Fálkinn


Fálkinn - 02.10.1953, Blaðsíða 5

Fálkinn - 02.10.1953, Blaðsíða 5
FÁLKINN 5 Stjörnulestur Eflir Jón Árnason, prentara. Haustjafndæjíur 1953. Alþjóðayfirlit. Lofts- og eldsmerkin eru áberandi í áhrifum. Mikið luigsað 0” ályktað í heimsmálunum, framkvæmdaþrekið og framkvæmdaviljinn áberandi. Margt reynt, en tafir og örðugleikar á veginum. Afstöðurnar eru yfirleilt slæmar, scm orsaka örðugleika á sviði ráðendanna og í utanrikisviðskipt- unum. Sói við austursjóndeildarbring ís- lenska lýðveldisins, en tungl við vest- ur, sem bendir á togstreitu á milli bins andlega og veraldlega, fórnfýsi og ágirndar. Lundúnir. — Sól í tólfta húsi. Sjúkrahús, góðgerðastarfsemi, vinnu- hæli og betrunarhús undir áberandi áhrifum. Örðugleikar ýmsir koma upp í rekstri og meðferð þessara mála. — Satúrn og Neptún í 1. húsi. Stöðnun og deyfð er einkenni í afstöðu al- mennings, en þó gæti andúð og urgur átt sér stað. — Tungl i 6. húsi. Bendir á að afstaða verkamanna versni að einhverju leyti og andúð til ráðenda aukist. — Júpíter í 9. liúsi. Hefir góð áhrif á utanlandssiglingar. Mars í 11. húsi. Urgur og barátta í þinginu og stjórnin á i örðugleikum og fjárhags- afstaðan versnar. — Venus í 10. húsi. Mun Venus halda stjórninni uppi að verulegu leyti. Berlín. — Sól í 11. inisi. Þingið og störf þess munu mjög á dagskrá og veltur á ýmsu, því afstöðurnar eru fremur slæmar. Framtak einstaklinga mun vinna gegn stjórninni og fjár- hagsmálin munu einnig koma til greina og valda örðugleikum. — Ven- us, Merkúr og Plútó í 10. húsi. Stjórn- in á við ýmsa örðugleika að etja, en Venus mun l)ó veita henni styrk ogv bæta aðstöðuna. — Úran í 9. húsii Hefir slæm áhrif á siglingar og spreng- ing gæti orðið í skipi og valdið slysum. — Júpíter i 8. húsi. Hið opin- bera gæti eignast arf við dauðsfall. Moskóva. — Sól, Merkúr og Mars i 10. Iiúsi. Þetta er slæm afstaða fyrir ráðendurna. Örðugleikar ýmsir eru hér á ferð sem berast að ýmsum leið- um, frá utanríkisviðskiptum, ytri og innri áhrifum. Barátta meðal ráðend- anna. — Úran í 9. búsi. Hefir slæm áhrif á utanrikissiglingar og spreng- ing gæti orðið í skipi og urgur meðal kirkjunnar manna. Tungl i 4. húsi. Örðugleikar meðal bænda og búaliðs, óánægja eykst og andstaðan gegn ráðendunum. Júpiter í 8. lnisi. Hið opinbera gæti eignast fé við dauðsfall. Tokýó. — Sól, Merkúr og Úran í 7. húsi. Utanríkismálin mjög á dagskrá og örðugleikar ýmsir á ferðinni, sem berast frá almenningi og bændum. — Venus í 0. húsi. Bendir á bætta að- stöðu verkamanna, en þó munu örð- ugleikar, að mestu vegna urgs frá þeirra bálfu og óvænt og óþægileg at- vik koma í ljós vegna áhrifa frá Plútó. — Júpíter í 4. húsi. — Afstaða bænda ætti að vera sæmileg og veðurfar gott. — Tungl í 1. húsi. Ekki heppileg af- staða almennings. Óánægja og farsótt- ir gætu geisað. Washington. — Sól í 2. húsi. Fjár- hagsmálin munu mjög á dagskrá og afstöðurnar ekki góðar, slæm áhrif frá almenningi og þinginu. — Venus og Plútó i 1. liúsi. Venus styrkir fjár- bagsafstöðu almennings og lieilbrigði ælti að vera góð, en Plútó bendir á saknæma verknaði, sem verða heyrin- kunnir og eru i myrkrum lmldir. -— Júpíter í 11. húsi. Sæmileg afstaða i þinginu og störf þess ættu að ganga friðsamlega.—• Satúrn og Neptún í 3. húsi. Samgöngur eru undir örðugum áhrifum í sambandi við póst, síma og fréttaflutning, útgáfu bóka og blaða. ■— Úran i 12. húsi. Sprenging gæti átt sér stað í vinnuhæli, betrun- arbúsi, sjúkráhúsi eða góðgerða- stofnun. Island. 12. hús. — Sól í húsi þcssu. — Góð- gerðastarfsemi, betrunarhús og vinnu- hæli undir athugun og veitt athygli. Áhrifin varasöm, einkum frá Iaga- legri hlijð, en þó mun þingið koma til greina í bætandi átt. 1. hús. — Venus ræður húsi þessu. — Þetta ælti að vera góð afstaða. Heil- brigði ætti að vera sæmileg og afstaða almennings góð. 2. hús. — Satúrn og Neptún í húsi þessu. — Þetta er mjög slæm afstaða til fjárbagsmálanna. Bankastarfsemi örðug, tekjur minnka og tafir í öllum þeim greinum sem fásl við fjárhags- mál. Saknæmir verknaðir koma í Ijós sem nú eru duldir. 3. hús. — Mars ræður búsi þessu. Barátta og urgur meðal þeirra sem fást við flutninga og á það orsök sína í fjárhagstakmörkunum og launa- greiðslum. 4. hús. — Satúrn ræður húsi þessu. — Örðugleikar hjá bændum vegna sölutregðu, en þó munu siglingar og sala sjávarafurða látið leggja til upp í lcröfurnar. 5. hús. — Satúrn ræður húsi þessu. ■— Tafir og örðugleikar í rekstri leik- húsa og skemmtistaða. G. hús. — Júpíter ræður húsi þessu. — Góð afstaða verkamanna og ýmis- legt verður gert til þess að lyfta undir atvinnuaukningu, einkum gcgnum útflutningsverslunina. 7. hús. — Tungl i húsi þessu. — Hefir slæmar afstöður. Truflanir og örðugleikar í utanríkisviðskiptum. Konur undir örðugum áhrifum og verða fyrir aðköstum. Óheillavænleg atvik og saknæm koma i Ijós. 8. hús. — Mars ræður húsi þessu. — Ekki líklegt að ríkið eignist fé að erfð- um á meðan þessi áhrif ríkja. 9. hús. — Júpíter er í húsi þessu. — Ætti að vera sæmileg afstaða fyrir siglingar og viðskipti, en slæm áhrif og truflandi koma þó frá almenningi og ráðendum. Víxlspor stigin. 10. hús. — Úran í húsi þessu. — Slæm áhrif á ríkisstjórnina og að- stöðu hennar. Óvæntir örðugleikar steðja að. Stjórnin verður að hafa nánar gætur á tiltcktum sínum ef hún á að fljóta. 11. hús. -— Plútó i lnisi þessu, ásamt Venusi. — Leyndar misgerðir koma i ljós í þingiiiu og myrkraverk birt- ast. Ritað 12. sept. 1953. Forstjórinn: — Þér verðið að hætta — ég segi yður upp! Skrifarinn: — Hvað hefi ég eigin- lega gert? Forstjórinn: — Það er einmitt ]>að sem ég er að velta fyrir mér. — Mamrna, livers vegna er svona lít- ið hár á lionum pabba? — Það er af því að hann liugsar svo mikið, væni minn. — Mamma — hvers vegna hefir þú svona mikið hár? Forseti Frakklands fagnar miðstjúrn Alþjóðasambands „Stefjanna" með heimboði. Á myndinni sést fremst vinstra megin forsetinn herra Auriol halda ræðu, en á miðri myndinni fremst svissneska tónskáldið Arthur Honegger, forseti Alþjóðasambandsins. Hdmsflokkar Reykjavíhur eru oð byrja vetrurstaifii Starf námsflokkanna er orðið all umfangsmikið sem sést m. a. af því að kennslan fer fram í li. u. b. 50 flokk- um. Námsgreinar eru l(i. Auk hinna vanalegu skólanámsgreina má nefna ísl. bókmenntir þar sem kennsla fer að mestu fram í fyrirlestrum, sálar- fræði, sem einnig er kennd í fyrir- lestrum, vélritun, bókfærsla, spænska og upplestur. Handavinnukennsla er i kjólasaumi, barnafatasaumi, ahn. vélsaum og föndri, en föndrið er bæði fyrir pilta og stúlkur. í tungumálum og stærðfræði eru flokkar sem sér- staklega eru ætlaðir þeim, sem búa sig undir stúdentspróf. Einnig eru sérflokkar fyrir gagnfræðinga. Segul- bandstæki er notað við kennsluna. Tflarilyn THonroe svarar spurningum álarilyn Monroe kallar ekki allt önnnu sína, þegar hún svarar spurn- ingum blaðamanna. Áður en langt um líður munu tilsvör hennar verða orð- in jafnfræg og váxtarlag (92 cm. um brjóst, 58 cm. um mittið og 85 cm. um mjaðmir). Hér fer á eftlr úrdráttur úr blaðaviðtali: Spurning: „Stundið þér mikið sól- böð?“ Svar: „Nei, ég kýs helst að vera ljós á kroppinn." Spurning: „Hvað finnst yður um ástina?“ Svar: „Ástin er hluti af náttúrunni, og ég er náttúrudýrkandi." Spurning: „í hverju sofið þér?“ Svar: „Chanel nr. 5.“ En frómt frá sagt, þá eru flest svörin ekki hugsuð af Marilyn sjálfri. Það er maður að nafni Joe Schenk, sem hugs ar fyrir hana. Hann liefir samið lang- an lista af svöruni við spurningum, sem blaðamcnn eru vanir að bera fratn við kvenfólk eins og Marilyn Monroe. .Toe gerir alla samninga fyrir bana og annast eignir hennar. Hann befir að- eins reiðst benni einu sinni. Það var þegar hún ætlaði að giftast baseball- leikaranum Joe DiMaggio. Honum fannst það fljótræði, svo að Marilyn sleit trúlöfuninni. Ein spurningin á lista Joe Schenk er ])essi: „Talið þér um baseball við Joe DiMaggio?“ „Nei,“ svarar Marilyn, „svo langt er það ekki komið.“ Nú er komin út bók um Marilyn Monroe (Tliat Girl Marilyn) og höf- VERÐLAUNAÞRAUT: »Kínmska dsgradvölin« Verðlaun kr. 500.00 og kr. 200.00 47. 48. Hér konta nr. 47 og 48, og í næsta blaði koma svo siðustu þrautirnar nr. 49 og 50. Þá mun einnig verða skýrt frá því, ltvenær ráðningar þurfa að hafa borist blaðinu í síðasta lagi, óg hvaða ntánaðardag dregið verðttr um verðlaunin. En eins og lekið hefir verið fram áður, munum við áætla ykkur nægan tinia, til að koma siðustu ráðningunum til blaðsins áðttr en dregið verðttr, jafnvel þeim sem i afskekktustu byggðum búa. undurinn er enginn annar en leik- konan Jane Russel. Hún segir að Marilyn sé „einlæg og tilfinninga- næm.“

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.