Fálkinn


Fálkinn - 29.10.1953, Síða 13

Fálkinn - 29.10.1953, Síða 13
FÁLKINN 13 ur af vilja gerður gæti ég ekki læst konu ensks manns inni hjá mér. Þér hafið lesið of mikið af skáldsögum. — Þér viðurkennið þá að yður langi til þess? Röddin var hás. — Nei, svaraði hann kaldranalega. — Mér þykir leitt að þurfa að segja yður sannleik- ann svona blákaldan, en það er auðheyrt að hin hæverskari tilmæli mín hafa ekki hrifið. Þér skuluð fá að heyra allan sannleikann, frú Green: Mér býður við að sjá hvíta hörundið á yður og blygðunarlausa rauða munninn. Og viljið þér nú verða á burt héðan undir eins, siðlausa og sjáifselska manneskja! Prinsinn hafði gleymt hinum vestrænu háttum, sem hann hafði tamið sér. Nú var hann aðeins tyrkneskur prins, sem ekki hafði nelna meðaumkvun með konu sem hann fyrir- leit. — Ö .... ó .... Iris hörfaði undan og héit hendinni fyrir munninn. Nú opnuðust dyrnar aftur og ung stúlka kom þjótandi inn. Það var Rósalinda í hvíta kjólnum sem hún hafði verið í um kvöldið. — Iris! Ertu orðin brjáluð? Eg sá að þú hvarfst út í garðinn, en þóttist ekki alveg viss um það svo að ég veitti eftirför. Komdu undir eins. Við verðum að reyna að komast inn í húsio án þess að tekið verði eftir okk- ur .... Rósalinda hafði ekki lokið setningunni þegar dyrnar opnuðust í þriðja sinn. Inn kom Fred Green, í slopp. — Svo að það er 'hérna sem þú heldur þig? Röddin var hrjúf og augun brunnu af hatri og afbrýði. — Eg sá kvenpersónu hlaupá í þessa átt og elti. Fred reiddi höndina til höggs. — Nei, Fred, ekki að slá! Rósalinda vatt sér fram milli hjónanna. — Yður skjátlast, Fred. Eg var með henni .... — Þér! 1 blindri bræði sinni hafði Fred ekki tekið eftir öðrum en Iris og prinsinum. — Svo að þér eltuð hana líka? Eða voruð það kannske þér sem fóruð með hana hingað? Þér kynntuð móður minni þessa fúlu vini yðar fyrir borgun, og nú hafið þér sjálfsagt fengið boTgun líka fyrir að ginna konuna mína hingað! Prinsinn færði sig snöggt að þeim. Rósa- linda, sem skildi hvað honum var í 'hug, leit bænaraugum til hans. Ef hann yrði fyrri til að slá mundi Fred ærast og þá gæti þetta endað með manndrápum. — Nei, Ali, lofið mér að gefa skýringu .... flýtti Rósalinda sér að segja. — Hlustið á mig, Fred! Eg .... okkur .... langaði ekki til að fara að sofa strax og gengum svo út í garðinn, og þá sjáum við ljós hérna .... — 'Haldið þér að ég sé fábjáni? sagði Fred viti sinu fjær. Hvað er það sem fíllinn hræðist? — Þetta er satt. — Æ, þegið þér! Iris var háttuð. Fred sneri sér að Iris. Hún var svo náföl að græn slikja virtist vera komin á hörundið, en blóð- rauður munnurinn skar sig úr. Rafgulu aug- un voru eins og í hundeltu villidýri. Öll feg- urð hennar var horfin. Fred þreif til konu sinnar og hristi hana eins og tusku. Ali prins myndaði sig til að skerast í leikinn þegar Iris fókk málið aftur. — Þér skjátlast, Fred, sagði hún með and- köfum. — Það var ekki ég, það var Rósalinda. Hún fór hingað til að hitta prinsinn .... ég sá hana þegar ég var að loka glugganum og elti hana. Eg hefi lengi reynt að afstýra þessu, en hún hefir ekki viljað hlusta á mig. Hún er svo ung, eiginiega barn. Eg varð að bjarga henni. — Rósalinda! Það var auðséð á augum Freds að honum létti. — Er þetta sannleik- urinn? Rósalinda starði á Iris sem horfði á hana flóttaaugunum, og Rósalinda vissi að öll fram- tið Iris var komin undir svari hennar. — Já, það er satt, sagði hún rólega. Fred snei sér fá Iris að Rósalindu: — Svo að þetta er þá svona? Þér hafið flækt konunni minni í iþetta, til þess að hafa hana að hlífi- skildi! Og ég sem hélt það gagnstæða. Þér .... þér .... Eg formæli nafninu yðar svo að það heyrist landsendanna á milli um allt Egyptaland. Nú tók sterk hönd i Rósalindu. — Nú er nóg komið, sagði Aii prins reiður. — Þér .... Hann átti í striði að leyna fyrirlitningu sinni á Fred. Af því að þér eruð gestur minn verð ég að neita mér um að láta þjóna mína fleygja yður út, eins og þér eigið skilið, og ég ætla líka að gefa yður nánari skýringu á þessum einkenniiega samfundi. Prinsinn hafði ekki sleppt takinu á armi Rósalindu aftur og hún hnippti í hann. Hann ______________________________________________ skildi hvað hún átti við. Hann mátti ekki fletta ofan af Iris. Þetta málefni kemur hvorki yður né konu yðar við. Ungfrú Rósalinda Fairfax hefir sýnt mér þann heiður að lofa að giftast mér. Það var líkast og blóðið stirðnaði í æðum hennar, en hún þagði. — Við höfum hins vegar ekki opinberað trúlofun okkar ennþá, hélt prinsinn áfram jafn rólega, — og þess vegna kom ungfrú Fairfax hingað á þessum tíma til að láta leiða sig fyrir móður mína. — Einkennilegur tími fyrir þess háttar, urraði Fred. — Alls ekki. Klukkan er ekki margt, og þér megið reiða yður á að unnustu minnar verður gætt. Móðir mín og öll fjölskyldan biður hennar núna. En ég skal játa að ókunn- ugum kann að virðast þetta dálitið kynlegt, og þess vegna mun frú Green hafa elt. Með öðrum orðum: misskilningur frá rótum. Og nú ætla ég.að biðja yður að fara með konuna yðar inn i gestahúsið aftur. — Ja .... ég .... bið yður afsökunar, stamaði Fred, sem var þó enn í vafa um hverju hann ætti að trúa og hverju ekki. Hann tók í handlegginn á Iris og sagði: — Nú skulum við koma .... Iris leit aftur á Rósalindu að skilnaði. And- litið hafði fengið á sig sinn fyrri ljóma og augnatillitið sem Rósalinda fékk var þakk- andi en um leið letilega brosandi. Hættan var liðin hjá og Iris var aftur orðin sama sjálfselska, kæi’ulausa og fallega daðurdrós- in sem áður. Þakklæti hennar átti sér ekki djúpar rætur. — Eg óska til hamingju, sagði hún glannalega. — Þetta verðum við að heyra nánar um á morgun. Rósalinda brosti lítið eitt. Hún gat ekkert sagt. — Komdu nú, sagði Fred óþolinmóður. Þau gengu bæði til dyranna og Rósalinda losaði handtakið prinsins til þess að fylgja þeim eftir, en Ali hélt henni aftur. — Vertu róleg, Rósalinda, hvíslaði hann og bætti við, svo hátt að -hin gátu heyrt: — Og nú getum við loksins farið inn til móður minnar. Dyrnar luktust eftir Fred og Iris og Rósa- linda var ein með Ali prins. EITT augnablik var allt hljótt í stofunni. Rósalinda starði á munstrið í gólfdúknum, en Ali hélt í handlegginn á henni og horfði á lútandi, bjart höfuðið. Svo sleppfi hann henni og ýtti henni í stól. FÁLKINN - VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM - AI- greiðsla: Bankastræti 3, Iteykjavík. Opin kl. 10-12 og 1-6. Blaðið kemur út á íimmtudögum. Áskriítir greiðist fyrirfram. - Ritstjóri: Skúli Skúlason. Fram- kv.stjóri: Svavar Hjaltested. - HERBERTSpreni. Flöskurnar komust heilar heim.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.