Fálkinn


Fálkinn - 22.01.1954, Blaðsíða 7

Fálkinn - 22.01.1954, Blaðsíða 7
FÁLKINN 7 FRÆNDI OKIÍAR. — Þegar maður lítur á þennan sirkus-apa, sem heitir Janet, í fallegu fötunum sinum og spilandi á gítar, verður maður að viðurkenna að það sé eitthvað til í því sem Darwin gamli sagði um upp- runa tegundanna. HANN HITTI INDÍÁNA. — Indíána- sögur eru uppáhald allra stráka, en fæstir hafa þeir nokkurn tíma séð lif- andi Indíána. Það er því ekki furða þó að þessi Parísarstrákur sé hróð- ugur yfir að hitta ósvikinn Indíána- höfðingja. Þessi glæsilegi rauðskinni er í dans- og söngflokki, sem sýnir sig í borginni, og nú hefir hann lofað „bleiknefnum“ að setjast á hestbak hjá sér. Hún kyssti hana varlega á vangann. Helen bærði ekki á sér. ÉG VAKNAÐI tvisvar um nóttina. í fyrra skiptið vaknaði ég við það, að Denis kom heim á mótorhjólinu. Það hvarflaði aldrei að honum að gera tilraun til að hafa liljótt um sig. Mér fannst næstum eins og hann hlyti að hafa sjúklega ánægju af að vekja alla í húsinu. í seinna skiptið vaknaði ég við það, að Toby, sem hefir sennilega verið kalt í hráslaga morgunsins, var að gera tilraun til að troða sér milli okkar Helenar í rúminu. Ég jjreif i hnakkadrambið á honum og fleygði honum niður á gólf. Morguninn eftir þegar við vorúm öll komin á fætur og sátum á sólpall- inum, komu þeir lögregluforinginn og Berthot. Þeir gengu beint að herbergi Mollý og opnuðu þær, hátíðlegir í bragði. „Þess gerist ekki þörf lengur að herljergið sé læst, mademoiseIIe,“ sagði hann við Suzy. „Við vitum þeg- ar allt sem jjarf um J)á hlið málsins." „Hafið þér komist að nokkurri nið- urstöðu?" spurði Suzy. „Vitið Jiér .......?“ „Þáð er margt seni ég hefi komist á snoðir um, mademoiselle. Ég væri clcki svona háttsettur í lögreglunni ef ég megnaði ekki að ráða fram úr slilc- um málum. Mér væri að vísu mikil hjálp í, ef þér gætuð fundið hótunar- bréfin, mademoiselle. Þér segið að hótanirnar hafi komið enn greinilegar fram í þeim.“ „Já, það er rétt, monsieur," sagði Suzy. „Ég man sérstaklega eftir einni setningu úr þeim, sem kom ónotalega við mig. Hún var á Jjessa leið: „Við í andstöðuhreyfingunni svífumst ein- skis, ekkert er okkur friðhelgt, ekki einu sinni mannslífin.“ „Hver sem er hefði auðvitað átt ofur auðvelt með að fleygja bréfun- um i sjóinn,“ sagði Boudet. „Það var annars dálítið annað sem ég ætlaði að segja yður. Eins og þér vitið liggur skemmtisnekkja mexikansks auðkýf- ings fyrir akkerum hérna úti í fló- anum, og mér datt í hug að spyrja hann, hvort hann hefði orðið nokkurs var hina umtöluðu morðnótt. Hann slcýrði mér frá, að einmitt þá nótt hefði lítill vélbátur staðið við báta- hryggju Bláskógahússins talsverðan hluta næturinnar. Mexikaninn hafði verið i spilavítinu ásamt frú sinni um kvöldið og þau tóku eftir bátnum, þegar þau komu heim —- og ennfrem- ur tóku þau eftir þvi að hann var horfinn um morguninn. Hjónin skýrðu mér frá þvi að þau hefðu verið sam- mála um að báturinn nmndi vera nýjasta gjöf frú Frenier til „vinar“ síns.“ -,.Tá, ég veit það,“ sagði Suzy. „Það vantaði ekki, nógar voru slúðursög- urnar um frænku mina. Hún vissi það sjálf, en henni stóð hjartanlega á sama. Hún áleit að ósannar slúður- sögur gerðu engum mein. Hinsvegar stend ég í þeirri trú að La Bande Voleur séu sekir um ónæðið. Slíkum glæpamannaflokki hefði ekki orðið skotaskuld úr því að fá vitneskju um, að ])ær frænka mín og systir voru einar í húsinu.“ „En glæpalýðnum i La Bande Voleur hefði aldrei dottið í hug að skilja skartgripina eftir,“ sagði Boudet.“ „Ekki nema því aðcins að þeir hafi óttast að þeim væri veitt eftirför,“ bætti ég við. „Ef til vill hefir verið farið að birta af degi. Eftir því sem Helen sagði ....“ „Ó, já, við megum ekki gleyma grá- klædda manninum," sagði Boudet. Andlit hans var svo steingervings- legt að ógerningur var að geta sér til um hvort hann talaði í gamni eða alvöru. „Monsipur Boudet," sagði Martin. „Þess gerist tæpast J)örf að við kon- an mín og ég séum hér lengur. Við hljótum að geta fengið að fara til Englands úr þessu. Við vorum ekki einu sinni komin hingað liegar morðið var framið." „Það má ef lil vill segja að þér hafið rétt fyrir yður í því,“ sagði Boudet. „Hins vegar væri J>að mjög æskilegt vegna ungfrú Grayson, j)að kæmi sér vel fyrir hana að hafa vini sína hér uns málið er til lykta leitt. Ég hefi ekki leyfi til að halda yður hér gegn vilja yðar, en þér gerðuð mér mikinn greiða með að dveljast hér enn um stund.“ „Hún hefir Valdiers hjónin til að annast um sig,“ sagði Martin J)rá- kelknislega. „Ég get séð um mig sjálf,“ sagði Suzy. „Ég er dauðskelkuð en ég er einfær um að bjarga mér. Æskilegast væri auðvitað að við systurnar gæt- um einnig fengið að fara héðan. Og sé J)að ekki hægt vildi ég gjarnan losna við Denis. Þér verðið að vera þess minnugur hr. Boudet að við syst- urnar verðum hér einar með honum, þar sem lögreglan liættir nú að halda vörð um lierbergi MoIlý.“ „Eins og ég hefi þegar sagt yður, mademoiselle J)á skortir mig mann- afla til að hafa vörð um húsið leng- ur. Besta lausnin væri því að monsieur og madame Motcombe dveldu hér enn um hríð. Það getur hvort sem er aldrei verið um mjög langan tíma að ræða.“ „Ekki mjög langan tíma?“ endur- tók Suzy en Jjagnaði svo skyndilega. „Þá verðum við hér áfram,“ sagði Martin stuttur í spuna. ÞEGAR Boudet var farinn ríkti alger J)ögn um stund. Mér virtist sem Suzy myndi engin þægð í nærveru okkar, ég áleit sem sé að hún myndi eiga erfitt með að umgangast okkur eftir J)að sem á undan var gengið. Ég dró l)á ályktun að sjálfsögðu af eigin til- finningum, en ég hefði mátt vita að Suzy væri algerlega óútreiknanleg. Von bráðar sneri Suzy sér að okkur með sí'nu blíðasta brosi. ,Á>að var fallega gert af ykkur að vilja vera hér áfram. Þið gerið mér mikinn greiða með því. Ég legg til að við gleymum öllum óþægindum og sættumst heilurn sáttum. Eg er lika nú fyrst að átta mig á þvi, að J)ið hafið ekki slcoðað umhverfið hérna að neinu gagni. Eg hefi verið að ráð- gera nokkur smáferðalög, við gætum t. d. á morgun ferðast um í bílnum og skoðað nokkra kastala. Og í dag gætum við siglt upp eftir fljótinu. Þú kannt að meðhöndla bát, er ekki svo Martin?“ „,Tú, en ert þú ekki sjálf vöp bát- um?“ „Nei, ég er skelfilegur klaufi. Eg var einu sinni rétt að segja búin að drekkja mér og síðan hefi ég verið rög við allt slíkt. En við megum til með að fara þetta, og þar sem við Martin höfum nú orðið ásátt um að við elskum ekki hvort annað, sé ég ekki að neitt sé til fyrirstöðu!“ Þessi síðasta athugasemd hennar gerði mig alveg orðlausa, og mér virt- ist sem sama máli gegndi um Martin. Suzy hélt áfram að láta dæluna ganga. „Það er hólmi i fljótinu nokkru ofar. Þegar við vorum litlar köll- uðum við hann alltaf ævintýraeyjuna, og ég lék oft að ég væri kóngsdóttir, sem gömul galdranorn hefði skilið J)ar eftir. Helen J)ykir engu siður vænt um eyjuna en mér. Eg býð henni'með, ef þú vilt sigla okkur þangað, Martin." „Jæja, látum svo vera,“ sagði Martin stuttur i spuna. „Eg bið J)á Josephine um að útbúa nestiskörfu til fararinnar,“ sagði Suzy. „Helen, hvar ertu? Við ætlum til ævintýraeyjunnar. Við leggjum af slað þegar eftir morgunverðinn." Helen kom niður sligann. „Eg get ekki komið með,“ sagði hún, „nema Júlíus komi lika. Eg lofaði að hitta hanri í dag.“ Það leyndi sér ekki að hún tók á ölhi sínu viljaþreki til að segja J)etta. Suzy nam staðar er hún var komin miðja leið að eldhússdyrunum. ,.Eg get ekki sagt að mér sé neitt sérlega um þetta skyndilega vinfengi þitt við Júlíus gefið,“ sagði liún. Skáldið við útgefandann: — Hafið þér haft tima lil að lesa kvæðin mín? Útgefandi: — Já, og tvö þeirra hefðu hvorki Jónas eða Bjarni getað ort. Skáldið: — Og hvaða kvæði eru J)að, með leyfi? Útgefandi: — Það eru þéssi um kvikmyndahúsin og útvarpið. Fcrðamaður á gistihúsi varð J)ess var að nágranni hans í næsta herbergi var afar taugaveiklaður. Þegar hann var að hátta um kvöldið varð lionum á að skella skónum í gólfið þegar hann tók J)á af sér. Og þá minntist hann nábúans og læddi hinum skónum hljóðlaust á gólfið. Eftir tiu mínútur var barið hastar- lega á dyrnar. Það var sá veiklaði, og öskraði: — Þvi í ands.... getið þér ekki drullast úr hinum skónum? — Þegar ég vóg eplin sem þér selduð mér 1 gær, kom það á daginn að mikið vantaðuá l>essi tvö kiló, sem ég hafði borgað fyrir. — Alveg rétt. Þegar ég hafði vegið eplin sá ég að þrjú af þeim voru skemmd, svo að ég henti þeim strax, til að spara yður að bera þau heim. Frú Burstakrantz kemur móð og másandi á hljómleikana. Hún er 15 mínútum of sein. — Eg kem .vist of seint, segir hún við fatageymslu- stúlkuna, — hve langt eru þeir komn ir? Ilvað eru J)eir að spila núna? -— Þeir eru með 9. synfóníuna. — Æ, drottinn minn! Þá hefi ég misst af átta! XIrsula Zhicss Þýska leikkonan Ursula Thiess er nú farin til Hollywood og þegar orðin umtöluð persóna í samkvæmislífinu þar. Mikið orð fór af henni í Evrópu sem leikkonu, áður en hún fór vestur um haf, og hún er enn fremur sögð 1 af 10 fegurstu konum í heimi. Þessi mynd ber það l)ó ekki með sér.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.