Fálkinn


Fálkinn - 29.10.1953, Síða 3

Fálkinn - 29.10.1953, Síða 3
FÁLKINN 3 Biskup íslands látinn AflíSandi hádegi liins 13. okt. varð ]>iskup íslands, herra Sigurgeir Sig- nrðsson bráðkvaddur að heimili sinu, Ginili. Var banamein hans hjartaslag. Hann hafði gengið að störfum um morguninn eins og hann var vanur, en daginn áður kom hann úr erfiðu ferðalagi vestan af Snæfellsnesi, en þar flutti hann ræðu á hálfrar aldar minningarhátið kirkjunnar á Ingjaids- Líkfylgdin í Kirkjustræti. Guðfræði- neniar og prestar ganga á undan lík- vagninum. (Ljósm.: P. Thomsen). hóli. í september hafði hann lcgið rúmfastur vikutima, en samt sem áð- ur mun engan hafa grunað er sá hann síðustu ævidagana, iéttan í spori og hvatlegan i hreyfingum, að hann mundi eiga skammt cftir ólifað. Ilerra Sigurgeir varð aðeins rúm- iega (53 ára. Hann var fæddur 3. ágúst 1890 á Eyrarbakka, sonur Sig- urðar Eiríkssonar organista og reglu- boða og Svanhildar Sigurðardóttur og ólst upp hjá foreldrum sínum, fyrst á Eyrarbakka og síðar í Reykjavík. Stúdentsprófi lauk hann 1913 og guð- fræðiprófi við háskólann 1917. Vígð- ist aðstoðarpréstur til ísafjarðar sam- sumars en fékk veitingu fyrir því brauði 1. júní 1918 og starfaði þar allt til þess að liann tók við biskupscm- bættinu 1. jan. 1939. Var liann fyrsti biskup íslands, sem kosinn var af prestum, en áður liafði embættið ver- ið veitt af konungi. Lejigst af prest- skapartíð sinni á Isafirði var hann prófastur Norður-ísafjarðarprófasts- dæmis, og formaður Prestafélags Vestfjarða frá stofnun þess og þangað til hann tók við biskupsembætti. Eftirlifandi konu sinni, Guðrúnu Pétursdóttur frá Hrólfsskála, kvæntist hann haustið 1917 og eru börn þeirra fjögur, öll uppkomin: Pétur sóknar- prestur á Akureyri, kvæntur Solveigu Ásgeirsdóttur, Sigurður bankafulltrúi, kvæntur Pálinu Guðmundsdóttur, Svanhildur ritari í kirkjumálaráðu- neytinu og Guðlaug húsmæðrakenn- ari. Undir eins á fyrstu prestsskapar- árum sínum á ísafirði varð herra Sig- urgeir landskunnur fyrir áhúga sinn á málefnum kirkjunnar. Hann var lif- ið og sálin í Prestafélagi Vestfjarða meðan hans naut við har. Og hið sama einkenndi allt starf lians er hann var orðinn æðsti þjónn islenskrar kirkju. Hann lagði mikla áherslu á hið tif- Elli- og hjúkrunarheimili Hafnarijarðar Síðastliðinn sunnudag var lilli- og hjúkrunarheimili Hafnarfjarðar vígt með hátiðlegri athöfn að viðstöddum forsetahjónunum. .Með því er náð merkum áfanga í heilbrigðis- og fé- lagsmálum Hafnfirðinga og hið glæsi- lega bygging á hraunbrúninni norð- austur af Hörðuvöllum er öllum jieim til sóma, sem að því standa og hönd hafa lagt á plóginn. Það var á fundi bæjarstjórnar Hafn- arfjarðar 4. júlí 1944, að samþykkt tillaga frá bæjarráði um, að hafist yrði handa um byggingu ellihcimil- is sjúkrahúss og fæðingardeildar. Þriggja manna nefnd var þá kosin til að annast undirbúning og fram- kvæmdir í málinu. Bæjarfulltrúarnir þrír, sem kosnir voru lii þeirra starfa, hafa setið í nefndinni siðan og staðið fyrir framkvæmdum. Þeir eru Guð- mundur Gissurarson, sem cr formaður nefndarinnar og liefir haft umsjón með byggingaframkvæmdum, Stefán Jónsson og Ásgeir G. Stefánsson. Árið 1940 var gengið frá grunni byggingarinnar, eh framkvæmdir hóf- ust fyrir alvöru 1947. Húsið er fjórar hæðir og kjallari undir einum sjötta hluta hússins. Flatarmál hússins er 720 fermetrar en rúmmál 7500 ten- ingsmetrar. í kjallara er miðstöð og geymsla, en eldhús, geymsla o. fl. á fyrstu liæð. Þá verður og j)vottahús þar í norður- endanum. Á .neðstu hæðinni er einn- ig borðstofa fyrir starfsfótk og heilsu- verndarstöð með sérinngangi í suður- endanum. Á annarri hæð er sjúkradeild fyrir 25 vistmenn og fæðingardeiid fyrir allt að 20 sængurkonur. Þar er einnig gert ráð fyrir skurðstofu. Á þriðju hæð er rúm fyrir 45—50 vistmenn, og þar er einnig borðsalur. Framhald á bls. 14. andi starf allra kirkjunnar þjóna og jafnframt á það að gera starfsskilyrði ])eirra sem best, jafnframt því sem hann barðist fyrir umbótum á kirkju- húsunum. Þess má og sérstaklega geta hvilíkan áhuga liann sýndi á þvi að bæla kirkjusönginn, enda var hann sjálfur einkar sönghncigður maður. Starfsþrek hans var mikið og fram- koma hans við hvern sem i hlul átti jafnan þannig, að fólk lireyfst af hon- um. Hann var í scnn alúðlegur og virðulegur. Og allir sem til þekktu ljúka upp einum munni um, að það hafi verið ógleymanlegt að koma á heimili þeirra biskupshjónanna, sem bæði vorii hvert öðru fremri i því að iáta gestum sínum liða vel. Útför lierra biskupsins fóp fram 21. ]). m. og þrátt fyrir óhagstætl veður var samankomið þar hið mesta fjöl- menni. Þess má geta, að aldrei munu fleiri prestar hafa vcrið viðstaddir nokkra útför á íslandi en ])essa. Hið snögglega fráfall lierra bisk- upsins hcfir vakið söknuð og trega með allri þjóðinni, þvi að vinsældir lians voru miklar. Frá útfararathöfninni í dómkirkjunni. (Ljósm.: P. Thomsen).

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.