Fálkinn - 03.07.1953, Blaðsíða 11
FÁLKINN
11
HVÍTUIt SUMARHATTUR. — Sér-
kennilegur hattur teiknaður af Kog-
ans. Kjóllinn er prýddur að ofan með
efni í sama lit og hatturinn og er það
lagt yfir axlirnar og á misvíxl að
aftan og undir hönd eins og myndin
sýnir. Kjólablómið í barminum prýð-
ir mjög þennan búning.
Hattatískan í ár
KJÖRORÐ tiskunnar í ár virðist vera
]>að að liattar og hárgreiðsla myndi
sem Samstæðasta heild.
Þessar myndir sýna nokkur af-
brigði hattatískunnar á þessu ári.
Eins og sjá niá af tveim myndanna
er mjög algengt að hatturinn og
hanskarnir séu úr sama efni, jafnvel
léttum þunnum efnum (sbr. mynd af
doppóttum hatti og hönskum). Stund-
um eru einnig hálsklútar eða kraga-
horn úr sama efni. Margir þessara
hatta slúta fram á ennið, en tísku-
sérfræðingar spá því að hattarnir
muni færast lengra aftur á hnakkann,
vegna ]>ess að slíkir hattar koma í
veg fyrir að hnakkasvipurinn sé mjög
eyðilegur, en á þvi er nokkur iiætta
nú, þegar stutta hárið er svo mjög
í tíslui.
Þessi mynd sýnir hatt og hanska frá hinu þekkta Heymans tiskuhúsi úr
Ijósu doppóttu sumarefni. Slík samstæða getur auðveldlega sett sérkenni-
legan blæ á einfaldasta útikjól eða göngubúning.
FÁLKINN - VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM - AfgreiÖsla: Bankastræti 3, Reykjavík.
Opin kl. 10-12 og 1-6. Blaðiö kemur út á föstudögum. Áskriftir greiöist fyrirfram.
Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested. - HERBERTSprent.
KORKSKREYTTUR HATTUR.
Þessi hattur er cinkum sérkennilegur
vegna þess hve hann minnir á fugls-
væng. Hin þunnu fíngerðu blöð, sem
mynda vænginn, eru skorin út úr
korki.
GULUR STRÁHATTUR. Þessi hatt-
ur er auðsjáanlega skap,aður fyrir
ákveðna tegund hárgreiðslu. Myndin
sýnir glöggt hversu vel slíkur hattur
getur farið þeirri stúlku, sem kýs að
hafa sítt hár og laga úr því hnút í
hnakkanum. Hatturinn er úr gulu
strái og prýddur bláu bandi með
gulum doppum. Það liggur í augum
uppi, að hattur sem þessi, gæti tæpast
farið vel stuttklipptri stúlku.
BLÚSSA, HATTUR OG HANSKAR
í sama lit geta umbreytt hvaða göngu-
búningi sem er. Þessi mynd sýnir
snotran útikjól úr gráu „shantung“
efni og við hann er notað samstæð
blússa hatts og hanska er með ein-
földu sniði, en úr hvítu tafti með
ljósum rauðum röndum.
Hattur og hárgreiðsla mynda eina
heild. — Þessi felldi túrban-laga
hattur er tekinn saman í hnakkanum
og minnir talsvert .á þá tísku að binda
hárið saman upp í hnakkann (öðru
nafni hrosstaglshárgreiösluna). Fell-
ingarnar prýða hattinn mjög og fara
vel vjð ^tuttan óreglulegan ennis-
toppinn. Þessi hattur er úr eplagrænu
silki og prýddur perlu og gullþráð-
saumi. Laghent stúlka getur búið sér
lil slíkan hatt t. d. úr ullarjersey og
sleppl einhverju af útsauminum, sem
er eingöngu ætlaður til að gera hatt-
inn hæfan til samkvæmisnotkunar.
Marmara kaka með smjörkremi
Þessi kaka er skemmtilegust hökuð
í lágu breiðu ferhyrndu, eða lítið
eitt ílöngu móti. Uppskriftin sem hér
er gefin nægir i eitt mót ca. 5 cm.
þykkt 33 cm. langt og 23 cm. hreitt.
60 gr. suðusúkkulaði (eða kakó),
V2 tesk. bökunarsódi, 2 bollar hveiti,
3 sléttfullar tesk. lyftiduft, Vs slétt-
full tesk. salt, 150 gr. smjörlíki, 2 egg
aðskilin, •% bolli mjólk, 1 tesk. van-
illudropar. Bollastærð: ca. IV2 dl.,
helst mælibolli til þess gerður.
1. Botn mótsins er smurður og
smjörpappár lagður i hann. Hliðar
mótsins hvorki að smyrja né fóðra
með pappír, þannig lyftist kakan
jafnast.
2. Súkkulaðið brætt í skál yfir
heitu (ekki sjóðandi) vatni, bökun-
arsóda blandað saman við það og biði
á heitum stað.
3. Hveiti, lyftidufti og salti hland-
að saman og sigtað þrisvar sinnum.
4. SmjöMikið hrært Ijóst og létt,
sykri blandað í smám saman og hrært
vel. Síðan er eggjarauðan og vanillu-
dropum bætt í.
5. Þurefnum hætt í smátt og smátt
og jafnframt mjólkinni í smáskömmt-
um.
6. Eggjahvitur stífþeyttar, þó ekki
svo að þær verði of þurrar, siðan
er þeim hlandað varlega saman við
með hníf og spaða.
7. Deiginu skipt í tvennt og brætt
súkkulaðið látið í annan hluta. Þegar
hér er komið, má ekki liræra meira
í deiginu en nauðsynlegt er til að það
jafnist.
8. Ljóst og dökkt deig er látið með
skeið í mótið á vixl, þannig að það
lítur út eins og taflborð.
9. Farið varlega með hnífsoddi
gegnum deigið þvert yfir mótið nokkr-
um sinnum.
10. Bakist í meðalheitum ofni ca.
30 mínútur.
11. Kakan látin kólna um stund í
mótinu, síðan er liún losuð frá börm-
unum með hnif og henni hvolft úr.
12. Pappírinn tekinn af, og kakan
látin kólna áður en smjörkremið er
látið á.
Smjörkrem með appelsínubragði
100 gr. smjörlíki, 4 teskeiðar rif-
inn appelsínubörkur, 500 gr.
flórsykur, 4 matsk. appelsinu-
safi.
Smjörlíkið hrært vel og blandað
berkinum. Kekkjalausum flórsykri
blandað í og jafnframt appelsinusaf-
anum. Ef nauðsyn krefur má bæta i
annað hvort flórsykri eða meiri safa.
Kreminu srnurt eða sprautað á kök-
una.