Fálkinn


Fálkinn - 02.10.1953, Síða 13

Fálkinn - 02.10.1953, Síða 13
FÁLKINN 13 alltaf að vinna síðdegis, og Iris og Rósalinda urðu þvi að halda sig saman — ásamt prins- inum. En vitanlega hafði verið tekið eftir þess- um ferðalögum. — Ætlið þið út með prinsinum í dag? spurði Suzette einu sinni. — Já, hánn ætlar að sýna okkur fornu graf- irnar við Fayoum, sagði Rósalinda. Suzette hló. — Hann er heitur í ástum, er það ekki? — Hver? Prinsinn? Hann hefir að minnsta kosti miklar mætur á Iris, ef þú átt við það. En það gera allir karlmenn. — Iris! Hver var að tala flm Iris? Þú veist jafnvel og ég að það ert \m, sem prinsinn er að dingla við. — Suzette! — Suzette, já. Þú getur sparað þér þennan sakleysissvip. Prinsinn er vitlaus eftir þér. En þú ert kannske ekki alveg viss um hann ennþá .... Hvað skyldi ónefndur maður segja, ef hann vissi um þetta flakk þitt með prinsinum? Rósalinda skalf, en vildi ekki láta Suzette sjá hve reið hún varð. — Þér skjátlast, Suz- ette. En þér er alveg frjálst að segja ónefndum manni hvað ég aðhefst. Segðu honum hvað sem þú vilt! Eg skal ekki halda aftur af þér. Þær horfðust stundarkorn í augu, fokreiðar báðar. Svo hreytti Suzette út úr sér: — Þakka þér fyrir, en ég ætla ekki að bera slúður um þig. Eg er víst ekki eins fín og þú, en ég veit þó hvað er sæmandi........... Svo strunsaði hún út og Rósalinda sat eftir og horfði í gaupnir sér. Eg hefði ekki átt að taka þessu svona, hugsaði hún með sér ag fékk samviskubit. Suzette er næm og ímynd- unarveik, og elskar John út af lífinu. Hún er undarleg stúlka. Og hún hefir rétt að mæla: hún hefir sómatilfinningu og er heiðarleg. Jafnvel þó að hún geti orðið vond þegar hún reiðist, mundi hún vafalaust aldrei bera róg og bakmælgi. John hafði haft rétt fyrir sér er hann sagði einu sinni að margt gott væri í Suzette. Orð Suzette: Þú veist jafn vel og ég að það ert þú, sem prinsinn er að dingla við, héldu áfram að klingja í eyrum Rósalindu það sem eftir var dagsins. Var þetta satt? Aðeins fáum sinnum hafði framkoma prins- ins bent í þá átt. En Rósalinda hafði verið hrædd við að viðurkenna þetta með sjálfri séi'. Sama daginn síðdegis — í reiðtúrnum frá Fayoum — fékk hún svar við spurning- unni.......... Þeim hafði dvalist lengur við grafirnar en ætlað var, og hestarnir voru farnir að ókyrr- ast. — Við skulum lofa þeim að sprikla, sagði Iris og svo hleyptu þau öll á sprett í sandinum. Þegar þau höfðu riðið svo sem stundarfjórð- ung fann Rósalinda að eitthvað var að hnakkn- Hvar er strandvörðurinn? um hennar. Hann fór allt í einu út í aðra hliðina og um leið missti hún stjórn á hest- inum, sem fældist og hljóp allt hvað af tók. Rósalinda hélt sér dauðahaldi en hafði fest hægri fqíinn í istaðinu, og þegar hesturinn hljóp útundan sér missti hún alveg taumhald- ið......... Hún heyrði aðeins hófaskellina og lokaði augunum, lömuð af hræðslu. Á sama augna- bliki fann hún að henni var lyft, fóturinn losn- aði úr ístaðinu — og hún sat á hesti prinsins! Sterk hönd hélt um hana, en hesturinn hélt áfram á sömu fleygiferðinni. — Þökk, stamaði hún og tók andköf og reyndi að rétta úr sér á hnakkboganum hjá prinsinum. — Hvernig gátuð þér . . . . ? Rödd- in þagnaði og hún starði agndofa á andlitið bak við sig. — Við .... við ríðum i öfuga átt! æpti hún. Takið utan um hana varð fastara, maðurinn svaraði ekki en eldur brann úr aug- um hans. Svona héldu þau áfram á fleygiferð yfir sandana. Svo nam pi’insinn staðar og linaði á takinu um Rósalindu. — Hélduð þér að ég ætlaði að nema yður á burt? — Það var svo að sjá um tíma .... Rósa- linda reyndi að hlæja, en röddin var óstyrk. — Það munaði líka minnstu að ég gerði það — í augnabliks brjálæði, sagði hann og setti hana af baki. — Eigið þér við . .. . er yður alvara? Rósa- iinda fékk ákafan hjartslátt og stokkroðnaði. Eitt augnablik óskaði hún að hann hefði gert það. I fyrsta skipti á ævinni skildi hún hvað ástríða var. Hún lifði ríkar en hún hafði nokk- urn tima gert og með klökku hjarta hugsaði hún með sér: Ef það aðeins hefði verið John^.......... ALI prins hafði snúið sér frá henni án þess að svara, og kom nú aftur og teymdi hest Rósalindu, sem hafði stansað þegar hinn hest- urinn gerði það. Iris hafði náð í þau aftur. — Þetta var ljómandi sýning! sagði hún. — Já, var það ekki? Rósalinda var með móð ennþá. — Eg hélt að mín síðasta stund væri komin. Prinsinn athugaði hnakkinn á hesti Rósa- iindu og' tókst að dytta að gjörðinni, svo að Rósalinda gat setst í hann aftur. — Eg vona að þér séuð ekki svo hrædd að þér getið ekki riðið heim? — Nei, nei. Og þakka yður innilega fyrir . .. . ég veit ekki hvernig ég á að orða það en þetta er það djarfasta, sem ég hefi séð .... Hann brosti og hjálpaði henni á bak. Þegar hún tók við taumunum af honum mættust augu þeirra, föst og alvarleg. Og nú skildi hún að Suzette hafði rétt fyrir sér. Hún fölnaði og brúnu augun sýndu ótvírætt að henni var órótt innanbrjósts. En prinsinn brosti aftur og steig á bak. — Eg má ekki vera hrædd við hann, hugs- aði Rósalinda. Hann er vinur minn. En gat vináttan haldist eftir þetta? Ó, ég vildi óska að þetta hefði aldrei komið fyrir, hugsaði hún með sér og reyndi að depla augunum til að eyða tárunum sem blinduðu hana. Þau riðu samsíða og fóru hægt og litu ekki hvert á annað. öll voru hugsandi. Þetta at- vik hafði valdið alvarlegri truflun á hinum undarlega kunningsskap þeirra þriggja .... Það var ekki Rósalinda ein sem hingað til hafði forðast að horfast í augu við raunver- una. Ali prins hafði líka lifað í eins konar draumatilveru. En eftir að hann hafði afhjúp- að, að hann var ástfanginn í Rósalindu viður- kenndi hann þessa ást fyrir sjálfum sér. Hjá Iris markaði þessi ferð timamót. Hún hafði aldrei farið dult með að henni litist vel á Ali, en samt var þetta tilfinning, sem hún gat ráðið við. En þegar hún sá prinsinn teygja sig fram og þrífa Rósalindu í fang sér og setja hana fyrir framan sig í hnakkinn og þeysa af stað, blossaði ástríðan upp í henni svo að hún gat ekki ráðið við. Ó, ef það hefði verið hún! Iris hafði alltaf verið ástleitin og blóð- heit, en hafði aldrei verið jafn gagntekin af nokkrum manni og af Ali. — Eg verð að fá hann til að bjóða mér í bílferð á morgun, hugsaði hún .... en án þess að Rósalinda verði með okkur............ Ef þau tvö hin hefðu ekki verið svona hugs- andi mundu þau hafa tekið eftir roðanum í andliti hennar, sem venjulega var svo fölt. Augun voru líkust því og hún hefði hitasótt ADAMSON Furðnleg þróun.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.