Fálkinn - 02.10.1953, Blaðsíða 10
10
FÁLKINN
För Andrées til
norðurpólsins
21. Eftir því sem þeir koma sunnar
sjá þeir fleiri dýr. Máva, fýl, seli og ís-
birni. Eitt kvöldið sjá þeir í bakið á
nýrri skepnu. Hún er Iík 10—12 metra
langri nöðru. Gul með svörtum rákum,
og l)læs eins og hvalur. Seinna sjá
þeir að þetta er rostungur. — Hinn
3. ágúst skrifar Andrée í dagbókina
sína: „í dag ])voði ég mér í framan í
fyrsta skipti síðan 11. júlí.“
Stundum eru þeir að. verða upp-
skroppa með bjarnarket, og stundum
er það sem þeir hafa ólseigt, svo að
ekki verður stungið í það gaffli.
22. Mörgum dögum síðar verða þeir
afhuga því að komast til Franz Jós-
efslands. Straumurinn í sjónum er of
sterkur til þess. Þeir taka nýja stefnu.
Þeir ætla að reyna að komast til Sjö-
eyja og áætla að þeir komist þangað
á (i—7 vikum.
Það er ekki alltaf kalt norður i
isnum. Stundum er svo heitt að
Andrée óskar að hann hefði sumar-
frakka. En þeir verða þreyttari og
þreyttari. Þeir eru sikvefaðir, stund-
um veikir i maganum og sárir á fót-
um og augnveikir al' sólskininu. Skór
Andrées er oðnir ónýtir.
Einn daginn veiðir Andrée smáfisk
í vök. Meðan hann stendur með hann
hrópar Strindberg: „Þrir birnir!“
Þeir fela sig allir bak við hrönn og
bíða eftir að birnirnir komi nær.
23. Birnirnir sýna sig ekki. Andrée
skríður fram á ísinn á fjórum fótum
til að lokka þá. Honum verður kalt
meðan liann bíður þarna. Hann kallar
á félaga sína og svo elta þeir birnina
og skjóta þá. Þannig fá þeir ket fyrir
23 daga. Og súpu sjóða þeir sér úr
þangi. IIún er góð á bragðið og ýms
holl næringarefni í henni. Jakarnir
verða smærri og smærri eftir því sem
liður á sumarið. Og loks nálgast þeir
opið haf.
Svo -lýkur heimskautasumrinu.
Ivuldinn er fjögur stig, og um miðnætt-
ið nálgast sólin sjóndeildarhringinn
og þá verður allt rautt og snjórinn
eins og eldhaf.
24. Hinn 4. september er afmælis-
dagur Strjndbergs og þeir halda upp
á hann. Þeir eta bjarnarbuff með
brauði og baunir með bjarnarmör í.
Þeir fá líka saftblöndu, lifrarkæfu og
súkkulaði.
Afmælisbarnið steypist á hausinn i
sjóinn með sleðann sinn. Það tekur
langan tíma að þurrka af honum
spjarirnar.
Nú sjá ]>eir að þeir eru í fangelsi
þarna á rekisnum. Þeir mega sín
einskis gegn honum. Þeir leita uppi
stóran jaka og þar gera þeir sér snjó-
hús. Þeir skjóta sel og finnst eiginlega
fara vel um sig, þó að horfurnar séu
litlar á því að þeir bjargist. Jakann
rekur suður á bóginn. „Kannske er
ekki eins kalt á sjónum og i landi,"
skrifar Andrée. „Það sjá þeir sem lifa.
Nú er mál að fara að starfa."
ÚR ÞINGSÖLUNUM. Frh. af bls. 9.
þingi. Sir Charles Burell var þing-
maður í 00 ár og hélt aðeins eina ræðu.
Hann tók til máls til að andmæla
frumvarpi, sem átti að lögfesta að
vinnukonur væru ekki skyldugar til
að þvo glugga að utanverðu. Sir ísaac
Newton kvað liafa tekið einu sinni til
máls: hann bað um að láta loka glugga
bak við hann.
*
Þingmaður einn, sem tók upp af
gólfinu bók, sem Ronald Mc Neill —
síðar lord Cushendun — þeytti í höf-
uðið á. Winston Churchill, brosti í
kampinn þegar hann sá að bókin var
— þingsköpin.
#
Fyrir 000 árum fékk forseti lávarða-
deildarinnar ultarsekk til að sitja á,
svo að þingmenn festu sér i minni, að
ullin væri mikilsverðasta verslunar-
vara Englendinga. Forsetinn sítur enn
á ullarsekknum, en þegar viðgerð fór
fram á honum nýlega, kom ])að á dag-
inn að hrosshár en ekki ull var í pok-
anum. Hrossliárinu var fleygt sam-
stundis og besta ull sett í staðinn.
#
Fyrir nokkrúm árum ákvað þing-
forseti Frakklands, að konur, sem
væru hraðritarar i þinginu, mættu
fara burt úr þingsalnum þegar bitnaði
úr hófi i ræðumönnum. Því að engin
fyrirmæli í þingsköpunum banna
klúrt og ósæmilegt orðbragð.
★ CHARLES CHAPUN ★
0G K0NURNAR HANS FJÓRAR
2. GREIN.
„HEIMILI OKKAII ER BYGGT Á HAMINGJU .“
CHAPLIN var ekki seinn á sér að
fara til móður Mildred og leita
hófanna. En hún svaraði: —- Mildred
er of ung til bess. Viljið þér ekki bíða
í nokkur ár, svo sem fjögur!
En auðvitað espaðisi hann bara við
þetta svar. Sjálfur var hann 29 ára
og honum fannst þessi þrettán ára
ahlursmunur ekki skipta neinu máli.
Þó að undarlegt megi virðast fengu
kjaftasögublaðritararnir ekki neina
njósn af ])essu i þetta skipti. Þeir töldu
það ekki vita á neitt , alvarlegt" þó
að þau sæust við og við, hin sextán
ára Ijóslokkaða mær og frægi skop-
leikarinn Chaplin.
En brátt kom að því að stórblöðin
þurftu á feitu fyrirsögnunum að
hærra kaupi og stærri hlutverkum
en áður. En kvikmyndafélagið var á
annarri skoðun og þá riftaði hún
samningunum og fór í fússi.
En það glaðnaði yfir Charlie og
Mildred þegar það kom á daginn að
þau áttu von á erfingja. Það urðu þó
vonþrigði. Drengurinn sem Mildred
eignaðist, var vanskapaður og lifði
aðeins þrjú daga.
Það var sagt í þann tið að það hefði
verið beiskjan og sorgin yfir drengn-
um sem olli þvi að Charlie og
Mildred skildu. Hann lét henni eftir
húsið og flutti sjálfur í annan slað.
Nokkru síðar hitti hann af tilviljun
Louis B. Mayer, kvikmyndaframleið-
anda Universal, í anddyri gistihúss
halda: Chaplin hafði í kyrrþei
kvongast sextán ára telpu, sem enginn
vissi hver var! Ungu hjónunum bár-
ust mörg þúsund heillaóskaskeyti —
öll veröldin óskaði Chaplin til ham-
ingju. Blöð og tímarit um allan heim
lýstu heimilinu þeirra og kölluðu ])að
„sinfóníu úr lavendel og fílabeini".
Og svo var það prentað með stórum
stöfum, sem Mildred sagði: „Hcinulið
okkar er byggt á liamingju, og ég ætla
að gera allt sem í mínu valdi stendur
tii að varðveita það!“
Hún lét Universal Film vita, að
vegna nýja nafnsins síns Mitdred
Ilarris Chaplin ætti hún kröfu á
Lengsta ræðan sem haldin hefir ver-
ið á nokkru þingi er sú, sem Kemal
Atatyrk hélt í tyrkneska þinginu 1927.
Hún stóð 42 tíma.
#
nokkurs. Charlie sló lil hans — en
Mayer tók mannlega á móti og barði
Cbaplin í gólfið. Urðu slagsmálin efni
í stórar fyrirsagnir.
Og nokkru síðar var Chaplin nefnd-
ur með stóru letri aftur: Mildred
krafðist hjúskaparslita og sakaði
Chaplin fyrir að vanrækja heimilið
svo mjög, að það gæli lieimfærst undir
„sálarlega grimmd". Charlic bauð
lienni laglega fúlgu. í eitt skipti fyrir
öll, en ])ví hafnaði hún.
Mildred vann málið og fékk skilnað
og Chaplin féllst á að greiða henni 2
þúsund pund og láta hana fá helming-
inn af öllu því, sem þau áttu saman.
Eftir tvö ár átti Mildred ckki græn-
an eyri eftir og varð nú að lifa af því
sem hún vann sér inn sem statisti.
Hún giftist aftur, skildi og reyndi því
næst að sýna sig á gleðileikhúsum,
giftist svo skopleikahöfundi og dó ár-
Arið 1947 var útvarpað umræðum
frá þinginu á Nýja Sjálahdi, og þegar
einn ræðumaður hafði lokið ræðunni,
bætli hann við: „Ef þér hlustið á þetta,
Milton, þá ætla ég að biðja yður að
Ijúka við tennurnar mínar, svo að ég
geti sótt þær í vikulokin“. Milton var
tannlæknirinn hans og átti heima um
500 km. frá höfuðstaðnum.
#
Það var ekki fyrr en 1850, sem leyft
var að nota punkta i lögum frá enska
þinginu. Hver lagagrein mátti aðeins
vera ein setning.
ið 1944.
í átta ár hafði Chaplin verið hinn
ókrýndi konungur í Hollywood, en í
hjarta sínu var og varð hann ósvik-
inn Lundúnadrengur og hann þráði
jafnan London og móður sína. Hann
hafði bjargað lienni frá fátæktinni,
cn heilsan var ekki á marga fiska.
Eftir að Mildred var farin frá hon-
um hugsaði hann aðeins um móður
sína og heitasta ósk hans var að ná
í liana til Hollywood. Hann átti í
Framhald á bls. 14.
r