- urríki og 993 frá Ítalíu. að „St. EIms-eldur“ er raf- magnsfyrirbrigði en hrævareldar ekki? í fjalllendi og yfir sjó sjást oft í sambandi við þrumuveður logar upp af hvössum toppum, svo sem fjalls- nýpum og siglutrjám. Það er sérstak- lega ef mikið er af neikvæðu rafmagni i loftinu, að þessir „St. Elms-eldar“ myndast. Margir erfiðleikar í sambúð manns og konu stafa af því, að það er eðli mannsins að gleyma — en konunnar að muna. — segir SINCLAIR LEWIS.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.