Fálkinn


Fálkinn - 03.07.1953, Blaðsíða 9

Fálkinn - 03.07.1953, Blaðsíða 9
FÁLKINN 9 gluggann, en bað stúlkuna um að muna að loka honum aftur eftir dálitla stund. Eg sagði henni hvar ég yrði, ef eitthvað kynni að verða að. Okkur kom saman um að hún gæti farið heim klukkan tíu, ef Inger svæfi rólega þá. ÉG KOM heim klukkan ellefu. Arvid var ekki kominn og allt var kyrrt í 'húsinu. Við vorum ekki vön að trufla Inger þegar hún svaf, svo að ég fór beint inn í svefnherbergið og lagðist fyrir. Nokkru síðar heyrði ég gegnum svefninn að Arvid var kominn 'heim og læddist í rúmið. Um miðja nótt vaknaði ég við að Arvid rumskaði við mér. — Inger er veik! Flýttu þér á fætur og farðu ti-1 hennar, ég ætla að ná í lækni! Rugluð og hálfsofandi velti ég mér fram úr rúminu. — Inger veik? Núna, um miðja nótt? Hvað getur þetta verið? — Það er enginn tími til að hugsa um það núna, I fyrsta lagi var hún kvefuð í morgun, og í öðru lagi hefir hún sjálfsagt ver- ið í leikskólanum og orðið vot og og köld þar, og í þriðja lagi hefir hún ekki haft neina ábreiðu yfir sér og glugginn opinn upp á gátt. Eg hugsa að þú þurfir ekki að horfa lengi á hana til að sjá hvað að henni er. • Eg var sárhrygg og örvænting- arfull. Veslings barnið — svo að hún hafði þá verið veik, þrátt fyrir allt. Eg vafði yfirsænginni vel utan um hana og tók hana í fangið. Kinnarnar voru rauðar af hita og sótthitagljái í augunum. Hún andaði hart og titt, svo að það var ekki um að villast hvern- ig komið var. — Pábbi, pabbi! volaði hún í sífellu. — Arvid kom inn og tók hana af mér. — Berg læknir kemur að vörmu spori, reyndu að klæða þig ofurlítið betur. Eg skal taka Ing- er. Og siðan skal ég tala ofurlítið yfir þér, það skaltu reiða þig á! Eg hefi aldrei séð Arvid jafn reiðan. Eg þorði ekkert að segja. Og auk þess virtist Inger vera orðin rólegri eftir að ég tók hana. Eg veit ekki enn hvernig ég lifðf þessa nótt af. Iðrun og sjálfásak- anir þyrmdu yfir mig. Átti ég kannske að missa Inger sem hefnd fyrir að ég hafði verið eigingjörn og hugsað eingöngu um sjálfa mig? Læknirinn hafði verið hjá okk- ur og skrifað lyfseðil og gefið ráð. Inger hafði sofnað aftur þeg- ar Arvid kom aftur úr lyfjabúð- inni, og nú lá ég og mókti. Arvid sat þegjandi á stól og starði út í bláinn. Eg féll á kné fyrir framan hann og bað fyrirgefningar, en hann virtist ekki vilja heyra það sem ég sagði. — Farðu að sofa, ég skal hugsa um barnið! Við getum talað sam- an á ínorgun. Eg sá að ég gat engu um þokað og gerði eins og hann skipaði. INGER var dálítið skárri dag- inn eftir. Eg bað Arvid um að hvíla sig og sagðist skyldi sitja yfir telpunni. Þá gat hann ekki orða bundist lengur. — Þú vilt gæta hennar núna, þegar hún er veik. Jú, þú ert rétta manneskjan til að trúa fyrir henni. Nei, farðu í félögin þín og bridge-klúbbana. Við höfum ekk- ert við þig að gera hérna. Hérna þurfum við á móður að halda, en ekki barnasálarfræðingi. f?etta voru hörð orð, en undir niðri fann ég að Arvid hafði á- stæðu til að segja þetta. Eg sagði það við hann og lofaði bót og betr- un og bað hann að fyrirgefa mér. En hann vildi engum sættum taka. — Þú skalt fá að vera hérna þangað til Inger er komin úr hættu, en þá skal því líka vera lokið. — Áttu við að við eigum að skilja? Eg gat ekki trúað mínum eigin eyrum. Honum gat ekki verið alvara. — Já, mér er það alvara. Ef þú vilt getur þú búið hérna áfram. Eg get farið með Inger til móður minnar. Hún hefir kannske ekki allar heimsins töflur og yfirlit í höfðinu, en hún kann að fara með börn og er góð við þau, og það hugsa ég að Inger hafi best af. — Arvid, ég heitstrengi að ég skal ekki halda áfram uppteknum hætti. Eg skil að ég hefi breytt rangt, viltu ekki gefa mér tæki- færi til að bæta fyrir það? Eg vissi ekki hvernig ég átti að afbera þetta. Það hafði aldx’ei verið um vöntun á ást að í’æða af minni hálfu. Eg held ekki að nokkurri móður geti þótt vænna um barnið sitt en mér þótti, en ég var forskrúfuð af vísindalegum kenningum um barnauppeldi, kenningum sem ég sannast að segja ski'ldi ekki til fulls. Eg sá fram á að það þýddi ekkert að tala við Ai’vid eins og á stóð, ég varð að bíða þangað til hann yrði rólegri. Án þess að segja eitt ein- asta orð tók ég saman eitthvað af fötum og fór til vinkonu minn- ar og fékk húsaskjól. Méi’ var ó- mögulegt að vera heima eins og á stóð, eftir að mér hafði verið vísað á bug einmitt þegar á hjálp minni þurfti að halda. Daginn eftir hringdi ég heim og spurði hvernig liði og sagði hvar mig væi’i að hitta, ef á mér þyrfti að halda, eða ef Arvid vildi tala við mig. — Það er gott, sagði hann bara. — Eg skal líta inn einhvei’n næstu daga svo að þú getir und- irskrifað hjúskaparslitaskjölin. Og áður en ég gat svarað hafði hann slitið sambandinu. SVO leið ein vika og ég frétti ekki neitt fi’á Arvid. Eg gat ekki borð- að ég var svefnlaus svo að segja allar nætur. Eg var alltaf að hugsa og hugsa. Hvað gat ég gert til að fá Arvid til að skilja að allt yrði gott aftur ef hann aðeins vildi fyrirgefa mér? Hvernig átti ég að fá hann til að skilja að hann og Inger voru það eina í veröld- inni sem hafði nokkuð gildi fyrir mig — allt annað var orðið þýð- ingai’laust og einskis virði. Einn dag síðdegis kom hann, þegar ég var ein heima. Eg sá að hann hrökk við þegar hann sá mig. — Nú er Inger orðin hress. Eg kom til að ganga frá þessum skjölum. — Já, einmitt, sagði ég dauf- lega. Nú gat ég fengið mig til að biðja fyirrgefningar. — Það er kannske best að hafa það svo. Eg tók við skjölunum til að skrifa nafnið mitt. Tárin hi’undu úr augum mér niður á pappírinn. Eg sá ekkert fyrir tárunum og gat ekki skrifað. Eg lagðist fram á borðið með hendurnar fyrir and- litinu og grét eins og ég ætlaði að springa af harmi. Þá fann ég handleggi Arvids utan um img. Hann þrýsti mér að sér og þurrkaði af mér tárin. — Ætli við látum þetta ekki vera nóg, sagði hann rólega. — 1 rauninni hafði mér aldrei vei’ið alvara með að skilja, en ég vildi vekja þig. Fá þig til að skilja þín- ar eigin tilfinningar, og fá þig til að sýna þær á.réttan hátt. En nú var ég farinn að halda að þetta ætlaði að ríða þér að fullu. Og það er víst ég, sem á að biðja fyrirgefningar. Við brostum bæði gegnum tár- in og fórum svo heim glöð og ánægð. Síðan þennan dag hefir alltaf verið samræmi og ástúð á heimilinu, og börnin okkar eru heilbi’igð og ánægð yfir að eiga foreldra sem skilja þau og þykir vænt um þau. Unglingurinn: — Eg er alveg hissa «a, hve illa mér gengur að safna yfir- skeggi. Hann afi minn var nieð 50 sentimetra skegg. Rakarinn: — Þér sækið .þetta lík- liega til hennar ömmu yðar. # — Kvenfólkið er unilarlegt. í morgun fleygði konan mín mér út í vonskukasti og þegar ég kom lieim var hún bálvond út af þvi að ég hefði ■ekki kysst hana þegar ég fór. AUSTUR OG VESTUR. Yoak Pang, flugmaður í her Chiang Kai-shek, sem um þessar mundir er að fullkomna sig í flugi í Ameríku, sýnir kúreka hvernig hann vindur sér í sígarettu. Þeir hittust í Tudcon, þar sem kúrek- inn sýnir listir sínar. IvOMMÚNISTALEIT í PARÍS. — Það var margt af lögregluþjónum fyrir ut- an aðalstöðvar kommúnistasambands- ins C-G-T i París, þegar aðsúgurinn var gerður að félagsskapnum 24. mars. Dyr hússins, sem eru úr steyptu járni voru sprengdar upp og þrír forustu- menn kommúnista handteknir og mik- ið af skjölum tók lögreglan burt með sér. ÁNÆGÐUIt MEÐ FERÐINA. — Tito forseti Júgóslavíu var í besta skapi er hann kvaddi London eftir heimsókn- ina ,og .steig .um .borð. í .skip .sitt, „Galeb“, sem flutti hann heim í ríkh sitt.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.