Fálkinn


Fálkinn - 02.10.1953, Blaðsíða 6

Fálkinn - 02.10.1953, Blaðsíða 6
6 FÁLKINN Ný spennandi ástar- og leynilögreglu se.ga eftir Phyllis Hambledon. Leyndnvdómuv (2) sffstranna „Þýðið bréfifS fyrir hann!!“ skipaði „Og ég á einnig mjög auðvelt með að Suzy. „Þá trúir hann mér ef til vill.“ Eg gerði það og þó með erfiðismun- um, því að ýmislegt í bréfinu bar keim mállýsku. En lauslega l)ýlt var það eittbvað á þessa leið. „Kæra mamma. Eg skrifa þetta bréf til að krefja ])ig í þriðja sinn um rúbínbálsmenið. Eins og þú veist var það cign móður minnar, svo að þú hefir raunar engan eignarrétt á því, enda þótt faðir minn hefði leyft þér að bera það meðan þú lifðir. Flokkur minn þarfnast peninga, og það mundi koma í góðar þarfir. Eg tek það fram að sendir þú það ekki kem ég sjálfur og sæki það, því að ég' er ekki svo langt frá þér. Eg vil ó- gjarnan beita þig valdi, en sú aðferð er orðin mér eiginlegust. Eg mun tæp- lega fara jafn vel að l>ér og Þjóðverj- arnir — þú áttir auðvitað ekki annað skilið af þcim. Eg ráðlegg þér að vinna ekki til annars af mér! Með öðrum orðum, háiskeðjuna nú þegar, án frekari vifillengja." Denis. „Hamingjan sanna, þetta hljómar óneitanlega svakalega," sagði Martin, en ég heyrði að hann tók þetta ekki bókstaflega. En það gerði Suzy hins vegar. „Eg sagði Mollý, að hún skyldi láta hann liafa hálsmenið,“ sagði hún. „Það er að vissu leyti rétt sem hann segir, liann á kröfu tit þess. Og Mollý frænka á svo mikið af skartgripum. En luin vill það ekki. Hún batar bann. Hann hefir alltaf verið ósvífinn við hana og dylgjað svívirðilega um þýsku liðs- foringjana sem leigðu lijá henni. Hún átti ekki annars úrkosta. Þegar þeir voru bvort sem var, var þá ekki betra að sýna þeim kurteisi? Og svo hatar Denis og fyrirlítur auðvitað Sebast- ian.“ „Ný söguhetja kemur til sögunnar,“ sagði Martin glettnislega. „Hver cr þá þessi Sebastian?" Mér fannst ég heyra það á rödd Suzy, að luin væri eins og á verði. „Hann heitir Sebastian Guevara. Eg býst við að þér mynduð kalla hann vin eða skjólstæðing, Mollý. Hann var atvinnudansari á gistihúsi, þegar Mollý kynntist honum, en nú er hann það ekki lengur, því að hún keypti handa 1 honum fastcignasölu. Hann dvelst oft í Bláskógahúsinu. Hann fer með Moilý frænku á dansleiki og ekur bifreiðinni, eftir vinnutíma bifreiða- stjórans ....“ „Sem ég er lifándi .... atvinnu- elskhugi!" hrópaði Martin. Eg sá mér til undrunar að Suzy roðnaði. Þessi athugasemd féll henni auðsjáanlega ékki vel í geð. „Þetta var illkvittnislega sagt,“ sagði lnin. „Og þetta sagði Denis líka. En Sebastian cr aðlaðandi maður, en þrátt fyrir það seinur þeim ekki hon- um og Ðenis.“ „Eg verð að segja að ég get ekki áfellst Denis fyrir það,“ sagði Martin. skilja þáð, að maður, sem verið hefir í andstöðuhreyfingunni, hljóti að for- dæma umgengni frú Frenier við þjóð- verjana. Eg er með öðrum orðum hræddur um, Suzy, að hún sé ekki miklum skapgerðarkostum gædd, þótt hún sé óneitanlega viðfelldin kona.“ Eg skynjaði, að hann hafði innilega samúð með Denis, sem hafði hætt lífi sínu á margvíslegan hátt fyrir föð- urlandið og jafnvel verið pyntaður fyrir sannfæringu sína. „Þér gerið úlfalda úr mýflugunni.“ Hann brosti letilega. „Þér gerið yður grillur úl af smámunum," sagði bann. „Yður skjátlast — ég veit að yður skjátlast!“ hrópaði Suzy. „Þér þekkið Denis ekki eins vel og ég. Eg þekki líka aðra úr andstöðuhreyfingunni, og þeir svifast einskLs. Denis er ákaflega ófyrirleitinn. Og þetta er aðeins eitt bréf af mörgum. Eg tók það með til að sýna Monsieur Dugant það — hann er lögfræðingur Mollý frænku. Sum þeirra eru jafnvel verri en þetta. Það síðasta kom morguninn áður en við fórum og það var aðeins ein lína . . tilvitnun úr biblíunni eitthvað á þá leið, að bún ætti ekki langt eftir ó- lifað.“ Martin hló dátt. „Þessi ágæti Dcnis virðist liafa til- hneigingu til að ýkja.“ „Eg er sammála Suzy,“ Sagði ég. , Það gæti vel verið hætta á ferðum. Búbinhálsmenið hlýtur að vera margra þúsunda virði.“ „Það veit ég að það er,“ sagði Suzy. „Og Denis gerir sér einnig fulla grein fyíir því. Hann veit Hka hvar Mollý geymir það — í traustum skáp i svefnherbergi sínu. Skápurinn er læstur, en hún er oft svo skeytingar- laux að láta lykiiinn liggja á nátt- borðinu sinu. Þess vegna er mér illa við að bún fari á undan mér. Jósefína og Pierre eru vissulega mjög áreiðan- leg, en þau sofa á efstu hæðinni.“ „Eg skál segja yðtir hvað ])ér ættuð að gera. Þegar þér komið heim aftur ættuð þér að fá Mollý til að koma meninu i bankann til geymslu. Það finnst mér rétta lausnin.“ Suzy var vonsvikin á svip. „Er þetta allt og sumt sem þér viljið gera fyrir mig?“ spurði hún auðmjúk- lega. „Hvað annað gæti ég gcrt?“ Hún leit upp og á liann. Augu henn- ar voru hrífandi blá umjir löngum dökkum bráhárum. „Komið og dveljist hjá okkur í Blá- skógum,“ bað hún, „þó að ekki væri nema eina viku — jafnvel aðeins eina helgi!“ Hún sneri máli sínu að mér. „Og þér, Rósalinda — má ég ekki kalla yður það — ég hefi svo oft heyrt talað um yður.“ Ef þið komið bæði með mér, þá getur verið að ég átti mig á því, að þetta sé allt tóm vitleysa. Ef til vill tækist mér þá að losna við þennan hræðilega ótta ....“ Einmitt það, hugsaði ég. Hér býr eitlhvað undir. Býr hún þessa sögu til, til þess cins að fá okkur með sér til Bláskóga? Eð öllu heldur til þess að fá Martin þangað? Hún er á mjög lirifnæmum aldri, og lnin verður ef- laust farin að leggja handleggina um háls honum, áður en við erum búin að dveljast þar þrjá daga. Þannig var mál með vexti, að Jiað hvarflaði ekki að mér að Martin liti nokkru sinni við annarri konu en mér. Hann hafði sem sé aldrei gert það — en það var vissulega engin trygging fyrir því að hann ætti ekki eftir að gera það! „Auðvitað er engin hætta á ferðum, litli kjáni!“ sagði Martin. „Denis fær fljótt leið á að stríða stjúpu sinni og snýr sér að einhverjum öðrum. En hvað finnst þér Rösalinda, eigum við að skreppa þangað? Boðið er afar freistandi og ég vildi gjarnan kynnast Denis og Sebastian raunar lika. Eg befi aldrei áður komist i tæri við at- vinnuelskhuga! Hvað segir þú, Rósa- linda, heldirðu að við hefðum ekki gaman af þvi ?“ „Segið já, Rósalinda?“ sagði Suzy biðjandi. Hvað átti ég að segja? Átti ég að leika hlutverk hinnar ströngu barn- fóstru og.segja þvert nei? Mig hafði raunar langað sjálfa til Bláskóga, og ég var ekki í vafa u-m, að það myndi engum ofsögum sagt af gestrisni Mollý. Eg hafði aðeins hafnað boðinu, vegna þess að Martin virtist svo um- hugað um að taka til starfa. Þegar á allt var litið var ég áfjáð í að fara til Bláskóga, hvað sem þar kynni að koma fyrir. Og sú varð raunin á að dvöl okkar þar reyndist viðburðarík! „Við skulum þá koma og segja MoIIý að okkur liafi snúist hugur,“ sagði ég. Suzy varð himinlifandi, ' eins og vænta mátti. „Ilaldið þið að það verði ekki gam- an fyrir okkur öll?“ sagði hún. 2. KAFLI. Næsta morgun ókum við Martin Mollý Frenier á flugvöllinn. Hún var í rauðköflóttum frakka og bar hatt prýddan Ijósbleiku neti. Hún veifaði okkur og brátt hvarf vélin i suðurátt yfir hafið. Alice frænka var fegin að sjá henni á bak. Það mátti skilja á henni, að hvað liana snerti, væru gamlir vinir ekki alltaf þeir bestu. „Hún er svo hcimsk,“ sagði hún með ákafa. „Og öll þau smyrsli og snyrtivörur sem hún klínir á sig! Og hvíta hárkollan kórónar meistara- verkið. Svo leiðist mér 'allt þetta jivað- ur um skólaárin. Ilún ætti að vera bú- in að gleyma þvi fyrir löngu. Það eru aðeins beimskingjar, sem alltaf þvæla um löngu liðna daga — rétt eins og ekkert markvert hafi skeð siðan! Eftir á að hyggja, Suzy Grayson hringdi áð- an. Hún ætlaði að hringja aftur.“ Og það gerði hún, um það bil tíu mínútum síðar. Rödd hcnnar var blið og vingjarnleg og hinn franski fram- burður enskunnar hjá henni var sér- lega heillandi. „Eg hefði gjarnan viljað kveðja Mollý frænku," sagði hún. „En ég verð of sein. Rósalinda, viljið ])ið Martin ekki koma með mér á dansleikinn í kvöld? Það verður ágæt hljómsveit og ég þekki fyrirtaks fólk, sem við getum verið samferða. Það myndi gleðja mig mjög ef ])ér segðuð já.“ „Það er vel boðið, og ég býst við að það sé ekkert til fyrirstöðu,“ svar- aði ég. Eg ráðfærði mig við Martin, sem reyndist vera á sömu skoðun. Alice frænku þótti hugmyndin ágæt og lán- aði hifreið sina til fararinnar. Við ók- um til St. IJelier og fundum brátt um- rætt gistihús. Það var mjög rikmann- legt og íburðarmikið. Suzy minnti mest á álfamær. Ilún var í snjóbvít- um viðum kjól úr netofnu efni, og bar skinandi eyrnalokka með bláum stein- um. Edgar Fincb var mcð henni og cnn fremur ein hjón, sem reyndust vera viðfelldnasta fólk. Þau hétu Biddy og .Tim, og þegar við höfðum öll drukkið glas af vinblöndu fórum við inn í danssalinn, og vorum öll þá komin i bezta skap. Martin snéri sér að mér, en Suzy varð fyrri til. „Æ, Martin, viljið þér ekki dansa þennan dans við mig! Mig langar svo afskaplega lil að dansa við yður!“ Við brostum öll. Hún var svo óum- ræðilega barnaleg þegar hún sagði þetta. Martin brosti einnig, og lagði handlegginn yfir um hana, og þau dönsuðu út á gólfið. Edgar Finch var sá eini sem liorfði þungbúinn á hana. Hún verður undrandi. hugsaði ég dá- litið illkvittnislega. Mér finnst gaman að dansa við Martin, af því að ég elska hann, en það er synd að segja að hann dansi vel. Edgar Finch bauð mér upp. Hann dansaði prýðilega. Eg dansaði svo næsta dans við Martin og síðan við Jim. Þannig byrjaði kvöld- ið, en það átti eftir að breytast, og það var Suzy sem stóð fyrir því. Það kom á daginn að hún ætlaði að eyða kvöldinu með Martin, og henni tókst að koma vilja sinum fram. Hún hegðaði sér eins og einþykkur eigingjarn krakki — hrífandi krakki að visu — sem enginn þorir að láta á móti af ótta við uppistand. Einstaka sinnum tánaði hún okkur Biddý hann — allra mildilegast, en venjulega spratt hún á fætur um leið og hljóm- sveitin byrjaði og rétti honum liend- ina. „Þetta er okkar dans, Martin." Mér fannst raunar, að hann gæti gert eittlivað til að koma i veg fyrir þetta. Það er vissulega hægt að vísa kenjóttum krökkum á luig á bæversk- an bátt. En það gerði hann ekki. og innan skamms tók andrúmslpftið við borðið að breytast. Eg var liálfgröm, þótt mér jafnframt þætti gaman að, en Edgar var orðinn öskureiðnr. Hann var eflaust mesta Ijúfmenni að eðlis- fari, en þctta var siðnsta kvöld hans mcð Suzy i langan tima, og luin lét sem lnin sæi liann ekki. Hann var ekki nægilcga meinlaus lil að sætta sig við það. Hann fylgdi henni alltaf með aug- unum, einnig þegar hann dansaði við okkur Biddý. Loks gat liann ekki leng- ur á sér setið og ruddist til hennar og bauð hcnni í dans, en enn einu sinni hristi lnin höfuðið. „Mér þykir fyrir þvi, elskan, ég er búin að lofa Martin þessum." Eg sá það á svip Martins, að hún sagði það ekki satt. En hann dansaði við lianá éigi að síður. Hún var smá- vaxin en hann var mjög hár. Hún þrýsti sér unp að honum á þaiíh hátt, að hvaða eiginkonu sem var hlaut að vera raun að, og Edgar gat auðsjáan- I'Cga all'S ekki þolað það. IJann bcit á vörina, og ég sá að hendur hans titruðu. Síðan gekk hann fram í bar- ihn án þess að lita á okkur liinar. Jim, sem fannst að við Biddý hlytum að vera búnar að fá nóg af því að dansa, fór á eftir lionum. Biddý leit á mig. Hún var prýðis- stúlka, og við hefðum eflaust getað orðið vinir. Við hlógum báðar. ,.Suzy er afskaplega vond við Edgar

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.