Fálkinn


Fálkinn - 02.10.1953, Blaðsíða 9

Fálkinn - 02.10.1953, Blaðsíða 9
„FÁLKINN 9 Hún þagnaði allt í einu, þa'ð var eins og þegar skrúfað er fyrir útvarp. Hann var einmitt að rétta út höndina eftir glasinu, en liætti líka og höndin var kyrr á lofli. Hún starði á höndina, og með hægri hendinni greip hún í stólbríkina, eins og hún væri lirædd um að hönd hennar drægist að hend- inni á honum. Þetta voru galdrar, mjór titrandi leyniþráður vafðist milli þeirra. Gern- ingur á líkama og sál. Hvel'l kvenrödd kallaði: — Sandy! Ó, eiskan mín. En livað var gaman að sjá þig! Nú greip hann um glasið, drakk upp úr því og sagði ofur hversdagslega: — En hvað það er misnotað þetta orð „elskan min“. Eg gæti aldrei sagt „elskan mín“ við konu sem ég elskaði. — Búa ekki flestir karlmenn til kjánaleg nöfn á konuna sem þeir elska? spurði liún. — Eg held að ég mundi kaila hana „mín elskaða", sagði hann. Andlit hennar var áberandi fölt í sólskininu. — Hvernig vissuð þér það? lá lienni við að segja, því að í hinum leyndu dranmum hennar, sem í rauninni alls ckki voru draumar, hafði máðurinn nlltaf sagt við han.a: „mín elskaða“. Nú var salurinn kringum þau orðinn eins 'og leiktjöld og fólkið eins og brúður. Jafnvel konan sem hafði kall- að á Sandy var ekki raunveruleg. Hún sagði mjúkt, nærri því hátíð- legn: — Er þetta ekki undarlegt? — Hvað? Að við skyldum hittast ng tnla saman —■ svona? — .Tá, og hvað um það? — Alnn kemur hingað til að finna mig eftir hálftíma. — Og konan mín kemur bráðum aflnr. Verið þér ekki svona áhyggju- ftdl á svipinn — það er ekki annað en vitleysa. Vérið óhrædd, ég skal verða kominn í hinn endann á salnum þegar unnustinn yðar kemur. Hún sat þarna þögul og eins og á nálum, hún taldi mínúturnar, tók farða og varalit upp úr töskunni, leit ekki á liann eitt augnablik. Hann hélt áfram að tala: Eg held maður verði sæll af því að gera það sem er rétt og skynsamlegt og full- nægjandi sjálfum sér og öðrum. í lif- inu, i hjónabandinu, i öllu eyðir fólk miklum tima í að leita að því, sem þnð getur aldrei cignast. Og það særir sjálft sig um leið. Það verður að finna meðalveginn. Hún sagði ekkert. — Aldurinn skiptir líka miklu máli. Ungir hæfa ungum, hvernig sem mað- ur reynir að ímynda sér eilthvað an nað. Hann brosti og ætlaði að reyna að fá hana lil að brosa líka. — Eg reyni að miðla yður ofurlítilli visku frá mið- ahlra manni. Ilún brosti veikt og eftir þetta hafði hún ekki augun af andlitinu á lionum, það var eins og hún reyndi að inn- prenta sér hvern andlitsdrátt hans. — Heyrðuð þér það sem ég var að segja, sagði hann mjúkt. — Já, ég gerði það .... og ég skildi það. Þakka yður fyrir. Hún talaði stirðbusalega og öll orð- in sem liana 'langaði til að segja lilóð- ust eins og kökkur í hálsinn á henni., Hann spratt upp, rak sig í borðið og velti glasinu. Hann hafði misst á sér stjórnina. — Gerið eins og ég segi, sagði hann kuldalega. — Lifið lífinu! Hann var að ganga út að dyrunum þegar dökkhærð, áburðarmikil kona kom iiin. —■ Halló, elskan mín, sagði hann. — Þú varst lengi. Við skulum aka beint heim — ert þú ekki á sama máli? Þau gengu út saman, stúlkan sá þau fara. Þetta var byrjunin, luigsaði hún með sér. Það var minna en byrjunin. Ef hann hefði verið tuttugu árum yngri og ógiftur, eða ef ég hefði verið eldri, ef enginn Alan væri til, ef .... Hann var maðurinn sem ég átti að liitta, ég veit það — ég veit það. Þjónninn kont og tók burt kaffi- bakkann og glasið sem lá á hliðinni. Á stólnum sent gesturinn hafði setið í var ekkert að sjá. Þar var ekkert eftir, hugsaði hún með sér, alls ekk- ert. Ekkert nema hryggðin sem nú var innst í hjarta hennar og sem ekki hafði verið þar áður. Klukkan var hálffjögur. Alan kom aldrei of seint. Ilún stóð upp brosandi þegar hann kom inn i ársaþnn. * Á Jóniskueyjunum, syðst i Adría- hafi og við vesturströnd Grikklands, hófust ferlegir jarðskjálftar 9. ágúst, og héldu þeir áfram næstu viku alla. Hafa jarðskjálftarnir kostað mörg hundruð mannslíf, en mörg þúsund særðust meira eða minna. Um 120.000 rnanns hafa misst hús og heimili. Ainos, sem er hæsta fjallið á eyjunni Kefaloniu rifnaði í tverint og viða voru sprungur í jörð, og var talið lik- legt að sumar eyjarnar mundu sökkva í sjó, en nú segja jarðfræðingarnir enga hættu á þvi. — Eldur kom upp í bæjunum í sambandi við jarðskjálft- ann og brunnu sumir þeirra til ösku. Lygilegt en satt þó. Þegar Huey Long senator frá Louisiana hélt ræðu i lSVa tima sam- fleytt, kom hann eing og gefur að skilja víða við. Meðal annars sagði hann á- heyrendum frá hvernig þeir ættu að steikja ostrur, hvernig kaffi væri hitað í Louisiana og hve miklu betra það væri en skolpið sem maður fengi i Washington, og hvernig maður ætti að hreinsa aspargus. — Glen H. Taylor hélt einu sinni ræðu i 13 tima til að mótmæla almennri herskyldu. Meðan á ræðunni stóð fékk hann simskeyti frá húsfreyju einni, og þótti gott að fá efni til tilbreytingar í ræðuna, las hann það upp: „Borgarar landsins mega gleðjast yfir því að þeir eiga heiðarlegan senator, sem rækir skyld- ur sínar ..“ Þegar liér var komið lestr- í einum bænum stóð ekkert eftir nema kirkjan, skólinn og ráðhúsið. Bandamenn höfðu flota-æfingar í Mið- jarðarhafi er jarðskjálftarnir hófust, og var mörgum herskipum stefnt þangað til að hjálpa, og síðan hefir mikið af mat og meðulum verið sent til eyjanna, en þó var lengi hörgull á blóði til að dæla í sjúklingana. Nú fyrir skömmu urðu einnig miklir jarð- skjálftar á eynni Kýprus i austanverðu Miðjarðarhafi, eigi allfjarri hinu jarð- skjálftasvæðinu. Þar létu 39 manns lifið og 100 særðust, en fjöldi fólks varð heimilislaust. inum spratt annar öldungardeildar- upp og krafðist þess að Taylor settist og tekið væri af honum orðið, því að hann hefði gefið í skyn, að ekki væri til nema einn lieiðarlegur senator. Forseti deildarinnar var sain- mála og Taylor varð að hætta. Þingmennirnir á Nýja Sjálandi urðu talsvert hissa á þingfundi einum árið 1946. Umræður voru orðnar langar um mál, svo að þingmaðurinn Clyde Carr þóttist þurfa að stytta sér stund ir. Hann tók upp sokkapar og fór að stoppa göt á hælunum. # Forrester hershöfðingi hefir líklega þagnarmet enska þingsins. Hann var þingmaður fyrir Muc Wenlock-kjör- dæmi í 40 ár, en hélt aldrei ræðu á Framhald á bls. 10. EFTIR JARÐSKJÁLFTANN. — Páll Grikklandskonungur gerði sér ferð til Jónísku eyjanna eftir að jarðskjálft- arnir miklu gengu þar, fyrri partinn í ágúst. Hér sést konungurinn vera að hugga gamlan mann, sem hefir misst aleigu sína í jarðskjálftunum. GÖMUL KONA á Kýprus yfir hrundu húsi sínu. Hún hefir misst aleigu sína og horfir döprum augum á liin forgengnu verðmæti, sem hún hafði skapað með elju og dugnaði allt sitt líf. Og líkt er ástatt um þúsundir manna á jarðskjálftasvæðunum við austanvert Miðjarðarhaf í dag. Hrikalegir jarðskjálftar

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.