Fálkinn - 27.03.1953, Side 7
FÁLKINN
7
VERKFALL. — Nýlega gerðu sótararnir í Vestur-Berlín verkfall og
kröfðust hærra kaups. Hér sjást fjórir þeirra, sem orðnir eru þreyttir á
göngunni um göturnar, með kröfuspjöldin. Þess vegna hafa þeir tekið
sér hvíld og farið að spila. Og vitanlega er hvíldarstaðurinn valinn sem
næst reykháfnum.
UNDRABARN I KVIKMYND. — Á
Gare de Lyon járnbrautarstöðinni í
París voru nýlega teknir nokkrir
þættir í nýja franska stórmynd sem
heitir „L‘appel du Destin". I þessari
mynd leikur ítalska undrabarnið,
Roberto Benzi hljómsveitarstjóri eitt
hlutverkið. Hér sést hann í dyrum
járnbrautarvagns og hjá honurn Jean
Marais, sem leikur föður hans í
myndinni.
— Nei, nú var Suðurkrossinn horfinn
sjónum!
Eftir sjö daga reið komu ])eir að
litlum brunni í dalverpi. Þar sprettu
þeir af. Nú voru þeir komnir í land
Amrab-Arabanna og þurftu ekki að
óttast neina leitarmenn.
— Nú erum við öruggir! kallaði
Abou Fatma. — Guð er góður! Við
getum farið bæði norður og vestur án
þess «ð stofna okkur í hættu.
Hann lagði ábreiðu á jörðina fyrir
framan úlfaldana, sem lágu á hnján-
um og gaf þeim nóg að éta. Hann var
meira að segja svo þakklátur að liann
klappaði einum þeirra á hálsinn, en
þá sneri hann sér fljótlega undan og
frísaði.
Trench rétti Feversham höndina.
— Þökk! sagði hánn, og ekkert
meira.
— Það er óþarfi að þakka, sagði
Feversham án þess að taka i Iiöndina
á móti. — Þetta er allt síngirni af
minni liálfu, frá upphafi til enda.
— Þú ferð að niinna mig á úlfalda,
sagði Trench og brosti. — Hann l'er
með þig livert á land sem þú vilt og
dettur fremur dauður niður en að gef-
ast upp. En ef þú sýnir honum þakk-
lætisvott þá verður hann vondur og
bítur þig.
Feversham tók ofurlítið hnýti undan
kápunni sinni og leysti það sundur.
Þar voru þrjár livítar fjaðrir — tvær
smáar og ein strútsfjöður úr blæ-
væng.
— Viltu taka við fjöðrinni þinni
aftur?
■— Vitanlega.
— Þú veist livað þú átt að gera við
hana?
— Já. Það skal gert undir eins og
hægt er.
Feversham bjó um hinar fjaðrirnar
tvær og stakk þeim inn á sig.
— Lofaðu mér nú að taka í höndina
á þér, sagði hann alvarlegur, .og bætti
svo við: -— i fyrramálið skiljum við!
— Skiljum við — þú og ég — eftir
samveruna í Omdurman og eftir flótt-
ann? hrópaði Trench. — Nei — hvers
vegna? Þínu erindi er lokið hérna.
Castleton er dáinn, svo að fjöðrin
sem hann sendi þér, skiptir engu máli.
Við verðum auðvitað samferða heim?
— Ekki samferða, svaraði Fevers-
ham. — Þú ferð norður til Kairó. Þú
hittir alls staðar vini, sem bjóða ])ig
velkominn til baka og þykjast hafa
heimt þig úr helju. Eg vil heldur koma
heim einn míns liðs.
Trench svaraði engu strax, en hann
fann að vinur lians hafði rétt fyrir
sér.
— Eg verð bara að segja þér að eng-
inn hefir liuginynd um hvers vegna þú
sagðir ])ig úr hernum, og að enginn
veit um fjaðrirnar, sagði hann eftir
dálitla stund. Við minntumst ekki á
þetta við nokkurn inann. Okkur kom
saman um að þegja, til þess að setja
ekki blett á herdeildina. Eg get ekki
lýst því hve ég er glaður yfir því núna,
að enginn okkar rauf það samkomulag.
— Þú hittir ef til vill Durrance,
sagði Feversham. — Viltu heilsa hon-
um og segja honum að næst þegar
hann biður mig um að heimsækja sig,
ætla ég að þiggja boðið, hvort heldur
það verður í Wadi Halfa' eða i Eng-
landi.
— Hvaða leið ferð þú?
— Eg fer til Wadi Halfa, sagði
Feversham og benti vestur. — Eg hefi
Abou Fatma með mér og svo förum
við saman niður Nil. Hinn Arabinn
fylgir þér til Assouan.
Nóttina eftir sváfu þeir rótt við
brunninn, og morguninn cftir skildu
þeir. Trench fór fyrr af stað og þegar
úlfaldinn hans stóð upp laut liann
niður að Feversham.
— Það var Ramelton, var ekki
svo? sagði hann. Eg skal ekki gleyma
því.
— Ramelton var heimilisfangið
hennar þegar ég var heima siðast,
sagðí Feversham. En ])að er kannske
ósennilegt að þú hittir hana þar.
— Þá hitti ég hana einhvers stað-
ar annars staðar. Vertu óliræddur um *
það. Eg skal áreiðanlega skila fjöðr-
inni.
Trench reið hægt af stað með
Arabanum. Hann leit oftar við en
einu sinni og sá að Feversham stóð
við brunninn. Oftar en einu sinni sár-
langaði hann til að snúa við, en hann
tét duga að veifa til hans. En kveðj-
unni var ekki svarað.
Feversliam var að lntgsa um allt
annað en félaga sinn. Sex reynslu-
árin voru liðin, en samt fann hann
meira til tómleika en gleði. í sex ór
tiafði hið erfiða hlutverk lians stælt
hann og hert, þegar erfiðleikarnir
voru sem allra mestir og virtust ætla
að buga liann. En nú fannst honum
hann ekki hafa neitt verkefni framar.
Ethne? Hún var vafalaust gift fyrir
löngu.
Nú setti að honum beiskju og ör-
væntingu. Hvers vegna hafði liann
hagað sér svona flónslega fyrir sex
árum? Hann sá enn í huganum sím-
skeytið örlagarika.
I>oks herti hann upp hugann, því
að hann minntist þess að hlutverki
hans var ekki lokið enn. Hann varð
að liitta föður sinn, og hann varð að
skila aftur síðustu fjöðrinni frá
Ramelton. Og svo varð hann sem allra
fyrst að senda Sutch símskeyti til
Suakin.
Hann settist á bak úlfatdanum og
reið hægt vestur á bóginn með Abou
Fatma. En beisk einstæðingstilfinn-
ingin vildi ekki vikja frá honum, og
í fyrsta skipti á ævinni var hann svo
beygður að hann fór að efast um hvort
nokkuð líf væri til eftir þetta.
XXVIII. Feversham kemur heim.
Fagran ágústmorgun sama ár kom
Harry Feversham ríðandi yfir Lenn-
onbrúna, á leið til liameltom Brenn-
andi sólin í Sudan hafði litað andit
lians, en raunirnar sem hann hafði
ratað í voru ristar í andlitið líka. Eng-
inn þekkti hann, er hann fór um
mjóar smábæjargöturnar.
Margar angurbliðar minningar
steðjuðu að honum. Hvergi hafði hann
verið jafn hamingjusamur og á þess-
um stað, en hins vegar var það einnig
hér, sem hann hafði fundið hvað
botnlaus örvænting er.
Hann staðnæmdist ósjálfrátt við
kirkjuna og fór að velta þvi fyrir
sér hvort Ethne ætti heima hérna
ennþá, hvort Dermond gandi væri á
lífi, og hvernig þau mundu taka á
móti honum.
Þá kom fjárliundur hlaupandi ofan
frá kirkjunni og gelti ákaft.
Reiðmaðurinn leit á lnindinn, em
var mjög grór um trýnið. Hann leit
upp til kirkjunnar og sá að hún stóð
opin. Þá vatt hann sér al' baki, batt
hestinn við girðinguna og gekk inn
i kirkjugarðinn.
FRIÐARORGEL TIL HIROSHIMA. — í Köln, sem verð fyrir miklum
sprengjuárásum í stríðinu hefir verið smíðað orgct, sem á að verða í
friðarkirkjunni í Iliroshima í Japan, sem gereyddist við atómsprenging-
una í ágúst 1945. — Orgelið er nú fullgert og á það er letrað á þýsku,
japönsku og Iatínu: Köln og Hiroshima, sem fengu sömu örlög, starfa og
biðja fyrir heimsfriðinum. Hér sést orgelsmiðurinn, J. Kleis við nótna-
borð friðarorgelsins.