Fálkinn


Fálkinn - 22.01.1954, Blaðsíða 4

Fálkinn - 22.01.1954, Blaðsíða 4
4 FÁLKINN Clark Gable og konurnar hans Clark Gahle hefir verið heppinn í leik — en óheppinn i ástum og einka- lífi. Milljónir kvenna mundu ekki geta hugsað sér neitt yndislegra en fá að verða konan hans. En spyrjið þær sem reynt hafa. I. GREIN. Fyrsta hjónabandið. Clark Gable kvæntist i fyrsta sinn 1924. Brúðurin var 17 árum eldri en hann, hún stóð á fertugu en hann var 23. ára. Hún hét Josephine Dillon og kenndi leiklist og Clark varð nemandi liennar. Þannig kynntust þau. Henni fannst hann hafa alla þá kosti til að bera, sem gætu gert lífið yndislegt, og hann þóttist finna að liún hefði lífs- reynsluna sem hann vantaði. En þar var varla á öðru von en þetta færi illa. Enda skildu þau fljótt. Clark Gable er fæddur i Hopedale — Vonardal — í gömlu bjálkahúsi frá tíð hinna fyrstu landnema í „The Middle West“. Þar ólst liann upp i fásinni og aðeins 15 ára fór hann að heiman til að freista gæfunnar. Það hefir tekist svo, að nú er hann kon- ungur í kvikmyndaríkinu. Og aðal- gatan í fæðingarbæ lians, Hopedale, heitir „Clark Gable Avenue". En gæfuna liefir liann ekki fundið enn. Hann hefir ekki enn fengið að njóta ])ess heimilislífs sem hann þráir, og þó hefir liann kvænst fjórum sinn- um. Hann er fyrir skömmu skilinn við síðustu konuna, Sylvíu. Hverjuni er um að kenna? Honum eða konunum? Margir velta þessu fyrir sér, bæði vinir lians og ýmsir af þeim mörgu, sem aðeins þekkja hann úr kvikmyndunum. Og hann hefir spurt sjálfan sig að þessu sama. En til ])ess að finna svar verður að skyggnast aftur i tímann, til fyrsta hjónabandsins. hún ekki að vænta neinnar hjálpar og henni væri hollast að reyna að gleyma ættarnafninu sínu. Dyr heim- ilisins yrðu henni lokaðar framvegis. Hún trúði á Clark. En Josephine liafði alls ekki hugsað sér að knýja á dyr foreldra sinna sem iðrandi syndari. Hún liafði séð Clark fyrst er hún var að stjórna hátíða- leiksýningu i Oregon og lieillaðist fór hún með hann til Los Angeles til að kenna honum. Samstarf er vel til þess fallið að nálægja tvær sálir •— og í þessu til- felli kom fleira til sögunnar. Josep- hine þóttist finna hjá Clark Gable allt það, sem gerði lífið einhvers virði og Clark þóttist auðgast af Hfsreynslu Josepliine. Hann gat talað við liaha á annan hátt en við kunningjana, án þess að finna til minnimáttarkenndar. Clark Gable og fyrsta konan hans, Josephine Dillon, sem var 17 árum eldri en hann. Josephine Dillon var fertug, eins og fyrr segir. Hún var af mikilsmetnu og ríku fólki. Faðir hennar var dóm- ari í Hollywood og bræður hennar voru Hka í virðingarstöðum. En það gekk alveg fram af fjölskyldunni þegar Josephine, sem var með allan hugann í listum, og hafði aldur til að vera orðin ráðsett manneskja, kom heim og sagðist vera gift grænjaxli, sem ekki átti nokkurn einasta dollar og hafði undanfarið unnið við bor- vélar á ohusvæðum. Fjölskyldan lét Josophine vita að héðan i frá þyrfti af leiknum. Hún þóttist viss um, að þarna vær meira leikaraefni en allir hinir, sem hún var að leiðbeina, Dag- lega fékk hún heimsókn ungra pilta og stúlkna sem vildu komast að leik- húsum, og hún lijálpaði þeim eftir bestu getu. En Clark Gable varð hún að lijálpa. Hann mátti ekki standa við borunarturnana lengur. Það var ekki aðeins ótvíræð leikgáfa hans sem réð þessu og sannfærði hana. Hún vildi trúa á hann — án þess að hún vissi fyrst í stað hvers vegna. Og svo Það var eitthvað annað en að tala við jafnöldrur sínar! IV2 dollar í dagkaup. Gablehjónin leigðu sér lítið hús. Þau voru sæl þó að þau hefðu úr litlu að spila, þó að margar vikur kæmu eftir eina feita. Og þó að sjáan- legt væri að Clark yrði að bíða tals- vert lengi eftir frægðinni. Josepbine tókst ekki að útvega honum annað en annars flokks hlutverk á smáleikhús- unum. Og Clark hafði eiginlega Htið gagn af henni, því að leikhússtjórarnir tóku ekki mark á meðmælum hennar, þvi að hún var ástfangin. Eftir margar árangurslausar tilraun- ir fékk hann statistastarf hjá kvik- myndafélagi fyrir venjulegt kaup — hálfan annan dollar á dag og ókeypis fæði, og þakkaði fyrir. En smám sam- an fór hann að reyna fyrir sér upp á eigin spýtur og hætti að treysta á það sem Josephine sagði og gerði. Og hún gekk þess ekki dulin að hann var farinn að ganga sinar eigin leiðir. Hinn 4. desember 1930 undirritaði Clark Gable loks sanining um fyrsta virkilega blutverkið sem hann fékk hjá Metro-Goldwyn-Mayer. Viku síð- ar var sex ára brúðkaupsafmæli Josephinu og hans. Clark kom heim með blóm og á yfirborðinu virtist allt vera óbrcytt. En Josephine lél ekki blekkjast. Hún fann að l)etta var að- eins fyrir siðasakir gert. Þetta sama kvöld spurði hún, eins og af tilviljun: „Heldurðu ekki, Clark, Clark með Hedy Lamarr. að þér væri fyrir bestu að vera laus og liðugur?" Nokkrum mánuðum seinna voru þau skilin, og Josephine gerði ekkert til að halda í hann. Það varð ekkert hneykslismál úr þcim skilnaði. Við blaðamennina, sem gerðu aðsúg að Josephine til að fá hana til að segja eitthvað ljótt um Clark, sagði hún aðeins: „Við liöfum skilið með besta samkomulagi. Ég hefi ekkert að áfell- ast Clark fyrir. Hjónaband okkar hefir verið gott, en við teljum ba:ði hyggilegast að slíta því áður en það gæti orðið slæmt. Þegar við giftumst hefir lionum vafalaust ekki dottið í hug að slitna mundi upp úr hjónabandinu. En ég þekki hann að því að gera alltaf ])að sem honum dettur í hug. Cary Cooper og Itonald Colman. Hann kvæntist aftur skömmu eftir að hann hafði fengið skilnað við Josephine. Nýja konan hét Bhea Lang- ham og tók mikinn þátt í samkvæmis- Hfinu í Texas. Hún var „aðeins“ ell- efu árum eldri en Clark og orðin amma nokkrum sinnum, en ekki var hægt að sjá það á henni. Hún var ekki ósvipuð Josephine en miklu fjörugri og andríkari. Clark lærði mikið af henni og hún heflaði af honum van- kantana. Hann leigði hús Gretu Garbo í Chevy Chase, en þcgar fram i sótti sat frú Rhea oftar og oftar ein heima, ])ví að Clark sat löngum hjá nágrönn- um sínum, Gary Cooper og Ronald Colman og talaði um veiðar, byssur, kappsiglingar og hnefaleik. En Rhea hafði hugsað sér hjóna- band sitt og Clarks með öðru móti, og Clark viðurkenndi fyrir sitl leyli að þegar lijón befðu jafn ólík áhuga- mál og þau, væri ekki hægt að byggja nema ótrygga brú milli þeirra þó að þau væru öll af vilja gerð. Þegar Clark kom heim úr Suður- Anieríkuferðalagi 1935 staðfesti hann orðróminn, sem kominn var á kreik: Rhea Langham og liann ætluðu að skilja. En þessi hjúskaparslit gengu ekki eins greitt og í' fyrra skiptið. Að visu var Rhea engu síður áfjáð en hann að fá skilnaðinn, en hún vissi að hann var áfjáður líka og fannst hann geta borgað dálitla fiilgu til að fá ósk sína uppfyllta. í fjögur ár — meðan Clark var sihækkandi stjarna og lék á inóti Jean Harlow, Gretu Garbo, Joan Grawford og Claudette Colbert — hélt reipdrátturinn áfram út af skilnaðinum og harðnaði enn meira er ]>að vitnaðist að Clark ætlaði að kvænast konunni sem hann hefir elskað mest: Carole Lombard! í næsta blaði: Clark og Carole Lombard giftast. Hún ferst í flugslysi og hann gerist hermaður.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.