Fálkinn


Fálkinn - 22.01.1954, Blaðsíða 6

Fálkinn - 22.01.1954, Blaðsíða 6
6 FÁLKIN N Spennandi ástar- og leynilögreglusaga eftir Phyllis Hambledon. Leytulnvmnl (15 SffStrODDA VILL HEYJA EINVÍGI VIÐ FARÚK. Þessi maður með pípuhattinn, skamm- byssuna og vindilinn, er ítalskur aug lýsingastjóri og heitir Guido Orlande og er búsettur í París. Hefir hann lát- ið taka myndina af sér til að sýna hvernig hann ætli að hreyfa sig þegar hann gengur á hólm við Farúk fyrrv. konung. Orlande hefir sem sé skorað hann á hólm og ástæðan til þessa er sú, að Orlande talaði óvirðulega um Farúk í bók sem hann gaf út. en þá kallaði Farúk Orlande „Tæfuson". Og þá svaraði Orlande með einvígis- áskoruninni. En Farúk segist ekki munu sinna þess konar. SKRÍTIN ATVINNA. — Þessi maður hefir þá sjaldgæfu atvinnu að sprauta farða á dansstelpurnar í einu leik- húsinu í London. Þær eru fjörutíu og lappirnar á þeim þar af leiðandi áttatí'u, og allar þessar lappir verður hann að sprauta tvisvar á hverri sýn- ingu, svo að hann má ekki liggja á liði sínu. illa við vatn, en þó er músin Símon undantekning hvað það snertir. Enska telpan Pamela Anson á þessa mús, og nú ætlar hún að fara að baða hana. Sem baðbursta notar hún tannbursta. SamræSurnar hefðu eflaust endað með skelfingu hefði ekki Helen komið niður sligann rétt í þessu. Hún var auðsjáanlega búin að sofa um stund en hafði vaknað við samtal okkar. „Það er orðið framorðið," sagði hún. „Ætlar þú ekki að koma, Rósa- lind? Varstu ekki búin að lofa þvi að sofa hjá mér?“ „Hví skyldi Rósalind sofa hjá þér?“ spurði Suzy. Hún var búin að missa alla stjórn á skapsmunum sinum, og rödd hennar var bæði illkvittnisleg og reiðileg. „Systir Theresía kemur ekki ef Rósalind er hjá mér,“ sagði Helen. „Það er engin systir Theresía til,“ sagði Suzy. „Er engin leið að koma því inn í hausinn á þér að þig hefir aðeins dreymt hana. Þú verður að bægja þessari firru frá þér. Það lcynir sér raunar ekki að þú ert veik ennþá og ættir að vera á hressingar- hælinu. Ég hringi jiangað á morgun, hvað sem hver segir.“ „Eg vil ekki fara aftur á hressing- arhælið, Suzy,“ sagðl Helen. „Og ég held að þú getir ekki komið mér þangað gegn vilja mínum.“ Suzy varð mállaus af undrun. Hún átti síst af öllu von á því að Helen leyfði sér að standa upp í hárinu á henni. Martin varð einnig undrandi á svip. Hann starði á Helcn eins og hann sæi liana nú í fyrsta skipti. En mér kom þetta ekki á óvart, ég ein vissi hver hafði stappað stálinu i hana. Engu að sí'ður fannst mér nú tími til kominn að hinda endi á þessar samræður. „Við skulum koma upp. Ég ætla að fara i bað og síðan kem ég inn til þín, Helen.“ ER ÞETTA nauðsynlegt?" spurði Martin stundarfjórðungi siðar. Hann beið mín fyrir utan herhergis- dyrnar. Hann var mjög hnugginn og niðurdreginn en horfði engu að siður biðjandi á mig. „Já,“ svaraði ég. „Eg lofaði henni því. Ennfremur hefir hún rétt fyrir sér í því, að nunnan kemur síður, ef ég er hjá henni.“ „Þú ætlar þó ekki að segja mér að þú trúir því að hér sé um eitthvað annað en hugarburð að ræða.“ „Hugarburðir skilja ekki eftir á- þreifanlegar perlur í skápnum." Nú þorði ég loks að trúa honum fyrir leyndarmáli Helenar. „Skápur- inn er læstur núna,“ sagði ég. „Eg ■hlýt að viðurkenna að mér er ekkert um þessa nunnu gefið fremur en Helen!“ „Hamingjan góða, Rósie!“ Martin var mér enn skelkaðri að lokinni frásögn minni. „Það er lnigsanlegt að Helen segi satt,“ sagði hann. „Það er tæpast á- slæða til að væna hana um að hafa látið perluna þarna sjálf. Sé um raun- verulegan atburð að ræða, er hugsan- legt að hann endurtaki sig.“ „Mér er það fullljóst. Þess vegna álít ég að við liöfum tæpast leyfi til að fara héðan að svo stöddu — hversu mikið sem okkur kann að langa til þess.“ „Þú hefir ef til vill á réttu að standa — þó má ég ekki hugsa til þess eftir það sem á undan er gengið, að vera hér lengur." Rödd hans breyttist og hann varð biðjandi á svip. „Rosie, hvað get ég sagt mér til málsbóta?“ „Þú þarft ekki að segja neitt, mér finnst ég vera farin að skilja sitt af hverju. Suzy er í rauninni ekki vond stúlka — hún veit aðeins ekki hvað siðgæði er!“ „Með því er ekki svo lítið sagt,“ sagði Martin. Það er verst að hún skuli vera svona skrambi heillandi. Það er ekki svo að skilja að ég viti ekki hvernig hún er .........“ Hann hafði fengið tvöfaldan skammt af móteitrinu. Fyrst hafði hann komið að Suzy í faðmlögum við Sebastian, og siðan hafði hann orðið að hlusta á viðbjóðsleg orð, sem hún lét sér um munn fara í samtalinu við mig. Mér var fullljóst hver áhrif alls þessa hlytu að vera á hann, því að Martin var, þegar öll kurl komu til grafar, íhaldssamur og gamaldags eins og flestir Englendingar. „Hvernig get ég fengið af mér að tala svona við þig?“ sagði hann í örvæntingu. „Hvað gengur að mér? Ég kem svivirðilega fram við þig, ég geri mér fulla grein fyrir því. Ég vildi óska, að ég gæti sagt að ég hefði læknast til fulls, en svo er því miður ekki — ekki ennþá að minnsta koosti!“ Hann lét fallast í stól og grúfði andlitið i höndum sér. Ég klappaði honum móðurlega á bakið, eins og gömul skilningsgóð frænka. „Svona, svona!“ sagði ég. ÉG lá og lét fara vel um mig í rúmi Helenar. Sem betur fór gat það talist tvibreitt svo að vel fór um okkur báð- ar. Við höfðum spjallað saman um stund en vorum þagnaðar. Dyrnar opnuðust og Suzy kom inn. Tohy, sem lá til fóta, dinglaði rófunni vingjarn- lega, og það var ofur eðlilegt því að Suzy hafði jafnan meðferðis eitthvert hnossgæti handa honum. „Ég er hingað komin til að biðjast afsökunar, Rosalind," sagði hún. „Ég iðrast orða minna.“ Ekkert hefði getað komið jafn illa við mig né komið mér eins á óvart. „Mér hefir loks skili.fl það, sem ég hefi aidrei áður lagt neinn trúnað á,“ sagði Suzy. „Hjón geta verið tengd órjúfanlegum böndum. Ég hefi oft lesið um slikt en aldrei trúað því þar til nú. Er Helen sofandi?“ „Það virðist sem svo sé.“ „Ég vildi cinnig gjarnan biðja hana afsökunar. Ég vildi einnig gjarnan biðja liana afsökunar. Ég hefi hegðað mér skannnarlega í kvöld. Eg reiðist ekki oft, en jiegar það kemur fyrir er ég hræðileg. Ég held næstum að ég hafi hótað henni með hressingar- hælinu. Þó er siður en svo að ég kæri mig um að missa hana þangað! Hún er eini vinurinn sem ég á — núna. THarilyn THaxwcll er ein af hinum nýju Hollywood- stjörnum, sem hefir fagran líkams- vöxt og kynþokka til að státa af. Þeir eiginleikar hafa orðið hvað nota- drýgstir fyrir ýmsar nýjustu stjörn- urnar þar vestra — og þótt víðar væri leitað. Nöfnin Marilyn Monroe, Eva Bartok og Silvana Magnano tala sínu máli um það. Hún var skjálfrödduð af geðslirær- ingu. Ég gat ekki varist því að hafa samúð með henni. Hún hafði staðist raunirnar svo vel, en það gat meira en verið, að okkur hefði ekki verið svo ljóst sem skyldi, hversu þungbær- ar þær væru henni. Frænka hennar, sem hafði gengið henni i móður stað, liafði verið myrt á svivirðilegan hátt. Denis kom svívirðilega fram við hana og grunsemdir beindust að henni úr öllum áttum. Hún sjálf erfði mikinn auð og aukna ábyrgð og varð auk þess að bera þá byrði að annast taugaveiklaða systur sína. Já, það var ekki hægt að neita því að allt hjálpaðist að til að gera Suzy lífið erfitt! Ég fann til innilegrar sam- úðar með henni og ég skynjaði gerla að væri Martin algerlega utan við mál- ið, gæti ég auðveldlega verið vinlcona Suzy. Suzy beygði sig yfir Helen. „Elsku Helcn,“ hvíslaði hún. „Elsku litlá systir!" 4

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.