Fálkinn


Fálkinn - 22.01.1954, Blaðsíða 11

Fálkinn - 22.01.1954, Blaðsíða 11
FALKINN 11 Landru Morðmál Englendingsins Christie hefir að yonum vakið hrylling. En á fyrri styrjaldarárunum var uppi annar ódæðismaður honum verri — Frakkinn Henri Landru. IIANN var visinn og ótútlegur, með ljótt alskegg, pireygður og alls ekki iiklegur til að ganga i augun á kven- fólkinu. Og hann var líka kominn á efri ár. Samt tókst honum að eignast 283 kærustur á nokkrum árum, sam- kvæmt bók'haldi lians sjálfs. Hann varð að skrifa þetta lijá sér, því að það var of flókið til að leggja það allt á minnið. Það sem greiddi honum götu að kvenhjörtunum var ísmeygileg, þýð rödd, og svo þóttist kvenfólkið líka sjá eitthvað ómótstæðilega seið- andi í augunum á honum. Hann hafði lag á að snuðra uppi konur, sem þóttust einmana í lifinu og þráðu kynni við karlmenn. Henri Landru ferðaðist mikið stöðu sinnar vegna, því að liann var fornsali að nafninu til og keypti skran hvar sem hann komst höndunum undir. Nafnið Henri Landru notaði hann aldrei þegar hann kynnti sig kven- fólkinu. Sú fyrsta sem varð fyrir barðinu á honum var Madame Cuchet i Fauborg St. Denis i Paris. Hann kynnti sig henni undir nafninu líay- mond Diard André og sagðist vera póstmaður. Ilún varð hrifin af hon- um og hirti ekki um að spyrja hann frekar um fortið eða uppruna. En Landru vissi ýmislegt um frú Cucliet — það hafði hann kynnt sér áður en liann fór að bera í liana víurnar. Hún var mjög fríð þó að luin væri komin um fcrtugt, en það skipti liann iitlu. Hann mat meira, að hún átti það sem hann taidi „sæmileg" efni. Hún bjó með syni sínum, 18 ára, en það setti Landru ekki fyrir sig. Hann ætl- aði sér hvorki að verða maður frúar- innar eða stjúpi piltsins. Frúin sagði vinkonunum, að mon- sieur André hefði beðið sin og að hún hefði tekið honum. Eftir nokkra mánuði fluttust þau mæðginin frá Faubourg St. Denis heim til Landru í Chantilly, tæpa 50 km. frá París. Og þaðan í fallega villu i Vernouillet við Seine. Frú Cuchet sá um hús- gögnin og húsaleiguna. Hún hafði kynnst Landru um sum- arið. Nii var komið fram í desember. En áður en janúar var liðinn voru þau horfin frú Cuchet og sonur hennar. Landru sagði síðar að þau hefðu gert upp öll sín skipti og að frú Cuc.het og sonurinn væru farin til Englands. — Þau sáust aldrei framar, hvorki i Englandi né annars staðar í veröld- inni. Að þvi er best er vitað yar Cuchet fyrsta konan, sem Landru stútaði. En nú var dýrið vaknað í honum fyrir fullt og allt. Áður hafði hann verið það sem Frakkar kalla „cheva- lier d’ industri", smáprettóttur svika- hrappur, sem hafði tent i tukthúsinu nokkrum sinnum fyrir afrek sin. Hann var fæddur i Paris af heiðar- legu og iðjusömu fólki. Um tima vann hann á skrifstofu hjá húsameistara uns liann var kvaddur í herþjónustu. Hann varð sersjant og þegar heim kom kvæntist hann Parísarstúlku og T ískumyndir átti 283 kærustnr 09 mtfrti ellefu. átti fjögur börn með henni. En nú fór liann að gerast ófrómur. Hann setdi bíla sem hann átti ekki. Landru komst yfir frú Cuchet um það leyti sem fyrri heimsstyrjöldin var að byrja. En Landru slapp því miður við að fara i striðið. Fjórum mánuðum eftir að frú Cuchet livarf heimsótti Landru frú Laborde-Line, 47 ára ekkju. Hún vildi setja húsgögn og Landru heimsótti liana sem forn- sali, en undir nýju fölsku nafni. Nú hét hann Cuoliet — hann vílaði ckl;i fyrir sér að taka nafn konunnar sem hann hafði myrt. Þau Landru og Laborde-Line urðu góðvinir og ekkjan var i sjöunda bimni. Hún var fædd í Suður-Ameríku og þótti unaðslegt er Landru gaf henni gælunafnið „Brésil" (Brasilía). Þessu nafni er hún skráð í dagbókina, sem hann skráði allar vinkonurnar i! Landru lifði góðu lífi á reitum frú Cuohet og hafði meira að segja keypt sér bíl, og fór með ekkjuna i skemmti- ferðir. Sú síðasta gat að vísu tæplega heitið skemmtiferð. Landru ók henni heim i húsið i Vernouillet. Siðan hefir frú Laborde-Line ekki sést. Iíunn- ingsskapurinn hafði staðið rétta 30 daga. En á þessum sömu dögum undirbjó liann næsta ódæðisverkið. Ilann setti auglýsingu i blöðin um að fá að kynn- ast konu, sem væri áfram um að giftast, og sem að efnum og aldri væri samboðin þeirri lýsingu er hann gaf af sjálfum sér. Hann sagðist ver'a hálffimmtugur og gerði grein fyrir efnáhag sínum. Kona sem hét frú Guillin svaraði. Hún var 51 árs og ekkja. Landru leist vel á hana eftir að hann varð þess vísari að hún hafði nýlega feng- ið arf, sem var um ferfatt stærri en ateiga tians. Og frú Guillin var hrifin af honum. Henni leist ljómandi vel á húsið i Vernouillet og fannst mikið varið í bílinn. Landru kleip ekki af er hann var að segja frá sjálfum sér. Hann sæti i ábyrgðarmikilli stöðu og ætti innan skamms að verða konsúll í Ástraliu. Frú Guillin lofaði forsjón- ina fyrir að liafa kynnst manninum. Hún kom oft til Vernouillet. Einu sinni varð henni litið gegnum skráar- gatið á herbergi, sem alttaf var læst, og sá þá mikið af kvenfatnaði (líklega af Laborde-Line). „I þessu lierbergi dó blessunin hún móðir mín,“ sagði Landru með grát- stafi i kverkunum. „Það er óhreyft eins og hún skildi við það.“ Þarna þóttist frú Guiljin sjá sönnun fyrir hjartagæsku unnusta síns. Síðustu ferð sína til Vernouillet fór hún rétt- um tveimur mánuðum siðar en frú Laborde-Line. Verðbréf frú Guillin voru seld skömniu síðar. En þremur árum síðar voru ýmsir munir hennar enn í vörslum Landrus. Tii dæmis hárkollan hennar, sem Landru hafði geymt sem minjagrip. I.ANDBU var ekki lengi í Vernouillet eftir að frú Guillin livarf. Hann flýði þetta líkhús og leigði sér einbýlis- hús í Gambais, við Rambouilletskóg. Húsið hét „L’Hermitage" og fullnægði betur kröfum þeim, sem Landru — sem hét nú Raoul Dupont — gerði til húsakynna sinna. Húsið sem frú Cuchet og sonur hennar, frú Laborde- Line og frú Guillin höfðu verið myrt i, var full nærri öðrum húsum. En liúsið i Gambais var vel afskekkt. Áður en árinu lauk hafði Landru gert út af við eina konuna enn. Það var frú Heon, 55 ára ekkja frá Le Havre, sem hann hafði náð til með auglýsingu. Þegar hann hafði stútað lienni og komið eigum hennar í pen- inga skráði hann hana í minnisbók sína undir nafninu „Havre“. Líka bafði hann skrifað þar verð á tveimur farmiðum milli Parísar og Gambais. Annan fyrir báðar teiðir og hinn fyrir eina — frúin þurfti ekki farmiða til baka. Frú Collomb, 40 ára kom næst. Landru tryggði sér húsgögnin hennar, traust og tiltrú og það sem hún átti af jarðneskum auði. Hún lauk ævinni i Gambais eins og frú Heon hafði gert og fleiri gerðu siðar. Allar voru skráð- ar í minnisbók Landrus. Svo kom Audree Babelay. Hún var aðeins 19 ára. Landru hvikaði frá reglunni i þetta skipti. Allar fyrri konurnar höfðu átt eitthvað til, en Audree átti ekkert nema æskublóm- ann. En samt hvarf hún, eftir að hafa heimsótt Landru í Gambais. Og næst kom ekkjan Buisson. Hún var finuntug, og Landru var heillaðri af 10 þúsund frönkunum hennar en henni sjálfri. Það voru peningar í þá daga, þó að þeir séu litils virði núna. — Og svo kom frú Jaume, 38 ára. Hún hafði farið frá manninum sínum, en átti eignir, sem liægt var að koma í peninga. Og svo kom frú Pascal, 36 ára, sem fannst Landru vera „einstaklega við- feltdinn" og fyrirmynd annarra manna. En þessi fyrirmynd afgreiddi auðtrúa frúna ftjótlega i annan og betri heim og seldi eignir hennar. Svo kom frú Marchandier. Hún heimsótti Landru í Gambais eftir að hafa samið við hann um kaup á húsgögnum. Hún hafði með sér tvo hundana sína, það Framhald á bls. 14. SAMKVÆMISKJÓLL. Þessi kjóll er teiknaöur af Jaques Fath og sýnxr gerla þá tilhneigingu tiskuliöfunda i ár aö sleppa mittxs- saumnum og setja kjólinn í þess staö saman fyrir neöan brjóst. TÍSKUKJÓLL. Þessi kjóll sýnir mjög vel stefnu tisk- unnar í vetur. Hann er teiknaöur af hinum frœga tískuhöfundi Jacques Fatli og er eins og flestir kjólar hans í ár þröngur upp undir brjóst. KjóU- inn er ennfremur bœöi kraga- og erma- laus en efri hluti blússunnar hixis vegar lagöxxr í lausar fellixigar.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.