Fálkinn - 29.10.1953, Blaðsíða 6
6
FÁLKINN
Spennandi ástar- og leynilögreglusaga eftir Phyllis Hambledon.
leyndttvmál
(«) sHstrnnnn
NEHItU í LONDON. — Þó að Indland
sé Iýðveldi, og Indverjar því ekki eig-
inlega þegnar Elisabethar drottning-
ar, eru þeir samt í breska rikjasam-
bandinu. Og við krýninguna mætti
Nehru forsætisráðherra fyrir hönd
þjóðar sinnar.
LÉTT í LUND.
Rosemary Clooney er alltaf full af
glensi og gáska og þess vegna má
telja líklegt, að hún verði vinsæl á
léreftinu eins og hún hefir verið sem
söngkona.
ÞaS, sem hér hafði skeð, var hvorki
martröð né drauniur, sem hverfur
þegar maður vaknar og segir „Ham-
ingjunni sé lof að þetta var aðeins
draumur". Nei, hér var um blákaldan
veruleika að ræða. Eg sá að Martin
opnaði augun og svipur hans gaf til
kynna að tilfinningar hans og hugs-
anir væru þær sömu og minar.
„Það horfir ekki vel með þétta in-
dæla sumarleyfi, sem við ætluðum
að eyða hérna. Nýr dagur er að hefjj-
ast, og hvað skyldi hann færa okkur?“
Síðan settist hann upp og sveiflaði
fótunum fram úr rúminu. Eg hefi
alltaf dáðst að því hvað hann er fljót-
ur að vakna til fulls.
Hann hvarf inn í haðherbergið og
um leið kom Josephine inn úr dyr-
unum. Hún var eflaust ein þeirra,
sem alltaf ,eru brosandi og glaðlegar
á morgnanna,' jafnvel nú var luin síð-
ur en svo ömurleg á svip, þótt glað-
værð hennar væri eðlilega venju
fremur niðurbæld.
Hún liélt á bakka og á honum var
nýbakað hveitibrauð, smjör, hunang,
kaffi og tvö egg.
„En hvað þetta er girnilegt, Josep-
hine,“ sagði ég. „Hvernig líður
núna?“ Hvað segið þér mér um þær
Mademoiselle Suzy og Mademoiselle
llelen?“
„Helen sefur ennþá. Hún jafnar sig
eflaust. Mademoiselle Suzy er lienni
ákaflega góð systir.“
„Eg efast ekki um það.“
„Við skulum vona að þcir hafi upp
á morðingjanum," sagði Josephine og
varð skyndilega alvarleg á svip.
„Madame Frenier var okkur mjög góð
húsmóðir. Á ég að segja yður hvað
mér hefir dottið í hug, Madame? La
Bande Voleur gæti staðið á bak við
þetta.“
„La Bande VoIeur?“
„Það er bófafélag sem hefir vaðið
uppi hér í Frakklandi um hríð. í
vetur létu þeir greipar sópa um gisti-
húsin í Riviera. Þeir stálu jafnan
skartgripum. Hver veit neina þeir séu
nú komnir til Dinard? Eitt innbrotið
var ekki ósvipað því sem hér hcfir
átt sér stað. Grímuklæddur maður
ruddist vopnaður inn i herbergi frægr-
ar Ieikkonu og hafði á burt með sér
skartgripi, virta samtals á þrjár
milljónir franka. Lögreglan hefir enn
ekki haft upp á þeim. Þeir eru i fé-
lagi og hjálpa hverjir öðrum. Þeir
gætu hafa komist á snoðir um riibín-
hálsmenið og komið til að stela því.
Madame hcfir ef til vill veitt ein-
hverja mótspyrnu og þá hafa þeir
myrt hana.“
„Hafið þér skýrt yfirlögreglumann-
inum frá þessum grun yðar, Josep-
hine?“ spurði ég.
„Auðvitað, madame." Og liann svar-
aði: „Þótt ótrúlegt megi virðast hefir
mér dottið eitthvað svipað í hug.“ Og
þá sagði ég: „Þeir hafa eflaust líka
sent okkur skeytið."
„Hvað er hér á seyði?“ spurði
Martin.
Hann kom i þessu út úr baðher-
berginu. Hann var í sloppnum og liár
hans var lítið eitt hrokkið eftir bað-
ið. Josephine virti hann fyrir sér
með svip sem ég ekki skildi. Mér virt-
ist eins og hún væri að vega hann
og meta í huganum. Hvers vegna?
Hvaða ástæðu hafði hún til þess? Hún
endurtók sögu sina um La Bande
Voleur, og dró sig síðan hæversklega
i hlé og fór.
„Eg er ekki frá því að það sé eitt-
hvert vit í þessari skýringu hennar,"
sagði Martin. „Skýringin er auðvitað
ofur hversdagsleg, en það myndi spara
okkur öllum hérna mikil óþægindi ef
hún reyndist sönn.“
Eg var honum sammála. Skýring
Josepliine kom okkur báðum í betra
skap, og við tókum til snæðings af
bestu lyst. Að svo búnu klæddumst
við. Martin lauk við að klæða sig á
undan mér og fór siðan niður, en ég
fór að taka farangur okkar upp úr
töskunum.
Lögregluforinginn var nýkominn
þegar ég kom niður. Suzy var þar
einnig, og innan skamms heyrðist
glamra í skóhælum og inn kom feit-
lagin kona með lögregluþjónana á
hælum sér. Konan var klædd síðbux-
um, en óneitanlega var vaxtarlagi
hennar þannig háttað að slíkur bún-
ingur hæfði henni fráleitt.
„Asnar!“ hvæsti hún. „Halda þessir
fávitar að þeir geti útilokað mig af
heimili minnar elskulegu vinkonu?“
hrópaði hún skrækróma. „Mér stend-
ur hjartanlega á sama um hvað lögin
segja.“ Hún hljóp til Suzy. „Segðu
að þetta sé ekki satt!“ hrópaði hún.
Hún sá svipinn á andliti Saizy og
fór að hágráta. Tárin runnu niður
vanga hennar og mynduðu farvegi í
andlitsfarðanum.
„Þetta getur ekki verið raunveru-
legt,“ kveinaði hún. „Það getur ekki
átt sér stað! Mollý! Hún talaði við
mig í síma i fyrrakvöld ....“
Áhugi lögregluforingjans vaknaði
skyndiléga.
„Segið þér að frú Frenier hafi sím-
að til yðar, frú?“
„Já, vissulega var það svo. Og hún
var i besta skapi. Hún sagðist hafa
skemrnt sér mjög vel í Jersey, og hún
sagðist einnig eiga von á ungum
enskum hjónum í heimsókn. Hún bauð
okkur, mér og syni mínum, að koma
liingað í dag og kynnast þeim.“
„Afsakið, livað heitið þér, frú?“
spurði Boudet.
„Eg heiti frú Hocker, frú Caro
Hocker og er frá New York. Eg tók
á leigu næsta hús hérna — svo að
ég gæti dvalist nálægt Mollý. Ilún var
besta vinkona mín, skal ég segja yð-
ur. Við höfum þekkst árum sam-
an ....“
Boudet greip fram í fyrir lienni.
„Um hvaða leyti hringdi hún til
yðar?“
„Khikkan hlýtur að hafa verið orð-
in eitt um nóttina," sagði frú Hocker.
„Eitt 1“
FÓTMÁL FRÁ DAUÐANUM. — Fjall-
göngur eru hættuleg íþrótt, enda hefir
það orðið mörgum að bana, því að
ekki þarf annað en misstíga sig til
að hrapa. — Hér á myndinni sjást
þrír rússneskir kilfurgarpar, sem eru
að fikra sig áfram á brattri vella
hengju.
Andlit Boudet Ijómaði. Við bíðum
mcð öndina í hálsinum. Þarna kom
þó loks vitneskja sem máli skipti.
„Er það ekki óvenjulegur tími fyr-
ir símtal?“
„Nei, alls ekki. Hún sagðist hafa
verið að reyna að ná í mig allt kvöld-
ið. Hún var háttuð, en það var mjög
algengt að við spjölluðum saman, þeg-
ar við vorum komnir í háttinn á
kvöldin. Við Júlíus höfðum farið í
spilavítið um kvöldið og komum ekki
heim fyrr en kl. 12. Við Mollý gátum
talað saman á kvöldin svo kluklui-
tinnim slcipti, stundum lá við að við
sofnuðum út frá rahbinu. Þegar ég
talaði við Mollý í fyrralcvöld, vildi
hún að ég kæmi í heimsókn morg-
uninn eftir. „Elskan mín,“ svaraði
ég, „liað get ég ekki þvi að ég fer
á hárgreiðslustofuna ....“
„Kæra frú,“ sagði Boudet, „það er
mjög mikilvægt að ]iér segið mér ná-
kvæmlega hvað Mollý Frenier sagði.“
„Hún sagði að Suzy hcfði skemmt
sér vel í Jersey ,og það væri ungur
maður þar mjög ástfanginn áf henni.
Og ég svaraði að það væri ekki nýtt.
Hún talaði alltaf svo mikið um Suzy.
Hún sagði einnig að Helen virtist vera
að skána. Svo sagði hún að Sebastian
hefði snætt kvöldverð hjá sér — það
var auðvjtað. Hún lét einnig í Ijós
gremju sína yfir þvi að Josephine og
Pierre skyldu ekki vera komin og svo
var liún að tala um einhvern óvæntan
gest og bætli við orðrétt: „Eg liefi
gert nokkuð, sem ég veit að myndi
falla þér vel í geð, Carol! En hún
vildi ekki segja mér livað það var.
Eg skal segja þér það næst þegar
við hittumst," sagði hún. ■—• Ó, ég
get ekki fengið mig til að trúa
þvi að hún sé dáin! Myrt! Moliý!“-
Hún fór aftur að gráta, liálfu meira
en áður. Suzy reyndi að hugga hana
en ég fór upp aftur. Eg hafði i her-
bergi minu komið auga á bók eflir
Jean Louis Bory, og mér datt snögg-
lega i hug að gaman mundi vera að
lesa hana — hún fjallaði um Hfið í
frönsku smáþorpi. Dyrnar að her-
bergi Helenar stóðu opnar, er ég gekk
fram hjá. .Tosephine var að koma frá
því að færa lienni morgunverðinn.
Litli hundurinn kom á móti mér og
snerist í kringum mig, en þó var eins
og hann væri fremur áhugalaus um
aílt og alla.