Fálkinn - 27.03.1953, Qupperneq 6
6
FÁLKINN
D’RAMHALDSSAGAN:
FJÓRAR
— Já, meira en nóg, svaraði Abou
Fatma. — Skotfœri, skammbyssur og
riffla. Hann l>enti á stað um tuttugu
metra frá úlföldunum, þar sem blaðk-
an náði þeim um það bil í bné. l>ar
beygði hann sig og fór að róta í sand-
inum með böndunum.
— Hérna er ])að, sagði hann.
Trencb fleygði sér niður og fór
að krafsa með báðum böndum, og
rak upp smávein í sífellu. Það lá við
að Feversham skammaðist sin fyrir
hvernig félagi bans hagaði sér. Hann
líktist fremur skynlausri skepnu en
manneskju.
En Trench varð liægari undir eins
og liann hafði náð sér i riffil. Og nú
komu hin vopnin og liver fékk sitt,
ásamt skotfærum.
— Ivomi þeir nú ef þeir þora! sagði
Trench og rak upp ruddalegan hlátur.
Nú mega þeir elta okkur eins og þeir
vilja! Eg skal aldrei þurfa að koma
aftur í fangelsi skelfinganna, jafnvel
þó að þeir nái í okkur! Hann strauk
hlaupið á rifflinum og talaði við hann
eins og krakka.
Tveir Arabar settust á úlfaldana
tvo og stefndu til Omdurman. Abou
Fatma og fylgdarmaður lians héldu
áfram með flóttamönnunum. Það
bafði ekki orðið nema kortérs töf
við skiptin.
Þeir riðu gegnumr melgras alla nótt-
ina og miðaði ekki vel áfram. Um
sólaruppkomu komu þeir í nakta eyði-
mörk, þar sem hvergi sá stingandi
strá.
— Eru effendíarnir þreyttir?
spurði Abou Fatma. — Viljið þið
staldra við og fá eitthvað að eta? l’að
er matur í hnakktöskunum.
— Við getum eins vel etið þó að við
sitjum í linökkunum.
26.
FJAÐRIR
Maturinn var döðlur og brauð, og
talsvert af vatni með.
Úlfaldarnir greikkuðu sporið þeg-
ar þeir komu út úr melgrasinu. Um
sólarlag áðu þeir klukkutima. Þeir
riðu stanslaust alla næstu nótt og
daginn eftir og bæði menn og skepn-
ur tóku á því, sem þau áttu til. Þeir
fóru yfir grýttar hæðir, þvert yfir
dali og gular sand-flatneskjur.
Bæði Trench og Feversham fannst
þeir ekki komast úr sporunum. í
sólarupprás sáu þeir fjall út við sjón-
deildarhringinn, og þeir riðu allan
daginn án þess þeir virtust komast
nær því. Stundum sá Abou Fatma
úlfaldalest nálgast. Þá voru úlfald-
arnir látnir leggjast í felur bak við
kletta, og mennirnir biðu með riffl-
ana miðaða.
Þegar nokkru lengra kom hittu þeir
fyrir menn með nýja úlfalda, og höfðu
skipti. Þeir héldu sig alltaf nálgast
dagleið fyrir vestan Níl.
— f kvöld förum við yfir veginn
til Berber, sagði Abou Fatma. — Ef
guð lofar verðum við komnir austur
yfir Níl annað kvöld.
— Ef guð vill! tautaði Trench. —
Bara að hann vilji það! Hann skim-
aði óttasleginn kringum sig og hann
varð því hræ'ddari sem nær dró mark-
inu.
Nú voru þeir á slóðum, sem lesta-
mannaleiðir lágu um á ýnísa vegu.
Þeim þótti ekki vogandi að vera á
ferli á daginn. Þeir fóru af baki og
földu sig í kjarri, þar sem þeir sáu
til mannaferða. Þegar dimmdi hættu
þeir sér yfir lestamannagöturnar og
riðu eins og þcir komust áleiðis að
ánni. I dagrenningu bað Abou Fatma
þá um að staldra við.
Þeir voru i al-gróðurlausri eyði-
mörk. F''eversbam og Trench ein-
blíndu til austurs. Nil gat ekki verið
langt undan, en þeir sáu ekki ána
cnnþá.
— Við verðum að blaða bring úr
grjóti, sagði Abou Fatma, — og ]>ið
leggist á magann inni í honum. Eg
ætla að fara niður að ánni og athuga
hvort báturinn er á sínum stað, og
hvort vinir okkar eru viðbúnir að
taka á móti okkur. Eg kem aftur þegar
skyggir.
Þeir tíndu saman grjót og blóðu
garðbrot, um eitt fet á hæð. Og svo
lögðust þeir þar fyrir, Feversham og
Trench, með vatnspoka og rifflana
hjá sér.
— Hafið þið döðlur líka? spurði
Abou Fatma.
— Já.
— Hreyfið ykkur ekki fyrr en ég
kem. Eg fer með þessa úlfalda, þið
skuluð fá aðra í kvöld. Og svo fór
Abou með Arabann sinn.
Trench og Feversham grófu sig
niður i sandinn, eins vel og þeir gátu.
Báðum hefir þeim líklega fundist
þessi dagur vera sá lengsti, sem'þeir
höfðu lifað. Þeir voru svo nærri mark-
inu, og þó voru þeir alls ekki óliultir.
Trench fannst dagurinn enn lengri
cn heil nótt í fangavítinu, en Fevers-
liam líkti honum við dag sem hann
hafði lifað fyrir sex árum heima hjá
sér í London, er liann beið eftir að
svo dimmt yrði að hann þyrði að
hætta sér út. Þeir voru ískyggilega
nærri Berber, og leitarmennirnir gátu
ekki verið langt undan.
Sólin bakaði þá miskunnarlaust
allan daginn, og þeir höfðu ekkert til
að hlífa sér með. Það varð lítið um
samtal milli þeirra. Loks gekk sólin
til viðar, blessað myrkrið færðist yfir
eyðimörkina, og kaldur andvari sval-
aði þeim eftir hita dagsins.
— Þei! sagði Trench allt í einu.
Þeir hlustuðu báðir eins og þeir
gátu og heyrðu til úlfalda rélt hjá
sér. Augnabliki síðar var blístrað
Jágt.
Aðeins
HEILBRIGT hörund
heíir
cðlilcga fcgurð
Það er eðlilegt að vilja hafa fallega húð —
þess verðið þér að fara eftir reglum náttúrunnar,
og halda húðinni beilbrigðri, þá verður hún fögur o,
aðlaðandi. — í Rexona er undraefnið Cadyl sem hjálpar
náttúrunni til að viðlialda húðinni heilbrigðri. — Kaupið
Rexona-sápu i dag, hún mýkir og hreinsar húðina, er ilmrík
og heldur hörundi yðar hraustlegu og fögru.
(Kmjona
X-REX 3-1307-50
Inniheldur CADYL*
* CADYL, — Rexona er eina sápan, sem inni-
heldur undraefnið Cadyl. 1 því eru sótthreins-
andi og græðandi olíur. — Það eyðir lykt.
HJÓLANDI Á JÁRNRÚMI. — Reið-
hjóli leiktrúðsins Beppo frá Bert-
ram Mills Cirkus á varla sinn líka í
veröldinni. Það er aðallega gert úr
gömlu járnrúmi og til varúðar eru
hjólin höfð fjögur. Beppo vann það
þrekvirki að hjóla á þessu tilbera-
verki frá Stafford til London — 170
cnskar mílur. Hér sést lögregluþjónn
stöðva Beppo til að athuga hvort
farartækið sé í lagi.
■— Hérna erum við, sagði Fevers-
ham varlega.
— Guði sé lof, sagði Abou Fatma.
— Eg færi ykkur góðar fréttir, .—
reyndar slæmar líka. Báturinn er til
taks, vinir okkar biða okkar, og fyrir
handan ána bíða óþreyttir úlfaldar.
En allir hafa frétt um flóttann, og
vörður haldinn við öll vegamót og
ferj ustapinn. Við verðum að vera
komnir talsvert langt inn í land hand-
an Nilar fyrir sólaruppkómu.
Þeir laumuðust eins og þjófar yfir
Nil klukkan citt um nóttina og
sökktu bátnum. Úlfaldarnir biðu og
þeir riðu af stað inn í landið, en að
visu ekki nærri eins hart og flótta-
mennirnir liefðu óskað. Þarna var
afar grýtt, svo að úlfaldarnir komust
ekki nema fetið.
Allan næsta dag lágu þcir í felum
undir klettum, en úlfaldarnir voru
sendir upp á sléttu langt frá, þar sem
þeir gátu bitið. Nóttina eftir kom-
ust þeir talsverðan spöl, og eftir tvo
sólarhring voru þeir komnir á óasa,
l>ar sem þeir hvíldu sig í tólf tíma.
Þaðan lá leiðin yfir Núbíu-eyðimörk-
ina.
Nú á dögum hruna iiraðlestir yfir
þessar vatnsleysumerkur, og ferða-
fólkið nýtur alls konar þæginda. Öll
leiðin er farin á tólf tímum.
En í ])á daga sem Feversham og
Trench voru á flóttanum norður, var
talsvert öðruvísi að komast áfram.
Að kvöldi annars dagsins hnippti
Trench allt i einu í Feversliam.
— Líttu á! sagði hann og benti í
suður. Hann var svo hrærður að rödd-
in brást. — Á hverju einasta kvöldi i
sex ár hefi ég séð Suðurkrossinn. Á
nóttunni hefi ég oft legið og starað
upp í himinninn og spurt sjálfan mig,
hvort þessar fjórar stjörnur mundu
nokkurn tima hverfa mér sjónum áður
en ég dæi. Ferversham, nú þori ég i
fyrsta skipti að trúa því að okkur
takist flóttinn.
Þeir sátu báðir og störðu á suður-
loftið. Báðir gagnteknir af innilegri
þakklætistilfinningu. Loksins eftir að
þeir sofnuðu voru þeir alltaf að smá-
vakna og stara upp í stjörnugeiminn.