Fálkinn


Fálkinn - 03.07.1953, Blaðsíða 7

Fálkinn - 03.07.1953, Blaðsíða 7
FÁLKINN 7 STOLIÐ. — Tveir Austurríkismenn stálu fyrir nokkru í Wien tvítugum skoskum skemmtiferðamanni, Austin Morley Bellam og skussuðu honum inn á rússneska hernámssvæðið, en þar handtók lögreglan hann fyrir að hafa komið yfir landamærin í óleyfi. Þó var hann látinn laus nokkru síðar. En fangelsisvistin virðist hafa gengið nærri honum, því að hann huldi and- lit sitt með frakkanum er hann kom til baka úr prísundinni. vel. í einu og öllu var liann á valdi liennar. Hún minntist aldrei á Fliss nema luin neyddist til þess. Hún fékk boðs- bréfið í brúðkaupið í einni af ferðuni .síniun til borgarinnar og liún rétti honum það ásamt fjölda annarra bréfa án nokkurra athugasemda. Daginn, sem brúðkaupið átti að fara fram, spurði hún hann, þegar þau voru lögð af stað, hvernig honum lit- ist á, að þau byðu foreldrum hennar i venjulegan kvöldverð úti við vatnið þetta kvöld. „Við verðum að bjóða þeim hvort sem er bráðlega og ég hugsa, að það sé eins gott i kvöld og einhvern tíma seinna.“ Hann féllst undir eins á þetta. Hann mundi ekki eftir Davfords- lijónunum, að minnsta kosti mjög ó- glöggt. Þau voru dálítið þreytandi, en í rauninni fannst honum þau fremur viðkunnanlefe í sinni bóflausu dýrkun á Marcellu og í ákafa sínum að koma sér vel við alla. Hann spurði liana, bvort hún vildi koma við í sumarbústaðnum fyrir brúðkaupið, en hún svaraði: „Nei, ekki fy'rr en í bakaleiðinni. Við sjá- um þau að öllum Hkindum við kirkj- una.“ Þau sáu þau líka. Annað liefði ekki getað átt sér stað. Frú Davford vagg- aði meðfram bekkjaröðunum með himinbláa knipplinga, bláa hanska og marglita slæðu. Doktorinn var fínn og slétlur og lét gamanyrði fjúka á báða bóga. Hann veifaði glaðlega til Marcellu og hvíslaði svo hátt nafn hennar og Rodneys, að fólk sneri sér við og horfði á þau. Rodney þóttist sannfærður um, að innan fárra mín- útna myndi Marcella hata hvern mann í kirkjunni. Hún sat stíf, andlit lienn- ar var hreyfingarlaust, en reiði henn- ar braust út í algerlega óþarfri at- hugasemd, þegar Dorothy Cranburn leiddi Alvin gamla inn eftir gangin- um að stól fremst í kirkjunni. „En sú svívirða," sagði Marcella, að dragast með hann fram í augsýn GLAÐUU SIGURVEGARI. — Þetta er E. B. Choong badmintonleikmaður frá Malaya, sem vann sigur í enska meistaramótinu. Hann hoppar upp í gleði sinni yfir sigrinum. allra. Eg fer nú að halda, að hún sé vitlausari en liann.“ „Ojæja, sennilega hefir brúðkaupið ekki mikla þýðingu fyrir Alvin, en ef það hefir eittbvað að segja fyrir ungfrú Cranburn að hafa hann þarna, hvers vegna ætti þá að amast við því? Hún fcr með liann til kirkju næstum því á hverjum sunnudegi og enginn gerir neinar athugasemdir við það.“ Marcella hreyfði sig óþolinmóðlega. , Fer þetta ekki að byrja?“ „Jú,“ svaraði Rodney og leit á úrið, „bráðum." Hann hlustaði á bina venjulegu tón- list, sem leikin er við slik tækifæri, horfði á frænda sinn og Lovat, þar sem þeir biðu í sætum sínuni. Hann sá Fliss ganga fram hjá og ásamt henni tvær háar og freknóttar brúð- armeyjar, Twitchell-stúlkurnar. Allt í einu var því lokið. Þegar liann sá Lovat og Fliss ganga saman til baka, fannst honurn þau eins og sköp- uð hvort banda öðru og honum létti við. Marcella mundi sætta sig við þetta, þegar frá liði. Hún þekkti þau bæði svo vel. Og jafnvel þótt gift- iiigin befði valdið henni vonbrigðum í fyrstu, hlyti hún að viðurkenna með sjálfri sér, að Fliss liefði valið viturlega. „Eg hitti ])ig fyrir utan,“ sagði hún og beið eftir Davfords-hjónun- um. Innan fárra nninútna kom hún til hans og sagði honum, að heim- boðið befði verið þegið og foreldrar hennar myndu koma á eftir þeim i sinurn eigin bil. „Þá skulum.við leggja af stað,“ sagði hún. „Eg ætla að fara i sund, áður en við borðum." Úti við vatnið fór luin strax í bað- fötin og var komin niður í, þegar foreldrar liennar komu.' „Eg kem rétt bráðum til ykkar,“ kallaði hún lil þeirra. „Láttu þau fá eitthvað að drekka, Bod.“ IIún var ennþá niðri i vatninu, þegar liann kom með bakkann og fað- ir hennar kallaði: „Flýttu þér hingað til okkar. Annars missirðu af ]>essu.“ Hún kom þegar upp að bakkanum og gekk til þeirra að anddyrinu lét vatnið leka af sér. „Ó, hvað þetta eru yndisleg föt,“ sagði móðir hennar. „Og fallegt það, sem er í þeim,“ sagði doktorinn. „Þú hefir fitnað dá- litið ástin min, er það ekki?“ Móðir hennar æpti, svo að þau hrúkku öll í kút. FURÐU-HANSKAR. — Hanskagerð- armenirnir í París hafa haldið sýn- ingu á ýmsum frumlegum gerðum af hönskum. Þar á meðal voru hanskar úr hænsnaneti, atsettir alls konar fiðrildum. „Hvað gengur eiginlega að þér, Kate?“ spurði doktorinn. „Marcella,“ hrópaði móðir hennar. „Ertu ófrisk?" „Já, það er ég,“ svaraði Marcella kuldalega. „Það eru aðeins þrir mán- uðir síðan, ég er hissa að þú skildir sjá það. Gerið þið svo vel og fáið ykkur meira að drekka. Eg ætla að fara strax í.“ Hún hvarf inn um dyrnar. Dav- fords-hjónin töluðu við Rodney af miklum ákafa, en hann lihistaði á þau, án þess að heyra í rauninni, hvað þau voru að segja og vissi varla, hverju liann svaraði. Þrír mánuðir og hún bafði ekki sagt honum frá þvi. Hann langaði til að lilaupa á eftir henni upp stigann, taka liana í faðm sinn, þrýsta henni að sér og segja henni, hversu hann væri glaður og hve heitt hann elskaði hana og dáðist að lienni. En hann var kyrr, þar sem hann var. Hann vissi, að hún ætlaðist til þess af honum, að hann kæmi fram sem húsbóndi, og auk þess kærði hún sig ekki um að vera ónáðuð, þegar hún var að flýta sér að klæða sig. Hún kom niður vbn bráðar og selt- ist hjá þeim. Rödd liennar var óstyrk og hún leit aldrei á hann. Hún talaði naumasj við hann við kvöldvcrðinn né þar á eftir. Hann hugsaði með sjálfúm sér, að þetta væri eitt af þessum skylduheimboðum, sem henni leiddist, og skap hennar myndi batna, þegar foreldrar hennar færu, ef það yrði þá nokkurn tima. Loksins endaði Jietta kvöld. „Þetta hefir verið yndisleg sam- veru stund. Komið ])ið til okkar eins fljótt og þið getið. Jæja, Rodney, þú sérð um Marcellu og lætur ekkert verða að henni.“ JUIN MARSKÁLKUR í KÓREU. Juin Frakklandsmarskálkur hefir ver- ið í Kóreu undanfarið til að heim- sækja franska herliðið þar. Hér sést marskálkurinn vera að koma niður úr eftirlitsturni uppi á hæð einni, sem franski herinn hefir tekið. Dyrnar lokuðust að síðustu, hún sneri sér að honum. „Eg geri ráð fyrir, að þú sért móðg- aður. Eg get ekki gert að því. Eg veit ekki, livers vegna ég sagði þér þetta ekki fyrr. Eg bara gerði það ekki.“ Hún sagði þetta ekki með afsökun- arhreim, héldur gremjulega. „Og það er eitt, sem ég vil, að allir skilji. Það þarf ekkert að sjá um mig. Eg sé um mig sjálf og hvili mig, þeg- ar ég er þreytt. Eg liefi hugsað mér, að lifa.alveg eðlilegu lífi.þessa næstu mánuði og kæri mig ekki um að þú sért að stumra yfir mér eins og gömul amma.“ „Eins og þú vilt,“ sagði hann. „Eg mun ekki gera það.“ Eftir andartak bætti hún við i of- urlítið mildari tón. „Eg mun ekki hætta á neitt. Þú getur reitt þig á það.“ Hún hlakkaði til að fá barnið ekki síður en liann. Á miðvikudagskvöldið kom faðir hans og fyrsta spurningin, sem hann tagði fyrir liann, þegar þeir voru orðnir einir, hvort það væri rétt, sem hann hefði lveyrt um sonarsoninn. „Eg vona, að svo sé,“ bætti hann við. liodney svaraði játandi. „Marcella gerir ráð fyrir, að það verði um jólin.“ „Hún ætlaði að segja þér það sjálf- um. Eg býst við, að þú hafir frétt það bjá Davfords-hjónunum.“ I Að gefnu tilefni | er vakin athygli á því að með öllu er bannað að tína ána- maðka í garðlöndum Reykjavíkurbæjar. ^ i Ræktunarráðunatur ú | Reykjavíkurbæjar v

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.