Fálkinn


Fálkinn - 02.10.1953, Blaðsíða 12

Fálkinn - 02.10.1953, Blaðsíða 12
12 FÁLKINN FRAMHALDSSAGA: Þeiv eiskuéu Skáldsaga eftir Anne Duffield. undarleg 'þrenning, sem hafði lent saman í eins konar blindingsleik, sem átti eftir að enda með skelfingu .... Agatha var ein heima þegar þær komu. Suzette var í klúbbnum. — Hefir nokkur símað? spurði Rósalinda og reyndi að leyna því hve forvitin hún var. — Nei, enginn, svaraði Agatha, — en Kitty kom hingað. Við höfum átt skemmtilegt tal saman. Hún brosti ánægjulega. — Já, ég get vel sagt ykkur hvað það var .... Agatha þagði um stund og horfði hróðug á þær. Rósalinda var undir eins á verði. Átti hún loksins að fá að vita ástæðuna til hins kyn- lega makks þeirra Agöthu og Kitty? — Eg reiði mig á að þið segið engum frá því, hélt Agatha áfram, mjög íbyggin, — en ég er að hugsa um að kaupa húseign Kitty i Englandi! — Kaupa húsið hennar? Það er ómögulegt! sagði Rósalinda forviða. — Hvers vegna? Heldurðu að ég geti ekki borgað það? — Eg átti ekki við það. En húsið er hræði- lega gamalt og afskekkt. Og svo niðurnítt að það hangir varla uppi. Eg-hiefi séð það. Kitty hefir verið að reyna að selja það í mörg ár, en enginn hefir viljað eiga það. — Hægan, hægan, Rósalinda! sagði Agatha hvöss. — 'Hvað er að heyra til þin. Eg veit vel að húsið er í slæmu ástandi, Kitty hefir sagt mér það allt. En ég skal láta gera það eins og nýtt. Þetta er ljómandi skemmtilegur staður. — Það hefir verið það, sagði Rósalinda. — Það skal verða það aftur, sagði Agatha einbeitt. — Og svo býr margt skemmtilegt fólk þarna í nágrenninu. Fínt fólk, skal ég segja þér, einmitt fólk eins og ég vil umgangast. Kitty hefir lofað mér að kynna okkur fyrir því. — Hugsa sér að losna við sótuga reykháf- ana, muldraði Iris. — Eg hélt að það væri svo fullkomið þar sem þið eruð núna, sagði Rósalinda. — Vitanlega, sagði Agatha. — Húsið er gott, en ekki staðurinn. Og við þurfum öðru- vísi nágranna. — En þá gætir þú fengið annað betra hús .... — Rósalinda! Agatha átti bágt með að stilla sig. — Þetta kemur þér ekkert við. Þú hefir hjálpað okkur hérna í Cairo, en nú er mér nóg boðið. Rósalinda þagði. Kitty hafði tekist vel. Rósalinda gat hugsað sér hvernig Kitty hefði tekist upp þegar hún var að segja frá öllu fína fændfólkinu sínu og lofa Agöthu öllu fögru .... Gullin loforð, sem öll yrðu svikin. Undir eins og hún hefði selt húsið mundi hún ekki líta við Green-fjölskyldunni. Hún mátti skammast sín! En hvað gat Rósalinda gert? Ekkert. Að minnsta kosti ekki strax. En kannske .... Hvernig skyldi mr. Green líta 12. Haifa tveir. á málið þegar hann kæmi? Jú, hún var stað- ráðin í að tala við hann. Og það lét hún duga um sinn og fór svo að hugsa um John. Hann hafði ekki símað og ekki var hann í klúbbnum heldur um kvöldið, þegar hún borðaði þar ásamt Green-fjölskyld- unni. En Kitty kom að borðinu til þeirra, iðandi af kæti. — Eg heyri að þú ætlir að selja frú Green húsið þitt, sagði Rósalinda þegar þær voru orðnar einar. — Já, hvað um það? Það var lymska í aug- unum á Kitty. — Það er ekki rétt af þér að selja henni húsið fyrr en hún hefir séð það. — Ekki það? Ætli hún sé ekki sjálfráð um það. Það er ekkert að húsinu, sem ekki er hægt að lagfæra með peningum, og Agatha veður í peningum! Kitty hló harkalega. — Þú veist að það er ekki heiðarlegt. Það er ekki aðeins húsið heldur líka loforðin, sem þú hefir gefið henni. Brosið hvarf af Kitty. — Þú gerir svo vel að vera ekki að sletta þér fram í þetta, Rósa- linda! Haltu þig heldur að Iris og prinsin- um, og hugsaðu um það sem þér kemur við. — Hvað áttu við? — Finnst þér erfitt að skilja það? Hugsaðu þig um og skiptu þér ekki af því sem þig varðar ekkert um. Hún sneri bakinu að henni. Suzette varð líka fokreið yfir þessum sletti- rekuskap Rósalindu. — Þig varðar ekkert um það! Þér er víst illa við að við fáum að koma nærri heldra fólki, en vilt helst hafa alla kunningja þína fyrir þig. Þú ert svo engilbiíð meðan við hlýðum þér, en þér er illa við að við eignumst vini af eigin ram- leik......... Rósalinda gafst upp við að koma fyrir þær vitinu. Suzette er enn reið við Rósalindu og sagði ekki orð er þær riðu út saman morguninn eftir. Rósalinda var þögul og beygð, bæði út af misklíðinni við frú Green og vegna þess að hún heyrði ekki frá John. Hún var í si- fellu að skyggnast í laumi, hvort húh sæi ekki háa manninn í einkennisbúningnum. Það var sjaldan sem John fór ekki í útreiðar- túr á morgnana. Það var ekki fyrr en þær höfðu riðið nokkrar umferðir á brautinni að hún kom auga á hann við klúbbhúsið. Rósalinda var bæði reið og vonsvikin út af John, en þó gat hún ekki að því gert: hjart- að fór að slá hraðar er hún sá hann. Þegar þau voru komin nærri hvort öðru var hún allt í einu hrædd, sneri hestinum allt í einu frá og þeysti á burt. — Halló, Rósalinda! kallaði John og þeysti á eftir. Hinir hestarnir urðu ókyrrir og reiðmenn- irnir sendu þeim tóninn. — Hvaða tiltektir eru þetta? sagði gam- all ofursti fokvondur. — Halda þessir ungl- ingar að reiðvöllurinn sé sirkusbraut? En nú hafði John náð í Rósalindu: — Stansaðu, Rósalinda! Ilún hlýddi og þau sveigðu bæði út á braut- arjaðarinn til að rýma fyrir einhverjum, sem fóru hjá. — Hvers vegna þeystir þú svona burt? spurði hann. — Eg veit ekki. Hún forðaðist að líta í aug- un á honum. — Það var víst eins og hver önn- ur vitleysa. Allir eru víst eitthvað brenglaðir um þessar mundir, held ég. — Varstu að flýja mig? — Þig? Hví skyldi ég flýja þig? — Mér fannst það helst. Og ég skal ekki áfellast þig. Við erum víst öll eitthvað brengl- uð núna. — Ekki þú, svaraði hún. — Þú gætir aldrei gert neina vitleysu. Röddin var dálítið beisk, gerólík venju. Hann sperrti uppa augun og horfði á hana. — Eg er hræddur um að framkoma mín hafi ekki verið vítalaus, Rósalinda. Hún hló til að reyna að láta sem minnst bera á hver órótt henni var niðri fyrir, og sagði glaðlega: — Þú tekur öllu of alvarlega, John. Svona .... getur alltaf komið fyrir .... — Heldurðu það? Hefir það kannske komið fyrir þig áður? Nú forðaðist hún aftur að líta í augun á honum. — Eg er orðin nítján ára og hefi átt heima í Cairo í mörg ár. Hann horfði fast á hana, eins og hann vissi ekki hvernig ætti að skilja hana. Svo brosti hann: — Og þú hefir mikla karlmannahylli. — Þökk fyrir það. Nú fyrst leit hún framan í hann. — Eigum við ekki að slást í hópinn með hinum aftur? Þau riðu burt samsíða og nú fann Rósalinda aftur þetta unaðslega, sem hún hafði fundið þegar hann kyssti hana. Hún varð svo sæl. Svo að John þótti þá vænt um hana — samt.......... Nú fór unaðslegur tími í hönd hjá Rósa- lindu. 'Hún var í draumaheimi og lifði aðeins fyrir þær fáu stundir sem hún var með John, hvort heldur það var nú á reiðvellinum eða í samkvæmi. Henni nægði það um sinn — hún var svo ung og óreynd. Koss Johns hafði vak- ið hana, en það var undir honum komið hvort meira yrði milli þeirra. John skildi hana ekki að fullu, enda rugluðu hans eigin tilfinningar hann. Þetta hafði kom- ið svo snögglega — fyrir nokkrum mánuðum fannst honum Rósalinda vera barn. Það var annar maður, sem þekkti konulund- ina betur. Hann skildi hvernig öllu var farið með Rósalindu. En vitneskja Ali prins gat hvorki hjálpað Rósalindu — eða sjálfum hon- um. KYNLEG ÞRENNING. Prinsinn efndi það sem liann hafði lofað Iris og Rósalindu, og það leið aldrei langt á milli að bifreiðin hans þyti út úr borginni með þau þrjú fram í. Stundum fór hann líka með þær í ,,kynnisferðir“ um borgina og þá skoð- uðu þau innfæddrahverfin, en þangað gátu ungu stúlkurnar ekki hætt sér einar. Eða hann leigði lítinn bát og þau fóru í teskálana á Nílarbökkum. Þau skemmtu sér í þessum ferðum og eng- inn amaðist við þeim. Agatha hélt sig með Kitty og hinum eldri frúnum, og Suzette hafði eignast nýja kunningja í klúbbnum. John var

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.